Dagur


Dagur - 06.06.1989, Qupperneq 6

Dagur - 06.06.1989, Qupperneq 6
6 V - Þetta eru tölurnar sem upp komu 3. júní. Heildarvinningsupphæð var kr. 4.310.810,- Enginn var meö 5 rétta sem var kr. 1.984.477,- Bónusvinninginn (fjórar tölur + bónus- tala) fengu fimm og fær hver kr. 69.016,- Fyrir 4 tölur réttar fær hver kr. 6.265.- og fyrir 3 réttar tölur fær hver um sig kr. 381.- Sölustaðir loka 15 mínútum fyrir útdrátt í Sjónvarpinu. Sími 685111. Upplýsingasímsvari 681511. eins og þú vilt að aorir aki! || UMFERÐAR „Hreinir hreppar“ - Fegrunarátak í sveitum 1989 Nú hafa nokkrir aðilar sameinast um fegrunarátak í sveitum lands- ins á sumri komanda. Hefur átakið hlotið nafnið „Hreinir hreppar" og beinist einkum að því að fjarlægja af jörðum bænda óþarfa og ónýta hluti, hreinsa strendur og útivistarsvæði og fegra heimreiðir, auk þess að mála byggingar og vélar. Mörg önnur verkefni koma til greina, t.d. fegrun á eyðibýlum og kirkjugörðum. Eftirtaldir aðilar hafa tilnefnt fulltrúa í Framkvæmdanefnd átaksins „Hreinir hreppar“: Bún- aðarfélag íslands, Stéttarsam- band bænda, Kvenfélagasam- band íslands, Samband íslenskra sveitarfélaga og landbúnaðar- ráðuneytið. Leitað hefur verið til sveitar- félaga og landshlutasamtaka þeirra um skipulag og fram- kvæmd söfnunar og útvegun á urðunar- og geymslustöðum. Því hefur verið beint til þeirra að kalla samstarfsaðila til fundar fyrir 15. júní. Óskað er eftir því við hreppabúnaðarfélögin að þau annist ráðgjöf og framkvæmd, en kvenfélög liafa verið beðin að annast samræmingu á framlagi annarra samtaka. Átakið byggist á þátttöku bænda og jarðareig- enda. Framkvæmdanefndin hef- ur varpað fram ábendingum í nokkrum liðum og mun þar að auki beita sér fyrir magninnkaup- um á málningarvörum, þar sem þess er óskað. Starfið verður að mestu leyti sjálfboðastarf og æskilegt að virkja sem flesta, unga sem aldna. Þrátt fyrir óvenju slæmt tíðar- far, sem óhjákvæmilega tefur framkvæmdir af þessu tagi víða um land, er það von Fram- kvæmdanefndarinnar að unnt verði að ná nokkrum árangri í sumar og fram á haust í þessu brýna verkefni. Framkvæmda- nefndin fagnar framtaki Ung- mennafélaganna sem hreinsa munu meðfram þjóðvegum 10. Fegrunarátakið „Hrcinir hreppar“ beinist einkum að því að fjarlægja af jörðum bænda óþarfa og ónýta hluti, hreinsa strendur og útivistarsvæði og fegra heimreiðar, auk þess að mála byggingar og vélar, eins og gert hefur verið á þessum bæ og er til fyrirmyndar. júní og hvetur sem flesta til þátt- töku í því starfi. Því má heldur ekki gleyma, að ýmis sveitarfélög hafa margra ára reynslu í hreins- unarverkefnum sem þessum. Send hafa verið út dreifibréf með kynningu á átakinu „Hreinir hreppar“ til allra búnaðarfélaga, kvenfélaga og sveitarfélaga á landinu, auk þess sem sveitarfé- lögin hafa verið beðin að útfylla sérstakan spurningalista varðandi verkefnið. Meðal verkefna sem nefnd hafa verið eru eftirfarandi: 1) Fjarlæging véla sem ekki eru verðmæti í lengur, búvéla, bifreiða og annarra þungra hluta. 2) Fjarlæging girðinga sem eru úr sér gengnar og ekki er leng- ur þörf fyrir. Þetta er erfitt og tafsamt verkefni, en til mikilla bóta og prýði. 3) Niðurrif bygginga og annarra mannvirkja sem ónýt mega teljast. 4) Hreinsun á fjörum, með tjörnum og vötnum á útivist- arsvæðum. 5) Fegrun á heimreiðum. 6) Málun á byggingum og vélum. Framkvæmdanefnd fegrun- arátaksins er þakklát landbúnað- arráðherra- Steingrími J. Sigfús- syni fyrir tilstuðlan hans að fram- gangi málsins og ekki síst þeirri ákvörðun hans að efna til veiting- ar viðurkenninga á vetri kom- anda fyrir áberandi góðan árang- ur við fegrun umhverfis hjá ein- staklingum, samtökum, sveitar- félögum eða héruðum. Eftirtaldir aðilar sitja í Fram- kvæmdanefnd fegrunarátaksins „Hreinir hreppar“: Margrét Jóhannsdóttir, f.h. Búnaðarfé- lags íslands, Ólafur H. Torfason, f.h. Stéttarsambands bænda, Lísa Thomsen, f.h. Kvenfélaga- sambands íslands, Ölvir Karls- son, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga og Níels Árni Lund, f.h. Landbúnaðarráðuneytisins, og er hann formaður nefndarinn- ar. Hæli Náttúrulækningafélags íslands: Fáar stofnanir bjóða heilsusamlegra fæði Ég vil í upphafi þessa bréfkorns míns þakka blaði yðar fyrir það að hafa tekið til umfjöllunar mál- efni Náttúrulækningafélags ís- lands yfirleitt. Hér með vísa ég fyrst og fremst til fréttar í Degi 24. apríl sl. undir fyrirsögninni: „Náttúrulækningafélag fslands: Fiskur á borðum heilsuhælisins?“ Þó vil ég leyfa mér að gera nokkrar athugasemdir við frétt þessa. Efni fréttarinnar byggir á Fréttábréfi Náttúrulækningafé- lags Reykjavíkur þar sem vitnað er í skýrsíu dr. Laufeyjar Stein- grímsdóttur næringarfræðings um „Rannsókn á fæði heilushælis Náttúrulækningafélags íslands“ Nú þykir mér og fleirum sem að í samsetningu fréttarinnar fái það fæði sem um árabil hefur verið boðið uppá á Heilsuhælinu ekki notið sannmælis. Ég vil því leyfa mér að gera athugasemdir við ofangreinda frétt SS blaðamanns og geta nokkurra tilvitnana í nefnda skýrslu dr. Laufeyjar Steingríms- dóttur næringarfræðings máli mínu til áréttingar. í kaflanum „Helstu ályktanir“ segir Laufey m.a. eftirfarandi: „Það fer vart á milli mála, að fagði heilsuhælis NLFÍ hefur marga ágæta kosti. Einkum er fæðið ákjósanlegt fyr- ir heilbrigða dvalargesti, sem koma á hælið sér til hressingar. Raunar má fullyrða að fáar stofn- anir hér á landi bjóði heilsusam- legra fæði en þarna er á boðstól- um. “ í kaflanum „Lokaorð“ segir Laufey m.a.: „Hollusta þess fæðis, sem heilsuhæli NLFÍ býð- ur gestum sínum, er fyrst og fremst fólgin í góðu hráefni, sem ekki hefur glatað næringarefnum við vinnslu, og svo ákjósanlegri matreiðslu, þar sem hlutur fitu og sykurs er takmarkaður. Það er mikilvægt að þessir miklu kostir fæðis heilsuhælisins glatist ekki, jafnvel þótt fæðið verði fjöl- breyttara og taki einhverjum stakkaskiptum.“ Það skal tekið fram að einn höfuðþátturinn í úppistöðu fæðisins er lífrænt ræktað grænmeti í gróðurreitum heilsuhælisins. Með fyrirfram þökk, Jóhannes Ágústsson, rekstrarstjóri Náttúrulækningafélags íslands.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.