Dagur - 09.06.1989, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Föstudagur 9. júní 1989
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÚSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 900 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 80 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 595 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON
BLAÐAMENN:
ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir),
BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR,
LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Áfall fyrir
Ólafsflrðinga
Stjórn Fiskveiðasjóðs hafnaði fyrr í vikunni tillögum
Hlutafjársjóðs um þátttöku sjóðsins í fjárhagslegri
endurskipulagningu Hraðfrystihúss Ólafsfjarðar.
Þessi afstaða stjórnar Fiskveiðasjóðs kemur mjög á
óvart og er gífurlegt áfall fyrir Ólafsfirðinga, sem
hafa unnið ötullega að því síðan í haust að sameina
rekstur frystihúsanna tveggja í Ólafsfirði.
í lok febrúar s.l. keypti Hraðfrystihús Ólafsfjarð-
ar, Hraðfrystihús Magnúsar Gamalíelssonar og
rekstur hins sameinaða frystihúss hófst síðan strax
eftir páska. Reksturinn frá þeim tíma hefur gengið
mjög vel og allar forsendur eru fyrir hendi til að svo
geti orðið áfram. Hið nýja fyrirtæki er vel sett að því
leytinu að það á eignir langt umfram skuldir, en
lausafjárstaða þess er afar slæm. Gert var ráð fyrir
því að fjárhagsvandi fyrirtækisins yrði leystur með
tilstuðlan Hlutafjársjóðs og Fiskveiðasjóðs, enda er
það yfirlýst stefna ríkisstjórnarinnar að veita fisk-
vinnslu- og útgerðarfyrirtækjum, sem uppfylla
ákveðin skilyrði, aðstoð með þeim hætti. Sameining
og endurskipulagning frystihúsanna í Ólafsfirði var
unnin í fullu samráði við stjórnvöld, stjórn Atvinnu-
tryggingasjóðs og stjórn Hlutafjársjóðs, enda talin
eina leiðin út úr þeim vanda sem fyrirtækin áttu við
að etja. Ólafsfirðingar vissu því ekki annað en að
stjórnvöld hefðu fallist á að fara þessa leið. í trausti
þess var reksturinn hafinn á ný eftir páska. Nei-
kvæð afgreiðsla Fiskveiðasjóðs setur stórt strik í
reikninginn og ljóst er að frystihúsið stendur
frammi fyrir lokun, ef ekki rætist úr mjög fljótlega.
Haft var eftir Guðmundi Bjarnasyni, heilbrigðis-
og tryggingamálaráðherra, í Degi á miðvikudag, að
neikvæð afgreiðsla stjórnar Fiskveiðasjóðs á þessu
máli kallaði á umræðu um stöðu og hlutverk
sjóðsins. Hann sagði að ef stjórn Fiskveiðasjóðs
teldi sig geta látið hrein viðskiptasjónarmið ráða
við afgreiðslu þessa máls, yrði að taka það upp frá
grunni. Síðan sagði Guðmundur: „Telji Fiskveiða-
sjóður sig geta leyft sér að vera svo algjörlega ein-
angraður í eigin hagsmunum og láta almannahags-
muni og þá hugsun, að verið sé að endurskipu-
leggja atvinnulífið, fram hjá sér fara, þá lítum við
það mjög alvarlegum augum. Það er eðlilegt að
menn velti því fyrir sér hvort stefna og vilji ríkis-
stjórnarinnar hafi enga þýðingu fyrir þá menn, sem
hafa valist til forystu í stjórn sjóðsins."
Þessi ummæli Guðmundar Bjarnasonar eru fylli-
lega tímabær. Ef niðurstaða stjórnar Fiskveiðasjóð
er endanleg, er stefna ríkisstjórnarinnar hvað varð-
ar endurskipulagningu fiskvinnslunnar hrunin.
Hraðfrystihús Ólafsfjarðar er burðarás atvinnulífs á
staðnum og ef rekstur þess stöðvast blasir við stór-
fellt atvinnuleysi og fólksflótti í framhaldi af því.
Slíkt geta stjórnvöld ekki horft upp á, ekki síst þar
sem ljóst er að fyrirtækið á bjarta framtíð fyrir
höndum, nái það að vinna sig frá uppsöfnuðum
vanda fyrri ára. Hér verður ríkisstjórnin að grípa í
taumana. BB.
Þórunn Magnca Magnúsdóttir (Júdit) og Anna Kristín Arngrímsdóttir (Mirjam frá Magdala) í hlutverkum sínum.
Mynd: Eiríkur Guðjónsson,
Einþáttungar dr. Jakobs
sýndir í Svalbarðskirkju
- næstkomandi sunnudagskvöld
„Sjáið manninn“, þrir einþátt-
ungar eftir dr. Jakob Jónsson
verða sýndir í Svalbarðskirkju
á Svalbarðsströnd sunnudags-
kvöldið 11. júní nk. kl. 21.
Athygli Norðlendinga skal
vakin á því að hér verður að-
eins um þessa einu sýningu að
ræða og er þess vænst að leik-
listarunnendur frá Akureyri og
nágrannasveitum sýni þessum
viðburði áhuga.
Einþáttungarnir voru sýndir á
Kirkjulistahátíð í Hallgríms-
kirkju en Svalbarðskirkja og
Listvinafélag Hallgrímskirkju
standa að sýningunni í Svalbarðs-
kirkju á sunnudagskvöldið.
Leikstjóri er Jakob S. Jónsson
og aðstoðarleikstjóri Ólöf Sverr-
isdóttir. Tónlist er eftir Hörð
Áskelsson, leikmynd gerði Snorri
Sveinn Friðriksson og Árni
Baldvinsson hannaði lýsingu.
Einþáttungarnir heita Þögnin,
Kossinn og Sjáið manninn. Með-
al leikara má nefna Erling Gísla-
son, Þórunni Magneu Magnús-
dóttur, Önnu Kristínu Arngríms-
dóttur og Hákon Waage.
Höfundurinn og sagan
Dr. Jakob Jónsson er brautryðj-
andi á því sviði hérlendis að
semja leikverk til flutnings í
kirkjum. Hann er fæddur 20.
janúar 1904 að Hofi í Álftafirði
en ólst upp á Djúpavogi. Á æsku-
árum hans var mikill leiklistar-
áhugi þar fyrir austan.
Dr. Jakob hóf að semja leikrit
er hann var prestur vestan hafs,
Stapann og Öldur. Eftir komu
sína til Islands samdi hann
Tyrkja-Guddu, Hamarinn, Fjár-
sjóðinn, Manninn sem sveik
Barrabas og kirkjulegan helgi-
leik, Bartimeus blinda. Sá leikur
er í stíl þeirra leikja sem falla inn
í helgisiði kirkjunnar. Einþátt-
ungarnir þrír, Þögnin, Kossinn
og Sjáið manninn eru hins vegar
leikhúsverk, trúarlegs eðlis.
Höfundur tekur fram að í ein-
þáttungunum sé ýmist tekið mið
af sögulegum staðreyndum eða
ekki.
Þegar Heródes mikli dó árið 4
Erlingur Gíslason þykir fara á kost-
um sem Heródes Antípas.
Mynd: Eiríkur Guðjónsson.
f. Kr. skiptist ríki hans milli sona
hans. Heródes Antípas fékk
yfirráð yfir Galelíu í norðurhluta
Gyðingalands og Pereu austan
Jórdan. Kona hans var dóttir
Aretasar konungs í Nabateu.
Þessa konu rak Heródes frá sér
og tók að sér Heródías frænku
sína, en hana hafði áður átt Her-
ódes Bóethus hálfbróðir hans.
Annar bróðir Heródesar, Arke-
láus, varð konungur í Júdeu er
Rómverjar ráku hann í útlegð og
settu í stað hans landsstjóra undir
yfirstjórn skattstjóra síns í Sýr-
landi.
Eftir dauða Heródesar mikla
losnaði mjög um frelsishreyfing-
ar, sem duldust meðal þjóðarinn-
ar, og margir uppreisnarforingjar
kölluðu til konungsdóms. Öflug-
ust var uppreisnin í Galelíu undir
stjórn Júdasar Esekíasonar, en
Varus skattstjóri Rómverja í
Sýrlandi bældi hana niður með
hörku, létjafna Sefforis viðjörðu
og krossfesta um 2000 manns
víðs vegar um landið, en margir
flýðu til fjalla og lögðust út í hell-
isskútum.
Jesús var því ekki alinn upp í
friðsælu landi, heldur á krossgöt-
um stórvelda þar sem eldur trúar
og vonar lifði þó falinn í brjóst-
um alþýðunnar. Alþýðumenntun
var á háu stigi. Heródes Antípas
var á ýmsa lund skapandi og
framkvæmdasamur stjórnandi,
, en hann átti við margt að stríða.
Þegar . þau Heródías drottning
leituðu liðveislu hjá keisaranum í
Róm voru þau rekin í útlegð til
Galelíu.
Pontíus Pílatus var landsstjóri
26-36 e. Kr. Hann varð brátt
óvinsæll hjá Gyðingum, m.a. fyr-
ir að vanhelga musterissvæðið.
Við réttarhöldin yfir Jesú virðist
hann fremur mildur dómari sem
vill komast hjá því að kveða upp
dauðadóm, en ástæðan gæti verið
sú að hann gat ekki vitað hversu
hlynntir dauðadómum nýir ráða-
menn í Róm væru eða jafnvel
keisarinn sjálfur. Meðal rithöf-
unda samtímans fær hann orð
fyrir ofbeldi, miskunnarleysi og
grimmd.
Auðvelt aö sjá húmorinn
Einþáttungar Dr. Jakobs fengu
mjög góða dóma er þeir voru
sýndir í Hallgrímskirkju. Þannig
hefst t.d. gagnrýni Kristjáns
Björnssonar í Tímanum:
„Það er að mínu mati auðvelt
að gera efni úr biblíunni leiðin-
legt eða drungalegt. Dr. Jakobi
Jónssyni frá Hrauni hefur hins
vegar alla tíð reynst auðvelt að
sjá hvar húmorinn liggur og
hvernig beinskeyttri, en á stund-
um kaldhæðnislegri, alvöru
biblíusagna verður best komið á
framfæri. í einþáttungunum hans
þremur, sem nú eru fluttir í Hall-
grímskirkju, stígur fram þrosk-
aður leikritahöfundur með mikla
reynslu af mannlífinu og trúar-
iðkun og um leið góða þekkingu
á efniviðnum."
Kristján hrósar aðstandendum
öllum og getur sérstaklega um
stórkostlega frammistöðu leikar-
ans góðkunna, Erlings Gíslason-
ar. Við viljum hins vegar ítreka
það hér að einþáttungarnir verða
aðeins sýndir þetta eina kvöld í
Svalbarðskirkju. SS