Dagur - 09.06.1989, Blaðsíða 13

Dagur - 09.06.1989, Blaðsíða 13
•Pöstudagur 9. júní 1989 - UAGUR -13 Eigendur Vatnsrúma, Eyrún Helgadóttir og Guðbrandur Jónatansson, í úti- búinu við Glerárgötu. Útibú frá Vatnsrúmum opnað á Akureyri Föstudaginn 2. júní opnuðu hjónin Eyrún Helgadóttir og Guðbrandur Jónatansson útibú í Glerárgötu á Akureyri frá versl- un sinni Vatnsrúmum í Reykja- vík. Eins og nafnið bendir til er um sérverslun með vatnsrúm að ræða og fæst þar mikið úrval rúma ásamt 11 dýnutegundum. Fimm ára ábyrgð er á rúmunum og tveggja mánaða skilafrestur og ekki þarf að byrja að borga af þeim fyrr en eftir tvo mánuði. Útibúið verður starfrækt fram að áramótum til að byrja með en helst var ráðist í opnun þess vegna mikillar sölu til Akureyrar. Útibú Vatnsrúma á Akureyri verður opið virka daga frá 13.00 til 18.00. KR SIMI (96)21400 Heimssöngvarakeppnin í Cardiff: Íslenskí þátttakandinn kynntur í Sjónvarpinu í kvöld verður sýndur í Sjónvarp- inu þáttur með Rannveigu Bragadóttur, messósópran, í umsjón Bergþóru Jónsdóttur. Bergþóra ræðir við Rannveigu, og hún syngur nokkur lög í þættinum. Rannveig mun taka þátt í „Heimssöngvarakeppninni í Cardiff“ sem hefst á sunnudag- inn. í keppninni taka þátt 29 söngv- arar frá jafnmörgum þjóðum og verður spennandi að fylgjast með keppninni og mun Sjónvarpið sýna frá úrslitum keppninnar og einnig frá keppninni það kvöld sem Rannveig kemur fram. Rannveig mun syngja ásamt söngvurum frá Kanada, Kína, Mexíkó, Skotlandi og Póllandi. Þetta er í fjórða sinn sem ísland tekur þátt í þessari keppni. Árið 1983 var haldin undankeppni í Sjónvarpssal og vann Sigríður Gröndal þá keppni, fór til Cardiff og vakti þar verðskuldaða athygli. 1985 vann Ingihjörg Guðjóns- dóttir keppnina og gerði góða ferð til Cardiff. 1987 sendi Sjónvarpið Kristinn Sigmundsson til keppninnar og munu flestir enn glæsilegan söng hans. Rannveig mun syngja þann 14. Rannveig llragadóttir tekur þátt í Heimssöngvarakeppninni 1989 fyrir Islands hönd. Keppnin fer fram í tónleikahöllinni St. Davids Hall í Cardiff, sem tekin var í notkun árið 1982. júní. Undirleikari hennar verður Chatarine Roe-Williams sem er íslendingum að góðu kunn, þar sem hún hefur verið undirleikari hjá Söngskólanum í Reykjavík. Hljómsveit Velsku óperunnar mun leika með Rannveigu og er stjórnandi hennar Richard Armstrong. Keppnin fer fram í St. Davids Hall, hinni glæsilegu tónleikahöll sem var tekin í notkun árið 1982 og er byggð ofan á verslunarmið- stöð og hefur tónleikahöllin ómældar tekjur af því sambýli. Pað fylgja Rannveigu Braga- dóttur bestu óskir í keppninni í Cardiff og munu landsmenn fylgjast með frammistöðu hennar í keppni við 29 unga og glæsilega söngvara. RKURTOL Ahaldaleiga Akurvíkur Rafmagnshand- verkfæri: • Beltaskpivél • Borhamar • Borhamar og fleigur • Borvél • Handfræsari • Háþrýstitæki • Hitablásari (hand) • Hjólsög • Hjólsög + borö • Höggborvél • Járnaklippur • Juðari • Lokkur (Nagari) • Rafhlöðuvél • Rafmagnshefill • Skrúfuvél • Slípurokkur, lítill • Slipurokkur, stór • Stingsög • Sverðsög Glerárgötu 20 • Sími 22233 Loftverkf aeri: • Loftheftibyssa, lítil • Loftheftibyssa, meðalst. • Loftpressa, 190 Itr. • Loftpressa, 340 Itr. • Naglabyssa • Naglabyssa, gas Garðáhöld: • Garðsláttuvél • Garðsláttuvél, drif • Greinasög, rafm. • Greinasög, bensin • Hekkklippur • Hjólbörur • Keöjusög án keðju • Sláttuorf, bensín • Sláttuorf, rafm. • Valtari Ýmislegt: • Borðsög • Borðsög P 700 Borðsög P 700 m/keflaborði Flísaskerar Flísaskerar, rafm. Framlengingarsnúra Gólfslipivél Woodboy Hitablásari Master Hæðarmælir (kíkir) Jarðvegstætari Jarðvegsþjappa Járnbútsög, m.a. f/kambstál Ljóskastari Naglabyssa f/stéin Rafstöð 1900 w Rafstöð 4500 w Rafsuðuvél Steypuhrærivél Úðabrúsi f/mótaolíu Vatns- og ryksuga Vatnsdæla, bensín Vatnsdæla Víbrator, minni Víbrator, stærri AKURVIK is HF. - GLERÁRGÖTU 20 - AKUREYRI - SÍMI 22233 NYTT FYRIR SUMARIÐ Á herrana: Stakir jakkar og föt frá Melka, 49r, Roy Robinson og Bonacelli Skyrtur í miklu úrvali frá Melka, Jactissot o.fl. Bindi ný sending Ljósar buxur frá Melka og Mac Dee í frábæru úrvali Stakkar og frakkar frá Melka í ljósum og dökkum litum Bermudabuxur nýkomnar í ljósum litum Leðurjakkar nýjar gerðir ROY ROBSON 49 R

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.