Dagur - 25.08.1989, Blaðsíða 11

Dagur - 25.08.1989, Blaðsíða 11
Föstudagur 25. ágúst 1989 - DAGUR - 11 fþróftir Kristján Olgeirsson var mjög drífandi á miðjunni fyrir Völsunga en það dugði ekki til gegn ÍBV í gærkvöld. Akureyrarmót/meistaraflokkur karla: KA Akureyrarmeistari lagði Þór að velli 4:2 KA lagði Þór að velli 4:2 í Akureyrarmótinu í knatt- spyrnu í meistaraflokki karla í gærkvöld. KA-liðið var mun sterkara í leiknum og var sigur þess því sanngjarn. Strax frá byrjun var greinilegt að hvorugt liðið tók neina áhættu á meiðslum og reyndu menn frekar að spila boltanum en að lenda í návígi við andstæðing. Það breyttist þó þegar yngri leik- mennirnir fengu tækifæri í síðari hálfleik og fór þá að sjást barátta sem oft einkennir leiki þessara liða. KA gerði reyndar út um leik- inn í fyrri hálfleik því Pórsvörnin var oft illa á verði og þrisvar sinn- um refsuðu þeir gulklæddu þeim rauðklæddu með mörkum. Fyrsta markið kom eftir að Örn Viðar Arnarson, sem var besti maður KA í þessum leik, hafði átt hörkuskot að marki. Baldvin varði en hélt ekki knettinum og Jón Grétar var réttur maður á réttum stað og renndi knettinum í netið. Jón Grétar var aftur á ferðinni skömmu síðar og skor- aði örugglega eftir að Pórsvörnin hafði opnast illa. Erlingur Krist- jánsson skoraði síðan með koll- spyrnu þriðja markið einn og óvaldaður rétt fyrir leikhlé eftir hornspyrnu. íþróttir helgarinnar: Knattspyma: Föstudagun 2. dcild...Leiftur-Tindastó!l á Ólafsfirði kl. 19.00 3. deild...KS-Magni á Siglufirði kl. 19.00 Laugardagur: 3. dcild.. Ki'nn.ikui-n.ilvik á Hvamms- tanga kl. 14.00 3. deild...Reynir-Þróttur N. á Árskógs-. strönd kl. 14.00 3. deild...Valur-Huginn á Reyðarfirði kl. 14.1K) Sunnudagur: Krakkamót KEA á Þórvellinum KR-Fram í úrslitum Bikarkeppni KS{ Krafllyftingar: Aflraunameistari fslands 1989 á Akureyri. Keppt föstudag og laugardag. Opið golfmót sunnudag. Golf: á Húsavík, laugardag og Anthony Karl Gregory skoraöi frá- bært mark gegn Þór í gærkvöld. Júlíus Tryggvason minnkaði muninn fyrir Þór í síðari hálfleik með skoti beint úr aukaspyrnu í gegnum lekan varnarvegg KA á 75. mínútu en hálfleikurinn hafði verið nokkuð bragðdaufur fram að því. Aðeins tveimur mínútum síðar skoraði síðan Anthony Karl Gregory frábært ntark fyrir KA; tók knöttin niður á kassann á ferðinni í vítateignum og sendi hann yfir markvörð Þórsara. Þetta mark yljaði áhorfendum sem voru nokkuð voru farnir að skjálfa af kulda á áhorfenda- pöllunum. Þórir Áskelsson minnkaði síð- an muninn í 4:2 með ágætu lang- skoti nokkru síðar fyrir Þór. Síð- ustu mínúturnar sóttu Þórsarar nokkuð en án þess að skapa sér afgerandi færi. KA-menn urðu því Akureyrarmeistarar í meist- araflokki karla árið 1989. Knattspyrna/2. deild: Syrtír í álinn hjá Völsungum - töpuðu 6:2 í Eyjum Völsungar töpuðu 6:2 fyrir IBV í Vestmannaeyjum í 2. deildinni í knattspyrnu í gærkvöld. Staðan var 1:0 fyrir IBV í leikhléi en í síðari hálf- leik opnuðust varnir beggja liða og sjö mark sáu þá dagsins Ijós. Þetta tap gerir stöðu Völsunga á botninum mjög erfiða en ÍBV heldur enn í vonina að komast upp í 1. deild. Það var ekki áferðarfalleg knattspyrna sem liðin sýndu í gær enda mikið í húfi fyrir bæði lið. Mikið var um feilsendingar í fvrri hálfleik og var örsjaldan sem boltinn barst á milli þriggja sam- herja. Ekki var leikurinn þó gróf- ur en dómari leiksins, Friðgeir Hallgrímsson, var samt sem áður mjög spjaldaglaður og sýndi átta leikmönnum gula spjaldið. Þeir leikmenn voru Sveinn Freysson, Jónas Hallgrímsson, Kristján Olgeirsson og Unnar Jónsson frá Völsungi og Friðgeir Hallgríms- son, Tómas Tómasson, Jakob Atlason, Friðrik Sæbjörnsson og Jón Bragi Arnarson frá ÍBV. Það var Tómas Tómasson sem skoraði eina mark fyrri hálfleiks með ágætu skoti á 30. mínútu. í síðari hálfleik opnuðust allar Knattspyrna/1. deild kvenna: Jafnt hjá Þór - gegn KR 0:0 KR og Þór gerðu markalaust jafntefli í 1. deild kvenna á KR-vellinum á miðvikudags- kvöldið. Þrátt fyrir stigið eru Þórsstelpurnar enn neðstar í deildinni á óhagstæðarara markahlutfalli en Stjarnan. En á móti kemur að Þór hefur leikið tveimur leikjum færra. Þórsstelpurnar léku sterkan varnarleik og ætluðu sér greini- lega að ná a.m.k. öðru stiginu. Eva Eyþórsdóttir í marki Þórs hafði nóg að gera en sóknarmenn KR-liðsins voru ekki á skotskón- um þrátt fyrir nokkur ágæt marktækifæri. Leiknum lauk því með markalausu jafntefli og geta Þórsarar verið ánægðir með þau úrslit. Knattspyrna/3. deild: Burst hjá Magna - 6:1 gegn Austra en það dugir varla til að halda sætinu Þór leikur tvo leiki um helgina; við ÍA á föstudag og UB_K á laug- ardag og verður liðið að ná í stig til þess að forða sér frá falli í deildinni. Einn annar leikur fór fram í 1. deildinni á miðvikudagskvöldið; ÍA lagði UBK 4:0. flóðgáttir í vörnunum; Sigurlás Þorleifsson skoraði strax á þriðju mínútu, Ásmundur Arnarson minnkaði muninn fyrir Völsunga tíu mínútum síðar, Hlynur Stef- ánsson skoraði þriðja mark ÍBV úr vítaspyrnu skömmu síðar, Sig- urlás bætti síðan fjórða markinu við, Jónas Hallgrímsson skoraði 4:2 fyrir Völsunga en áður en yfir lauk höfðu þeir Ingi Sigurðsson og Sigurlás Þorleifsson bætt við mörkum fyrir heimamenn. Sem sagt stórsigur ÍBV 6:2. Bestu menn Völsunga í þess- um leik voru Kristján Olgeirsson og Jónas Hallgrímsson. Einnig átti varamaðurinn Jónas G. Garðarsson ágætan leik. Hjá ÍBV bar mest á þeim Sigurlási og Hlyni Stefánssyni. I uppgjöri topppliðanna sigraði Stjarnan Víði 4:1 GM/AP Karfa: Tindastóll í Reykjanesmótið Úrvalsdeildarliði Tindastóls hefur verið heimiluð þátttaka í Reykjanesmótinu í körfu- knattleik, fyrst liða utan kjör- dæmisins. Mótið fer fram yfir tvær helgar í næsta mánuði, 9.- 10. og 16.-17. september. Tindastóll mun spila fimm leiki; gegn UMFN, UMFG, ÍBK, Reyni Sandgerði og Haukum, allt lið í úrvalsdeild. deild. Valur Ingimundarson, Sturla Örlygsson og Bo Heiden hafa þessa vikuna verið að leiðbeina ungum krökkum á körfubolta- námskeiði, sem Tindastóll stend- ur fyrir og lýkur námskeiðinu nk. sunnudag. Um 70 krakkar, á aldrinum 8-16 ára, hafa tekið þátt í námskeiðinu, af miklum áhuga. -bjb Magni burstaði Austra 6:1 í 3. deildinni í knattspyrnu á Greni- vík á miðvikudagskvöldið. Staðan í leikhléi var 0:0 en eft- ir að Austramenn höfðu kom- ist yfir vöknuðu heimamenn til Iífsins og skoruðu 6 mörk án þess að Fskfirðingum tækist að svara fyrir sig. Austri lék með vindinn í bakið í fyrri hálfleik en tókst ekki að nýta sér það. Sigurjón Kristjáns- son kom Austra yfir með marki úr vítaspyrnu fljótlega eftir leikhléið og þá var eins og Magnamenn færu fyrst að berjast. Sverrir Heimisson skor- aði tvö mörk fyrir þá, Jón Illuga- son einnig og þeir Þorsteinn Friðriksson og Sigurður Gunn- arsson skoruðu sitt markið hvor í leiknum. Þrátt fyrir þennan sigur er staða Magna næsta voniaus og baráttan um sæti í deildinni stendur nú á milli Dalvíkur, Reynis og Hugins en eitt þessára liða fellur niður í 4. deild. 1X21X21X21X21X21X21X21X21X2 Reynisslagur Garðar Níelsson var með 8 rétta í síðustu viku og fór létt með að leggja Magnús Jóhannsson að velli en hann var einungis með fjóra rétta. Garðar hefur skorað á félaga sinn í Reynisliðinu í knattspyrnu, Eirík Eiríksson markvörð, og verður spennandi að sjá hvernig til tekst hjá þeim félögum. Fyrst verið er að minnast á lið þeirra félaga er rétt að minna á það að Reynir leikur mjög mikilvægan leik í B-riðli 3. deildar á morgun laugardag, gegn Þrótti N. Sá leikur gæti ráðið úrslitum hvort Árskógsstrendingar halda sæti sínu í deildinni eður ei. En snúum okkur þá að spá þeirra félaga. Garöar: Arsenal-Wimbledon 1 Aston Villa-Charlton x Chelsea-Sheff.W. 1 C.Palace-Coventry 2 Derby-Man.Utd. 2 Everton-Southampton 1 Luton-Liverpool 2 Man.City-Tottenham 2 Millwall-Nott.For. 2 Norwich-QPR x Leeds-Blackburn 1 Leicester-Newcastle x Eiríkur: Arsenal-Wimbledon 1 Aston Villa-Charlton x Chelsea-Sheff.W. 1 C.Palace-Coventry 2 Derby-Man.Utd. 2 Everton-Southampton 1 Luton-Liverpool 2 Man.City-Tottenham 2 Millwall-Nott.For. 1 Norwich-QPR 1 Leeds-Blackburn 1 Leicester-Newcastle 2 1X2 1X2 1X21X2 1X2 1X2 1X2 1X2 1X2

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.