Dagur - 06.06.1989, Síða 15

Dagur - 06.06.1989, Síða 15
Þriðjudagur 6. júní 1989 - DAGUR - 15 Sauðárkrókur: Gagnfræðaskólanum slitið Friðrik Margeirsson (t.v.), fyrrverandi skólastjóri Gagnfræðaskólans á Sauðárkróki, afhendir núverandi skólastjóra, Birni Sigurbjörnssyni, minn- ingarsjóð sr. Helga Konráðssonar til ávöxtunar og vörslu. Gagnfræðaskólanum á Sauð- árkróki var slitið laugardaginn 27. maí sl. Þar gerði Björn Sig- urbjörnsson, skólastjóri, grein fyrir skólastarfinu sl. vetur. Yið skólann störfuðu 20 kenn- arar og nemendur voru um 250. Afhending verðlauna til nemenda fyrir góðan náms- árangur fór fram með hefð- bundnum hætti og einnig bár- ust skólanum ýmsar gjafír. Þá var Snorri Jóhannsson, húsvörður skólans síðustu 12 ár, kvaddur með gjöfum, en hann lætur nú af störfum og hverfur suður á leið með fjöl-! skyldu sína. Þess má geta að Snorri er faðir Lilju Maríu, sundkonunnar fræknu, en hún fer einnig suður með foreldr- um sínum. Gagnfræðaskólanum barst fjöldi gjafa á skólaslitunum. Fyrir hönd 30 ára gagnfræðinga frá skólanum, afhenti Óskar Jónsson skólanum að gjöf bókaflokkinn „Landið þitt Island" eftir Þor- stein Jósepsson. Friðrik Margeirsson, fyrrver- andi skólastjóri, afhenti núver- andi skólastjóra, Birni Sigur- björnssyni, til vörslu og ávöxtun- ar minningarsjóð sr. Helga Kon- ráðssonar, sem var skólastjóri Gagnfræðaskólans fyrstu 10 árin, þar til Friðrik tók við. Höfuðstóll sjóðsins er nú um 100 þúsund krónur, og skal honum varið til að styrkja bókasafn skólans. í tilefni þess að 40 ár eru liðin frá því Friðrik hóf störf í Gagn- fræðaskólanum, afhenti hann skólanum að gjöf „Ferðabók Eggerts og Bjarna“. Daginn eftir skólaslitin varð Friðrik svo 70 ára og á skólaslitunum gaf skólinn honum stóra blómakörfu. Fulltrúi 9. bekkinga, sem að þessu sinni voru að kveðja skól- ann sinn, afhenti skólanum spilið „Trivial Pursuit“ að gjöf. Einnig gáfu 9. bekkingar Snorra húsverði gjöf. Að venju var svo nemendum veitt verðlaun fyrir góðan námsárangur, og að því búnu sleit Björn skólanum. -bjb Sauðárkrókur: Útívistardagar hjá Gagganum - endað á grillveislu við skólann Útivistardögum 5. og 6. bekkjar Gagnfræðaskólans á Sauðárkróki lauk með grillveislu og kunnu krakkarnir vel að meta þær veitingar sem á boðstólum VOru. Mynd: -bjb Fyrir stuttu, eða í vikunni áður en Gagnfræðaskólanum á Sauðárkróki var slitið, fóru fram íþrótta- og útivistardagar hjá nemendum 5. og 6. bekkj- ar. Þeir hófust þegar 6. bekkur kom heim úr skólaferðalagi og þegar 5. bekkur lauk vorpróf- um. Útivistardagarnir þóttu takast með ágætum, en um nýbreytni í skólastarfí var að ræða. Skipulagning var á herð- um þriggja íþróttakennara skólans. Farið var í leiki ýmiskonar, s.s. boltaleiki, ratleiki, flaggaleiki og einnig kúluvarp og langstökk. Flestir kennarar skólans komu við sögu sem leiðbeinendur, mælingamenn eða verkstjórar. Þá var farið í kappróður á kapp- róðrarbátum sjómannadagsráðs. Á meðan útivistardagarnir stóðu yfir var nemendum boðið að fara ókeypis í sund og nýttu krakk- arnir sér það til fullnustu. Nemendur úr 5. bekk Grunn- skólans á Ólafsfirði komu einn daginn í heimsókn og tóku þátt i útivistardögunum með jafnöldr- um sínum á Sauðárkróki. Síðasta daginn var farið í gönguferð, hjólreiðaferð, reiðtúr og golf. Þegar því öllu lauk var endað á grillveislu við skólann, þar sem kennarar sáu um að matreiða pylsur ofan í mannskapinn. Kaupfélag Skagfirðinga gaf pyls- ur og drykki í grilllveisluna og Sauðárkróksbakarí lagði til pylsubrauð í veisluna. Björn Sigurbjörnsson, skóla- stjóri Gagnfræðaskólans, vildi koma á framfæri bestu þökkum til þeirra er gáfu veitingar til nemenda og einnig færa nemend- um og kennurum bestu þakkir fyrir þann áhuga sem ríkti þessa daga. -bjb Styrkveitingar úr Vísindasjóði 1989 Vísindaráð var stofnað 1. júlí 1987, með lögum nr. 48/1987 og tók til starfa í nóvember sama ár. Samkvæmt lögum þessum er Vís- indasjóður í umsjá Vísindaráðs. Vísindaráð skiptist í þrjár deildir: Náttúruvísindadeild, líf- og læknisfræðideild og hug- og félagsvísindadeild. Stjórn Vís- indaráðs ákveður hvernig ráð- stöfunarfé Vísindasjóðs skiptist milla deilda en stjórnir deildanna úthluta styrkjunum. Að þessu sinni bárust sjóðnum 262 umsóknir um rannsóknar- styrki að upphæð um 191 milljón króna. Þar sem ekki voru nema 95 milljónir króna til ráðstöfunar var ekki hægt að styrkja nema 193 umsækjendur en synja varð mörgum, þótt umsóknir væru styrkverðar. Alls voru veittir 82 styrkir í náttúruvísindadeild og á meðal þeirra sem hlutu styrk, voru Elín Gunnlaugsdóttir kr. 300.000.-, til rannsókna á lýsingu gróðurs í Eyjafjarðarsýslu, Borgþór Magn- ússon kr. 500.000.,- til gróður- farsrannsókna á Auðkúluheiði, Gunnar Baldvinsson kr. 600.000.-, til hröðunarmælinga á Norður- landi og Halldór G. Pétursson kr. 300.000.-, til að gera kort af land- formum og yfirborðsjarðlögum í Eyj afj arðardölum. I líf- og læknisfræðideild voru veittir 53 styrkir og á meðal þeirra sem hlutu styrk, var Árni Þórðarson, kr. 160.000.-, til rannsókna á tíðni tannskemmda og tannskekkju á Akureyri. í hug- og félagsvísindadeild voru veittir 58 styrkir og á meðal þeirra sem hlutu styrk, var Bjarni Einarsson kr. 780.000.-, til rann- sókna á jaðarbyggð í Eyjafjarð- ardal. Sumar- bridge Bridgefélag Akureyrar minnir á að í sumar verð- ur „Opið hús" á þriðjudögum til spilamennsku. Næstu þriðjudaga verður spilað í Dynheimum. Allt spilafólk velkomið og athygli er vakin á því að þessi spilakvöld eru ókeypis og tilvalið tækifæri að grípa í spil eitt og eitt skipti. Frá Veiðifélagi Eyjafjarðarár Sala veiðileyfa í Eyjafjarðará hefst þann 12. júní nk. Aðal söluaðili leyfa verður sem áður Verslunin Ey- fjörð, Akureyri. Sala veiðileyfa v/Leiruveg hefst þó þann 6. júní. Þau leyfi verða einnig seld í Eyfjörð og í Nesti v/ Leiruveg. Stjórnin. Nauðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Hafnarstræti 107,3. hæð, Akureyri, á neðangreindum tíma: Fjólugata 2 Akureyri, þingl. eigandi Kristinn Jónsson, föstud. 9. júní ’89, kl. 14.45. Uppboðsbeiðandi er: Bæjarsjóður Akureyrar. Steypustöð Dalvíkur, v/Sandskeið, þingl. eigandi Steypustöð Dalvíkur h.f., föstud. 9. júní '89, kl. 14.45. Uppboðsbeiðendur eru: Iðnlánasjóður og innheimtumaður ríkissjóðs. Hjallalundur 3 e Akureyri, þingl. eig- andi Ragnar Daníelsson, föstud. 9. júní '89, kl. 15.15. Uppboðsbeiðendur eru: Bæjarsjóður Akureyrar. Brunabótafélag íslands, og Veð- deild Landsbanka fslands. Hjarðarslóð 2 b, Dalvík, þingl. eig- andi Stefán Georgsson, föstud. 9. júní '89, kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur eru: Gunnar Sólnes hrl. og Ólafur Sig- urgeirsson hdl. Hlið v/Þórunnarstræti, Akureyri, þingl. eigandi Ingimar Víglundsson, föstud. 9. júní '89, kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur eru: Gunnar sólnes hrl. og Brunabóta- félag íslands. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. Nauðungaruppboð annað og síðara, á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri, á neðangreindum tíma: Bakkahlíð 20, Akureyri þingl. eig- andi Kristján Þórðarsson, föstud. 9. júní ’89, kl. 16.00. Uppboðsbeiðendur eru: Björn Ólafur Hallgrímsson hdl. Ólafur Birgir Árnason hdl. Sveinn H. Valdimarsson hrl. Landsbanki íslands og Ásgeir Thor- oddsen hdl. Eyrarlandsvegur 12, e.h. Akureyri, þingl. eigandi Karl Sigurðsson, föstud. 9. júní ’89, kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur eru: Búnaðarbanki íslands. Gránugata 7, hesthúshluti Akur- eyri, talinn eigandi Kristján Þor- valdsson, v/B.R.Þ.s.f., föstud. 9. júní '89, kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur eru: Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hdl. og Ólafur Garðarsson hdl. Hafnarstræti 77, 3 og 4 hæð, Akur- eyri, þingl. eigandi Jóna Ákadóttir ofl., föstud. 9. júní ’89 kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur eru: Gunnar Sólnes hrl. Sveinn H. Valdimarsson hrl. Ásgeir Thoroddsen hdl. Gísli Gíslason hdl. Ingvar Björnsson hdl. Veðdeild Landsbanka islands og Jón Egilsson hdl. Kaupangur v/Mýrarveg, O-hl., Akur- eyri, þingl. eigandi Haukur Adolfs- son, föstud. 9. júní '89, kl. 14.45. Uppboðsbeiðandi er Ólafur Gústafsson hrl. Litlahlíð 2 c, Akureyri, þingl. eigandi Haukur Guðmundsson, föstud. 9. júní ’89, kl. 15.30. Uppboðsbeiðenduer eru: Bæjarsjóður Akureyrar og Kristján Ólafsson, hdl. Lækjargata 6, e.h., Akureyri. þingl. eigandi Sigurður Jóhannsson o.fl., föstud. 9. júní '89, kl. 13.45. Uppboðsbeiðendur eru: Gunnar Sólnes hrl. Ólafur Birgir Árnason hdl. Ólafur Sigurgeirsson hdl. og Svala Thorlacius hrl. Skarðshlíð 25 a Akureyri, þingl. eig- andi Db. Sigurbjörns Þorsteinsson- ar, föstud. 9. júní ’89, kl. 16.00. Uppboðsbeiðendur eru: Iðnaðarbanki íslands h.f. og inn- heimtumaður ríkissjóðs. Skarðshlíð 26 d, Akureyri, talinn eigandi Ágústa Ingólfsdóttir, föstud. 9. júní '89 kl. 13.45. Uppboðsbeiðandi er Veðdeild Landsbanka íslands. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík Sýslumaöurinn í Eyjafjaröarsýslu. Hllfum börnum viö tóbaksreykl LANDLÆKNIR

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.