Dagur - 25.08.1989, Blaðsíða 7

Dagur - 25.08.1989, Blaðsíða 7
Föstudagur 25. ágúst 1989 - DAGUR - 7 Bragi Stefánsson, núverandi umdæmisstjóri íslenska Kiwanis- umdæmisins. Sunnudaginn 27. ágúst kemur saman til fundar nýskipuð umdæmisstjórn. Núverandi unidæmisstjóri er Bragi Stefáns- son, Kiwanisklúbbnum Jörva í Reykjavík, en verðandi umdæmisstjóri er Ásbjörn Egils- son, Kiwanisklúbbnum Boða í Grindavík. Stofnaðir hafa verið 42 klúbbar frá árinu 1964 í tengslum við umdæmisþingið á Akureyri væri ekki úr vegi að rifja stuttlega upp sögu Kiwanis- hreyfingarinnar á íslandi. Kiwanisklúbbar eiga uppruna sinn að rekja til Bandaríkjanna. Þar var fyrsti Kiwanisklúbburinn stofnaður árið 1915. Allt fram til ársins 1962 náði starfsemi hreyf- ingarinnar aðeins til Bandaríkj- anna og Kanada, en það ár tók Kiwanis-International, æðsta stjórn hreyfingarinnar, þá ákvörðun að koma Kiwanis- klúbbum á fót í öðrum heimsálf- um. 1 borginni Tallahassee í Flórída hafði um árabil verið búsettur íslendingur að nafni Hilmar Skagfield og var hann meðlimur í Kiwanisklúbbnum þar í borg. Hann athugaði möguleika á stofnun Kiwanisklúbbs á íslandi og fékk hann ráðleggingar um að leita til Einars Á. Jónssonar, aðalféhirðis Sparisjóðs Reykja- víkur og nágrennis. Einar tók vel í málaleitan Hilmars og fékk send nauðsynleg gögn og upplýs- ingar. Stofnun Kiwanisklúbbs á ís- landi tók nokkurn tíma enda ærið verkefni að þýða lög hreyfingar- innar og samræma þau íslenskum aðstæðum, auk annars undirbún- ings. Haustið 1963 hófust reglu- legir fundir þessa fyrsta Kiwanis- klúbbs á íslandi sem þegar hafði hlotið nafnið Hekla. Klúbburinn var formlega stofnaður 9. nóvember 1963 en 14. janúar 1964 var hann gerður að fullgild- um klúbbi innan Kiwanishreyf- ingarinnar og telst það vera stofndagur klúbbsins. Hekla var jafnframt níundi Kiwanisklúbb- urinn sem stofnaður var í Evr- ópu. Líknarmál í brennidepli Fljótlega varð ljóst að starfið höfðaði til fleiri manna en rúmuðust í einum klúbbi. Kiwan- isklúbburinn Katla var stofnaður í Reykjavík 31. mars 1966 og næstir í röðinni voru Helgafell í Vestmannaeyjum 28. september 1967, Askja á Vopnafirði 6. janúar 1968 og Kaldbakur á Akureyri 14. september 1968. í dag eru 42 Kiwanisklúbbar í íslenska Kiwanis-umdæminu. Kiwanishreyfingin starfar und- ir kjörorðinu „Við byggjum“ Klúbbarnir hafa þjónustu og líknarmál á stefnuskrá sinni og vinnur hver klúbbur að ýmsum verkefnum samkvæmt þeim grundvallarsjónarmiðum. Málefni aldraðra eru ofarlega á baugi hjá mörgum klúbbum. Gefin hafa verið hjúkrunar- og endurhæfingartæki, rúm o.fl. til öldrunar- og dvalarheimila, farið með aldraða í ferðalög og haldn- ar skemmtikvöldvökur. Málefni fatlaðra, þroskaheftra og þeirra sem minna mega sín t' þjóðfélag- inu hafa margir klúbbar á stefnu- skrá sinni. Þá hafa Kiwanisklúbbar gefið sjúkrahúsum margs konar lækn- ingartæki og þeir hafa safnað fé handa blindum, t.d. með fjár- öflunarskemmtuninni „Birta fyrir blinda". Gefinn var sérstaklega útbúinn bíll til að flytja fólk í hjólastólum og fólk sem átti í erf- iðleikum með að komast ferða sinna í venjulegum bílum. Kiwanismenn óku bílnum fyrstu mánuðina í sjálfboðavinnu en nú er ferðaþjónusta fatlaðra talin sjálfsögð þjónusta. Af öðrum málum má nefna að haldinn hefur verið K-dagur á þriggja ára fresti síðan 1974. Þá hefur ávallt verið starfað undir kjörorðinu „Gleymum ekki geð- sjúkum" og því fé sem safnað hefur verið hjá landsmönnum hefur verið varið til uppbygging- ar á vernduðum vinnustað við Kleppsspítala, áfangastað fyrir fólk sem er á leið út á vinnumark- aðinn en þarfnast tímabundinnar aðstoðar lækna og hjúkrunar- fólks og nú síðast var aðstoðað við að koma á fót unglingageð- deild við Dalbraut í Reykjavík. Einnig hefur Kiwanishreyfingin sameinast um söfnun til kaupa á brunaviðvörunarkerfi fyrir Kópa- vogshæli. Starfsemi klúbbanna er greini- lega fjölbreytt en áherslur mis- munandi eftir aðstæðum á hverj- um stað. Hér er aðeins talið upp lítið brot af verkefnum Kiwanis- hreyfingarinnar en vonandi eru lesendur einhverju nær um starf- semi hennar. SS ég var í menntaskóla lenti ég í deilum við náunga sem hélt því fram að Reykjavík héldi uppi landsbyggðinni. Það er náttúr- lega fáránlegt að halda þessu fram, en nú gegnir þessi piltur áhrifamikilli stöðu.“ - Urðuð þið varir við að Reykvíkingum fyndist það hall- ærislegt að vera utan af landi? „Það getur verið að einhver- tíma hafi það gerst en ég hef ekki látið það hafa nein áhrif á mig og finnst það heimskulegt viðhorf. Það er stundum minnst á hvernig maður talar. Ég tala enn norð- lensku þó hún hafi kannski eitthvað linast með árunum. En flestum Reykvíkingum finnst norðlenskan fallegri en sunn- lenskan.“ - Þið komust á toppinn fyrir sunnan, en hvernig hefur ykkur verið tekið hér heima? „í byrjun, fyrstu tvo árin, spil- uðum við dálítið oft hér í ná- grenninu og fengum stundum lélegri aðsókn en nokkurs staðar annars staðar á landinu. Við vor- um svolítið svekktir en gerðum okkur samt grein fyrir að fáir eru spámenn í sínu föðurlandi. Þetta hefur lagast og aðsókn aukist með tímanum og ekkert skrýtið þótt fólk hafi tekið okkur með ákveðnum fyrirvara í byrjun. Útvarpsstöðvar hafa líka mikil áhrif á vinsældir hljómsveita. Við hlökkum allir mikið til að spila hérna um helgina og vonum að þetta verði mjög gott ball.“ - Þú fórst bæði til írlands og Sviss og tókst þátt í Söngva- keppni sjónvarpsstöðva, var það ekki mikið ævintýri? „Það vantaði hljómborðs- leikara og mann til að syngja bakraddir í bæði skiptin. Það var æðislega gaman að fá þessi tækj- færi, ef mér væri boðið að taka þátt í þessu aftur býst ég við að ég mundi fara.“ - Nú hafið þið meginatvinnu ykkar af músíkinni þó námi og öðrum störfum sé gegnt með eða inn á milli. Hefur hugsunarháttur ykkar breyst við þetta? „í byrjun var þetta eiginlega hrein hugsjón. Draumur sem við áttum okkur og enginn trúði að mundi nokkurn tíma rætast nema við sjálfir, og í raun trúði ég því ekki heldur. Greifarnir byggjast í raun 90% á vináttu og félags- skap. Okkur finnst gaman að vera saman og við hefðum aldrei enst í gegn um allt sem við höfum gengið saman nema vegna þess aö við erum mjög góðir vinir og góður andi í hljómsveitinni. Við höfum bæði lent í mikilli velgegni og í mótlæti, þó meira af vel- gengni en þá er alltaf hættan á að menn verði kærulausir, það er í raun alltaf auðveldast að sigla lygnan sjó.“ - Hverju spáir þú um framtíð Greifanna? „Ég veit ekki hversu lengi við eigum eftir að starfa í viðbót, en við eigum allavega eftir að segja ykkur svolítið meira.“ IM Lækkum matar- reSomgkm! KEANETTÓ Ódýr og einföld matvöruverslun Opið virka daga frá kl. 13.00-18.30 Opið á laugardögum frá kl. 10.00-14.00 Lambahamborgarhryggur ...og ótal margt annaö á ótrúlega hagstæöu verði tKEANETTÓ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.