Dagur - 25.08.1989, Qupperneq 9
Föstudagur 25. ágúst 1989 - DAGUR - 9
_ Kveðja frá Bridgefélagi Akureyrar
T Alfreð Pálsson
Stekkjargerði 18, Akureyri
Fæddur 16.
Nú er Alfreð Pálsson allur. Við í
Bridgefélagi Akureyrar sjáum á
bak góðum félaga og raunar
meira en það. Alfreð var í gegn-
um tíðina einn af máttarstólpum
félagsins og föstum punktum á
spilakvöldum þess. Sveit Alfreðs
Pálssonar varð margoft Akureyr-
armeistari og Alli var alltaf erfið-
ur, en um leið skemmtilegur,
andstæðingur við spilaborðið,
þótt árum tæki að fjölga. Mér er
minnisstæð góðlátleg glettni
hans, sem beindist ekki síst að
honum sjálfum, ef svo bar undir.
Þrátt fyrir langan spilaferil held
ég að hann hafi aldrei tileinkað
sér þann hugsunarhátt, sem ein-
hver góður maður kallaði frum-
lögmálið í bridge, var einu sinni
sett fram í limruformi:
/ briddsinu byrjar oft senna
efí blindni í sjóinn menn renna.
Við lýsum því öllu
í lögmáli snjöllu:
janúar 1911 - Dáinn 20.
Það sem mistekst er makker að
kenna!
Alfreð tók líka virkan þátt í
stjórnarstörfum hjá félaginu um
ágúst 1989
árabil og var m.a. formaður þess
um skeið. Hann vildi hag þess
sem bestan og starfið sem öflug-
ast. Bridge-spilið var lians líf og
yndi og áhuginn alltaf jafnmikill.
Bridge er bæði tómstundagaman
og íþrótt og Alfreð Pálsson var
sannur íþróttamaður við „græna
borðið“. Ég get reyndar ímyndað
mér hann Alla vin minn hrista
höfuðið yfir slíkri fullyrðingu, en
hún er þó vissulega sann-
leikanum samkvæm.
Alfreð Pálsson var tilnefndur
heiðursfélagi Bridgefélags Akur-
eyrar fyrir áralöng störf hans í
þágu félagsins. Þeirri tilnefningu
fylgdi góður hugur allra spilara í
félaginu.
Fyrir hönd okkar allra votta ég
Aðalhciði Oddgeirsdóttur, börn-
um þeirra Alfreðs og öðrum
aðstandendum innilegustu
samúð.
Við munufn góðan dreng.
Stefán Vilhjálnisson.
Fæddur 24. desember 1917 - Dainn 15. ágúst 1989
Að kvöldi þann 15. ágúst lést
tengdafaðir minn Þorsteinn
Stefánsson frá Blómsturvöllum
eftir að hafa átt við alvarleg veik-
indi að stríða í rúmlega tvö ár.
Hann gekkst undir erfiða
skurðaðgerð fyrir tveimur og
hálfu ári og hlaut þá tímabundinn
bata. í vor ágerðust síðan veik-
indin og var þá ekki við neitt
ráðið. Sú staðreynd var þungbær.
Þegar nær dró leiðarlokum settu
veikindin æ meira mark á Þor-
stein en hann fylgdist samt vel með
eins og hans var von og vísa.
Þorsteinn var fæddur að Grjót-
garði í Glæsibæjarhreppi, sonur
hjónanna Stefáns Sigurjónssonar
og Sigríðar Pálsdóttur. Hann var
þriðji í röðinni af sjö systkinum.
Eina eftirlifandi af þeim hópi er
Guðbjörg, gift Aðalsteini
Jóhannssyni, búsett á Akureyri.
Fljótlega eftir fæðingu Þor-
steins fluttu þau að Blómsturvöll-
Borgarbíó
Föstud. 25. ágúst
Kl. 9.00
State Park
Kl. 11.00
Uppvakningurinn
Ed Harley veröur fyrir þeirri sorg aö
bifhjólabulla, Jóel, ekur á son hans, Billy,
og veröur honum að bana, en stingur af viö
svo búiö. Bróöir hans og fleiri vilja reyna aö
hjálpa Billy, en Jóel bregst hinn versti viö,
því hann hefur áður gert sig sekann um aö
valda slysi á bifhjóli sínu, og í þetta sinn
bætist þaö við aö hann hefur bragðað
áfengi.
Kl. 9.00
Harry Hvað
Kl. 11.00
Big Blue
um í sömu sveit. Sleit Þorsteinn
barnsskónum þar. Á yngri árum
hélt hann til Héraðsskólans að
Laugum og var þar við nám í tvo
vetur. Þar kynntist hann Jónínu
A. Víglundsdóttur frá Hauks-
stöðum í Vopnafirði sem síðar
varð kona hans.
Árið 1941 giftust Þorsteinn og
Jónína og varð þeim átta barna
auðið. Þau eru Stefán, kvæntur
Önnu Björnsdóttur, búsett á
Akureyri; Víglundur, kvæntur
Kristjönu Skarphéðinsdóttur og
eru þau búsett á Húsavík; Hauk-
ur, kvæntur Aðalheiði Gísladótt-
ur, búsett á Akureyri; Sigurður,
kvæntur Guðrúnu Magnúsdóttur
og eru þau búsett í Reykjvík;
Páll, kvæntur Sigurbjörgu Ein-
arsdóttur og búa þau á Akureyri;
Ásta, gift Jóhannesi Óla Garð-
arssyni og búa þau að Þinghóli í
Glæsibæjarhreppi; Ragnheiður,
gift Grétari Óla Sveinbjörnssyni,
búsett í Reykjavík; Þorsteinn,
giftur Guðbjörgu Árnadóttur og
eru þau búsett í Svíþjóð. Barna-
börnin eru orðin 24 og eitt barna-
barnabarn er fætt.
Fyrst bjuggu Þorsteinn og Jón-
ína litlu búi að Bjargi í Blómstur-
vallalandi en Bjarg stóð alveg
niður við sjávarkambinn. Meðan
þau dvöldu þar stundaði Þor-
steinn ýmsa aðra vinnu með bú-
skapnum, hann var meðal annars
í vegavinnu og svo vann hann
einnig við síldarverksmiðjuna á
Dagverðareyri. Það má gjarnan
geta þess að Þorsteinn réri stund-
um á árabáti til vinnu á Dagverð-
areyri sem sýnir hvað menn
þurftu á sig að leggja á þessum
árum til þess að framkvæma það
sem í dag er gert á skammri stund
og með lítilli fyrirhöfn. Á fyrstu
búskaparárunum mun hafa verið
hart í dalnurn, það hefur þurft
mikla vinnu og nægjusemi til að
ná endum saman. Þjóðfélagsleg-
ar aðstæður voru erfiðar þá mið-
að við það sem nú er, skortur á
vörum ýmiss konar og skammt-
anir. Þetta eru tímar sem við
yngra fólkið eigum erfitt með að
skilja og setja okkur inn í. Það
væri til dæmis gaman að gera sér
í hugarlund atferli okkar og lífs-
munstur án rafvæðingar í heima-
húsum. Á þessum tíma var ekki
rafmagn á Bjargi.
Árið 1948 tóku Þorsteinn og
Jónína við búi á Blómsturvöllum
þegar foreldrar Þorsteins hættu
þar búskap og bjuggu þar fram til
ársins 1970. Þá fluttu þau til
Akureyrar. Eftir það vann hann
á plastiðjunni Bjargi meðan
heilsan leyfði og mun honum
hafa líkað sú vinna vel. í gegnum
tíðina voru Þorsteini falin ýmis
trúnaðarstörf og má í því sam-
bandi nefna að hann sat í hrepps-
nefnd Glæsibæjarhrepps, var í
stjórn Sparisjóðs Glæsibæjar-
hrepps og fleira.
Þeir sem kynntust Þorsteini
hafa fljótlega komist að því að
hann hafði mikla eðlisvisku til að
bera, var hreinskiptinn og félags-
lyndur. Hann var rólegur að
eðlisfari og tók hlutunum með
jafnaðargeði. Þetta eru nægjan-
legir mannkostir til að laða að sér
ungviðið og fannst mér oft gaman
að fylgjast með honum gantast
við barnabörnin enda hændust
þau að honum.
Samskipti okkar Þorsteins
voru afar þægileg. Það var ávallt
gott og gaman að koma í heim-
sókn til tengdapabba og tengda-
mömmu, fá kaffisopa og spjalla
um heima og geima. Hann fylgd-
ist vel með þjóðmálum sem og
öðrum málum og hafði sínar
skoðanir á þeim.
Ég votta tengdamóður, börn-
um þeirra og öðrum aðstandend-
um mínar dýpstu samúðarkveðj-
ur. Það er erfitt að horfa á eftir
góðum tengdaföður og vini. Megi
Guðs eilífa ljós ávallt lýsa
honurn.
Grétar Oli Sveinbjörnsson.
LOKAÐ
Rakarastofan verður lokuð septembermánuð.
Sigtryggur Júlíusson.
Nauðungaruppboð
Eftirtaldar bifreiðar og aðrir lausafjármunir verða boðnar
upp og seldar, ef viðunandi tilboð fást á opinberu uppboði,
sem haldið verður við lögreglustöðina að Útgarði 1, Húsa-
vík laugardaginn 2. september 1989, kl. 14.00;
Þ-1617, Þ-4450, K-3267, Þ-1671, Þ-4379, Þ-428, Þ-4330,
Þ-3350, Þ-1976, Þ-3171, Þ-1761, Þ-560, R-61449, A-6247,
A-49147, Þ-2744, A-4182, Þ-130, Þ-4909, Þ-90 og Þ-869
auk óskráðrar Datsun bifr.
Dráttarvélin ÞD-590 og dráttarvél af Zetor gerð, auk þess
vélsleðinn ÞB-54, sjónvarpstæki, þvottavélar o.fl.
Uppboðið er haldið að kröfu innheimtumanns ríkissjóðs og
ýmissa lögmanna.
Þá verða seldir ýmsir óskilamunir í vörslu lögreglunnar á
Húsavík.
Greiðsla fari fram við hamarshögg.
Sýslumaður Þingeyjarsýslu
bæjarfógeti Húsavíkur.
Lagerstarf
Óskum eftir að ráða starfsmann á lager.
Æskilegt er að viðkomandi hafi unnið við tölvuskrán-
ingu og kunni eitthvað fyrir sér í ensku.
Umsóknir sendist starfsmannastjóra fyrir 1. sept. nk.
og gefur hann nánari upplýsingar.
Sími 21900 (220).
Álafoss hf., Akureyri.
Vantar blaðbera
frá 1. september í Aðalstræti og Lækjargötu.
RSK
RÍKISSKATTSTJÓRI
Frá ríkisskattstjóra
Á síðastliðnu vori voru samþykkt á Alþingi lög nr.
51, 1. júní 1989. Samkvæmt þeim lögum er gerð
breyting á lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og
eignarskatt, sem felur það í sér að þeim sem hafa
misst maka sinn er veittur réttur til eignarskatts-
álagningar eins og hjá hjónum í fimm ár eftir lát
maka.
Við álagningu eignarskatts árið 1989 nær réttur
þessi til þeirra eftirlifandi maka sem sitja í óskiptu
búi í árslok 1988, en hafa misst maka sinn árið
1984 eða síðar.
Vegna þess hve stuttur tími var fram að álagn-
ingu frá því að umrædd lagabreyting var sam-
þykkt á Alþingi var af tæknilegum ástæðum ekki
unnt að haga álagningu eignarskatts á árinu 1989
í samræmi við framangreind lög hjá þeim rétthöf-
um sem misstu maka sinn á árunum 1984 til og
með árinu 1987.
Eignarskattsálagningu á þá sem misstu maka
sinn á árinu 1988 var hins vegar unnt að fram-
kvæma í samræmi við framangreind lög og er
hún því rétt.
Skattstjórar vinna nú að því að leiðrétta eignar-
skatt þeirra sem hafa vegna þessa máls fengið
ranga eignarskattsálagningu. Stefnt er að því að
þeim leiðréttingum verði lokið í næsta mánuði.
Reykjavík 21. ágúst 1989.
Ríksskattstjóri.