Dagur - 16.06.1989, Blaðsíða 9
Föstudagur 16. júní 1989 - DAGUR - 9
GEGN
SIFJASPELLUM
Að starf þessara samstarfshópa
skili árangri er enginn vafi. Marg-
ar þeirra kvenna sem koma í hóp
hafa áður verið hjá sálfræðingum
og/eða geðlæknum með misgóð-
um árangri.
í hópnum eru þær meðal jafn-
ingja: Sárþjáðum manneskjum
sem oft finnst besta lausnin að
binda bara enda á þessa eymd.
Og þar kemur samhjálpin: Pað er
auðveldara að sjá hvers vegna
einhver önnur á að lifa áfram. Og
um leið og tekið er til við að verja
líf annarrar manneskju vaknar
eiginn lffsþróttur. Lífsþróttur og
lífslöngun. Helst vildu margar
þessara kvenna gerast valkyrjur
og geysast áfram fram á vígvöll-
inn og láta styrjöld gegn öllu
ofbeldi geisa opinberlega á öllum
sviðum þjóðlífsins. En það er
ekki hægt, þær verða alltaf að
hugsa um aðra. Taka tillit til ann-
arra, fjölskyldu og vina, jafnvel
gerandans - afbrotamannsins og
afkomenda hans.
Ennþá ber fórnarlamb sifja-
spella alla ábyrðina, þjáninguna
og skömmina.
Og fyrir þær sem ennþá er
þannig ástatt um er besta leiðin
til lausnar að hafa samband við
okkur í síma 21260 í Reykjavík.
Það stendur til að fara með
fræðsluefni ög halda fundi á
Akureyri, ísafirði og í Vest-
mannaeyjum.
Vonandi koma sem flestarog
flestir sem á þurfa að halda og
hefja baráttuna með samhjálp og
sjálfshjálp í hópstarfi samtak-
anna. Það tekur á og það tekur
tíma, en það margborgar sig. Það
skilar sér aftur í betri líðan og
bættu lífi.
Fólk hikar ekki við að kaupa
hús og íbúðir þó að það sé erfitt
og kosti oft ótrúlegar fórnir.
Hvers vegna ekki betra líf? Án
innri gleði og lífslöngunar gera
hús og íbúðir lítið gagn. Með
auknu innra öryggi gengur allt
betur. Hikið ekki, hafið samband
og hefjið baráttuna fyrir betra
lífi.
Kona úr 10. hópnum
Frá sýningunni í Laxalshúsi, en þar eru sýndar gamlar mannamyndir og svipmyndir úr sögu Akureyrar. Mynd: kl
vikunnar til 15. september kl.
13.30-17. Min'jasafnið er byggða-
safn Eyfirðinga. Það var stofnað
árið 1962 og hefur frá upphafi
verið til húsa að Aðalstræti 58.
Þar eru varðveittir munir sem
lýsa daglegu lífi fólks í sveit og
bæ á fyrri tímum. í safninu má
m.a. sjá gott úrval handverkfæra,
bæði frá iðnaðarmönnum í bæn-
um og einnig frá sveitaheimilum,
íslenskan listiðnað, útskurð,
vefnað og útsaum.
Síðastliðinn vetur var skólum
boðið í safnið til að skoða sýning-
una Ull og tóvinnu. Þar voru
kynnt vinnubrögð við tóvinnu,
sem áður fyrr var helsta vetrar-
vinna á heimilum. Fengu
nemendur tækifæri til að spreyta
sig á að kemba og spinna. Sýn-
ingin stendur enn og er ráðgert
að hafa tóvinnuviku síðar í
sumar.
Safnvörður Minjasafnsins er
Guðný Gerður Gunnarsdóttir.
SS
Frá ársfundi fulltrúaráös Bréfaskólans.
undanfarin ár. Á næsta ári fagnar
þessi sérstæði skóli á íslandi, sem
nú er rekinn sem sjálfstæð sam-
eignarstofnun, hálfrar aldar
afmæli. Bréfaskólinn er eina
skólastofnunin á landinu sem
hefur sérhæft sig í fjarkennslu og
gegnir nú vaxandi hlutverki í full-
orðinsfræðslu.
Iþrótta- og
leikjanámskeið
Iþrótta- og leikjanámskeið Þórs hefst mánudaginn
19. júní kl. 10.00.
Mikill hluti fer fram á Þórssvæði v/Glerárskóla.
Hvert námskeið endar með grillveislu.
Aðal leiðbeinandi verður Gísli Bjarnason íþrótta-
kennaranemi.
Frá Menntaskólanum
á Akureyri
Skólanum verður slitið í íþróttahöllinni laugar-
daginn 17. júní kl. 10.00.
Skólameistari.
Félag aldraðra
Akureyri
Að loknum stofnfundi Landsambands eldri borgara,
sem fram fer að Hótel K.E.A. mánudaginn 19. júní
n.k. vill stjórn félagsins minna á, að kl. 20.30, sama
dag, munu fulltrúar frá stofnfundinum mæta í Húsi
aldraðra.
Þeir félagar, sem hefðu áhuga á að kynnast þessu
fólki, ættu að nota þetta tækifæri og mæta á framan-
greindum tíma, þar mun verða skipst á skoðunum
um málefni okkar eldri borgaranna og auðvitað
verða tekin nokkur létt lög á nikkuna.
Stjórnin.
Verð aðeins kr. 18.500,-
með gaskúi
Veganesti
Leiruvegi
Tryggvabraut
á vegínn!
Flestir slasast
í umferðinni á sumrin.
Þá er enn meiri þörf á
að halda athyglinni
vakandi en ella.
Látum ekki of hraðan
akstur eða kæruleysi
spilla sumarleyfinu.
Tökum aldrei
áhættu!
llX™