Dagur - 26.08.1989, Blaðsíða 1

Dagur - 26.08.1989, Blaðsíða 1
72. árgangur Akureyri, laugardagur 26. ágúst 1989 162. tölublað : ■i ; . s\*i Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Þrennir tvíburar á einni viku Á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri hefur verið óvenju mikið um fæðingar síðastliðna viku og hefur jafnvel þurft að fá lánaðar vögg- ur úti í bæ til að koma börnunum fyrir. Prennir tvíburar liggja á deildinni ásamt mæðrum sínum, fjórir strákar og tvær stelpur. Þeir fyrstu fæddust 17. ágúst, synir Katrínar Úlfars- dóttur og Jóhanns Ólafs Halldórssonar frá Akureyri, næstu 21. ágúst dætur Sólveigar Val- gerðar Stefánsdóttur og Jóns Péturs Líndal úr Mývatnssveit og sl. fimmtudag 24. ágúst fædd- ust synir Kristínar Jónu Guðmundsdóttur og Gunnars Ævars Jónssonar frá Akureyri. í allt hafa þá fæðst 7 tvíburapör á árinu miðað við 3 í fyrra og fæðingar í ár eru komnar í 273 en á sama tíma 1988 voru þær 269. Á myndinni eru stoltu mæðurnar með syni sína og dætur. Frá vinstri: Katrín Úlfarsdóttir, Sólveig Valgerð- ur Stefánsdóttir og Kristín Jóna Guðmunds- dóttir. KR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.