Dagur - 04.08.1989, Page 5

Dagur - 04.08.1989, Page 5
Föstudagur 4. ágúst 1989 - DAGUR - 5 Eyjaflarðará: „Sflungurinn rótast upp í ána þessa dagana“ „Silungurinn er að rótast upp í ána þessa dagana. Hann geng- ur upp í árnar í torfum á nótt- unni þannig að þetta er allt að lifna,“ segir Einar Long, aðspurður um veiðina í Eyja- fjarðará. Fyrsti laxinn er nú kominn úr Eyjafjarðará og reyndist hann vera 14 punda. Jafnframt er ágæt bleikjuveiði í ánni og sem dæmi um það má nefna að veiðimaður setti í 16 bleikjur fyrir hádegi í fyrradag og náði 10 þeirra á land. Litláin slakari í ár í Litlá í Kelduhverfi er veiði slak- ari nú en í fyrrasumar. Sam- kvæmt upplýsingum Margrétar Þórarinsdóttur veiddust um 500 fiskar í júní og júlí og þar af eru 3 laxar. Stærsti lax sumarsins kom nú á dögunum og reyndist hann 13,5 pund. Silungarnir hafa verið allt frá 2 pundum upp í 14 pund en nokkrir fiskar á bilinu 12-14 pund hafa veiðst í sumar. Samkvæmt upplýsingum blaðs- ins er fiskur kominn upp um alla Fnjóská og hefur verið að veiðast upp á fjórða og fimmta svæði. í heildina eru um 50 Iaxar komnir á land og heldur fleiri bleikjur. í Hörgá hefur veiðin farið frek- ar rólega af stað en verið „reit- ingsveiði“ eins og heimildarmað- ur orðaði það. Moka þeir upp í Miðfírði? Jóhann Rafnsson, leiðsögumaður í Miðfjarðará sagði veiðina rólega þessa dagana enda væru bandaríkjamennirnir frekar rólegir í veiðunum. Fiskur hafi sést um alla á og grálúsugir laxar og nýgengnir hafi verið að veið- ast þannig að nú komi stöðugar göngur af laxi. Búast megi því við að næsta íslendingaholl geti „mokað“ upp úr ánni. Áin er vatnsmikil en tær. í heild eru komnir 612 laxar. í Vatnsdal fengust þær upplýs- ingar að lítið hefði veiðst síðan í byrjun vikunnar þegar 25 punda hrygnan kom á land. Svo virðst því sem aftur hafi hægsl um þeg- ar hætti að rigna og sólin læddist fram úr skýjum. Hjá Sesselíu Hauksdóttur, veiðiverði í Laxá á Ásurn, feng- ust þær fréttir að enn væri veiðin jöfn og þétt í ánni en enn væri beðið eftir „kippnum". Þessa dagana eru ekki komnir nema rúmlega 500 fiskar á land og haldi svo fram sem horfir verður veiöin í sumar aðeins um þriðjungur af því sem var í fyrra. í Víðidalnum eru menn þokka- lega ánægðir með veiðina. Þrátt fyrir að miklu muni nú milli ára benda leiðsögumenn í ánni á að áin sé svipuð og var fyrir 2-3 árum. Því þurfi ekki að kvarta mikið yfir þeim 420 löxum sem komnir eru á land. JÓH Veiði í Hörgá er cnnþá frckar dræm en þó náði Bjarni „aflakló" Svein- björnsson í nokkrar vænar bleikjur þar í vikunni. Mynd: kk Astand fjallvega Condition ofmountain tracks Jlf a 8k,aabum ra iokaWr allri r~~n M u umtart) þar til wmatl vertiur auglýsl >1 rM.c tuu Kort nr. 10 aeriSút 3. ágúst19S8 fcoo <n»tut 5<jti6 oi 10 dyunt Mapno. 10 patSthifsetí 3ri ot Augitst *íixt>w;t iv.1.',1 faptdmshisd 'mit o/a»> '\'WM Vegagerö rikislns . ** t'abUc ftstmlzAMífíisieaiwn jtfa. Nátlúruverndarróð :> -œmaC '* •> 3 WSR — ;i —- -*••• Wmm™ 1 íj ? iir . _ . * r ^ Astand íjallvega Kortið hér að ofan er gefið út í samvinnu Vegagerðar ríkisins og Náttúruverndarráðs. Það sýnir ástand hinna ýmsu fjallvega landsins þann 3. ágúst sl. Vegir á skyggðum svæðum eru lokaðir allri umferð þar til annað vcrður auglýst. Nýtt kort verður gefið út 10. ágúst. Hestamót Þjálfa og Grana verður haldið að Einarsstöðum 12. og 13. ágúst 1989. Keppt verður í eftirtöldum greinum: A og B flokkum gæðinga, unglinga- og barnaflokkum. 150 m skeið, 250 m stökk, 300 ni stökk, 300 m brokk. Opin töltkeppni, gæðingaskeið. Skráning 8. og 9. ágúst kl. 20-23 í símum 41304, 43593 og 43503. - Munið hestamannaballið að Ydölum 12. ágúst. - ÞJALFI. ViÖ Leiruveg Sími 21440 Höfum til sölu vciðilcyíi í vatiii um 2ja tíma akstur frá Akurcyri. Bátur fylgir. Munið úr\ralið okkar af veiðivörum og fatnaði. — Anamaðkar og allt sem þarf í vciðiferðina. HOTEL KEA Verslunarmannahelgin á Hótel KEA Hljómsveit Örvars Kristjánssonar leikur fyrir dansi laugardagskvöld. ★ Óskar Einarsson leikur fyrir matargesti föstudags- og sunnudagskvöld. Borðapantanir í síma 22200. Húsið opnað fyrir aðra en matargesti kl. 23.00. GÓÐA HELGI!

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.