Dagur - 25.08.1989, Blaðsíða 5

Dagur - 25.08.1989, Blaðsíða 5
Föstudagur 25. ágúst 1989 - DAGUR - 5 Laxveiðin: Stutt eftir af slöku túnabili - laxveiðimenn moka upp silungi í Víðidal Draga fer að lokun í mörgum laxveiðiánum á Norðurlandi og Ijóst að í mörgum þeirra hefur veiði sumarsins vart komist nálægt metárinu 1988. Þó er talsverður munur á ám, í suiuuni tilfellum er munurinn allt að helmingur milli ára en í öðrum ám munar ekki nema rúmlega 100 fiskum. Margir veiðimenn húgsa gott til glóð- arinnar þegar fram í septem- bermánuð líður enda oft lífleg silungsveiði í ánum, t.d. má benda á að í Fnjóska veiddust 60-80 silungar á dag um miðjan september í fyrra. En áður en litið er á veiðar á Norðurlandi kemur ein góð veiðisaga úr Laxá í Aðaldal frá því nú í vik- unni og sú er dagsönn. Sumir þurfa að tvíþreyta Hann varð ekki lítið glaður veiði- maðurinn við Laxá í Aðaldal í vikunni þegar 16 punda lax tók agnið. Vel var fast í fiskinum og allt útlit fyrir skemmtilega viður- eign sem og varð. Leikurinn barst niður eftir ánni en loks var sá í ánni orðinn þreyttur og drjúgur veiðimaðurinn á bakkan- um náði að taka á honum og koma á iand. Talsverðan spotta þurfti að ganga upp með ánni að veiðiútbúnaðinum og veiðimað- urinn lagði því af stað með laxinn í hendi. Svo örþreyttur virtist fiskurinn vera að engin viðbrögð sýndi hann þegar upp á bakkann var komið og því geymdi veiði- maðurinn sér að rota hann. Ekki hafði göngutúrinn staðið lengi þegar laxinn tók skyndilega þennan líka kipp, hentist fram á bakkann og út í ána. I þetta sinn varð þó veiðimanninum til happs að enn var fast í fiskinum og því tók við önnur lota sem endaði á sama hátt og sú fyrri utan að í síðara skiptið var veiðimaðurinn fljótur að rota fiskinn þegar hann var á land kominn. Ekki er vitað annað en fiskurinn hafi eftir það verið hinn spakasti og ekki gert aðra flóttatilraun. Fámálir í Aðaldal „Já, við segjum nú fátt veiði- menn við Laxá. Það kom einn fiskur úr ánni í morgún og í gær komu 6 fiskar þannig að veiðin er treg,“ sagði Ríkharður Björns- son veiðimaður við Laxá í Aðal- dal í samtali við Veiðiklóna í gær. í miklum rigningum síðustu daga hefur áin verið vatnsmikil og lituð og auk þess ber mikið á slýi í ánni. Aðstæður til veiða eru því ekki sem bestar. Komnir eru 1400-1500 laxar úr ánni og síð- ustu dagana hefur nánast ein- göngu veiðst smáfiskur í ánni. „Ekki eins og maður vildi hafa það“ „Þetta er engan veginn eins og maður vildi hafa það en maður hefur þó orðið var við göngufisk á síðustu dögum. Eftirtektarvert er þó að þessi nýgengni fiskur er 14-16 pund og það kemur á óvart að svo stór fiskur sé að ganga þetta seint á tímabilinu," sagði Böðvar Sigvaldason í veiðihúsinu við Miðfjarðará í gær. Böðvar sagði að náttúrulegi fiskurinn sé smár en ^öngufiskur- inn heldur vænni. Ur Miðfjarð- ará eru komnir rúmlega 1150 fiskar á þessari stundu en á sama tíma í fyrr tæplega 1700 laxar þannig að verulega munar milli ára. Hins vegar stefnir í mjög góða meðalvigt eftir sumarið. Sömu sögu er að segja frá Laxá á Ásum. Þar eru komnir 700 fisk- ar á land og aðeins rúm vika eftir af tímabilinu. Þetta suinar hefur verið með þeim allra lélegustu í ánni þannig að ekki er ólíklegt að verð fyrir leyfin fari lækkandi í vetur eftir að hafa náð toppi á síðastliðnum vetri. Vopnafjarðarár jafnar Vopnafjarðarárnar, Selá og Frá Laxá á Refasveit þar hafa veiðst Hofsá, eru mjög svipaðar hvað fjölda veiddra fiska áhærir. Ur Selá eru komnir ríflega 700 fiskar og að sögn Sjafnar Gunnarsdóttir í veiðihúsinu Hvammsgerði er greinilega farið að draga úr veið- inni enda langt komið á tímabil- ið.'„Við erum nú að vona að við komust í 900 fiska og það er ágætt miðað við 1000 fiska í fyrra," sagði Sjöfn. Besta holl sumarsins í Hofs- ánni var á dögunum þegar nokkr- ir læknar frá Akureyri náðu 92 löxum á þremur dögum. Ur Hofsá eru komnir tæplega 700 fiskar eða hart nær helmingi færri en var í fyrra. Þokkalegt í Eyjaffirði Þokkalegasta veiði hefur verið í Eyjafjarðará síðustu vikurnar og haldist nokkuð jöfn þrátt fyrir miklar rigningar. Þá eru komnir 90 laxar úr Fnjóskánni Og í lokin má líta á veiðitölur í þremur ám í Húnaþingi: Úr Vatnsdalsá eru komnir 450 fiskar, úr Laxá á Refasveit 77 og úr Víðidalsá um 760 laxar en þar hafa veiðimenn haft meira að gera við að landa silungi en laxi síðustu daga. 77 laxar í sumar. ÉlliÍiÍilliillpitiS* ífjá okkuf fserðti greiaai’goðau bæklíng l'tíw-B -tíúgi.r jþér alU urh þctta cinstæða nám. sflrííígcttí btirux. og vtð scndum hami um hæl. Töhaiíræðslan Akurexii hf. u 34, súnar 2789Í) oí Unglingavinna Dansleikur Unglingavinnu Akureyrar verður haldinn í Dynheimum laugardaginn 26. ágúst kl. 21.00-01.00. ★ Þessi dansleikur er eingöngu ætlaður unglingum sem voru í unglingavinnunni í sumar. Forstöðumaður. ^--- ^ Efnaverksmiðjan Sjöfn Til sölu: Hús Sjafnar að Hvannavöllum 12. Til sölu eða leigu 2., 3. og 4. hæð, Glerárgötu 28. Efnaverksmiðjan Sjöfn Laugardagur kl. 13:55 34. LE IKV IKA- 26. 'í igúst 1989 1 X 2 Leikur 1 Arsenal - Wimbledon Leikur 2 Aston Villa - Charlton Leikur 3 Chelsea - Sheff. Wed. Leikur 4 C. Palace - Coventry Leikur 5 Derby - Man. Utd. Leikur 6 Everlon - Southampton Leikur 7 Luton - Liverpool Leikur 8 Man. City - Tottenham Leikur 9 Millwall - Nott. For. Leikur 10 Norwich - Q.P.R. Leikur 11 Leeds - Blackburn Leikur 12 Leicester - Newcastle Símsvari hjá getraunum er 91-84590 og -84464. LUKKULÍNAN s. 991002 Slys gera ekki^ ■ _ * ■ r ■ ÚKUM EINS OG MENNI boo á undan sér! «1»™

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.