Dagur - 16.06.1989, Side 5
Föstudagur 16. júní 1989 - DAGUR - 5
Akið varlega framhjá sauðfé
„Um þessar mundir er verið að
sleppa lambfé af túnum til sumar-
beitar í úthaga, og víða eru ær
með lömb við vegi í sveitum
landsins. Á sama tíma fer
bílaumferð vaxandi, enda sumar-
frí hafin og auk þess leggja er-
lendir ferðamenn land undir fót í
vaxandi mæli.
Gróður hefur verið óvenju
seint á ferðinni í vor og því má
gera ráð fyrir að fyrst um sinn
sæki fé í vegkanta sem gjarnan
grænka tiltölulega snemma, m.a.
vegna áburðargjafar og áhrifa frá
vegaryki. Reynslan sýnir að við
slíkar aðstæður er mest hætta á
að ekið sé á fé, ekki síst þegar
girt er til beggja handa og undan-
færi lítið. Ökumenn þurfa að
hafa í huga að hlaupi ær yfir veg
kemur lambið eða lömbin á eftir,
eða þau hlaupa til hennar yfir
veginn sé ærin í hinum vegkant-
inum þegar bílinn nálgast. Þá
þarf að hægja ferðina og gæta
sérstakrar varúðar. Flestir öku-
menn sem verða fyrir því óláni að
aka á fénað tilkynna áreksturinn
strax á næsta bæ, en þess eru því
miður dæmi, að slösuðum lömb-
um og fullvöxnum kindurn sé
hent út fyrir veg eða inn í ræsi,
og síðan er ekið burt. Tryggingar
bæta tjón á bílum og gripum en
það er ekki nóg. Dýraverndar-
sjónarmið verður að virða til
fulls, annað er ekki sæmandi, og
telur Sauðfjárverndin að ekki sé
til of mikils ætlast að það sé gert
í öllum tilvikum.
Jafnframt því að ökumenn eru
beðnir að sýna sérstaka aðgæslu
þegar ekið er framhjá sauðfé
hvetur Sauðfjárverndin bændur
og aðra búfjáreigendur um land
allt til að halda fénaði sínum frá
vegunum eftir því sem frekast er
kostur. Haldið girðingum og
hliðum fjárheldum og látið
skepnur ekki ganga lausar í girð-
ingatröðum, þ.e.a.s. þar sem girt
er með vegum til bcggja handa á
löngum samfelldum köflum.
Bændur og ökumenn takið hönd-
um saman og stuðlið að fækkun
þeirra slysa á vegum landsins þar
sem sauðfé og annað búfé á í
hlut! Sauöfjárverndin.
Heimiliskettir í vígahug að næturþeli á Akureyri:
Vaknaði upp við orrustu
katta og fugla í garðinum
Húsmóðir í Hamarsstíg á Akur-
eyri skorar á kattaeigendur: „Ég
vil skora á kattaeigendur að fara
að huga betur að köttum sínum.
Lausir kettir hafa lengi verið
vandamál en nú er þetta farið að
ganga út í öfgar því ég vaknaði
upp í nótt við lætin í fuglunum á
lóðinni hjá mér þar sem kettir
voru að ráðast á þá og ungana
þeirra. Það var a.m.k. þremur
ungum slátrað hér í nótt. Hérna
voru fjórir heimiliskettir sem
virðast ganga alveg lausir. í fyrra
tíndum við hvern einasta unga
sem kom úr hreiðri hérna í garð-
inu og settum í ' ruslafötuna.
Lausir kettir hafa verið vandamál
fyrir okkur í hverfinu og við
erum tilbúin með garðslönguna á
kettina. En í nótt gekk þetta
alveg út fyrir allt og þess vegna
beini ég því til cigcndanna að
þeir hætti að láta kettina ganga
lausa. Það verður að fara að loka
kettina inni, tjóðra eða hreinlega
að skjóta þá.“
Falleg sýning á vinnu
heimilisfólksins að Hlíð
Opnum
föstudaginn 16. júní.
Bjóðum upp á pizzur, heitt brauð, kaffi og fleira.
Kaffihlaðborð sunnudag frá kl. 15-18.
Gistiheimilið Ytri-Vík
Árskógsströnd.
Hin vinsætu Dwagne Wayne
tvöföldu sólgleraugun
fást hjá okkur
r^O
^GŒRAUGNAÞJONUSTAN^Iðsson
^SKIPAGÖTU 7 - BOX 11 -602 AKUREYRI - SÍMI 24646
SuncIlíHigin
Syðra Laugalandi
Sundlaugin veröur opin í suniar sem hér segir:
Mánud. frá kl. 14-20.
Þriuðjud.-föstud. frá kl. 14-22.
Laugard. og sunnud. frá kl. 14-18.
Konutímar eru á mánud. frá kl. 20-22.
Verið velkomin.
Sundlaugarvöröur.
Góðvinur Dvalarheimilisins
Hlíðar skrifar:
Þann 4. júní sl. var haldin stór
og falleg sýning á Dvalarheimil-
Kona á Akureyri hafði sam-
band við Dag og hafði frá
leiðinlegu atviki að segja.
Þannig var að maður í bænum,
sem kominn er á tíræðisaldur,
hafði fyrir nokkrum vikum keypt
blómapott með fallegum blómum
í og sett á leiði konu sinnar
sálugu í kirkjugarðinum á Akur-
eyri. Þegar hann svo kom að leið-
inu í vikunni, til að líta eftir
blómunum, voru bæði potturinn
og blómin horfin. Gamla mann-
inum var að vonum brugðið,
enda verður það að teljast í hæsta
máta ruddalegt að gera annað
inu Hlíð. Sýnd var vinna heimil-
isfólks og var þar margt fallegra
og nytsamra muna. Fjölbreytni
og gott handbragð vakti athygli,
eins og að hirða blórn af óvið-
komandi leiðum í kirkjugarðin-
um.
afköst voru mjög mikil og vand-
aður frágangur.
Við Hlíð starfa mjög góðir
kennarar, þær Björg Ólafsdóttir
og Helga Frímannsdóttir. Til
hjálpar eru þrjár stúlkur og
vanda þær allar til alls frágangs
en þær eru ekkert lærðar.
Þessi sýning sýndi hvað öll
vinna eldra fólksins er vönduð og
vel af höndum leyst. Sérstaklega
ber það vitni um listakennslu.
Sýningin var ákaflega vel sótt
og líkaði sérstaklega vel.
Mykja á vegimim
Kona hringdi og vildi kvarta yfir
mykju á þjóðveginum við bæinn
Moldhauga í Glæsibæjarhreppi.
Hún sagði að þar væri löng
mykjuslóð og ekki væri geðslegt
að keyra þarna um. Mykjan slett-
ist á bílana með tilheyrandi sóða-
skap og fnyk. Einnig væri slysa-
hætta því samfara að lenda í
þessum mykjublettum á bíl, hann
gæti hreinlega lent út af veginum
og bremsuskilyrði mjög slæm
þarna. Konan vildi koma þeim
tilmælum til viðkomandi, sem
ekur mykju þarna um, að hreinsa
eftir sig veginn. Þetta væri fyrir
neðan allar hellur.
Akureyri:
Blómin hurfu af leiðinu
HOTEL KEA
Helgin 16. og 17. júní
Dansleikur
HI jómsveitin
GAUTAR
heldur öllum í þjoöhatíöarskapi,
föstudags- og laugardagskvöld
til kl. 03.00 bæöi kvöldin.
Veriö velkomin.
Borðapantanir i sima 22200