Dagur - 16.06.1989, Page 14
14 - DAGUR - Föstudagur 16. júní 1989
Lögtaksúrskurður
Eftir kröfu innheimtumanns ríkissjóðs á Akureyri,
Dalvík og í Eyjafjarðarsýslu úrskurðast hér með, að
lögtök geti farið fram fyrir eftirtöldum gjöldum, gjald-
föllnum, en ógreiddum.
Þinggjöldum utan staðgreiðslu sem féllu í gjalddaga
1. febrúar, 1. mars, 1. apríl, 1. maí og 1. júní 1989.
Ennfremur fyrir þinggjaldahækkunum og söluskatts-
hækkunum er ákvarðaðar hafa verið til þessa tíma,
svo og skipulagsgjöldum af nýbyggingum.
Lögtök til tryggingarframangreindum gjöldum ásamt
dráttarvöxtum og kostnaði geta farið fram að liðnum
8 dögum frá birtingu úrskurðar þessa.
Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík,
Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu.
15. júní 1989.
Nauðungaruppboð
þriðja og síðasta
á eftirtöldum fasteignum fer
fram á eignunum sjálfum,
á neðangreindum tíma:
Hafnarstræti 77,3. og 4. hæð, Akur-
eyri, þingl. eigandi Jóna Ákadóttir
o.fl., miðvikud. 21. júní '89, kl.
15.30.
Uppboðsbeiðendur eru: Gunnar
Sólnes hrl., Sveinn H. Valdimars-
son hrl., Ásgeir Thoroddsen hdl.,
Gísli Gíslason hdl., Ingvar Björns-
son hdl., Veðdeild Landsbanka
fslands og Jón Egilsson hdl.
Kaldbaksgötu 2, Akureyri, þingl.
eigandi Blikkvirki sf., miðvikud. 21.
júní '89, kl. 14.30.
Uppboðsbeiðendur eru: Iðnlána-
sjóður og Benedikt Ólafsson hdl.
Óseyri 6b, Akureyri, þingl. eigandi
Norðurljós sf., miðvikud. 21. júní
'89, kl. 16.30.
Uppboðsbeiðendur eru: Gunnar
Sólnes hrl., Guðjón Ármann Jóns-
son hdl. og Byggðastofnun.
Ránargötu 6, Akureyri, þingl. eig-
andi Stefán Sigtryggsson, mið-
vikud. 21. júní '89, kl. 14.00.
Uppboðsbeiðendur eru: Gunnar
sólnes hrl., innheimtumaður ríkis-
sjóðs og Ólafur Gústafsson hrl.
Strandgötu 51, Akureyri, þingl. eig-
andi Blikkvirki sf., miðvikud. 21. júní
'89, kl. 15.00.
Uppboðsbeiðendur eru: Iðnlána-
sjóður og Benedikt Ólafsson hdl.
Bæjarfógetinn á Akureyri
og Dalvík,
Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu.
Laugardagur kl. 13:25
24. LEIKVIKA- 17. júní 1989 1 X 2
Leikur 1 Fram - Valur
Leikur 2 B. Munchen - Bochum
Leikur 3 W. Bremen - Stuttgart
Leikur 4 M. Gladbach - H.S.V.
Leikur 5 Mannheim - Köln
Leikur 6 B. Dortmund • Karlsruhe
Leikur 7 Hannover - E. Frankfurt
Leikur 8 St. Kickers - Nurnberg
Leikur 9 St. Pauli - B. Uerdingen
Leikur 10 B.Leverkusen - Kaisersl.
LeikurH Kongsvinger - Brann
Leikur 12 Rosenborg - Viking
Símsvari hjá getraunum er 91-84590 og -84464. LUKKULÍNAN s. 991002 Ath. breyttan lokunartíma!
Barnfóstrunámskeið RKÍ
Nýlega var haldið á Akureyri námskeið á vegum Akureyrardeildar Rauða kross íslands fyrir krakka sem
höfðu í hyggju að passa börn í sumar, svokallað barnfóstrunámskeið. PeUa er fjórða árið í röð sem slíkt
námskeið er haldið og hefur verið gerður góður rómur að þessu framtaki. Námskeiðið var að þessu sinni
haldið í Lundarskóla fjögur kvöld í röð og var farið yfir mismunandi atriði öll kvöldin. Fyrsta kvöldið kom
hjúkrunarfræðingur, annað kvöldið fóstra, þriðja kvöldið var rætt um slys í heimahúsum og fjórða kvöldið
kom brunavörður í heimsókn. Að þessu sinni sóttu rúmlega tuttugu krakkar námskeiðið, þar af einungis
einn strákur. Pessi mynd var tekin síðasta kvöldið er Jón Knútsen slökkviliðsmaður fræddi krakkana um
brunavarnir og annað sem viðkemur hættum á heimili og var ekki nema sjálfsagt að stilla sér upp fyrir
ljósmyndara Dags. AP
Vátryggingafélag íslands hf.:
Tryggmgaráðherra gefur út
starfsleyfi til handa félaghm
- verður með umboð og skrifstofur á 142 stöðum um allt land
Tryggingaráðherra hefur að
fengnum meðmælum Trygginga-
eftirlitsins gefið út starfsleyfi til
handa Vátryggingafélagi íslands
hf.
Félögin, sem standa að Vá-
tryggingafélagi íslands hf.,
Brunabótafélag íslands og Sam-
vinnutryggingar, munu flytja
starfsemi sína undir eitt þak í
Ármúla 3 í byrjun júlí næstkom-
andi. Fram að þeim tíma munu
félögin starfa í núverandi höfuð-
stöðvum sínum og annast al-
menna vátryggingastarfsemi und-
ir sínum nöfnum. Hins vegar eru
starfsmenn félaganna frá og með
deginum í dag starfsmenn Vá-
tryggingafélags íslands.
Með þessum áfanga hefst loka-
spretturinn í undirbúningi sam-
einingar félaganna. Meðal annars
er nú unnið að breytingum á hús-
inu við Ármúla 3, svo að það
henti fullkomlega starfsemi hins
nýja félags, samræmingu eyðu-
blaða, bréfsefnis, skilmála nýja
félagsins og fleira. Starfsfólk
gengst þessa dagana undir um-
fangsmikla þjálfun og kynningu
og undirbúningur samkeyrslu
upplýsingakerfa og tölvuvinnslu
félaganna er á lokastigi.
Vátryggingafélag Islands hf.
verður með umboð og skrifstofur
á alls 142 stöðum um land allt. Á
20 stærstu stöðunum verða sér-
stakar svæðisskrifstofur. Umboð
verða alls 49 og fulltrúar 73.
Svæðisskrifstofurnar verða í
beinu tölvusambandi við höfuð-
stöðvarnar í Ármúla í Reykja-
vík.
Pað var 19. janúar í vetur sem
forsvarsmenn Brunabótar og
Samvinnutrygginga undirrituðu
með sér samkomulag um stofnun
Vátryggingafélags fslands hf.
Félagið var formlega stofnað 5.
febrúar 1989. Markmiðið er að
reka traust vátryggingafélag sem
getur nýtt sér fyllstu hagkvæmni
við starfsemina, haldið uppi eðli-
legri samkeppni, tryggt sann-
gjarna verðmyndun og góða vá-
tryggingaþjónustu.
I stofnsamningi félagsins eru
ákvæði þess efnis, að stjórn þess
geti ákveðið ágóðahlutdeild og
úthlutað tekjuafgangi til við-
skiptavinanna á sama hátt og eft-
ir sömu reglum og giltu hjá
Brunabótafélagi íslands og Sam-
vinnutryggingum. Með því er
tryggt að viðskiptavinir Vátrygg-
ingafélags íslands hf. njóti þess-
ara sömu réttinda og kjara og
áður var vegna viðskipta þeirra
við stofnfélögin.
Ályktun aðalfundar Vkl. Einingar:
Leiðrétting launa verið
þurrkuð út með verðhækkunum
Aðalfundur Verkalýðsfélagsins
Einingar, haldinn í Alþýðuhús-
inu á Akureyri, 11. júní 1989,
bendir á að enda þótt aðeins séu
liðnar sex vikur frá undirritun
aðalkjarasamnings við vinnuveit-
endur, hefur sú leiðrétting launa,
sem verkafólk fékk þá, nú þegar
verið þurrkuð út með verðhækk-
unum á ýmsum helstu neysluvör-
um almennings.
Fundurinn bendir jafnframt á,
að ríkisstjórnin átti veigamikinn
þátt í gerð þessa samnings og að
verkalýðsfélögin féllust á mjög
litlar launabætur í trausti þess, að
stjórnvöld stæðu við fyrirheit sín
um að halda verðhækkunum í
skefjum. Eigi að síður eru tilfinn-
anlegustu verðhækkanirnar
vegna aðgerða ríkisvaldsins, þ.e.
aðallega með hækkunum á
búvöruverði og skattheimtu á
bensíni. Fundurinn leggur
áherslu á, að svona framkomu af
hálfu ríkisvaldsins getur verka-
fólk engan veginn sætt sig við. Sé
þörf á aukinni skattheimtu verð-
ur hún að bitna á þeim sem breið-
ust hafa bökin, það verður hver
ríkisstjórn að skilja. Fundinum
er ljóst, að launabilið í landinu
hefur enn breikkað, m.a. vegna
þess að ríkisvaldið og fyrirtæki
innan Vinnuveitendasambands
íslands hafa samið við fjölmenn-
ar starfsstéttir um tvöfaldar og
þrefaldar hækkanir á við það,
sem verkafólk fékk.
Verði helstu verðhækkunum
að undanförnu ekki kippt til
baka, geta hvorki stjórnvöld eða
vinnuveitendur búist við friði á
vinnumarkaði.