Dagur


Dagur - 16.06.1989, Qupperneq 16

Dagur - 16.06.1989, Qupperneq 16
M Haldið veisluna eða fundinn .«V// í elsta húsi bæjarins Afmælisveislu ★ Giftingarveislu ★ ★ Erfidrykkju ★ Kaffisamsæti ★ Fundi og hvers konar móttökur. i Allar nánari upplýsingar gefa Hallgrímur eða Stefán í síma 21818. Norðurland: Grálúðuaflinn heldur minni - en á sama tíma í fyrra - heildarafli landsmanna þó orðinn mun meiri Grálúðuaflinn í maí var 29.794 tonn og þá var heildar gráð- lúðuaflinn orðinn 41.731 tonn, samkvæmt bráðabirgðatölum frá Fiskifélagi íslands. Á sama tímabili á síðasta ári var grálúðuaflinn orðinn 34.235 tonn. Sem dæmi um mikilvægi þessa aflafengs, má benda á að allt árið 1988 var grálúðuaflinn 49.047 tonn og að á því ári gaf grálúðan miðað F.o.b. kr. 2.232.486.607,- í gjaldeyristekj- ur. Togarar á Norðurlandi veiddu heldur minna af grálúðu í síðasta mánuði, enn á sama tíma í fyrra, eða alls 8.429 tonn á móti 9.293 tonnum í maí 1988. Frá áramót- um hafa norðlenskir togarar landað alls 11.306 tonnum af grálúðu en á sama tímabili í fyrra var aflinn orðinn ívið meiri, eða 11.339 tonn. -KK Verkmenntaskólinn á Akureyri: Haustönn hefst viku Laxarnir 200 komnir inn fyrir Múla og svamla í Hrísatjörn. Siguröur Jónsson sleppir löxunum í vatniö, en á innfelldu myndinni heldur Símon Ellertsson á laxi, sem veiðimenn ln'tast um í sumar. Mynd: JÓH Afglapar sleppa 200 löxum og 400 bleikjum í Hrísatjörn: Veiðimenn geta átt von á stórlöxmn á önglana - ætlunin að sleppa um 200 löxum til viðbótar síðar í sumar eftir lok vorannar - kennt af krafti frá 26. ágúst til 5. september Afglapar á Dalvík slepptu tæp- lega 200 löxum og 400 bleikj- um í Hrísatjörn við Dalvík í fyrradag. Laxarnir eru um 3-4 pund á stærð og koma þeir frá Óslaxi í Ólafsfirði. Bleikjurnar voru hins vegar fluttar frá Blönduósi en það er nýmæli hjá þeim Afglapafélögum að sleppa silungi í Hrísatjörn. Símon Ellertsson, einn af Afglöpum, segir að í vor hafi komið bleikja í net í tjörninni sem sýni að silungur lifi þar allt árið. í fyrra hafl þeir félagar sleppt um 300 löxum í tjörnina en í sumar verði í heild sleppt um 400 löxum í Hrísatjörn og 400 bleikjum. Sala veiðileyfa byrjar á sunnu- dag. Ætlunin er að selja hálfa og heila daga en hálfur dagur kostar 1500 kr. og má fyrir þann pening Hjá lögreglunni á Sauðárkróki er búið að upplýsa all mikið ávísanafals, eftir margar yfir- heyrslur. Þaö var í vetur sem þetta mál kom fyrst upp þegar ávísanir komu í banka í Reykjavík. Nokkru seinna komu í Ijós ávísanir úr sama hefti á Sauðárkróki og var þá hafist handa af fullum krafti að rannsaka málið. Við rannsókn kom í Ijós að tékkheftið fannst á Siglufirði, en var ekki stolið. AÍls voru það um 50 þúsund veiða þrjá laxa og ótakmarkað af bleikju. „Við erum búnir að auka rennsli í tjörnina og hækka vatns- borðið þannig að skilyrði fyrir fiskinn eru mjög góð,“ sögðu þeir Júlíus Snorrason og Símon Ell- ertsson í samtali við blaðið þegar búið var að sleppa löxunum 400 í Hrísatjörn. Veiðileyfasala verður í Sæluhúsinu á Dalvík og segja þeir félagar að ætlunin sé að leyfa veiðar eins lengi fram á haust og veður leyfi. „Þetta gekk mjög vel í fyrra og ég held að það hafi verið miklu meira af aðkomufólki en heima- fólki sem fékk sér veiðileyfi. Og þetta vakti mikla athygli vegfar- enda því að á tímabili þegar best gekk skapaðist hálfgert umferð- aröngþveiti á veginum við tjörn- krónur sem voru skrifaðar út úr tékkheftinu, og mest af þeirri upphæð notað til áfengiskaupa. Það eru ungmenni frá Sauðár- króki sem áttu hér hlut að máli, allt niður í 15 ára að aldri. Þá hefur lögreglan á Sauðár- króki náð að upplýsa bensín- þjófnað af bílum og skemmdar- verk á bílum, sent bar mikið á fyrir nokkru. Það voru ungir menn sem voru þar að verki. Að sögn lögreglu eru enn að koma upp mál af þessu tagi, sem ekki hefur tekist að upplýsa. -bjb Veiðimenn í Hrísatjörn geta átt von á að verða verðlaunaðir fyrir veiðina því innan tíðar verður sleppt 10-20 kóngalöxum í Tjörnina, þ.e. fiskunr sem vega um 10-12 pund, og fá menn verð- laun fyrir að ná þeim á land. JÓH Mjög fjölmenn hagsmuna- samtök verða stofnuð næst- komandi mánudag. Hér er um að ræða stofnfund Landssam- bands eldri borgara, sem hald- inn verður á Hótel KEA kl. 12.30. Á fundinn mæta full- trúar frá flestum starfandi félögum aldraðra á landinu, en farið var fram á að stofnfund- urinn yrði haldinn á Akureyri og var orðið við þeirri ósk. Aðalsteinn Óskarsson, for- maður Félags aldraðra á Akur- eyri, sagðist ekki telja að öll félög aldraðra á landinu gerðust aðilar að Landssambandinu á þessum stofnfundi, en hann bjóst þó við að um síðir myndu öll félögin sjá sér hag í því að ganga í slík heild- arsamtök. Víða í kaupstöðum landsins eru starfrækt félög aldraðra og að sögn Aðalsteins eru að minnsta kosti 14 þúsund manns í þessum félögum, þannig að ljóst er að hér gæti orðið um öflug og fjöl- menn landssamtök að ræða. „Markmiðið er fyrst og fremst Nemendur Verkmenntaskól- ans á Akureyri munu byrja skólaáriö óvenju snemma næsta haust, en nýnemar byrja þó viku seinna en vant er. Þetta stafar auðvitað af þeirri röskun sem varð á skólastarf- inu í verkfalli kennara og var Baldvin Bjarnason, settur skólameistari VMA, beðinn að gera grein fyrir upphafi næsta skólaárs. „Samkvæmt samþykkt kenn- arafundar og reyndar samþykki nemenda líka, þá hefst skólinn laugardaginn 26. ágúst. Kennt verðúr 10 daga samfleytt í þessari lotu, nema hvað nemendur fá frí sunnudaginn 3. september. Síð- asti dagur þessa tímabils er því 5. september og verður kennt eftir það að reyna að sameina krafta þessa fólks til að ná fram ýmsum málum til hagsbóta fyrir eldri borgara, því víða kreppir skórinn að, bæði hjá þeim og öðrum,“ sagði Aðalsteinn. Hráeinisskortur hefur háð Fiskiðju Raufarhafnar nokk- uð, sérstaklega síðan ísfisktog- ari Útgerðarfélags Noröur- Þingeyinga á Þórshöfn, Súlna- fell, var seldur. Súlnafellið lagði upp hluta af afla sínum hjá Fiskiðjunni. En nú hyggst útgerðarfélagið Jökull hf. á Raufarhöfn leysa þetta vanda- mál. Jökull hefur fest kaup á Jóhönnu Magnúsdóttur RE, sem er 36 tonna eikarbátur, í því skyni að tryggja kvóta og þar stundaskrá vorannar. Um 20- 30% af námsefni vorannar var eftir og þarna á að taka upp þráðinn. Þessu tímabili lýkur með mati, og síðan verður gefnar sameiginlegar einkunnir fyrir vorið og þetta aukatímabil,“ sagði Baldvin. Hann sagði að haustönnin myndi síðan hefjast mánudaginn 11. september, sem þýðir að nýnemar byrja viku seinna í skólanum en vant er. Nemendur sem ljúka vorönn á þessu tíma- bili, sem stendur til 5. september, fá þvj frí í tæpa viku áður en þeir hefja nám á haustönn. „Þetta var besta lausnin sem menn fundu eftir mjög alvarlega yfirvegun og mikil fundarhöld," Félag aldraðra á Akureyri mun síðan bjóða öllum fundarmönn- um til samsætis í Húsi aldraðra þar sem fólki gefst kostur á að kynnast hvert öðru betur og ræða málin. SS með hráefni til vinnslu í Fiskiðju Raufarhafnar. Kvóti bátsins er um 300 tonn en frekari bátakaup munu einnig vera í bígerð. Hólmsteinn Björnsson er framkvæmdastjóri beggja fyrir- tækjanna, en eins og við höfum greint frá skilaði Jökull 18 millj- óna króna hagnaði á síðasta ári. Fyrirtækið gerir út togarann Rauðanúp ÞH-160, en með báta- kaupunum er verið að stuðla að því að Fiskiðja Raufarhafnar fái nóg hráefni til að tryggja stöðuga vinnslu. SS ina,“ segir Júlíus. Sauðárkrókur: Nokkur ungmenni fölsuðu ávísanir - alls um 50 þús. krónur sagði Baldvin. SS Akureyri: Stofnfundur Landssambands eldri borgara á mánudag - mjög ijölmenn hagsmunasamtök í burðarliðnum Raufarhöfn: Jökuil hf. kaupir bát

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.