Dagur - 25.08.1989, Page 4

Dagur - 25.08.1989, Page 4
4 - DAGUR - Föstudagur 25. ágúst 1989 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDI'S FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Vaxtaokrinu verður að linna Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri, lýsti því yfir í Morgunblaðinu í gær að sá munur, sem nú er á verðbólgu og vöxtum óverðtryggðra útlána, sé of mikill. Seðlabankastjórinn sagðist jafnframt gera ráð fyrir að bankarnir myndu lækka vexti sína verulega um næstu mánaðamót. Það þarf engan seðlabankastjóra til að upplýsa almenning í landinu um að vextir óverðtryggðra lána séu of háir miðað við verðbólgu. Þau fjölmörgu heimili og fyrir- tæki í landinu, sem þurft hafa á fyrirgreiðslu lánastofnana að halda á síðustu misserum, hafa kynnst því af eigin raun. Verðlag hefur haldist nokkuð stöðugt um langt skeið. Verðbólgan hefur færst upp og niður um örfá prósent og haldið sig rétt ofan eða neð- an við fimmtán af hundraði. Hins vegar hafa vextir óverðtryggðra lána verið nær helmingi hærri, t.d. eru vextir af óverðtryggðum skuldabréfum nú 29-30% og hafa þó lækkað nokkuð frá því sem þeir komust hæst. Svo háir vextir eru algerlega óviðunandi og reyndar óþolandi. Sama gamla tregðulög- málið er greinilega enn við lýði í bankakerf- inu. Vextir hækka hratt og örugglega af minnsta tilefni en lækka hægt og seint, þótt ærið tilefni sé til. Bankaráðsmenn vilja alltaf vera fullkomlega öruggir um að verðbólgu- hjöðnunin sé viðvarandi áður en þeir taka ákvörðun um að lækka vextina. Þess vegna lækka þeir hægt og seint og ávallt hallar á lántakendur. Það er greinilegt á öllu að verðbólgan á ís- landi er í rénun. Verðbólgustigið nú er lágt á íslenskan mælikvarða og mun að öllum lík- indum ekki hækka næstu mánuði. Það er því full ástæða til að bankarnir lækki nafnvexti verulega um næstu mánaðamót. Vextir á verðtryggðum lánum eru nú á bilinu 7-8% og ávöxtun óverðtryggðra lána ætti að vera svipuð. Miðað við 13-15% verðbólgu ættu vextir óverðtryggðra lána því að lækka um 7- 9% um mánaðamótin. Fróðlegt verður að fylgjast með framvindu þessara mála næstu daga. Ef nafnvextir lækka lítið sem ekkert um mánaðamótin, ber stjórnvöldum tvímælalaust skylda til að taka í taumana. Vaxtaokrinu verður að linna. BB. Hvað er að gerast i Útimarkaður í Reistarárrétt kl. 13 á morgun: Hverabrauð, sveppir, heima- saumuð bamaföt og leirmumr Þaö verður mikið um dýrðir í Reistarárrétt í Arnarneshreppi á morgun því þá verður þar hald- inn árlegur útimarkaður á vegum ungmennafélaganna í Arnarnes- og Skriðuhreppi. Þetta er fimmta árið í röð sem slíkur markaður er haldinn og þykir hann hinn fjör- legasti. Að þessu sinni eru allir söludilkar upppantaðir. Markaðurinn hefst kl. 13 á morgun og stendur fram eftir degi. Fjölmargt verður á boð- stólum og skal fátt eitt nefnt hér. Fiskur, bæði nýr og reyktur og þurrkaður, verður til sölu, einnig sveppir, kartöflur, grænmeti, bækur, allskonar brauð, skart- gripir, silungur, lax, rúmföt, hverabrauð, dúkar, notaður fatn- aður, bútasaumur, myndir, heima- saumuð barnaföt og leirmunir. Kvenfélagið Tilraun í Svarfaðardal: Selur kafiH Þá verður efnt til tombólu og „mini-tívolí“ verður á staðnum. Að aflokinni verslun getur fólk síðan gætt sér á hnallþórum, vöfflum, kleinum og öðru lostæti og drukkið með kaffi eða gos- drykki. Sælgætisunnendur ættu að fá eitthvað við sitt hæfi. Þeim sem ekki þekkja stað- hætti skal bent á að Reistarárrétt er við félagsheimilið Freyjulund við Dalvíkurveg, í um 20 km fjar- lægð frá Akureyri. óþh Skagagörður: Héraðsmót framsóknar- manna í Miðgarði - margt til skemmtunar í Tunguseli Kvenfélagið Tilraun verður með kaffisölu í Tunguseli í Svarfað- ardal sunnudaginn 27. ágúst kl. 14-18. Kvenfélagskonur hafa undan- farin ár selt kaffi á sunnudögum á haustin í Tunguseli og hefur aðsókn jafnan verið góð enda afbragðs svarfdælskt bakkelsi á borðum. Gestir jafnt sem heima- menn eru hvattir til að líta í kaffi til Tilraunar-kvenna og styrkja um leið öflugt félagsstarf þeirra. Tungusel er við Tungrétt, aðal- fjárrétt dalsins. Héraðsmót framsóknarmanna í Skagafirði fer fram í Félags- heimilinu Miðgarði í Varmahlíð nk. laugardagskvöld og hefst kl. 21.00. Framsóknarmenn í Skaga- firði hafa komið saman á þessu héraðsmóti svo lengi sem eldri menn muna, en „allra flokka kvikindi1' hafa slæðst með inn á þessa skemmtun. Að þessu sinni verður skemmtidagskrá hin fjöl- breytilegasta. Héraðsmótið hefst nteð ávarpi Guðmundar Bjarna- sonar, heilbrigðisráðherra. Sigrún Hjálmtýsdóttir, eða Díddú, mun syngja einsöng við undirleik Önnu Guðnýjar Guð- mundsdóttur, píanóleikara. Þá ætlar hin ómótstæðilega eftir- herma Jóhannes Kristjánsson að troða upp með gamanniál af ýmsu tagi. Héraðsmótinu lýkur með því að hljómsveit Geir- mundar Valtýssonar leikur fyrir dansi fram eftir nóttu. Guðmundur Bjarnason. Tekið er við borðapöntunum á laugardag kl. 13 í síma 95-38109. -bjb Iinnlaugur sýnir í Gamla Lundi Sölusýning Finnlaugs Snorrason- ar á borðlömpum úr samanlímdu timbri stendur nú yfir í Gamla Lundi á Akureyri. Sýningin stendur fram á sunnudag og er opin frá kl. 14.00-22.00. Borðlampar Finnlaugs eru unnir úr allt að 10 viðartegundum og eru viðarlitirnir látnir halda sér.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.