Dagur - 14.07.1989, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Föstudagur 14. júlí 1989
y fþrótfir |
Glæsflegur
Þórssigur
- baráttuneistinn kviknaði á Skaganum
Það er ekki hægt að segja ann-
að en Þórsarar hafí komið
heldur betur á óvart í gærkvöld
þegar þeir unnu sætan sigur,
2-1, á Skagamönnum í Ijóna-
gryfju þeirra á Skipaskaga.
Það var Ijóst frá fyrstu mínútu
að Þórsarar ætluðu að selja sig
dýrt og uppskeran var eftir því.
Með þessum kærkomna sigri
náðu Þórsarar að lyfta sér af
botni deildarinnar og hafa nú
sent Fylkismenn, Víkinga og
Keflvíkinga niður fyrir sig.
Akurnesingar byrjuðu með
miklum látum í leiknum í gær-
kvöld og ætluðu greinilega að
„rúlla" léttilega yfir gestina. Það
var því eins og köld vatnsgusa
framan í leikmenn og áhorfendur
á Skaganum þegar Bojan Tan-
evskí, annar júgóslavinn í liði
Þórs, fékk boltann óvænt fyrir
utan vítateig í fyrstu sókn Þórs-
ara. Tanevskí spyrnti viðstöðu-
lausu þrumuskoti á markið og
boltinn söng í netinu. Eftir mark-
ið tók við leikkafli sem einkennd-
ist af þófi og baráttu á báða bóga.
Þórsarar bökkuðu og þéttu vörn-
ina og reyndu síðan skyndisókn-
ir.
Á 25 mínútu kom annað mark
Þórsara. Hlynur Birgisson sendi
stungusendingu á Kristján Krist-
jánsson sem þaut eins og elding
upp kantinn og gaf góða send-
ingu fyrir markið á Hlyn sem
skoraði annað markið. Skaga-
menn mótmæltu og töldu að
Kristján hefði verið rangstæður
fyrir innan vörnina er hann tók
við sendingu Hlyns. Dómarinn
réði ferðinni að venju og þar við
sat, Þórsarar juku forystuna í
2-0.
Skagamenn hertu sóknina eftir
seinna mark Þórs og á 30. mínútu
fékk Alexender Högnason
dauðafæri án þess að hitta
ntarkið. Hann bætti þó fyrir
mistök sín á 40. mínútu með því
að minnka muninn í 2-1 eftirgóð-
an undirbúning Arnars Gunn-
laugssonar.
í síðari hálfleik pressuðu
Skagamenn mjög stíft en Þór átti
inn á milli hættulegar skyndi-
sóknir. Vörnin Þórsara vargeysi-
lega sterk með Luca Kostic að
venju sem besta mann. Síðustu
tíu mínútur leiksins var stór-
skotahríð að marki Þórs en vörn-
in var þétt fyrir og hélt hreinu.
Ekki má gleynta þætti Baldvins
markvaröar sem varði stórkost-
lega.
Bestu menn Þórs í leiknunt
voru Luca Kostic, Balvin Guðm-
undsson og Kristján Kristjáns-
son. Frískastir í liði Skagantanna
voru Guðbjörn Tryggvason og
Karl Þórðarson. ES/óþh
íþróttir helgarinnar:
Keppt í mörg'um greiniim
Fjölmargt veröur um að vera á
vettvangi íþróttanna um helg-
ina. Á Sauðárkróki verða kylf-
ingar á ferð og flugi á opnu
móti, á Akureyri taka billjard-
spilarar þátt í Coca-Cola móti
og á Pollinum við Akureyri
ætla bestu seglbrcttamcnn
landsins að spreyta sig í
tveggja daga keppni, svoköll-
uðu Pepsimóti sem haldið er af
siglingaklúbbnum Nökkva og
Seglbrettasambandi íslands.
Á sunnudaginn verður haldin
keppni í þríþraut á Akureyri.
Þetta er annað árið í röð sem slík
keppni er haldin og verða kepp-
endur nú unt 20 talsins. Keppnin
samanstendur af 750 m sundi, 20
km hjólreiðum og 5 km hlaupi.
í fjórðu deildinni í knattspyrnu
verður ein umferð og ber þar
hæst leik TBA og HSÞ-b. Þá
munu Einherjamenn taka á móti
ÍBV á Vopnafjarðarvelli á morg-
un í 2. deildinni og í kvöld mæt-
ast KS og Dalvíkingar á heima-
velli þeirra síðarnefndu. JÓH
1X21X21X21X21X21X21X21X21X2
Páll náði níu réttum
„Hvað segirðu? Ég held bara að maður verði að fara að fá sér
seðil," var svar Páls Leóssonar þegar honum var tilkynnt að
hann hefði lagt Jón Stefánsson að velli í getraunaleiknum í síð-
ustu viku og fengið 9 rétta. Jón var því sleginn út að þessu sinni
en hann fékk 5 rétta í síðustu viku. Páll hefur valið sér mólherja
þessarar viku og valdi Steingrím Björnsson, deildarstjóra í Járn-
og glervörudeild KEA.
Þeir félagarnir eru á svipaðri skoðun varðandi leiki helgarinn-
ar. Þeir veðja eins á 11 af 12 leikjum seðilsins, eini leikurinn
sem þeir eru ósammála um er leikur Víðis og Breiðabliks. Seðill
vikunnar er með sjö leikjum úr 3. deild, tveimur leikjum úr 2.
deild og einum leik úr 1. deild. Að lokum má benda „tippurum"
á að potturinn er þrefaldur að þessu sinni. JÓH
Páll:
KR-Valur X
Selfoss-Tindastóll
Stjarnan-Leiftur
Breiðablik-Víðir
Einherji-ÍBV
Hveragerði-Leiknir
Þróttur R.-Víkverji
Afturelding-Grótta
Valur Reyð.-Þróttur Nes.
KS-Dalvík
BÍ-Reynir Sandg.
Reynir Á.-Kormákur.
Steingrímur:
KR-Valur X
Selfoss-Tindastóll 1
Stjarnan-Leiftur 1
Breiðablik-Víðir 1
Einherji-ÍBV 2
Hveragerði-Leiknir 1
Þróttur R.-Víkverji 1
Afturelding-Grótta 2
Valur Reyð.-Þróttur Nes. 2
KS-Dalvík 1
BÍ-Reynir Sandg. 1
Reynir Á.-Kormákur. 1
1X21X21X21X21X21X21X21X21X2
1
1
2
2
1
1
2
2
1
1
1
Þorvaldur Örlygsson á hér fastan skalla að marki eftir aukaspyrnu Ormars. Þessi bolti fór naumlega framhjá mark-
ÍflU. Mynd: KL
Knattspyrna -1. deild:
KA í toppbaráttuna
- sigraði ÍBK sanngjamt í gærkvöld, 2:1
KA dcilir nú þriðja sætinu í 1.
deild íslandsniótsins í knatt-
spyrnu með KR eftir sann-
gjarnan sigur á IBK á Akur-
eyrarvelli í gærkvöld. KA var
sterkari aðilinn nær allan leik-
inn, liðið barðist ágætlega
framan af og náði tveggja
marka forrystu en í síðari hálf-
leiknum lifnaði aðeins yfír
annars slöku liði IBK og náðu
Keflvíkingarnir að minnka
muninn í eitt mark en ógnuðu
sigri KA hins vegar aldrei.
Framan af leiknum gerðist fátt
markvert en greinilegt var að
KA-menn ætluðu sér ekkert ann-
að en sigur. Jón Grétar Jónsson
fékk góða sendingu inn fyrir vörn
ÍBK á 15. mínútu, lék að marki
en varnarmaður ÍBK stjakaði við
honum og síðan felldi Þorsteinn
Bjarnason hann í vítateignum og
Guðmundur Haraldsson dæmdi
vítaspyrnu. Úr henni skoraði
Þorvaldur Örlygsson örugglega.
Skömmu síðar komst Oli Þór
Magnússon í mjög gott færi við
KA-markið, skaut af stuttu færi á
markið en Haukur Bragason náði
á ótrúlegan hátt að slá boltann
upp í slána og þaðan út. Næstu
10. mínúturnar voru sóknir KA
þungar en ÍBK varðist ágætlega.
Þó sofnaði vörnin á 26. mínútu
þegar bræðurnir Ormarr og Þor-
valdur Örlygssynir spiluðu sig
laglega í gegn og Ormarr sem átti
upphafið að sókninni fékk bolt-
ann til baka frá bróður sínum,
renndi sér á hann og sendi í fjær-
hornið.
Ekki er hægt að segja að fleiri
hafi færin orðið í fyrri hálfleikn-
um en KA-hafði sýnt mun meiri
styrk en slakt lið ÍBK. Þegar
fram í síðari hálfleikinn kom dró
KA-liðið sig aftur á völlinn og við
það fékk ÍBK meira svigrútn en
ráðleysislegt spil þeirra skilaði
litlum sem engum árangri. Þó
nýttu þeir eina færi sitt í leiknum
þegar Kjartan Einarsson var frír
á vítateig á 65. mín og skaut föstu
skoti alveg út við stöng.
Eftir markið reyndi ÍBK mjög
að sækja en KA gat varist vel og
beitti hættulegum skyndisóknum.
Þó viljinn væri fyrir hendi hjá
sunnanmönnum að jafna þá var
getan ekki í samræmi við það og
sigur KA því örugglega í höfn.
Framlínumenn KA, þeir Jón
Grétar og Anthony Karl, áttu
ágætan leik en enginn stóð upp úr
flötu liði ÍBK.
Guðntundur Haraldsson, dóm-
ari leiksins, hefur eflaust átt betri
dag. JÓH
íslandsmótið 2.deild í gærkvöld á Húsavík:
Völsungar lyftu sér
upp úr botnsætinu
Völsungar bættu heldur betur
sína stöðu í gærkvöld í harðri
baráttu í 2. deildinni í knatt-
spyrnu. Þeir unnu nauinan en
þó öruggan sigur á ÍR á Húsa-
vík, skoruðu tvö mörk á móti
einu marki ÍR-inga. Með þess-
um sigri hafa Völsungar lyft
sér upp af botninum og eru nú
í fjórða neðsta sæti í deildinni.
ÍR-ingar sitja hins vegar eftir á
botni annarrar deildar.
Völsungar fengu sannkallaða
óskabyrjun í leiknum í gærkvöld.
Hörður Benónýsson, skoraði
gott mark nreö skalla strax á 5
mínútu eftir hreint stórkostlega
fyrirgjöf Kristjáns Olgeirssonar.
Næstu mínútur leiksins ein-
kenndust af baráttu beggja liða.
Þau sóttu á víxl án þess þó að
skapa sér umtalsverð marktæki-
færi. Að vísu ber að geta urn gott
marktækifæri ÍR-inga á 10 mín-
útu en gott skot fór rétt yfir
markið.
Á 25. mínútu náði Ásmundur
Arnarson að bæta við öðru marki
Völsunga eftir góðan undirbún-
ing Sigurgeirs Stefánssonar.
Adam var ekki lengi í Paradís og
ÍR-ingar réttu úr kútnurn á 30.
mínútu með marki Jóns Bjarna-
sonar. Völsungsvörnin var þarna
mjög illa á verði og gat Jón
athafnað sig vel áður en hann lét
skotið ríða af á markteig.
Skömmu síðar áttu Tryggvi
Gunnarsson ÍR-ingur og Kristján
Olgeirsson góð tækifæri en mar-
kverðir beggja liða voru vel á
verði.
Síðari hálfleikur einkenndist af
miðjuþófi og voru ÍR-ingar ívið
meira með boltann. Völs-
ungsvörnin vöröust vel og tókst
að halda nrarkinu hreinu. Af
hálfu Völsunga var lítið um
marktækifæri í síðari hálfleik.
Þeir skoruðu að vísu eitt mark en
það var dænrt af vegna rang-
stöðu.
Bestur í liði Völsungs í gær-
kvöld var Hörður Benónýsson en
Tryggvi Gunnarsson bar af í Iiði
ÍR. HJ/óþh
Staðan
1. deild 2. deild
Valur 8 5-1-2 9: 3 16 Víðir 7 5-2-0 11: 5 17
Fram 9 5-1-3 12: 8 16 Stjarnan 7 5-1-1 20: 9 16
KA 9 4-3-2 13: 9 15 ÍBV 7 5-0-2 18:11 15
FH 9 4-3-2 13: 9 15 Breiðablik 7 3-1-3 16:11 10
KR 8 4-2-2 14:11 14 Selfoss 7 3-0-4 6:11 9
ÍA 9 4-1-4 11:12 13 Leiftur 7 2-3-2 5: 7 9
Þór 9 2-3-4 9:13 9 Völsungur 8 2-2-4 14:18 8
ÍBK 9 2-3-4 9:15 9 ÍR 8 2-1-5 7:12 7
Víkingur 9 2-2-5 13:11 8 Einherji 7 2-1-4 9:18 7
Fylkir 9 2-1-6 7:18 7 Tindastóll 7 1-1-5 7:12 4