Dagur


Dagur - 16.06.1989, Qupperneq 15

Dagur - 16.06.1989, Qupperneq 15
Föstudagur 16. júní 1989 - DAGUR - 15 fþróffir Þór ogFHí kvöld íþróttir helgarinnar: Hvað gera Þórsararnir Hlynur Birgisson og Nói Björnsson gegn FH í kvöld? - KA leikur á Skaganum - Tvö golfmót um helgina Þaö er heilmikið um aö vera á íþróttasviöinu um helgina og þar ber hæst leik Þórs og FH í 1. deild karla í knattspyrnu á grasvelli Þórs í kvöld. KA fer suður og keppir við IA á Akra- nesi. Heil umferð er í 2. deild- inni og er m.a. leikið á Húsa- vík og á Sauðárkróki. Einnig er leikið í 3. deildinni um helg- ina. Svo er vert að minnast á 17. júní hátíðarhöldin en þau eru að þessu sinni í umsjá Iþróttafélagsins Þórs. Leikur Þórs og FH í kvöld, föstudag, fer fram á grasvelli Þórs og er þetta fyrsti grasleikur- inn á Akureyri í ár. Þetta eru ánægjuleg tíðindi og vonandi þurfa ekki fleiri 1. deildarleikir að fara fram á möl á þessu ári. Það má búast við hörkuviðureign því bæði lið þurfa nauðsynlega á þessum stigum að halda. Hvað er að gerast Knattspyrna: Föstudagur: 1. deild t>ór-FH á Þdrsvelli kl. 20.00 2. deild Völsungur-UBK á Húsavtk kl. 20.00 2. deild Tindastóll-Víöir á Sauðárkróki kl. 20.00 3. deild Magni-Þróttur N. á Grenivtk kl. 20.1«) Laugardagur: 17. júní háttöarhöld á Akureyri á veg- um pðrs. Lcikir í yngri llukkum, sjá dagskrá þeirra leilija ■ iniövikudagsblaði Dags Mánudagur: 1. deild kv. KA-Þór á KA-veilinum kl. 20.00 Golf: l.augardag: Gullsmiðabikarinn hjá GA að Jaöri Sunnudag: Lacoste-mótið að Jaðri. Knattspyrna/4. deild: Hvöt burstaði Eflingu 6:1 á Blönduósi Hvöt kafsigldi Eflingu í 4. deildinni í knattspyrnu á mið- vikudagskvöldið á Blönduósi 6:1. Staðan var 1:0 í leikhléi en síðan komu hvorki meira né minna en sex mörk í síðari hálfleik. Axel Rúnar Guðmundsson var drjúgur í leiknum fyrir Hvöt og skoraði fjögur mörk. Hermann Arason og Orri Baidursson skor- uðu sitt markið hvor. Fyrir Efl- ingu skoraði Svavar Hafþór Viðarsson undir lok leiksins. Sigur Hvatarmanna var verð- skuldaður og hefðu mörkin hæg- lega getað orðið fleiri hjá báðum liðum því mönnum voru mislagð- ar fætur upp við mark andstæð- inganna. Leikur Hvatar og Eflingar átti að vera á sunnudaginn en var breytt þar sem ekki var áhugi hjá leikmönnum beggja liða að spila á sunnudegi eftir 17. júní. Fyrir Hvöt var þetta mjög mikilvægur sigur og þá sérstak- lega þar sem þeim tókst að skora svona mörg mörk því þeim hefur gengið illa tvö undanfarin ár upp við mark andstæðinganna. Unnu síðast svona stórt í 4. deild árið 1987. FH-liðið kom mjög á óvart í síðustu umferð með því að leggja íslandsmeistara Frant að velli 2:0. Margir snjallir leikmenn spila með liðinu og þar má t.d. nefna gömlu Þórsarana Birgi Skúlason og Guðntund Val Sig- urðsson. En Þórsarar ætla að sýna fólki að heimavöllur hefur mikið að segja og er því vert að hvetja sem flesta að mætá á völl- inn til þess að styðja Þórsarana til sigurs. Öll norðanliðin leika í 2. deild- inni um helgina. Völsungar fá Breiðablik í heimsókn á Húsa- vík. Völsungarnir hafa komið á óvart með góðum leik og unnu m.a. góðan sigur í Bikarnum á Leiftri á Ólafsfirði. Blikununt hefur hins vegar ekki gengið neitt sérstaklega vel og verða því heimamenn að teljast sigur- stranglegri í þessari viðureign. Víðtsmenn frá Garði mæta á Krókinn og keppa við Tindastól. Víðir vann báða leiki liðanna í fyrra nokkuð örugglega og eru Sauðkrækingar sjálfsagt í hefnd- arhug. Leiftur og Einherji leika erfiða leiki á útivelli. Leiftursmenn fara á Selfoss og leika þar við heima- menn, sem eru neðstir í deild- inni og hafa enn ekki hlotið stig. Það má því búast viö hörkuviður- eign. Vopnfirðingarnir halda í Garðabæinn og keppa þar við Stjörnuna. Stjarnan er á hörku- siglingu og vann m.a. Reyni S. 7:0 í Bikarkeppninni. Róðurinn verður því erfiður hjá Einherja en þeir Vopnfirðingar eru þekkt- ir fyrir allt annað en að gefast upp. I 3. deildinni fá Grenvíkingar hið sterka lið Þróttar frá Nes- kaupsstað í heimsókn á föstu- dagskvöldið. Reynismenn fara á Reyðarfjörð og keppa þar við heimamenn. Á sunnudag keppa Dalvíkingar við Hugin á Seyðis- firði og Kormákur keppir við Austra á Eskifiröi. Það eru margir leikir í yngri flokkunum en dagskrá allra þeirra leikja birtist í Degi á ntið- vikudaginn og er fóiki bent á að kynna sér þá leiki því þeir eru þess virði að horfa á þá. Golfarar eru nú að fara á fullt og unt helgina verða tvö mót hjá GA-mönnum að Jaðri. Á þjóð- hátíðardaginn 17. júní fer frant Gullsmiðabikarmótið og á sunnudag 18. júní verður Lacoste-mótið. Verður á báðum mótunum keppt í meistara- og 2. flokki. Annar flokkur er fyrir nýliða eða golfara með forgjöfina 28-36 og er þá keppt með forgjöf. í meistaraflokki er hins vegar bæði keppt með og án forgjafar. Bæði mótin hefjast kl. 9.00. Vert er að minnast á að Þórsar- arsjá um 17. júní hátíðarhöldin á Akureyri að þessu sinni. Það verður heilmikið um að vera á íþróttavellinum og Þórsarar verða með sölutjöld þar og einnig í göngugötunni og þar selja þeir blöðrur og fána og annað það sem tilheyrir þjóðhátíðardegin- um. Fyrir þá sem vilja vera fyrr á ferðinni verða Þórsarar einnig með slíka sölu á leiknum Þór-FH á föstudagskvöldið og er tilvalið að ljúka því af að kaupa biöörur og fána fyrir litlu og stóru börnin þannig að strax að morgni þjóð- hátíðardagsins er hægt að veifa blöðrum og fánum og komast þannig í þjóðhátíðarskap. Knattspyrna/Bikarkeppni kvenna: Létt hjá Þórsurum - unnu Dalvík 9:0 á útivelli 1X21X21X21X21X21X21X21X21X2 Jafntefli hjá Jóni og Þormóði Jón Stefánsson í bókhaldinu hjá KEA og KA-maðurinn Þormóð- ur Einarsson gerðu stórmeistarajafntefli í getraunaleiknum í síðustu viku. Þeir höfðu hvorki meira né minna 9 rétta og er það besti árangur sem náðst hefur í getraunaleiknum. Hins vegar má ekki horfa fram hjá því að seðillinn var alíslenskur og frekar léttur og ekki mikið um óvænt úrslit. Þeir félagar mætast því aftur og nú er seðilinn mun þyngri. Aðeins stórleikur Fram og Vals er frá íslandi en hinir úr þýska boltanum og svo tveir leikir úr norsku knattspyrnunni og er það í fyrsta skipti sem frændur vorir, Norðmenn, eru á íslenskum getraunaseðli. En lítum á spá sérfræðinganna: Jón: Fram-Valur x B.Munchen-Bochum 1 W.Bremen-Stuttgart 1 M.GIadbach-Hamborg x Mannheim-Köln 2 B.Dortmund-Karlsruhe 1 Hannover-E.Frankfurt 1 St.Kickers-Nurnberg 2 St.Pauli-Uerdingen 2 B.Leverkusen-Kaisersl. x Kongsvinger-Brann x Rosenborg-Viking________ 1 Þormóður: Fram-Valur x B.Munchen-Bochum 1 W.Bremen-Stuttgart x M.GIadbach-Hamborg 1 Mannheim-Köln 2 B.Dortmund-Karlsruhe 1 Hannover-E.Frankfurt 2 St.Kickers-Nurnberg x St.Pauli-Uerdingen 1 B.Leverkusen-Kaisersl. 1 Kongsvinger-Brann x Rosenborg-Viking 1 1X21X21X21X21X21X21X21X21X2 Dalvíkurstelpurnar höfðu ekki mikið í 1. deildarlið Þórs að gera í Bikarkeppninni á Dai- víkurvelli. Akureyrarstúlkurn- ar sigruðu 9:0 eftir að hafa leitt 5:0 í leikhléi. Dalvíkurstúlk- urnar börðust vel en getumun- urinn á þessum tveimur liðum var hreinlega of mikill. Dalvík átti aldrei möguleika gegn Þórsurum og var þetta ein- ungis spurning hve stór sigur Þórs íþróttir fatlaðra: Sigurrós með gull og silfur - á NM í sundi Sigurrós Karlsdóttir var önnur keppenda frá Akureyri sem þátt tók í Norðurlandamóti fatlaðra íþróttamanna sem haldið var í Vestmanneyjum nýlega. Hún stóð sig mjög vel á mótinu og hlaut silfurverðlaun í 100 m bringusundi, ekki bronsverðlaun eins og stóð Degi á miðvikudag- inn, og þar að auki hlaut hún gullverðlaun fyrir boðsund. Sem sagt, eitt silfur og eitt gull hjá Sig- urrósu Karlsdóttur. yrði. Mörkin urðu sem sagt níu áður en yfir lauk og sáu eftirtald- ar stúlkur um mörkin: Ellen Ósk- arsdóttir 2, Þórunn Sigurðardótt- ir 2, Sigríður Pálsdóttir, Steinunn Jónsdóttir, Kolbrún Jónsdóttir, Anna H. Gunnarsdóttir og Ingi- björg Júiíusdóttir eitt hver. Þrátt fyrir þetta tap geta Dal- víkurstúlkurnar vel við unað því í liði þeirra eru margar efnilegar stúlkur en þær vantar tilfinnalega leikreynslu. 1. deild Valur 4 3-1-0 4:0 10 KA 4 2-2-0 7:2 8 FH 4 2-1-1 4:2 7 ÍA 4 2-0-2 4:5 6 Þór 4 1-2-1 3:4 5 Fylkir 4 1-1-2 5:5 4 Frain 4 1-1-2 3:6 4 KR 4 1-1-2 5:9 4 ÍBK 4 0-3-1 4:5 3 Víkingur 4 1-0-3 2:3 3 2. deild Stjarnan 3 2-1-0 5:2 7 ÍBV 3 2-0-1 5:3 6 Víðir 3 1-2-0 2:1 5 Breiðablik 3 1-1-1 5:3 4 Völsungur 3 1-1-1 5:4 4 ÍR 3 1-1-1 4:4 4 Tindastóll 3 1-1-1 3:3 4 Einherji 3 1-1-1 3:5 4 Leiftur 3 0-2-1 2:4 2 Selfoss 3 0-0-3 1:6 0 3. deild-B Þróttur N. 3 3-0-0 9: 2 9 KS 3 2-1-0 9: 1 7 Dalvík 3 2-0-1 4: 2 6 Reynir Á. 2 1-1-0 3: 2 4 Huginn 2 1-0-1 3: 3 3 Kormákur 3 1-0-2 5:11 3 Magni 1 0-0-1 0: 1 0 Austri 2 0-0-2 0: 3 0 Vaiur Rf. 3 0-0-3 1: 9 0

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.