Dagur - 25.08.1989, Page 12
Akureyri, föstudagur 25. ágúst 1989
Haldið veisluna eða fundinn
í elsta húsi bæjarins
Afmælisveislu ★ Giftingarveislu ★
★ Erfidrykkju ★ Kaffisamsæti ★
Fundi og hvers konar móttökur.
Allar nánari upplýsingar gefa Hallgrímur eða Stefán í síma 21818
Mikil óvissa ríkir um framtíð Útgcrðarfélags Skagfirðinga, cn Sauðárkróksbær og Kaupfélag Skagfírðinga hafa sam-
þykkt að auka hlutafé í félaginu. Uppi cru m.a. hugmyndir um að selja þetta hús ÚS við Sætún. Mynd: -bjb
porleifur Þór Jónsson:
Ferðamálaráð gelt og
ferðamálasamtökm gagns-
laus vegna fjárskorts“
- forsmekkur að viðtali á morgun
„Þetta hefur vaxið það mikið
að ég tel þetta hreinustu
geggjun. Árið 1970 komu um
52 þúsund ferðamenn til
landsins. Árið 1980 voru þeir
66 þúsund en nú eru þeir orðn-
ir 130 þúsund. Við ráðum ekki
við það að veita öllum þessum
Ijölda þá þjónustu sem er
nauðsynleg og æskileg,“ segir
Þorleifur Þór Jónsson, ferða-
málafulltrúi Iðnþróunarfélags
Eyjafjarðar, m.a. í viðtali sem
Útgerðarfélag Skagfirðinga hf.:
Sauðárkróksbær samþykkti
30 millj. hlutaijáraukningu
- Kaupfélag Skagfirðinga samþykkti svipaða upphæð
Málcfni Útgerðarfélags Skag-
firðinga hf. voru til umræðu á
fundum nokkurra aðila í gær.
Stjórn Kaupfélags Skagfirð-
inga og bæjarráð og bæjar-
stjórn Sauðárkróks ræddu um
hlutafjáraukningu í félagið, en
ÚS þarf á bilinu 90-100 millj-
ónir króna í aukið hlutafé, til
að það verði rekstrarhæft.
Bæjarstjórn Sauðárkróks sam-
þykkti tillögu bæjarráðs um að
Sauðárkróksbær leggi til aukið
hlutafé, allt að 30 milljónir
króna. Að sögn Þórólfs Gísla-
sonar, kaupfélagsstjóra, mun
KS einnig leggja til svipaða
upphæð. Þá munu Fiskiðja
Sauðárkróks, Hraðfrystihúsið
á Hofsósi og fleiri aðilar leggja
til aukið hlutafé, en óvíst er
hve hlutur þeirra verður stór.
Hraðfrystihúsið
Sauðárkróki
Skjöldur
mun ganga út
ur
ÚS, en fyrirtækið á 20% hlutafjár
félagsins, og fær einnig 50%
hlutafjár Sauðárkróksbæjar í ÚS.
Eftir það á bærinn 10% hlutafjár
í Skildi, sem tekur með sér togar-
ann Drangey SK-1. Þá verða þrír
togarar í eigu ÚS, eða þess félags
sem ver'ður að öllum líkindum
stofnað eftir hlutafjáraukning-
una. Það mun enn vera inn í
myndinni að Kaupfélagið, frysti-
húsið á Hofsósi, Fiskiðjan og
Sauðárkróksbær, auk fleiri aðila,
taki sig saman um stofnun nýs
útgerðarfélags, en ákvörðun um
það hefur ekki verið tekin.
Stjórn Atvinnutrygginga-
sjóðs fundaði í síðustu viku um
málefni ÚS og var niðurstaða
þess fundar að óska eftir frekari
upplýsingum um stöðu fyrirtækis-
ins, m.a. hversu mikið hlutafé
hluthafar ÚS væru tilbúnir til að
leggja fram. Stjórn sjóðsins lagði
til að hlutafjáraukning yrði 100-
120 milljónir, eftir að búið væri
að selja Drangeyna til Skjaldar.
Gert er ráð fyrir að selja húsnæði
ÚS og aðra lausafjármuni og eftir
það þurfi að auka hlutafé um 90-
100 milljónir. Nú liggur fyrir
samþykki bæjarins og kaupfé-
lagsins um aukið hlutafé en óljóst
er um afstöðu annarra hluthafa.
Stjórn Atvinnutryggingasjóðs
fundaði aftur í gær, en afgreiðsl-
ur fundarins lágu ekki fyrir, síð-
degis.
„Þetta er mikil blóðtaka fyrir
bæjarsjóð, en við erurn fyrst og
fremst að hugsa um atvinnutæki-
færin, sem annars hefðu glatast.
Það varð að hrökkva eða
stökkva. Ef Útgerðarfélagið fær
ekki hlutafjáraukningu núna, þá
sjáum við fram á að missa a.m.k.
einn til tvo togara. Það getum við
ekki látið gerast án þess að lyfta
hendi,“ sagði Björn Sigurbjörns-
son, formaður bæjarráðs Sauðár-
króks, í samtali við Dag. -bjb
birt verður á ferðamálasíðu
Dags á morgun.
Þorleifur segir að meðan
Ferðamálaráð sé í fjársvelti og
stjórnvöld hafi ekki skilning á
mikilvægi ferðaþjónustu þá geti
landið ekki tekið við þessum
fjölda erlendra ferðamanna.
„Ferðamálaráð er gelt, ferðamála-
samtökin gagnslaus vegna fjár-
skorts og þvf lendir kostnaðurinn
á sveitarfélögunum sem eru litlu
betur sett,“ segir Þorleifur.
Hann nefnir líka að hin aukna
ásókn ferðamanna skaði landið
og það megi segja að allar náttúru-
perlur á Islandi séu meira eða
minna stórskemmdar því þær
hafi ekki verið búnar undir þenn-
an fjölda. Ástæðuna segir hann
bæði peningaleysi og viljaleysi.
Ef meiri vilji væri fyrir hendi væri
hægt að fá meiri peninga.
Og það eru sannarlega miklir
peningar sem liggja í ferðaþjón-
ustu. Þorleifur hefur tekið það
lauslega saman að á hverju ári
eyða ferðamenn á Norðurlandi
eystra fjárhæðum sem eru á ann-
an milljarð króna. Hann telur
hins vegar ekki rétt að sækjast
sífellt eftir fleiri ferðamönnum,
skynsantlegra væri að fá þá til að
dvelja lengur á hverjum stað, í
þessu tilfelli á Eyjafjarðarsvæð-
inu.
Niðurstaða hans er sú að
núverandi kerfi í ferðaþjónustu
sé löngu komið í þrot og brýn
þörf á stórtækum umbótum, en
þessi mál eru nánar reifuð í við-
talinu sem birtist á morgun. SS
Útflutningur reiðhrossa:
Islenskir fákar í víking
- búið að flytja út 800 hross frá áramótum
Met hefur verið sett í sölu
íslenskra reiðhrossa til útlanda
á þessu ári. Seld hafa verið um
800 hross frá síðustu áramót-
um og þykir það verð sem
fengist hefur í ár mjög
Þrír ofurhugar frá Sheffield á Englandi:
Á kajökum niður Skjálfandafljól
ekki áður vitað um slíka för
Þrír enskir ofurhugar munu í
dag Ijúka frækinni för á
kajökum niður Skjálfanda-
fljót. Þeir lögðu í ’ann sl.
mánudag frá upptökum
lljótsins inn undir Vatnajökli
og áðu í gær til móts við
bæinn Hlíðarenda í Bárðar-
dal, þar sem þeir dvöldust í
nótt.
Piltarnir, sem eru frá Shef-
field á Englandi, eru þaulvanir
á kajökum og hafa undanfarnar
5 vikur lagt að velli nokkrar crf-
iðar ár hér á landi. Þar má
nefna Jökulsá á Brú og Jökulsá
á Dal.
Ekki er vitað til að menn hafi
áöur farið niður Skjálfandafljót
á kajökum.
Dagur náði tali af einum þre-
menninganna í gær, lan Bams-
ey, og sagði hann að Skjálf-
andafljót hefði vissulega verið
erfitt viðureignar, það væri
einkar straumþungt og vatn
þess sérlega kalt.
Hann kvaðst hafa séð heim-
ildarmyndina unt leiðangur
kajak-manna niður Jökulsá á
Fjöllum árið 1985 og hún hafi
kveikt í þeim félögum að leggja
í álíka leiðangur. „Við vildum
prófa einhverja aðra á og
Skjálfandafljót varð fyrir val-
inu,“ sagði Ian.
Ætlun þeirra fclaga er að
skrifa einskonar vasabók um
kajakferðir á hérlendum ám.
Þeir hafa því tekið fjölmargar
myndir í túrnum og hyggjast
myndskreyta textann, „það cr
að segja ef við fáum einhvern
útgefanda af bókinni,“ sagði
Ian.
Ian segir að íslcnsku jökul-
árnar séu stórskemmtilegar
„kajakár" og ætla megi að þær
verði eftirsóttar fyrir slíka dellu-
kada í útlandinu. „Jú, það má
segja að þetta sé Paradís fyrir
kajak-unnendur,“ bætti hann
við.
Þremenningarnir ensku leggja
ekki árar í bát eftir ferðina nið-
ur Skjálfandafljót. Þeir hyggjast
dvelja hér næstu þrjár vikurnar
og glíma við fleiri stórfljót. Þeir
hafa þó ekki ákveðið hvaða
fljót verða fyrir valinu. óþh
sanngjarnt.
íslenskir reiðfákar fara víða. í
ár hefur mest verið selt til Sví-
þjóðar, Noregs, Þýskalands og
Danmerkur en einnig hafa nokk-
ur hross verið selt til Hollands,
Austurríkis og Bandaríkjanna.
Mikið hefur borið á að erlendir
hóteleigendur sækist eftir
íslenskuin hestum til að leigja
undir ferðamenn en einnig selst
mikið af íslensku hrossunum til
einkaaðila.
íslenskir hestar auglýsa sig best
sjálfir og samkvæmt upplýsingum
frá Félagi hrossabænda fæst gott
verð fyrir góð hross. Búið er að
selja öll hrossin sem flutt voru á
Evrópumótið í Danmörku á
dögunum en ekki hefur fengist
staðfest hversu hátt verð var
greitt fyrir þau. Öruggt má telja
að það verði hæstu verð í ár.
Útflutningshross koma víðs
vegar að af landinu og hafa marg-
ir bændur drjúgar tekjur af þess-
ari grein. Talsvert er flutt út frá
Skagafirði og Eyjafirði enda á
þessum svæðum injög almennur
áhugi fyrir hrossarækt. JÓH