Dagur


Dagur - 04.08.1989, Qupperneq 1

Dagur - 04.08.1989, Qupperneq 1
 Venjulegir og y. demantsskornir g trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs GULLSMKMR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Laganna verðir í S.-Ping. í viðbragðsstöðu: Hafa auga með ölvun, ljósum og bílbeltum - búist við Qölda tjalda í Vaglaskógi Lögreglan á Húsavík telur að helgin verði fremur róleg í umdæmi hennar en þó megi búast við töluverðri umferð. Engin skipulögð útihátíð er í Suður-Þingeyjarsýslu en lög- reglan telur að eins og mörg undanfarin ár verði fjöldi tjalda í Vaglaskógi. Dansleikir eru skipulagðir í félagsheimilinu Ýdölum og Skjólbrekku í Mývatnssveit og má þar fastlega búast við fjöl- menni. Löggæsla við bæði þessi hús verður efld og séð til þess að menn haldi sig á mottunni. Þá verður lögreglan mikið á ferðinni og fylgist með því að vegfarendur fari eftir settum reglum í umferð- inni. í gær þegar Dagur náði tali af lögreglunni á Húsavík var hún í eftirlitsferð í Köldukinn. Hreið- ar Hreiðarsson, lögreglumaður, kvað umferðina ekki meiri en á venjulegunr fimmtudegi, senr benti til að.mcnn færu ekki að hugsa sér til hreyfings fyrr en í dag. Hann sagði að lögreglan myndi leggja mikla áherslu á það um helgina að menn hefðu öku- Ijósin kveikt og bílbeltin spennt. „Við búumst við mikilli umferð um helgina bæði á þessu svæði og út af því. Greinilegt er að straumur fólks mun liggja vestur í Húnaver. Þá verður örugglega mikið að gera í kringum helstu dansleikjastaðina." óþh / / Undanfarna daga hefur veriö unnið viö þéttingu á þaki íþróttaliallarinnar á Akureyri og mun því verki Ijúka í dag. Mynd: KL Ingjaldur Arnþórsson ráðgjafi: 55 SAA-N er annað og meira en stökkpallur á Voginn“ - Norðlendingar virðast ekki alltaf átta sig á þeirri þjónustu sem býðst á Akureyri í áfengismálum Mikil og vaxandi aðsókn er að Vogi, sjúkrastofnun SAÁ. Ingjaldur Arnþórsson, ráðgjafi SAÁ- N. á Akureyri, segir að þörfin fyrir aðstoð hafi greini- lega aukist mikið í kjölfar þess að bjórinn var gefínn frjáls 1. mars, og langir biðlistar væru eftir áfengismeðferð. Að sögn Ingjalds er ekki um það að ræða að einhver tjltekinn hópur fólks, t.d. þeir sem hafa áður farið í meðferð, þurfi frem- ur á hjálp að halda en aðrir. „Ég tel að bjórinn hafi flýtt fyrir ógæfuþróun í áfengismálum hjá fjölda fólks. Margir þeirra sem hafa „falliö“ hefðu sjálfsagt gert það samt sem áöur, burtséð frá bjórnum, en hann hefur fyrst og frcmst flýtt fyrir þeirri þróun að Byggðastofnun samþykkir 20 milljóna styrk til fóðurstöðva: helgardrykkjumaðurinn veröur dagdrykkjumaður sem leitar sér aðstoðar. Það hafa alltaf verið ákveðnar sveiflur í áfengismeð- ferðum eftir árstíðum, með topp- um á vorin og haustin og minna álagi á sumrin, en nú er ekki um ncitt slíkt að ræða, það er stööug uppsveifla allt þetta ár, frá því í mars,“ sagði Ingjaldur. Það veit engiim nú hvað er skynsamlegast eftir 31. okt. - segir Ólafur P. Pórðarson, stjórnarmaður í Byggðastofnun Stjórn Byggðastofnunar ákvað á fundi sínum 2. ágúst sl. að heimila Guðmundi Malmquist, forstjóra stofnunarinnar, að greiða starfandi fóðurstöðvum samtals 20 milljóna króna styrk vegna fóðurframleiðslu á tímabilinu 1. ágúst til 31. októ- ber 1989. Miðað er við að greiða stöðvunum styrk á hvert framleitt og selt kíló fóðurs sem gerir þeim kleift að selja bændum og laxeldisfyrirtækj- um fóður á lægra verði. Stjórn Byggðastofnunar sam- þykkti ennfremur á fundi sínum sl. miðvikudag að fela forstjóra „að fylgjast sérstaklega með þeim fóðurstöðvum sem kunna að lenda í sérstökum erfiðleikum á þessu ári,“ eins og það er orðað. Komi til gjaldþrota fóður- stöðva er heimilt að lána nýjum rekstraraðilum allt að 5 milljónir króna í skammtímalán til að tryggja afhendingu fóðurs til bænda. „Sannleikurinn er sá að með þessu er verið að taka ákveðið skref vegna þess einfaldlega að það getur enginn svarað því nú hvað skynsamlegast sé að gera eftir 31. október. Það er vitað að í Danmörku hafa fjölmörg loð- dýrabú farið á hausinn og spurn- ingin er hvort dönsk stjórnvöld koma þeim til hjálpar. Verði það niðurstaðan má telja að við séum búnir að vera. Ef stjórnvöld í Danmörku grípa ekki í taumana og láta skerðingu eiga sér stað, þá held ég að sé möguleiki hér á landi að þrauka. Vafalaust verð- ur því ekki bjargað að einhverjir muni hætta búskap en engu að síður myndi greinin Iifa,“ segir Ólafur Þ. Þórðarson, þingmaður og einn stjórnarmanna í Byggða- stofnun. Ekki liggur fyrir um styrkupp- hæð á hvert kíló fóðurs. Þó er ákveðið að styrkur á kílóið verð- ur jafnhár hjá öllum fóðurstöðv- um í landinu. Þorsteinn Birgisson, fram- kvæmdastjóri fóðurstöðvarinnar Melrakka á Sauðárkróki, sagði í samtali við Dag að þessar aðgerðir bæru keim af tímabund- inni lækningu þangað til að Alþingi hafi fjallað unt vanda loðdýraæktarinnar í haust. „Þetta er greinilega beinn styrkur til fóðurstöðvanna en skuldir bænda við þær breytast ekkert með þessu.“ Hann sagði að í hönd færi helsti framleiðslutími ársins á fóðri og í hverri viku ykist fóður- framleiðslan um nálægt 5 prósent. í júlí keyrði Melrakki út urn 320 tonnum af fóðri til bænda í Skagafirði og Húnaþingi og ætla má að því til viðbótar hafi bænd- ur í nágrenni Sauðárkróks sótt um 70 tonn til stöðvarinnar. Framleiðslan í júlí var því nálægt 400 tonnum. I sama mánuði í fyrra voru framleidd 510 tonn af fóðri hjá Melrakka. Framleiðslan í júlí nam unt þriðjungi af mögu- legum afköstum stöðvarinnar. óþh Á Akureyri er boðið upp á ýmis meðferðarúrræði á vegum SÁÁ- N. Ingjaldur benti á að margir þeir sem ættu í áfeng- isvandræðum gerðu sér ekki grein fyrir þeim möguleikum sem bjóðast á þessu sviði í bænum. „Það þurfa alls ekki allir að fara í meðferð suður á Vog. Göngu- deildarþjónusta, eins og þriggja vikna stuðningsprógramm, kem- ur fólki sem hefur farið í meðferð áður, t.d. innan síðustu tveggja ára, yfirleitt mjög vcl og það á upp til hópa auðvelt með nýta sér slíkt. Svo er alltaf eitthvað um að fólk notfæri sér eingöngu það sem býðst hér fyrir norðan og fari ekki meðferðarleiðina á Vogi. Því hefur yfirleitt gengið mjög vel,“ sagði hann. Ingjaldur sagði að of algengt væri að fólk liti á SÁÁ- N. ein- göngu sem stökkpall suður á Vog. Á Akureyri væri þó boðið upp á ýmislegt sem ekki hefði gefið lakari árangur, t.d. stuðn- ingsprógrammið, fræðslunám- skeið bæði fyrir aðstandendur og alkóhólista, eftirmeðferðarstuðn- ing fyrir „víkinga" o.s.frv. EHB

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.