Dagur - 16.06.1989, Page 4
S - KU&ÁCi -- t?8£f in£»J 'ð b
4 - DAGUR - Föstudagur 16. júní 1989
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREVRI, SlMI: 24222
ÁSKRIFT KR, 900 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 80 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 595 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON
BLAÐAMENN:
ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir),
BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR,
LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDfS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Prófsteinn
ríkisstjómar
Ríkisstjóminni er mikill vandi á höndum. Skoðana-
kannanir sýna að hún er rúin trausti almennings og
óvinsælli en nokkur önnur ríkisstjórn landsins frá
því slíkar vinsældamælingar hófust. Það segir í
sjálfu sér ekki alla söguna, því síðustu skoðana-
kannanir voru framkvæmdar á mjög óheppilegum
tíma fyrir ríkisstjórnina. Þær komu beint í kjölfar
mikilla verðhækkana, sem ríkisstjórnin fékk litlu
ráðið um. Engu að síður er ljóst að ríkisstjórn
Steingríms Hermannssonar á undir högg að sækja.
Ef marka má niðurstöður fyrrnefndra kannana,
fitnar Sjálfstæðisflokkurinn eins og púkinn á fjósbit-
anum í réttu hlutfalli við dvínandi vinsældir stjórn-
arflokkanna. Stærstur er þó flokkur óákveðinna, en
hann stækkar með hverjum deginum sem líður.
Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hefur krafist þess að
ríkisstjórnin fari frá og gengið verði til kosninga
áður en þing kemur saman í haust. Þessi krafa sjálf-
stæðismanna er eðlileg út frá þeirra sjónarhóli, því
væntanlega eiga þeir von á að endurheimta fyrra
fylgi sitt, ef kosið verður á næstunni. En jafnvíst er
að hag almennings er ekki best borgið með nýjum
kosningaslag. Það er enn ekki tímabært að fella
dóm yfir ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar.
Hún gengur nú í gegnum sama erfiðleikatímabil og
varð ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar að falli. Þetta
tímabil er prófsteinn á það hvort ríkisstjórnin nær
helstu markmiðum sínum. Henni hefur ekki tekist
sem skyldi að lækka vexti og fjármagnskostnað,
þótt miðað hafi í rétta átt. Henni hefur einnig orðið
talsvert ágengt í því að tryggja rekstrargrundvöll
undirstöðuatvinnuveganna. En betur má ef duga
skal og næstu tveir mánuðir munu skera úr um það
hvort ríkisstjórninni tekst ætlunarverk sitt. Hún
þarf svigrúm til að ná markmiðum sínum.
Rétt er að minna á að ríkisstjórn Steingríms Her-
mannssonar glímir við sama vanda og Sjálfstæðis-
flokkurinn gafst upp á að leysa, þegar hann hafði
forsæti í síðustu ríkisstjórn. Ekkert bendir til þess
að sjálfstæðismenn séu betur í stakk búnir nú en
áður til að leysa efnahagsvanda þjóðarinnar. Þeir
luma ekki á neinum töfralausnum frekar en fyrri
daginn, enda eru þær ekki til. Auknar vinsældir
þeirra í skoðanakönnunum byggjast fyrst og fremst
á óánægju með störf núverandi ríkisstjórnar. Sú
óánægja er skiljanleg, því efnahagsbatinn er hæg-
ari en flestir gerðu sér vonir um.
Naumur þingmeirihluti núverandi ríkisstjórnar
stendur henni mjög fyrir þrifum. Brýnt er að hún
reyni með einhverjum ráðum að treysta sig í sessi á
þingi. Það er raunar skilyrði fyrir því að hún nái
betri tökum á viðfangsefninu. Yfirstandandi við-
ræður við Borgaraflokkinn gætu þannig skilað þjóð-
inni traustari ríkisstjórn en kæmi út úr haustkosn-
ingum og langdregnu stjórnarmyndunarþófi í kjöl-
farið. BB.
Hugleiðingar um heimilis-
garðyrlgu og húsdýraáburð
„Heimilsgarðyrkja gerir búskap
fjölbreyttari. Hún feilur vel við
húsdýr því þau leggja til besta
áburðinn, betri en þann tilbúna,
a.m.k. álitu mætir náttúrulækn-
ingamenn það. Sömu skoðunar
er Guðfinnur Jakobsson í Skaft-
holti í Gnúpverjahreppi í Árnes-
sýslu en þar er starfrækt heimili
fyrir fólk með skerta starfsgetu.
Nils Busk, sem vann í garðyrkju
hjá N.L.F.Í. í Hveragerði, notaði
kúahland blandað til helminga á
kálflugurnar. Guðfinnur vann
hjá honum og notar þetta í Skaft-
holti, en hefur hlandið óblandað
ef mjög blautt er. Ef hlýtt er í
veðri og flugan verpir snemma
fylgist hann með því hvort egg
koma aftur og vökvar þá. Hin
fyrri hverfa.
Kona í Kinn vökvaði rófu-
plönturnar oft með þvaginu úr
Vegfarandi hringdi:
„Ég vil benda á slæma slysagildru
í bænum, nánar tiltekið í
Skarðshlíð rétt við blindhæð og
gangbraut. Fyrir neðan blind-
hæðina við götuna vestanverða er
ýmist flutningabílum eða stórum
bílum með tengivagn lagt. Þegar
maður keyrir niður Skarðshlíðina
og er rétt komin að gangbraut-
inni þá skaga þessi ferlíki út í
götuna og maður verður að
sveigja út á miðja götu. Vilji svo
óheppilega til að bíll kemur á
Bóndi úr Eyjafírði hringdi . . .
. . . og sagðist hafa séð viðtal við
hagfræðing einn í ellefufréttum
Sjónvarps á dögunum þar sem
hagfræðingurinn hafi úttalað sig
um hversu mikil hagkvæmni yrði
að því fyrir þjóðarbúið ef bænd-
um yrði fækkað og landbúnaðar-
afurðir fluttar inn. „Mér datt nú í
hug eftir að hafa horft á þetta að
það væri ráð að leggja hagfræð-
haugstæðinu og losnaði við
maðkinn. Úlfur læknir, sonur
Ragnars Ásgeirssonar, ræktaði
maðkalausar rófur í Skaftafells-
sýslu þó að maðkur væri þar.
Hann setti mikið af hrossataði í
moldina en mundi ekki hvort það
var nýtt eða úr haug, en sjálfsagt
er það ekki sama. Kálflugueitur
setti hann á fræið fyrir sáningu.
Ekkert var sprautað. Nils Busk,
sem ræktaði fyrir þá í Hvera-
gerði, sagði að flugan legði á
flótta þegar hann kæmi með
slönguna úr tankbílnum og að
hlandið dræpi fluguna. Grænkál
hefi ég getað ræktað maðkalaust
í frjórri jörð, en ekki ófrjórri. Á
Sólborg setti ég rófu og blóm-
kálsplöntur í auðan blett í sólreit
með plastyfirbreiðslu. Ábreiðan
var fyrst sett yfir með loftgati og
piöntunum gaf ég 1-2 sinnum
móti í sömu andrá þá er voðinn
vís. Hvers vegna í ósköpunum er
mönnum leyft áð leggja stórum
bílum á svo hættulegum stað?
Tökum sem dæmi að ef maður
keyrir á löglegum hraða niður
götuna og skyndilega blasir kyrr-
stætt ferlíki við í sama mund og
bíll kemur á móti þá verður mað-
ur að snögghemla. Svo gæti farið
að á eftir manni kæmi bíll á 50-60
km hraða sem ætti enga mögu-
leika á að stöðva í tíma. Þetta
gengur ekki.“
inga niður hér á landi og flytja þá
inn frá Danmörku og Svíþjóð
enda er ég viss um að við gætum
fengið alveg prýðilega hagfræð-
inga frá þessum löndum. Ég er
viss um að það yrði, í prósentvís,
miklu meiri sparnaður af því að
leggja niður hagfræðinga og
flytja þá inn heldur en að leggja
hvern bónda niður og flytja inn
landbúnaðarafurðir."
mykjuvatn. Blómkálið varð
geysistórt og hvorki það né róf-
urnar möðkuðu. I aðalgarðinum
voru samskonar plöntur sem ég
vökvaði ekki. Þær urðu ónýtar af
maðki, verri en þær sem sáð var í
garðinn. Ég held að þeim sé hætt-
ara við maðki ef þær eru færðar
og það álítur Guðfinnur. Upp-
eldisaðstöðu fyrir matjurtir vant-
ar líka á heimilum, t.d. vel lýstar
kjallarakompur og/eða sólreiti
með plasti yfir. Þá væri hægt áð
planta stórum plöntum og fá upp-
skeru fyrr. Hrossatað er líka
mjög gott saman við mold í
mjólkurfernur og hafa þá litla
kartöflu í. Þarna myndast kart-
öflugras og gott er að breiða yfir
það strax eftir gróðursetningu, ef
kalt er. Ragna, dóttir Sigurðar
búnaðarmálastjóra, áleit að ekki
þyrfti að herða plöntur fyrir
gróðursetningu ef breitt væri yfir
þær strax.
Ýmislegt fleira fellur til við
búskapinn sem hægt er að nota
við garðyrkjuna og vinnutíman-
um er hægt að hagræða. Kaldar
geymslur vantar mjög víða, bæði
í sveit og bæ. Ragna áleit jarðhús
bestu geymslurnar en verra er að
hafa rófur og kartöflur saman, að
hennar sögn og fleiri sem á þessu
hafa vit. Rófur þurfa kaldari
geymslu en kartöflur. Þang þykir
einnig mjög gott í garða. I því er
bór sem t.d. rófur mega ekki vera
án. Við Eyrarbakka var þykkt lag
af þangi sett í garðana á haustin.
Það batt sandinn og var aðal
áburðurinn.
Helgi Hallgrímsson, náttúru-
fræðingur á Akureyri, álítur að
kartöflur ræktaðar við búfjár-
áburð geymist lengur og séu
bragðbetri. Sama álit hef ég um
gulrætur. Hann hefur líka þá trú
að ekki sé eins vandað val á garð-
stæðum og áður var. í Stóru-
Sandvík í Flóa, hjá Hannesi
Jóhannssyni, er gulrótum sáð í
sandinn á bökkum Ölfusár. Hann
byrjar að taka þær stærstu upp
um miðjan ágúst. Gott segir hann
vera að geyma gulrófur í sandi
við frostmark. Hann setur þær í
kæli en þær mega ekki frjósa.
Páll Rist, bóndi á Syðrahóli í
Eyjafirði, þakti rófugarðinn með
hrossataði, sem var orðið að ösku
eftir hita, þannig að sem minnst
grisjaði í mold. Hann fékk
maðkalausar rófur.“
Ingibjörg Bjarnadóttir
frá Blöndudalshólum.
Slysagildra
í Skarðshlíö
Flytum inn
hagfræðinga