Dagur - 06.07.1989, Qupperneq 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 6. júlí 1989
fréttir
Umsagnir Jafnréttisráðs til Alþingis:
Jákvæðar undirtektír um tímabundnar
aðgerðir til að bæta stöðu kvenna
Jafnréttisráði bárust á árinu
1988 nokkur frumvörp til laga
og þingsályktunartillögur til
umsagnar á Alþingi. Um var
að ræða frumvörp um breyt-
ingar á lögum um jafna stöðu
kvenna og karla og breytingu á
barnalögum svo og tillögur til
þingsályktunar um jafnréttis-
ráðgjafa, tímabundnar aðgerð-
ir til að bæta stöðu kvenna,
mat á heimilisstörfum og
könnun á stöðu handmennta í
grunnskólum.
Í frumvarpinu um iafna stöðu
og rétt kvenna og karla var gerð
tillaga um breytt orðalag á þeirri
grein laganna sem fjallar um
skipan í stjórnir, nefndir og ráð
af ráðuneytum eða á vegum opin-
berra stofnana og fyrirtækja og
að þar skuli ekki sitja færri en
40% af hvoru kyni. Jafnréttisráð
tók undir það markmið að brýnt
sé að auka hlut kvenna í
stjórnum, nefndum og ráðum en
telur vænlegra að beita tilnefn-
ingarleið. Þá eru tveir, kona og
karl tilnefndir og við skipun er
þess síðan gætt að hlutur kynj-
anna sé sem jafnastur.
Um breytingu á barnalögum
var gerð tillaga um að Iögfest
verði heimild til sameiginlegrar
forsjár foreidra við hjónaskilnað
eða sambúðarslit. Lögð var
áhersla á í umsögn Jafnréttisráðs
að ef slík heimild yrði lögfest þá
yrði reynt að tryggja eins vel og
kostur er að hún feli ekki í sér
íþyngingu fyrir það foreldri sem
fer með daglega umsjá barnsins.
Heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytið:
Nýr skrifstoíustjóri
í ráðuneytinu
Hinn 1. júlí 1989 skipaði forseti
íslands að tillögu heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra Ingi-
björgu R. Magnúsdóttur skrif-
stofustjóra í heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðuneytinu.
Ingibjörg var hjúkrunarfor-
stjóri Fjórðungssjúkrahússins á
Akureyri frá 1961 til 1971. Hún
tók við starfi fulltrúa í heilbrigð-
is- og tryggingamálaráðuneytinu
I. júlí 1971 og við stöðu deildar-
stjóra sjúkrahúsa- og heilsu-
gæsludeildar 1. október sama ár.
Hún hefur setið í ýmsum ráðum
og nefndum á vegum ráðuneytis-
ins og gegnt þar margs konar
trúnaðarstörfum.
Ingibjörg hefur verið náms-
brautarstjóri námsbrautar í
hjúkrunarfræði í Háskóla íslands
frá 1. janúar 1976.
í ráðuneytinu starfa því alls 4
skrifstofustjórar auk staðgengils
ráðuneytisstjóra Jóns Ingimars-
sonar, skrifstofustjóra.
WiHu ekki ¥MÍa af
baminuþínu
öruggu?
Vönduðustu barna-bílstólarnir
á markaðinum, 3 gerðir.
3 nestin
Tillagan um jafnréttisráðgjafa
gekk út á að ráðnir yrðu á vegum
félagsmálaráðuneytisins þrír
jafnréttisráðgjafar sem vinni að
leiðréttingu á stöðu kvenna í
stofnunum og fyrirtækjum. Jafn-
réttisráð mælti með samþykkt
þingsályktunartillögunnar.
Jafnréttisráð tók jákvætt undir
tillögu til þingsályktunar um sér-
stakar, tímabundnar aðgerðir til
að bæta stöðu kvenna. Talið var
löngu tímabært að ráðið og fé-
lagsmálaráðuneytið mótuðu sér-
stakar reglur á grundvelli laga-
heimildar um jafna stöðu og rétt
kvenna og karla.
í umsögn Jafnréttisráðs um til-
lögu um mat á heimilisstörfum
var áhersla lögð á að ef slík
úttekt væri framkvæmd yrði til-
gangur hennar að vera áð auka
veg og virðingu heimilisstarfa og
sambærilegra starfa á vinnumark-
aðinum. Ekki væri æskilegt að
þetta hvetti konur inn á heimilin
aftur eða ýtti undir mat á hvort
hagkvæmt væri að konur ynnu
utan heimilis.
Jafnréttisráð taldi jákvætt að
könnun færi fram á stöðu hand-
menntakennslu í grunnskólum.
Pað undirstrikaði jafnframt
mikilvægi þess að allir nemendur
óháð kyni, nytu sömu kennslu í
öllum námsgreinum. KR
Hitaveita Akureyrar:
Rannsóknir á
Hrafiiagilssvæðinu
Starfsmenn Hitaveitu Akur-
eyrar luku nýlega við að mæla
hitastig í flestum borholum
veitunnar á Hrafnagilssvæð-
inu. Jafnframt var unnið að
svoköliuðum botnrannsóknum
á svæðinu.
Franz Árnason, heitaveitu-
stjóri, segir að tilgangurinn með
hitastigsmælingunum hafi verið í
téngslum við gerð vinnslu- og
afkastaspár fyrir hitaveituna.
Botnrannsóknirnar, eða við-
námsmælingar, eins og þær heita
á fagmáli, hafi verið gerðar í
framhaldi af rannsóknum sem
fóru fram í fyrra, en markmiðið
með þeim er að leita að heppileg-
um stöðum til borunar.
„Það er vitað um vatnskerfi
þarna en það er byggt upp af svo
þröngum sprungum, eins og önn-
ur vatnskerfi hér í firðinum, að
Möðruvallasókn:
Staða prests
auglýst á
næstimni
„Staða prests á Möðruvöllum
verður auglýst á næstunni og
mun Biskupsstofa sjá um
það,“ sagði Magnús Stefáns-
son, bóndi í Fagraskógi og for-
maður sóknarnefndar Möðru-
vallasóknar, en eins og kunn-
ugt er var séra Pétur Þórarins-
son, sem hefur gegnt stöðu
sóknarprests á Möðruvöllum
s.l. 7 ár, kjörinn prestur í Gler-
árprestakalli fyrir skömmu.
Magnús sagðist búast við að
Pétur myndi flytja til Akureyrar í
kringum mánaðamótin ágúst-
september og staða sóknarprests
á Möðruvöllum yrði veitt frá
þeim tíma. Pétur mun þjóna
sókninni út júlí en hann verður
síðan í sumarfríi í ágúst. óþh
Netaveiði-
bann
Eins og undanfarin ár hefur
sjávarútvegsráðuneytið gefið
út reglugerð um bann við veið-
um í þorskfisknet.
Bannið gildir að þesssu sinni
frá 1. júlí til 15. ágúst og tekur til
allra veiða í þorskfisknet innan
íslenskrar fiskveiðilögsögu.
menn gera sér ekki virkilega góð-
ar vonir um að unnt sé að hitta í
eina slíka nema með miklum til-
kostnaði. Tilgangur rannsókn-
anna er því að finna út hvort
hægt sé að finna réttan stað án
þess að ienda í ítrekuðum borun-
um,“ sagði hann. EHB
Tilkynning frá Ólafi H. Oddssyni
héraðslækni:
Sundlaugin í Grímsey verið
opnuð aftur eftir sótthreinsun
Um miðjan júnímánuð kom upp
útbrotafaraldur í Grímsey. Yfir
40 manns fengu einkenni. Flestir
fengu útbrot en sumir bæði út-
brot og óþægindi í augu og eyru.
Sjúkdómseinkennin má rekja
til bakteríunnar pseudomonas
aeruginosa, en hún ræktaðist frá
nokkrum einstaklingum með ein-
kenni. Smitleið virðist hafa legið
um sundlaug staðarins. Klór-
blöndun sundlaugarvatnsins mun
hafa farið niður fyrir viðmiðunar-
mörk einhverja daga. Líklegt er
að þá hafi bakterían náð að
fjölga sér og sýkja sundlaugar-
gesti. Pseudomonas bakterían,
sem þrífst vel í raka, getur hafa
borist úr umhverfi eða með fólki,
en engin leið er að rekja það til
hlítar. Rétt er að taka fram, að
þegar heilbrigðisfulltrúi tók sýni
úr sundlaugarvatninu þann 15.
júní sl., fundust engar bakteríur í
vatninu, og klórblöndun var eðli-
leg.
Þeir sem sýktust eru á góðum
batavegi og laugin hefur verið
opnuð aftur eftir sótthreinsun.
Tveir enskir kylfmgar:
Færðu GA forláta
trébekk að gjöf
Tveir enskir kylfingar, þeir Fred Verity og Mike Haith, er tóku þátt í
opna Arctic-mótinu í golfi, færðu Golfklúbbi Akureyrar forláta trébekk
að gjöf í mótslok. Þeir félagar höfðu á orði þegar þeir tóku þátt í mótinu
í fyrra, að það vantaði fleiri bekki við 18. flötina og ákváðu að gera eitt-
hvað sjálfir í málinu. A myndinni sést er þeir félagar afhentu klúbbnum
bekkinn, það er Haith sem stendur en stitjandi er Verity.