Dagur - 26.08.1989, Blaðsíða 8

Dagur - 26.08.1989, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 26. ágúst 1989 „Kannski væri nær að koma upp hesthúsi þarna!“ - Jón F. Hjartarson, skólameistari Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki, í helgarviðtali í tilefni af 10 ára afmæli skólans í haust Fjölbrautaskólinn á Sauðárkróki hóf starfsemi sína haustið 1979 og því á skólinn 10 ára afmæli í haust. Á þessum tíu árum hefur nemendum fjölgað jafnt og þétt. í haust verða nemendur í fyrsta sinn yfir 300 talsins, en fyrstu önnina voru þeir um 80. Skólameist- ari þessi 10 ár hefur verið Jón Friðberg Hjartarson og hefur hann unnið ómetanlegt starf við uppbyggingu skólans. Það er meiri vinna en margan grunar að hleypa af stokkunum nýjum skóla og hefur Jón þurft að sækja marga fundina suður yfir heiðar til við- ræðna við embættismenn í fjármála- og menntamálakerfi ríkisins. Frá því Jón byrjaði sem skólameistari F.á S. hefur hans stærsti draumur verið að bóknámshús skólans rísi frá grunni og eftir 10 ára baráttu hyllir undir að sá draumur rætist, því framkvæmdir hefjast á næsta ári. Þá mun stunguskóflan, sem Jón keypti á sínum tíma til að taka fyrstu skóflustunguna, koma að góðum notum. Þann 22. september nk. verða liðin nákvæmlega 10 ár frá því Fjöl- brautaskólinn á Sauðárkróki var settur í fyrsta sinn. í tilefni þessa höfum við fengið Jón Friðberg Hjartarson í helgarviðtal Dags. Peir sem umgangast Jón vita að hann er önnum kafinn maður. En í annarri tilraun tókst undirrituðum að hitta manninn á heimili hans og konu hans, Elísabetar Kemp, að Furuhlíð á Sauðárkróki. Er við höfðum komið okkur fyrir var ekki úr vegi að hefja spjallið á því sem flest viðtöl hefj- ast á, þ:e.a.s. uppruna Jóns og uppvaxtarár- um. Gefum skólameistaranum orðið: „Ég er sennilega kominn af honum Ævari heimska sem nam land undir Eyjafjöllum á sínum tíma. Ævar var reyndar kominn af Haraldi hilditönn, Noregskonungi. Hversu mikið af eiginleikum þessara forfeðra minn ég hef eða eru lýsandi fyrir mig, er aftur á móti annað mál. Pað er nærtækara að nefna það að faðir minn er ættaður úr Mosfells- sveitinni og móðir mín frá Hundadal í Dala- sýslu. Ég er fæddur í Reykjavík 29. júlí 1947 og er því orðinn fjörgamall. Ég er alinn upp á Barónsstígnum barnaskólaárin og gekk í Barnaskóla Austurbæjar til 12 ára aldurs og þaðan í Gagnfræðaskóla Austur- bæjar. Ur landsprófi fór ég í Menntaskól- ann í Reykjavík og útskrifaðist þaðan sem stúdent úr stærðfræðideild 1967.“ Margir komu við sögu áður en skólinn var stofnaður Að loknu stúdentsprófi lá leið Jóns í læknis- fræði í Háskóla íslands og tók hann fyrsta hlutann, en hætti í miðhlutanum. Þá fór Jón að kenna og tók uppeldis- og kennslufræð- ina í Háskólanum og var kominn með ann- an fótinn í skólakerfið. Jón var einn af liðs- mönnum Jóns Böðvarssonar, þegar Fjöl- brautaskóli Suðurnesja var stofnaður í Keflavík 1976. Par var Jón í tvö ár en 1978 gerðist hann aðstoðarskólameistari Fjöl- brautaskólans á Akranesi. Jón stoppaði aðeins í eitt ár á Akranesi því hann sótti um starf skólameistara nýstofnaðs Fjölbrauta- skóla á Sauðárkróki, ásamt tveim öðrum, og fékk það á sumarmánuðum ’79. - Hvernig var stofnun skólans háttað? „í upphafi áttunda áratugarins lagði Ragnar Arnalds fram þingsályktunartillögur á Alþingi um stofnun framhaldsskóla á Sauðárkróki. Ólafur Jóhannesson, fyrrv. forsætisráðherra, hafði áhuga á að stofna menntaskóla á Sauðárkróki. Pað var svo ekki fyrr en 1978 sem ákvörðun var tekin um að koma skólanum á legg og undirritað- ur samningur þar um 17. maí það ár. Margir aðilar komu við sögu áður en skólinn var stofnaður. í tvo vetur, áður en F.á S. byrj- aði, var framhaldsdeild í Gagnfræðaskólan- um á Sauðárkróki og Iðnskóli hafði verið starfræktur um árabil. Guðjón Ingimundar- son var formaður skólanefndar þegar samn- ingurinn var undirritaður og hann var einna ötulastur heimamanna við að koma skólan- um á legg.“ Það komu fleiri umsóknir nemenda en við gátum sinnt - Hvað kom til að þú sóttir um skólameist- arastöðu hér? „Upphafið af því að ég sótti um stöðuna hér var þegar ég var á Akranesi. Þá var haft samband við mig frá Vestmannaeyjum og skorað á mig að sækja um þar. Ég hugsaði ekki til þess en þeir héldu áfram að tala við mig. Ég ákvað þá að skoða málið og niður- staða þeirrar skoðunar var sú að ég sótti um stöðu skólameistara hér á Sauðárkróki. Það réði auðvitað nokkru að konan mín á for- eldra hér á Sauðárkróki og átti þá einnig systkini hér. Ég var líka búinn að vinna mik- ið innan skólakerfisins við vel flesta þætti skólastjórnunar og hafði þess vegna áhuga á þessu starfi.“ Þegar Jón tók við stöðu skólameistara 1. ágúst ’79 höfðu borist fyrirspurnir frá 12 nemendum um skólavist. „Tíminn var naumur og það var að hrökkva eða stökkva. Ég ákvað að fresta skólasetningu til 22. september og fór í auglýsingaherferð eftir kennurum og nemendum. Það er erfitt að vera með skóla ef kennarar eru ekki til stað- ar og það er erfitt að ráða kennara ef ekki eru nemendur fyrir hendi! Þetta var vandinn en það komu fleiri umsóknir nemenda en við gátum sinnt. 97 sóttu um skólavist og við gátum tekið við 82,“ sagði Jón. Heimavistin var það fjöregg skólans sem skipti sköpum - Voru 82 nemendur ekki mikill fjöldi mið- að við þann húsakost sem skólinn bjó við fyrstu árin? „Jú, jú, á þeim tíma var ekki búið að byggja neitt mannvirki, nema heimavistina. Heimavistin var það fjöregg skólans sem skipti sköpum, án hennar hefði verið tómt mál að hefja skólahald. Við fengum inni með kennslu í Gagnfræðaskólanum og ég hef stundum líkt því við að við höfum verið settir niður eins og gaukur í hreiður grunn- skólans. Öll kennsla fór fram í „Gagganum" fram til 1982, en þá fluttist kennslan í verk- námshúsið. Ári seinna fluttust skrifstofur skólans einnig í verknámshúsið." - Sættu menn sig ekki við aðstöðuna á sínum tíma? „Jú, við höfðum gulrótina fyrir framan okkur, þ.e. að mannvirki skólans yrðu byggð upp og þetta væri bara til bráða- birgða. Hins vegar hefur uppbyggingin ver- ið mjög hæg á köflum. Verknámshúsið var fullbyggt ’83 en samkeppninni um hönnun bóknámshússins lauk ’82. Þá höfðu menn gert sér vonir um að eitthvað væri hægt að gera í uppbyggingu hússins. Menn voru að ræða lagabreytingar um að ríkið yfirtæki framhaldsskólana, eins og verður reyndar raunin um næstu áramót. En enn bíðum við, það verður ekki fyrr en á næsta ári sem fyrst verður hreyft við mold.“ Hjákátleg fyrirstaða embættis- manna gegn uppbyggingu skólans - Nú hefur þú átt mikil samskipti við yfir- völd menntamála og staðið í baráttu um að fá bóknámshúsið byggt. Hugsuðu menn sem svo að verknámshúsið dygði skólanum næstu árin? „Það verður að segjast eins og er að á stundum voru viðhorf embættismanna og stjórnmálamanna gagnvart uppbyggingu skólans mjög ólík. Menntamálaráðherrarnir voru allir áhugasamir um að skólinn yrði byggður, en við stofnun skólans var strax nokkur fyrirstaða gegn uppbyggingu hans hjá embættismönnum, stundum nokkuð hjákátleg. Sem dæmi um það þá áttum við í upphafi í erfiðleikum með að fá þörf skól- ans fyrir ljósritunarvél viðurkennda. Á þeim tíma var Þorsteinn Þorsteinsson bæjarstjóri á Sauðárkróki og það var Otto Michelsen hjá Skrifstofuvélum sem bjargaði okkur um ljósritunarvél. Hann lét okkur fá hana og sagði okkur að borga hana bara seinna. En embættismenn menntamála- ráðuneytisins töldu ekki tímabært að skól- inn fengi vélina. Á þeim tíma var miklu til- finnanlegra fyrir kennara að hafa ekki vél heldur en núna, því þá var útgáfa kennslu- bóka og efnis af skornum skammti og því þurfti mikið að ljósrita. Það hefur alltaf ver- ið lítið um fjármagn til tækjakaupa til skólans. Bæjarfélagið hérna hefur oft lagt fram meira fé en samsvaraði ríkisframlag- inu. Við höfum verið mjög heppin með skólanefndarmenn. Formenn skólanefnda hafa allir verið atkvæðamiklir og það mun- aði um þeirra þátt í uppbyggingu skólans. Fyrst var það Guðjón Ingimundarson, síðan Jón Ásbergsson, sr. Hjálmar Jónsson, Þórð- ur Þórðarson bæjarstjóri og núna Þorbjörn Árnason." Miklar breytingar á skólahaldi á 10 árum - Hvað finnst þér hafa tekið mestum breyt- ingum í skólastarfinu á þessum 10 árum? „Kringumstæður skólahalds hafa breyst mikið á þessum tíma. Stærsta breytingin er framundan um næstu áramót, þegar ríkið yfirtekur allan rekstur framhaldsskóla. Þeg- ar.skólinn var stofnaður var engin námsskrá til fyrir hann. Fyrstu árin fór mikil vinna í að smíða námsskrána, sem allir framhaldsskól- ar á Norðurlandi unnu í samvinnu. Núna er hins vegar komin ein sameiginleg námsskrá fyrir allt landið. Að þessu leyti eru kringum- stæður skólahalds allt aðrar en áður. Það stefnir í mikla tæknivæðingu skrifstofuhalds í skólum, s.s. í námssviðsbókhaldi og stundatöflugerð. Við höfum þurft að sækja þjónustu til Reiknistofnunar Háskólans í hvert skipti sem stundaskrár eru gerðar. í framtíðinni verður þessi vinna innan hvers skóla fyrir sig. * I fjölbrautaskóla eru nemendur af öllum getustigum Eins og áður greinir fer fjöldi nemenda við skólann yfir 300 manns í haust í fyrsta skipti og segir Jón að með auknum nemendafjölda verði margt miklu auðveldara í skólastarf- inu, t.d. kennararáðningar. Gefum honum orðið: „Fjöldi kennslustunda nú gerir kennararáðningar auðveldari en áður. Ég held að skólinn sé að nálgast það að vera af hentugri stærð. Fjögur til fimm hundruð manna skóli er mjög eftirsóknarverð stærð. Ég myndi ekki sækjast eftir því að nemend- um fjölgaði meira en það. Hver námsbraut styður aðra, þær standa saman. Það væri ekki hægt að vera með þýskukennslu fyrir málabrautina, nema nemendur af öðrum brautum sæktu þýskuna líka.“ - Finnst þér þú hafa fengið vel undirbúna nemendur í skólann fyrir framhaldsnámið? „Nemendur eru mjög misjafnlega í stakk búnir til þess að takast á við nám. Það er ekki hægt að rekja eingöngu til þess frá hvaða skólum þeir koma. Þeir eru sem ein- staklingar mjög misjafnlega undir þetta búnir. í fjölbrautaskólum eru nemendur af öllum getustigum. Fjölbrautaskólar geta komið betur til móts við óskir nemenda sem vegnar vel í námi og líka þeirra sem vegnar miður. Nemendur geta hraðað yfirferð sinni og lokið námi fyrr en eíla. Þeir geta sem sagt ráðið ferðinni að verulegu leyti. Þjónustan við nemendur í fjölbrautaskólum er meiri en í bekkjakerfisskólum.“ Fjárveitingar oft verið sárgrætilega litlar - Hvernig hefur baráttan fyrir byggingu bóknámshússins gengið síðasta misserið? „Fjárveiting til hönnunar bóknámshúss- ins hefur fengist í tvígang. Fyrst árið 1982, en þá fékkst málamyndafjárveiting og háð var samkeppni um hönnun hússins. Guð- finna Thordarson vann þá samkeppni, hún er dóttir Sigvalda sem teiknaði Sjúkrahús Skagfirðinga. Síðan leið og beið og fjárveit- ingarnar fóru allar í heimavistina, stundum sárgrætilega litlar. Núna fékkst sem sagt fjárveiting til hönnunar í annað sinn og Guðfinna var ráðin til þess að vinna verkið. Bragi Þór Haraldsson og Jón Örn Berndsen á Sauðárkróki verða með verkfræðiteikn- ingar en fyrirtæki f Reykjavík tekur að séf hönnun rafteikninga. Stuðst verður við verðlaunateikningu Guðfinnu en það hefur margt breyst á þessum árum. T.d. var gert ráð fyrir hjólhestageymslu en það hefur sýnt sig að Sauðkrækingar nota reiðhjól lítið á veturna. Því var hún felld út. Kannski væri nær að koma upp hesthúsi þarna! Síðan hef- ur sérstök byggingarnefnd bóknámshússins verið sett á laggirnar. Ragnar Arnalds er formaður hennar en aðrir nefndarmenn eru Jónas Snæbjörnsson og Einar Gíslason. Ég og Snorri Björn bæjarstjóri vinnum með nefndinni og hún hefur haldið allmarga fundi, bæði á vettvangi og í Reykjavík. Bóknámshúsið tekið í notkun haustið ’92 Nú er keppst við að ljúka allri hönnunar- vinnu við bóknámshúsið fyrir vorið. Þá verður verkið boðið út og framkvæmdir ættu að geta hafist næsta sumar. Miðað er við að fyrsta skóflustungan verði tekin strax og frost fer úr jörðu næsta vor. Verkið verð- ur boðið út í tveim áföngum. Settar hafa verið fram hugmyndir um að grunnurinn verði steyptur á næsta ári, húsið steypt upp og gert fokhelt árið 1991 og haustið 1992 verði bóknámshúsið tekið í notkun. Að þessu er stefnt." Fórum landveg í blindhríð á amerískri drossíu bæjarstjórans - Ef við kannski tökum upp léttara hjal. Nú hefur þú átt löng og ströng samskipti við embættismenn syðra. Hefur ekki eitthvað spaugilegt komið upp ykkar á milli, eða á þínum mörgu ferðum suður yfir heiðar? „Þessir embættismenn eru vel flestir að störfum ennþá, þannig að ég held ég þori ekki að svara þessu fyrr en ég er kominn á elliheimili. Áuðvitað hefur fjölmargt skemmtilegt komið fyrir, t.d. á ferðalögum okkar norðanmanna suður. Mér er minnis- stæð ein för með sr. Hjálmari Jónssyni, Þórði Þórðarsyni, bæjarstjóra og Hauki Guðlaugssyni, söngmálastjóra Þjóð- kirkjunnar. Við lögðum af stað um kvöld- matarleyti og höfðum bundið fastmælum að hitta Ingvar Gíslason, þáverandi mennta- málaráðherra, kl. 8 morguninn eftir. Það var blindhríð, og við á leið frá Sauðárkróki

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.