Dagur - 16.06.1989, Page 8

Dagur - 16.06.1989, Page 8
8 - DAGUR - Föstudagur 16. júní 1989 spurning vikunnar Ætlar þú að taka þér sumarfrí í sumar og ef svo er, hvað ætlar þú þá að gera í fríinu? Kristján Júlíusson: Já ég ætla alveg örugglega að taka mér sumarfrí. Hvaö ég geri í fríinu er ekkert ákveðið en það er alla vega ekki á dagskrá að fara til útlanda. Ég á sumar- bústað og verð þar eitthvað í fríinu og drekk bjór og aðra góða drykki. Sigrún Stefánsdóttir: Já, sennilega fer ég nú í eitt- hvert sumarfrí. Eg ætla að dvelja hér innanlands og heimsækja jafnvel Hornafjörð og Reykjavík en annars verður maður bara heima við í fríinu. OddurJónsson: Ég er í sumarfríi þessa dagana og reyni bara að hafa það gott. Ég geri mikið af því að spila golf, enda er ég orðinn nokkuð góður. Það er nú ekki á dagskrá hjá mér að fara erlendis en þó er aldrei að vita. Fanney Jónsdóttir: Já ég ætla að taka mér sumar- frí og mun eyða því hér innan- lands. Ég dvel í sumarbústað á Laugarvatni hluta af fríinu og verð svo bara eitthvað heima við. Karl Jörundsson: Já ég ætla í sumarfrí en að vísu dálítið seint, eða um miðjan september. Ég ætla að njóta sumarsins hér heima en í haust fer ég eitthvað suður á bóginn, til Miðjaröarhafslanda og dvel þar. Nokkur orð um samstarf kvenna í „Virmuhóp gegn siflaspellum“ Frá árinu 1986 hefur umræða um sifjaspell og annað kynferðislegt ofbeldi í samfélaginu orðið opn- ari, opinberari og almennari en áður hefur tíðkast. Þessar umræður hafa því miður leitt í ljós að umrædd afbrot eru algengari og verri en aimennt var álitið. Flestir taka þessum fréttum af fullri ábyrgð og eru jafnvel fúsir til að leggja baráttunni gegn þess- Hm „sjúkdómi" lið. En því miður eru þeir til sem álykta öðruvísi. Heyrst hefur að sumir álíti þessar konur „ofleika"! Verst er, að þeir sem þannig hugsa geta ekki hitt þær sem farnar eru og sviptu sig lífi vegna þess hversu óbærileg kvöl það er að lifa af sifjaspell. Við hinar sem eftir lifum vilj- um gera okkar til að stöðva þenn- an „sjúkdóm", útbreiðslu hans og viðgang. Slíkt hefur fyrr tekist hér á ís- landi. Holdsveiki sem var algeng er löngu horfin. Berklar eru orðnir harla sjaldgæfir nú í dag en voru snemma á öldinni helsti skaðvaldurinn. í byrjun barátt- unnar gegn berklum blöskraði mörgum sú ósvífni er krafist var að fólk notaði hrákadalla. Svipuðu máli gegnir um umræðuna um sifjaspell. Fólk vill ekki þurfa að leggja á sig að horfa á óþægilega staðreynd. En meðan vitað er að lítil börn eru enn misnotuð kynferðislega í þessu þjóðfélagi er ekki hægt að þegja né hætta þeirri baráttu sem hafin er. Konur hafa hafið samstarf og samhjálp. Samsjálfshjálparhópar hafa verið starfandi frá því að umræðan hófst 1986. Þessir hóp- ar starfa þannig að 5-7 konur sem þolað hafa misþyrmingar sifja- spella hittast undir umsjón félags- ráðgjafa og konu sem gengið hef- ur sjálf í gegnum þessa reynslu og hópstarf. Fyrst hittist hópurinn tvisvar í viku í 3-4 vikur. Síðan einu sinni í viku í mánuð eða meira ef nauðsynlegt reynist. Alls a.m.k. tólf skipti. Að því loknu hittist hópurinn einu sinni í mánuði í allt að ár eða lengur ef nauðsyn krefur. Þá er starfandi svokallaður „bakhópur“ sem hittist einu sinni í mánuði. Þar geta starfað allar þær konur sem gengið hafa í gegnum hópstarf. Einnig eru starfandi hópar fyrir konur sem hafa orðið fyrir nauðgun. Hópur mæðra fórnarlamba sifjaspella hefur einnig starfað. Margri móðurinni hefur orðið ofraun að uppgötva við hvaða ástand börn hennar hafa búið að henni óvit- andi. Einnig er von til að hópur fyrir karlmenn sem eru þolendur sifjaspella eða annars kynferðis- legs ofbeldis get.i bráðlega farið af stað með starf. Laxdalshús: Ljósmyndasýningar á vegum Minjasafnsins á Akureyri Ljósmyndasýning á vegum Minjasafnsins á Akureyri hef- ur verið opnuð í Laxdalshúsi, elsta húsi Akureyrar, og er hún tvíþætt. Annars vegar eru svipmyndir úr sögu bæjarins og hins vegar sýning á manna- myndum úr safni Hallgríms Einarssonar. Þessar sýningar verða í Lax- dalshúsi í sumar og er húsið opið alla daga vikunnar frá kl. 14-17. Þar eru kaffiveitingar á boðstól- um. í ljósmyndadeild Minjasafns- ins eru varðveitt söfn akur- eyrskra Ijósmyndara, en stærst þeirra er safn Hallgríms Einars- sonar og sona, sem afkomendur hans hafa afhent til varðveislu. Þar er mikill fjöldi mannamynda og undanfarin ár hefur safnið leitað til Akureyringa með að greina fólk á myndum. Á Amts- bókasafninu liggja frammi myndamöppur sem fólk getur skoðað þar. Mannamyndir og svip- myndir úr sögu bæjarins Á mannamyndasýningunni í Lax- dalshúsi er enn leitað aðstoðar bæjarbúa og annarra sem kynnu að þekkja fólkið á myndunum. Hörður Geirsson. hjá ljósmynda- deild Minjasafnsins, sagði að markmiðið með þessari sýningu væri tvíþætt. Annars vegar að gefa fólki tækifæri til að skoða klæðaburð og forna tísku sem birtist ljóslifandi á myndunum og hins vegar að leita eftir aðstoð til að bera kennsl á manneskjurnar. Sérstök eyðublöð liggja frammi í þeim tilgangi. Þá er markmiðið einnig að kynna starfsemi Ijós- myndadeildarinnar. Hin sýningin, Akureyri - svip- myndir úr sögu bæjar, er yfirlits- sýning yfir þróuji byggðar á Ákureyri. Með hjálp gamalla ljósmynda, uppdrátta og teikn- inga er leitast við að skýra í máli og myndum hvernig Akureyri óx frá því að vera verslunarstaður einokunarkaupmanna fram til þess að vera nútímakaupstaður. Anna Schiöth og Hallgrímur Einarsson Ljósmyndirnar á sýningunni eru flestar teknar af Önnu Schiöth og Hallgrími Einarssyni, en þau störfuðu bæði sem ljósmyndarar á Akureyri. Anna Schiöth lærði ljósmynd- un í Kaupmannahöfn og árið 1878 setti hún á stofn fyrstu ljósmyndastofuna á Akureyri. Stofan var rekin undir nafni eig- inmanns Önnu, Hendriks Schiöth bakarameistara. Myndir hennar eru því merktar H. Schiöth en þó er vitað að Anna var myndasmið- urinn. Anna starfrækti Ijósmynd- astofuna á hverju sumri fram til ársins 1899. Hallgrímur Einarsson lærði einnig Ijósmyndagerð í Kaup- mannahöfn. Hann starfaði í nokkur ár á Seyðisfirði, en kom til Akureyrar árið 1903 og rak ljósmyndastofu í bænum um Þann 6. júní síðastliðinn var árs- fundur fulltrúaráðs Bréfaskólans haldinn að Hallveigarstöðum við Túngötu. Skólastjóri Bréfaskól- ans, Guðrún Friðgeirsdóttir, greindi frá skólastarfi liðins árs og Þráinn Hallgrímsson, formað- ur skólastjórnar skýrði ársreikn- inga og sagði frá störfum stjórn- arinnar. Á þessum vetri gerðist Ör- yrkjabandalag íslands eignaraðili að Bréfaskólanum og í vor sam- þykkti stjórn Ungmennafélags íslands að ganga til samstarfs við skólann. Önnur fjöldasamtök sem eiga Bréfaskólann nú eru: Alþýðusamband íslands, Banda- lag starfsmanna ríkis og bæja, Farmanna- og fiskimannasam- band íslands, Kvenfélagasam- rúmlega fjögurra áratuga skeið. Myndir þeirra Önnu og Hall- gríms eru ómetanlegar' heimildir um bæinn og íbúa hans frá því um 1880 og fram yfir seinni heimsstyrjöldina. Á þessu ári er haldið upp á það að 150 ár eru liðin frá því Frakk- inn Daguerre tók fyrstu ljós- myndina. Það er því við hæfi að minnast nú þessara tveggja frum- kvöðla ljósmyndunar á Akureyri. Ný póstkort í Laxdalshúsi eru líka kynnt ný póstkort sem verða þar til sölu og í Minjasafninu. Minjasafnið gaf út þrjú póstkort með ljósmynd- um af safngripum og Akureyrar- bær gaf út sex póstkort með Ijós- myndum af málverkum af Akur- eyri. Við þetta tækifæri er sjálfsagt að geta þess að sumarstarfsemi Minjasafnsins á Akureyri hófst 1. júní sl. og er safnið opið alla daga band íslands, Samband íslenskra samvinnufélaga og Stéttarsam- band bænda. Formaðurinn greindi frá því að tekist hefði að efla Bréfaskólann verulega á einu ári og auka sjálf- stæði hans og sjálfsforræði. Starf- semi skólans hefur tekið miklum breytingum, t.d. hefur skólinn nú samstarf um fullorðinsfræðslu við margar aðrar skóla- og mennta- stofnanir, m.a. Fræðsluvarpið, Bankamannaskólann og Mennta- málaráðuneytið. í undirbúningi er ennfremur samvinna við Ferðaþjónustu bænda og Iðn- tæknistofnun íslands um starfs- menntun. Á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs hefur nemendum skól- ans fjölgað talsvert miðað við Bréfaskólinn færir út kvíamar

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.