Dagur - 16.06.1989, Page 11

Dagur - 16.06.1989, Page 11
|f hér & þar ~~jj Baráttan við aukaMóin íþyngir „eigin- manni“ Roseanne „Hann Jón minn þolir það ekki að vera svona feitur,“ segir móðir John Goodman sem leikur eig- inmann Roseanne í sjónvarps- þáttunum um þau í Sjónvarpinu á sunnudögum. Móðir hans segir að sonur sinn skammist sín fyrir að vera í þungavigtarhópnum og hafi áhyggjur af því að þyngdin komi honum of snemma í gröf- ina. „Pabbi hans Jóns Iést af völd- um hjartaáfalls þegar hann var aðeins 36 ára gamall. Nú, þegar Jón er á sama aldri held ég að hann hugsi mikið um það að faðir hans skuli hafa dáið svona ungur,“ staðfesti Virginia Goodman en hún er einmitt mamma hans Jóns. „Hann hefur nú ekki hátt um þetta blessaður, en ég veit að i hann hefur áhyggjur af þessu. Hann gætir að mataræði sínu og reynir að hreyfa sig á hverjum degi. En þetta virkar bara ekki. Hann er miður sín yfir að vera svona feitur og hefur aldrei þolað það. Mér er alveg sama þó fjöl- miðlar segi að hann sé hamingju- samur með öll kílóin, það er ein- faldlega ekki satt.“ Mamma segir að allt frá barns- aldri hafi Jón þurft að berjast við aukakílóin. „Hann var kominn með bumbu 12 ára gamall og var meira að segja feitur þegar hann fæddist." Pá fullyrðir starfsstúlka í mötuneyti menntaskólans sem hann gekk í að Jón hafi hlaðið á sig kílóum þegar hann var í skólanum. i Eftir útskrift flutti Jón til Nýju Jórvíkur og komst fljótt í leiklist- arbransann. Og enn bættust kíló- in á hann. „Hann verður alltaf stærri og stærri, ég er viss um að hann er feitari núna en hann hef- ur verið nokkurn tímann áður,“ segir mamma. „Jón fer varlega með allan mat. Ég veit að hann fær sér ekkert á milli mála og forðast fitu og sykur. Á hverjum degi fær hann sér rösklegan göngutúr. Hans vegna vona ég að hann nái tökum á vigtinni og ekkert myndi gera mig hamingjusamari ef hon- um tækist það. Ég veit líka að hann yrði yfir sig glaður sjálfur. Hann vill ekki vera feitabolla og hætta þannig lífi sínu,“ sagði mamma Virginia að lokum. r JJ Aðalfundur Umf. Möðruvallasóknar veröur haldinn aö Freyjulundi, miövikudaginn 21. júní nk. kl. 21.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórn U.M.F.M. Ferköntuð rör fyrirliggjandi Yfir 30 stærðir. Hagstætt verð. SANDBLÁSTUR 0G MÁLMHÚÐUN v/Hjalteyrargötu • Sími 22122. Heilræði Varúð! Geymið lyf þar sem börn ná ekki til Ástarsögurnar frá Snorrahúsi njóta sívaxandi vinsælda. Nú koma út tvaer bækur mánaðarlega Tilboð til nýrra áskrifenda! Útgáfan hefur ákveðið að bjóða nýjum áskrifcndum eina bók ókeypis um leið og þeir gerast áskrifcndur. Þeir geta valið úr cftirtöldum bókum. Spennusuguflukkurinn: Morðið í Tauerngöngunum, Þeir dauðu drekka ekki Síðasta bónin, Líkið stjórnar leiknum. Ástarsöguflokkurinn: Hrakfallabálkur, Ómótstæðilcgur karlmaður Sjúkrahúsið í frumskóginum, Indíánaprinsessan. SNORRAHUS Pósthólf 58 • 602 Akureyri • •& 96-24222

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.