Dagur - 06.06.1989, Blaðsíða 9

Dagur - 06.06.1989, Blaðsíða 9
8 - DAGUR - Þriöjudagur 6. júní 1989 íþróttir Þriðjudagur 6. júní 1989 - DAGUR - 9 Knattspyrna/4. deild: Æskan fór létt með Neistann -3:0 Æskan heimsótti Neistamenn á Hofsósi um helgina og átti ekki í miklum erfíðleikum að fara með þrjú stig þaðan yfír sýslumörkin. Reyndar urðu mörkin ekki nema þrjú en hefðu getað verið fleiri miðað við gang leiksins. Ásgrímur Reisenhus var áber- andi hjá Æskumönnum og skor- aði hann fyrsta og þriðja mark gestanna. Þess á milli laumaði Sigurður Skarphéðinsson knett- inum einu sinni í mark heima- manna. Úrslitin voru því 3:0 fyrir Æskuna. Æskan mætir TBA á Akureyri á morgun miðvikudag og má búast við hörkuleik því TBA hef- ur enn ekki tapað leik og Æskan verður að sigra í leiknum til þess að eiga möguleika á því að vera í toppbaráttunni. Hvöt vann UMSE-b í baráttuleik - 1:0 Hvöt sigraði UMSE-b 1:0 í baráttuleik á laugardaginn. Sigurmark heimamanna kom á 89. mínútu og var þar Axel Rúnar Guðmundsson að verki. Heimamenn voru mun sókn- djarfari í leiknum en eins og oft áður virtist þeim fyrirmunað að skora hjá andstæðingunum. Reyndar léku varnarmenn UMSE-b ágætlega og börðust af miklum krafti. En rétt fyrir leikslok komst Axel Rúnar einn inn fyrir og tókst að renna knettinum í mark Eyfirðinganna. Þar með hefúr UMSE-b tapað báðum leikjum sínum og er það nokkuð sem ekki var búist við fyrir tímabilið. Hvatarmenn hafa misst marga menn vegna meiðsla og var þetta því mjög mikilvægur sigur fyrir Blönduósingana. Þeir verða því að öllu óbreyttu í toppbaráttunni í sumar. Markaregn á Akureyri - 10 mörk í leik TBA og HSÞ-b TBA lagði HSÞ-b í miklunt markaleik á Akureyri á laugar- daginn. Skoruðu voru 10 mörk í leiknum og sáu badminton- drengirnir um að setja 7 þeirra. Leiknum lauk því með 7:3 sigri heimadrengja. Það voru reyndar HSÞ-b drengirnir sem skoruðu fyrsta markið og var þar Viðar Sigur- jónsson að verki. Sigurpáll Arni Aðalsteinsson jafnaði fyrir TBA og hann átti eftir að skora 4 mörk áður en yfir lauk. Stefán Guð- mundsson kom gestunum yfir eft- ir varnarmistök en eftir það var leikurinn heimamanna. Pétur Bjarnason skoraði tvö mörk fyrir TBA og Halldór Jóhannsson eitt. Síðan sá Sigurpáll Árni um að innbyrða sigurinn með því að lauma inn þremur mörkum í síð- ari hálfleik. Það verður ekki hægt að segja annað en hið nýja Akureyrarlið byrji vel og verða þeir sjálfsagt erfiðir viðureignar í sumar. Núll á Króknum - í leik Tindastóls og Einherja Tindastóll og Einherji gerðu markalaust jafntefli á Sauðár- króksvelli sl. laugardag í afar slökum leik. Leikið var á þungum grasvelli í norðvestan gjólu, fyrir framan óvenju marga áhorfendur, sem fengu ekki mikið fyrir sinn snúð. Miðað við gang leiksins þá var markalaust jafntefli sanngjörn úrslit, þar sem liðin náðu ekki að skapa sér hættuleg mark- tækifæri. Tindastóll lék undan vindi í fyrri hálfleik og var þar af leið- andi meira í sókn. Einherjamenn vörðust vel og ætluðu greinilega ekki að tapa stigi á Króknum. Þó að leikmenn Tindastóls hafi verið meira með boltann, tókst þeim ekki að klára sóknirnar sem skyldi. Hættulegasta færið var góður skalli frá Eysteini Kristins- syni undir lok fyrri hálfleiksins, en markvörður Einherja varði vel. Seinni hálfleikur byrjaði líkt og sá fyrri, tiðindalítill með afbrigðum. Leikurinn fór að mestu fram á miðjunni og var mikið um hörð návígi. Fljótlega fór því að bera á óþarfa hörku, þar sem leikmenn hugsuðu meira um að rífast en að spila knatt- spyrnu. Einherji skapaði sér fá hættuleg færi í seinni hálfleik, þrátt fyrir að leika undan vindi. Eina umtalsverða færi Tindastóls var hjólhestaspyrna Eyjólfs Sverrissonar, rétt yfir markið. Tindastóll lék ekki sannfær- andi og hefur sýnt langt um betri leiki í vor. Bestu menn Tinda- stóls voru Björn Björnsson og Eysteinn Kristinsson og Gísli Sig- urðsson í markinu var öryggið uppmálað. Einherjamenn börð- ust af hörku í leiknum og þeirra langbesti maður var Njáll Eiðs- son. Góður dómari leiksins var Eyjólfur Ólafsson og línuverðir voru Eysteinn Guðmundsson og Páll Leó Jónsson. -bjb 1. deild kvenna: Þór og KA töpuðu Bæöi Akureyrarliðin urðu að bíta í það súra epli að tapa leikjum sínum í 1. deildinni í kvennaknattspyrnu um helg- ina. KA tapaði fyrir IA á Skipaskaga 5:0 og Þórsarar töpuðu 3:0 fyrir Stjörnunni í Garðabæ. KA-stúlkurnar stóðu í Skaga- stúlkunum í fyrri hálfleik og þá sáust ágætis leikkaflar hjá báðum liðum. En um miðjan fyrri hálf- leik náðu heimastúlkurnar foryst- unni með marki Ástu Benedikts- dóttur. Rétt fyrir leikhlé bætti síðan Halldóra Gylfadóttir einu marki við fyrir ÍA. Leikurinn var varla hafinn í síð- ari hálfleik er Ásta bætti við öðru marki fyrir þær gulklæddu og eft- ir það var engin spurning um leikslok. Þær Jónína Víglunds- dóttir og Margrét Ákadóttir bættu við tveimur mörkum og lokatölur urðu því í A 5 en KA 0. bæði leikjum sínum Sóknarmenn Þórs ekki á skotskónum Leikur Þórs og Stjörnunnar var jafn framan af en framherjar Þórs voru ekki á skotskónum að þessu sinni. Þær fengu ágæt tæki- færi til þess að skora í mark þeirra bláklæddu en tókst það ekki í eitt einasta skipti. Stjörnustúlkurnar voru hins vegar með vel reimaða skó og tókst þeim þrisvar sinnum að koma tuðrunni í netið hjá Evu í Þórsmarkinu. Kristín Þorvalds- dóttir skoraði fyrsta mark Stjörn- unnar, Hrund Grétarsdóttir bætti öðru marki við og Guðrún V. Ásgeirsdóttir skoraði síðasta mark leiksins. Það mark .var sér- lega glæsilegt; þrumuskot af löngu færi í slána og inn og átti Eva ekki möguleika á því að verja það skot. Næstu leikir Akureyrarliðanna eru hjá Þór gegn ÍA á laugardag- inn en KA spilar ekki fyrr en mánudaginn 19. júni gegn Þórs- urum. Völsungurinn Unnar Jónsson og Stjörnumaðurinn Valdimar Kristófersson berjast hér um boltann í leiknum á laugardag. Mynd: im }------ Knattspyrna/2. deild: Jaftit á Húsavík Jónas misnotaði vítaspyrnu! Völsungur og Stjarnan skildu jöfn 1:1 í miklum baráttuleik í 2. deildinni í knattspyrnu á Húsavík á laugardaginn. Hörður Benonýsson skoraði mark heimamanna en Arni Sveinsson jafnaði úr víti fyrir gestina í síðari hálfleik. Stjörnumenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og hreinlega óðu í færunum á fyrstu mínútunum. En hetja Völsunga í þessum leik, markvörðurinn Haukur Eiðsson sá til þess að knötturinn færi ekki inn fyrir marklínuna. Smám saman komust heima- menn meira inn í leikinn og á 25. mínútu náði Hörður Benonýsson að skora laglegt mark. Hann lék á eina þrjá varnarmenn Stjörn- unnar og skoraði síðan með fal- legu skoti fram hjá Jóni Otta Jónssyni markverði þeirra. Arni Sveinsson jafnaði fyrir þá bláklæddu snemma í síðari hálf- leiknum úr víti sem dæmt var á Hauk í markinu fyrir að brjóta á Sveinbirni Hákonarsyni. Eftir markið hljóp mönnum kapp í kinn og Ágúst Guðmundsson dómari missti leikinn dálítið úr höndum sér. Hann tók síðan til þess bragðs að lyfta gula spjald- inu tvívegis og fengu þeir Hörður og Unnar Jónsson að sjá þann lit hjá Ágústi. Hins vegar fékk Árni Sveinsson rautt fyrir að sparka í Hörð Benonýsson eftir að þeir tveir höfðu lent í samstuði. Undir lok leiksins gerðist dálít- ið sem hefur ekki sést í háa herr- ans tíð. Jónas Hallgrímsson brenndi af vítaspyrnu! Hann hef- ur tekið yfir 30 spyrnur án þess að mistakast og það hlaut að fara að koma að því. Jón Otti í markinu átti ekki í miklum erfiðleikum að verja frekar lausa spyrnu Jónas- Knattspyrna/2. deild: Knattspyrna/3. deild: Mísjafiit gengí norðanliða - KS og Dalvík unnu en Kormákur og Magni töpuðu Þórir Áskelsson og félagar hans í 2. flokki Þórs mæta Valsmönnuni í kvöld kl. 20.00 á Þórsvellinum. Þetta eru tvö af sterkustu 2. flokks liðum landsins og er vel þess virði að sjá leikinn. Knattspyrna/2. flokkur: Þór-Vaiur í kvöld - kl. 20.00 Þór og Valur, tvö af sterkustu 2. flokksliðum á landinu, mæt- ast á Þórsvellinum í kvöld kl. 20.00. Leikurinn er' liður í Islandsmóti 2. flokks og gæti ráðið úrslitum hvort liðið verð- ur á toppnum. Nú er 74 ára afmæli Þórs og af því tilefni verða kaffiveitingar í leikhléi í Hamri, hinu nýja og glæsilega félagsheimili Þórsara. Fólk er hvatt til að mæta og sjá þessi sterku lið mætast. Þórsarar unnu fyrsta leik sinn mjög örugg- lega 4:1 gegn Stjörnunni og Vals- arar eru núverandi Reykjavík- urmeistarar og má því örugglega búast við hörkuviðureign á Þórs- vellinum í kvöld kl. 20.00. KA-liðið í 2. flokki mætir KR í Reykjavík á sama tíina. ar. Leiknum lauk því með 1:1 jafntefli og geta líklegast bæði lið vel við unað. Stjörnumenn áttu reyndar hættulegri tækifæri en voru mislagðar fætur upp við mark heimamanna. Vöísungar brenndu af vítaspyrnu en áttu minna í leiknum sjálfum. Ekki er hægt að segja annað en mótið byrji ágætlega fyrir Völsunga og verður gaman að sjá hvort áfram- hald verður á þessu góða gengi. HJ/AP sem varamaður þegar tuttugu rnínútur voru til leiksloka og skoraði sigurmark sinna manna eftir að hafa verið inn á í einungis nokkrar mínútur. En í fyrri hálf- leik varði Sigurvin vítaspyrnu frá heimamönnum og Dalvíkingar höfðu því þrjú stig með sér að austan. Það var lítið varið í fyrri hálf- leik og var boltinn oftar í háloft- unum en niðri á leikvellinum. Nokkurt jafnræði var með liðun- um í þeim hálfleik en knattspyrn- an var ekki mikið fyrir augað. í síðari hálfleik komu Dalvík- ingar mjög ákveðnir til leiks og sóttu stíft að marki Reyðfirðing- anna. En það var ekki fyrr en Tómas kom inn á að hlutirnir fóru að gerast og markinu hefur þegar verið lýst. Sem sagt 1:0 fyr- ir Dalvík og mikilvæg stig í Eyjafjörðinn. Magni Iá á Seyðisfirði Magnamenn töpuðu 1:0 fyrir Huginn á Seyðisfirði. Mönnum ber ekki saman um hvort þetta hafi verið sanngjörn úrslit og segja Norðlendingar aðra sögu en Austfirðingar. En það var Arnar Unnarsson sem setti mark Seyðfirðinganna á 25. mínútu fyrri hálfleiks, en Huginsmenn höfðu átt skot í slá og annað í stöng nokkru áður. Mikil barátta einkenndi leikinn og var nokkur harka í leiknum í síðari hálfleik. En heimamönn- um tókst að verjast ágangi Gren- víkinga og sátu því stigin þrjú eft- ir á Seyðisfirði. Á Eskifirði sigraði Þróttur heimamenn 1:0 í hörkuleik. Úr leik KS og Kormáks í 3. deildinni í knattspyrnu sem lauk með stórsigri KS 7:0. Mynd: Ásgrímur Sigurbjöm kjálkabrotínn - verður frá í sex vikur Heil umferð var leikin í 3. deildinni um helgina. Þar vek- ur mesta athygli stórsigur KS- manna á Kormáki 7:0 og greinilegt að Siglfirðingar ætla sér upp í 2. deild aftur. Dalvík marði Val á Reyðarfirði 1:0 og Magnamenn töpuðu á Seyðis- firði 1:0. Síðan vann Þróttur N. Austra með einu marki gegn engu á Eskifirði. KS var í miklum ham gegn Kormáki frá Hvammstanga á föstudagskvöldið. Leikurinn fór fram á Siglufirði og fengu heima- menn að sjá mörk í öllum regn- bogans litum. Mark Duffield þjálfari KS setti þrjú mörk, Óli Agnarsson tvö, Hlynur Eiríksson eitt og Hafþór Kolbeinsson eitt. Hafþór átti stórleik og lagði upp sex markanna og skoraði síðan það sjöunda sjálfur. Tæpt hjá Dalvík Varamaðurinn Tómas Viðarsson og markvörðurinn Sigurvin Jóns- son voru hetjur Dalvíkinga í leiknum gegn Valsmönnum á Reyðarfirði. Tómas kom inn á Sigurkarli Aðalsteinssyni er margt annað til lista lagt en að klippa hár. Hér sýnir hann takta með TBA gegn HSÞ-b um helgina. Mynd: kl Eskfirðingar komu á óvart í leiknum en fyrir fram hafði verið búist við því að Þróttur myndi vinna örugglega. Á þessum úr- slitum sést að það verður barist til síðasta blóðdropa í deildinni og ómögulegt að spá um úrslit þegar upp verður staðið í haust. Sigurbjörn Jakobsson kjálkabrotn- aði gegn Víði. Sigurbjörn Jakobsson knatt- spyrnumaður úr Leiftri varð fyrir því óhappi að kjálka- brotna í leik í 2. deildinni gegn Víðismönnum á laugardaginn. Þetta þýðir að Sigurbjörn verður frá keppni í a.m.k. sex vikur. Sigurbjörn lenti í samstuði við markvörð Víðissliðsins og brotn- aði illa beggja vegna og var að sjálfsögðu fluttur á sjúkrahús þar sem gert var að meiðslum hans. Þetta er mikið áfall fyrir Leift- ursliðið því Sigurbjörn er einn af máttarstólpum liðsins. Eyjólfur Sverrisson var ekki á skotskónum gegn Einherja. NORÐURLANDARÁÐ Aðalritari forsætisnefndar Norðurlandaráðs Forsætisnefnd Norðurlandaráðs auglýsir lausa til umsókn- ar stöðu aðalritara forsætisnefndar Norðurlandaráðs (Nor- diska rádets presidiesekreterare). Norðurlandaráð er samstarfsvettvangur þjóðþinga og ríkisstjórna Norðurlanda og eru þar samþykkt tilmæli til ríkisstjórna landanna um málefni varðandi samstarf þjóð- anna. Milli þinga Norðurlandaráðs, sem að jafnaði eru haldin árlega, stýrir forsætisnefndin daglegum störfum þess og fara þau fram á skrifstofu hennar í Stokkhólmi, þar sem starfslið er 30 manns. Starfið þar fer fram á dönsku, norsku og sænsku. Skrifstofan hefur samkvæmt samningi milli Norðurlanda stöðu alþjóðlegrar stofnunar. Aðalritari forsætisnefndar er yfirmaður skrifstofunnar og stýrir því starfi, sem þar fer fram, bæði innan skrifstofunnar og gagnvart ráðherranefnd Norðurlanda, en í henni eiga sæti fulltrúar ríkisstjórna landanna. Aðalritarinn er ritari á fundum forsætisnefndar og formaður nefndar þeirrar, sem í eiga sæti skrifstofustjóra lands- deilda Norðurlandaráðs, og sem undirbýr fundi forsætis- nefndar. Aðalritarinn er forsætisnefndinni til aðstoðar um erlend samskipti. Forsætisnefndin æskir þess að sem flest norræn ríki eigi fulltrúa meðal yfirmanna skrifstofunnar. Um laun og kjör gilda sérstakar norrænar reglur, sem að hluta til eru samsvarandi þeim, sem gilda um opinbera starfsmenn í Svíþjóð. Aðalritarastöðunni fylgir embættis- bústaður. Leitast er við að ráða konur jafnt sem karla til starfa við skrifstofuna. Samningstíminn er fjögur ár og hefst 1. janúar 1990. Rík- isstarfsmenn eiga rétt á leyfi frá störfum meðan á samn- ingstímanum stendur. Nánari upplýsingar veitir aðalritarinn Gerhard af Schultén í síma 90468 143420 og Snjólaug Ólafsdóttir, skrifstofu- stjóri íslandsdeildar Norðurlandaráðs, í síma Alþingis, 91 11560. Umsóknum skal beina til forsætisnefndar Norðurlanda- ráðs (Nordiska rádets presidium), og skulu þær sendar til skrifstofu forsætisnefndar Norðurlandaráðs (Nordiska rádets presidiesekretariat), Tyrgatan 7, (Box 19506), S- 10432 Stockholm, og hafa borist þangað eigi síðar en mánudaginn 10. júlí 1989. XVÆR Ástarsögurnar frá Snorrahúsi njóta ' sívaxandi vinsælda. Nú koma út tvær bækur mánaðarlega Tilbod tilnýrra áskrifenda! Útgáfan hefur ákveðið að bjóða nýjum áskrifendum eina bók ókeypis um leið og þeir gerast áskrifendur. Þeir geta valið úr eftirtöldum bókum. Spennusögunokkurinn: Morðið í Tauerngöngunum, Þeir dauðu drekka ekki Síðasta bónin, Líkið stjórnar leiknum. Ástarsöguflokkurinn: Hrakfallabálkur, Ómótstæðilegur karlmaður Sjúkrahúsið í frumskóginum, Indíánaprinsessan. SNORRAHÚS Pósthólf 58 • 602 Akureyri • -s? 96-24222

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.