Dagur - 09.06.1989, Blaðsíða 1

Dagur - 09.06.1989, Blaðsíða 1
72. árgangur Akureyri, föstudagur 9. júní 1989 107. tölublað Stúdentastjörnur 14 kt. gull Einnig stúdentarammar og fjölbreytt úrval. annarra stúdentagjafa GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Birgir Þorgilsson, ferðamálastjóri: „Missur“ o g íþrótta- afrek heflla erlenda ferðamenn - að öllu óbreyttu stefnir í 5% aukningu í komu erlendra ferðamanna í ár „Við erum að gæla við þá hug- mynd að á þessu ári muni fjöldi erlendra ferðamanna aukast um 5% miðað við síð- asta ár en þá komu tæp 130 þúsund erlendir ferðamenn hingað til lands,“ segir Birgir Þorgilsson, formaður Ferða- málaráðs. Birgir segir að fyrstu erlendu hóparnir séu nú þegar komnir til landsins og svo virðist sem þeir séu meira áberandi í höfuðborg- inni en oft áður á þessum árstíma. Líklegustu skýringuna á því telur Birgir vera slæmt tíðar- far á þessu vori, érlendu ferða- mennirnir hafi haft spurnir af því að jörð víðsvegar um land sé nýkomin undan fönn og skarti því ekki öllu sínu fegursta. Birgir býst þó við að á næstu dögum verði erlendra ferðamanna vart um allt land, enda hafi hlýnað mjög í veðri að undanförnu. Að sögn ferðamálastjóra má búast við að í sumar komi fleiri Bretar, Þjóðverjar og Frakkar til landsins en oft áður. Ferðamála- ráð hefur markvisst kynnt ferða- mannalandið ísland í Evrópu á liðnum árum, með þátttöku í kaupstefnum og kynningu í fjöl- miðlum. Þessi vinna er nú smám saman að skila sér í fleiri Evrópu- búum hingað til lands. Jafnframt koma hingað færri Bandaríkja- menn en oft áður, enda háfa Flugleiðir fækkað nokkuð ferð- um til Bandaríkjanna. Birgir seg- ir greinilegt að í Evrópu sé ísland orðið mun þekktara land en oft áður. Hann segir að góður árang- ur landans á sviði íþrótta, t.d. sigur í B-keppninni í handknatt- leik og frækilegt jafntefli knatt- spyrnulandsliðsins í Moskvu á dögunum sé ein besta landkynn- ingin fyrir ísland og slíkir sigrar skili sér síðar í auknum ferða- mannastraumi liingað til lands. Þá segir hann að Reagan-Gorbat- sjov fundurinn um árið hafi haft sitt að segja, að ekki sé nú talað um „missurnar", þ.e Hólmfríði Karlsdóttur og Lindu Pétursdótt- ur. óþh %'• - ■ -"•• Rússneska skemmtiferðaskipið Fedor Dostoevskiy lagðist að bryggju á Akureyri í gær og settu ferðamenn af þvi svip á bæinn. Mynd: kl Ársreikningar Leikfélags Akureyrar: limmtán miUjónír töpuðust á Ijórum leiksýningum 1988 Rekstrartap Leikfélags Akur- eyrar á árinu 1988 var 968.429 krónur, en þar sem ársreikn- niðurstaðan þó hallalaus rekstur Yfirlæknir Fæðinga- og kvensjúkdómadeildar FSA: Kristján Baldvinsson ráðinn Stjórn Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri ákvað á fundi sín- um í gær að ráða Kristján Baldvinsson í stöðu yfirlæknis á Fæðinga- og kvensjúkdóma- deild. Alls bárust sjö umsóknir um stöðuna þegar hún var aug- lýst í annað sinn, en ekki tókst að ráða yfirlækni í fyrstu lotu. Kristján Baldvinsson er fæddur 1935 og lauk læknaprófi frá Háskóla íslands. Hann stundaði framhaldsnám í Danmörk og Svíþjóð. Kristján var yfirlæknir í Stykkishólmi frá 1970 til júníloka 1972, síðan yfirlæknir sjúkrahúss- ins á Selfossi fram í apríl 1976 og er nú starfandi sérfræðingur á Landsspítalanum. Aðrir umsækjendur um stöðuna voru, Benedikt Ó. Sveinssön Reykjavík, Jón B. Stefánsson Reykjavík, Jónas Franklín Akur- eyri, Ólafur M. Hákonsson Lin- köping, Stefán Helgason Akra- nesi og Vilhjálmur Kr. Andrés- son Reykjavík. Með umsóknir sem þessar er farið þannig, að þær eru sendar stöðuveitinganefnd landlæknis- embættisins sem metur hvort umsækjendur séu hæfir og raðar þeim e.t.v. í leiðbeinandi röð. Umsagnaraðili auk þeirra er læknaráð sjúkrahússins, en endanlega ákvörðun um ráðn- ingu tekur stjórnin. Valdið er alfarið í höndum þeirra með þeim annmörkum þó, að stöðu- veitinganefnd landlæknisembætt- isins hafi lýst viðkomandi hæfa til að gegna stöðunni. VG ingar félagsins miðast við almanaksárið en ekki leikárið gefur þessi tala ekki rétta mynd af rekstrinum. Tekjur og styrkir námu ríflega 32,6 millj- ónum en útgjöld voru um 33,6 milljónir króna. Verulegt tap var á þeim fjórum sýningum sem gerðar voru upp á síðasta ári, eða yfir 15 milljónir króna. Leikritin sem um ræðir eru Piltur og stúlka, Horft af brúnni, Fiðlarinn á þakinu og Skjaldbak- an kemst þangað líka. Kostnaður við uppsetningu þeirra var 24,7 milljónir en tekjur á móti aðeins 9,5 milljónir. Hallinn á Pilti og stúlku var rúmar 2,8 millj. kr., á Horft af brúnni tæp 2,1 milljón, á Fiðlar- anum á þakinu var hallinn rúm- lega 7,5 milljónir og á Skjaldbök- unni rúmar 2,6 milljónir króna. Sem dæmi má nefna að kostnað- ur við uppsetningu söngleiksins Fiðlarans á þakinu nam rúmum 11,7 milljónum en tekjur á móti voru 4,2 millj. kr. Rekstur Leikfélags Akureyrar er að langmestu leyti fjármagn- aður með styrkjum frá Ríkissjóði og Akureyrarbæ. Á árinu 1988 fékk félagið 10.920.000 kr. frá ríkinu og 10.950.000 frá bænum, eða samtals 21.870.000 kr. Tekj- ur af aðgangseyri voru 9,5 millj- ónir eins og áður er getið. Aðrir tekjuliðir eru t.d. ýmsir styrkir svo og hagnaður af leikskrá og sælgætissölu. Þegar reikningar ársins 1988 eru bornir saman við árið 1987 kemur í ljós að tekjur jukust um 14,03% milli ára en gjöldin hins vegar um 27,52%. Eignir félags- ins jukust um 42,30% milli ára og skuldir um 37,58%. Skuldir félagsins í lok ársins 1988 voru rúmar 5,3 milljónir króna. Þegar reikningar ársins 1988 eru skoðaðir er rétt að ítreka það að á þeim er tilgreindur kostnað- ur við uppsetningu leikrita sem ekki skila neinum tekjum að ráði fyrr en á árinu 1989. Þetta eru Emil í Kattholti og Virginía Woolf. Niðurstaðan er því halla- laus rekstur eins og þríhliða samningur leikfélagsins, ríkisins og Akureyrarbæjar gerir ráð fyrir. SS Landsbankinn tekur þátt í fjárhagslegri endurskipulagningu H.Ó. hf.: Næsta skref er söfiiun hlutafjár Eltir ákvörðun Landsbankans s.l. miðvikudag um að kaupa a-hlutdcildarskírteini í Hrað- frystihúsi Ólafsfjarðar hf. fyrir 33-34 milljónir króna er bolt- inn nú hjá heimamönnum. Þeir verða að safna ákveðinni upphæð til hlutabréfakaupa í frystihúsinu og takist það telur Finnbogi Baldvinsson, fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihúss- ins, að það hafi loks fengið vind í seglin. Á mánudag verður stjórnar- fundur í H.Ó. hf. og þar verður ákveðið hvernig staðið verður að hlutafjársöfnun. Fyrirsjáanlegt er að leitað verður til einstaklinga og fyrirtækja í Ólafsfirði með hlutafé. Finnbogi er bjartsýnn á að takist að safna tilskildu hlutafé heimamanna til að leggja í frysti- húsið. „Fyrir liggur að Byggða- stofnun og Landsbankinn leggja sitt að mörkum til að endurskipu- leggja fjárhag Hraðfrystihússins. Ef að næst að safna því hlutafé hér heima sem til þarf ásamt skuldbreytingu í Atvinnutrygg- ingarsjóði, þ.e.a.s. breytingu skammtímalána í langtímalán, þá á þetta fyrirtæki að vera kom- ið með vind í seglin,“ segir Finn- bogi. Hann segist vera bjartsýnn á að ef dæmið gangi upp verði unnt að halda uppi vinnu í Hraðfrysti- húsinu til ársloka. Kvóti Olafs Bekks er nú rétt hálfnaður, en þorskkvóti hans á sóknarmarki er 1485 tonn. Af karfa hefur hann 600 tonna kvóta og 550 af grá- lúðu. Þá getur togarinn veitt frjálst af ýsu og ufsa. „Jú, ég tel að hægt sé að halda vinnu í frysti- húsinu til loka árs. En það kostar vitaskuld góða samvinnu milli vinnslu og útgerðar,“ segir Finn- bogi Baldvinsson. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.