Dagur - 26.08.1989, Blaðsíða 7

Dagur - 26.08.1989, Blaðsíða 7
Laugardagur 26. ágúst 1989 - DAGUR - 7 poppsíðan Umsjón: Valur Sæmundsson Ný hljómsveit á Akureyri: Akureyrskt tónlistarlff afskaplega dapurt“ í spjalli um tónlist, erlenda ferðamenn og fleira Rögnvaldur hóf feril sinn í tónlist meö hljómsveitinni Sýkkklunum. Þessi mynd af Sýkkklunum var tekin í mars 1982 og er Rögnvaldur trúlega annar frá vinstri. Karl Örvarsson söngvari er hins vegar í forgrunni. - segja Fyrir tilviljun heyrði ég af ungum mönnum sem eru aö reyna aö burð- ast viö aö vera í hljómsveit. Þetta þóttu mér mikil og merkileg tíðindi og fór því á stúfana til aö reyna aö finna út hvaö þarna væri á seyði. Mér tókst að króa tvo drengi af á kaffihúsi og eftir nokkurt þóf viður- kenndu þeir aö standa fyrir þessum ófögnuði. Ég notaöi tækifærið og spjallaði dultiö viö kauöana með það fyrir augum aö leiöa lesendur Dags I allan sannleika um hvað þaö er sem þeir eru aö fást við. Þetta eru heiðursmennirnir Rögnvaldur Bragi Rögnvaldsson, sem kunnur er af veru sinni í hljómsveitinni Lost, og Kristján Ingimarsson sem er frægur fyrir margt, meöal annars af útvarpsstöðinni Ólund, sem hann kom á laggirnar. En að öllu kjaftæöi slepptu, þá er best aö snúa sér aö því sem okkur fór á milli. Ég byrjaði á því að spyrja Rögga að því hvort hljómsveitin Lost væri hætt störfum. „Já, rétt er þaö, Lost eru hættir," svaraði hann og aðspurður um ástæöur þessa sagði hann aö tímaskortur hefði gert þaö aö verkum aö hjómsveitin hafi verið lögö niöur. „En við hættum í mesta bróðerni, það voru engin illindi í þessu,“ sagði Röggi og bætti við að þetta hafi þurft að koma fram vegna þess að hljómsveitarmeðlimir viti ekki allir að hljómsveitin sé hætt. Kristján Pétur söngvari dvelst nefni- lega erlendis og hefur ekki frétt af þessu. Enda fannst Rögga það alveg tilvalið að senda Kristjáni Pétri eintak af Degi til að upplýsa hann um málið. Mikill er máttur Dags... - En nú hef ég hlerað það að Lost hafi eytt páskunum í hljóðveri. Á að gera eitthvað með þær upptök- ur? „Jú, við tókum upp fimmtán lög um páskana og meiningin er að gefa megnið af þeim út á snældu einhvern tímann í náinni framtíð." - Nú voruð þið um langan tíma nánast eina hljómsveitin í bænum sem starfaði eitthvað og hélt tón- leika. Hvernig fannst þér viðtökurn- ar sem Lost fékk? þeir Kiddi og Röggi „Mér fannst við fá mjög góðar við- tökur og er afar ánægður með þær. Líka þegar við spiluðum fyrir sunn- an þá fengum við mjög góðar við- tökur,“ sagði Röggi að lokum. Þá er nefnilega hægt að hefja seinni hluta viðtalsins, enda var Kiddi orðinn óþolinmóður þegar hér var komið við sögu. - Segið mér piltar, hvað er þetta fyrirbrigði sem við ætlum að fara að tala um? „Eftir því sem best er vitað, þá er þetta nýjasta hljómsveit bæjarins, stofnuð 9. ágúst. Auk okkartveggja erenginn í hljómsveitinni, hins veg- ar notumst við við leiguhljóðfæra- leikara. Þráinn Brjánsson sér um áslátt, fiðluleikara erum við búnirað fá, það er Rebekka Þráinssdóttir og Þorsteinn Skjóldal er ryksugu- fóðrari." voru upplýsingarnar sem ég fékk. - Hvaðerryksugufóðrari.ef mér leyfist að spyrja? „Það er leyndarmál, það kemur í Ijós þegar við höldum tónleika," svöruðu þeir og voru ófáanlegir til að upplýsa nokkuð um hlutverk ryksugufóðrara. - Þið minntúst á tónleika. Eru þeir í bígerð? „Við ætlum að halda tónleika þann 2. sept., á afmæli Rögnvaldar. Við erum ekki búnir að fá húsnæði ennþá, þannig að fólk verður bara að fylgjast með auglýsingum til að fá að vita hvert það á að mæta. Tónleikarnir verða haldnir jafnvel þótt við verðum að spila úti undir berum himni,“ sögðu þeir ákveðnir. - Má ég gerast svo djarfur að spyrja hvað hljómsveitin heitir? „Hljómsveitin heitir Lúnaskro- spýjan," sagði Kiddi án þess að blikna og var lengi að koma mér í skilning um hvernig ætti að skrifa orðið. „Annars vorum við búnir að velta fyrir okkur fleiri nöfnum eins og t.d. Markús kvíddu engu, Döðlu- Hannes, Smíddu dlvan og fleirum, en Lúnaskrospýjan varð fyrir val- inu,“ var svarið og ég sá næstum eftir að hafa spurt. Ekki batnaði það þegar þeir báðu mig um að auglýsa eftir þvottavél með engri tromlu. Þeir ætla nefnilega að geyma hljóð- færin sín í henni. Ekki fékk ég nein- ar aðrar skýringar á þessu en ósk- inni er komið á framfæri hérmeð. - Hvernig tónlist leikur Lúna- skrospýjan? „Þetta er má segja popprokkað pönkreggí með þjóðlagaívafi," svöruðu þeir og bættu við að fólk á öllum aldri ætti að hafa gaman af tónlistinni, auk þess sem hljóðfæra- skipanin væri bæði fágæt og fjöl- breytt. Aðspurðir um helstu áhrifa- valda í tónlistinni nefndu þeir Bubba Morthens og hljómsveitina They Might Be Giants, auk þess sem Röggi nefndi þjóðlagasveitina Hrím. - Hvernig finnst ykkur gróskan vera í akureyrsku tónlistarlífi? „Akureyrskt tónlistarlíf er afskap- lega dapurt, í tveimur orðum sagt. Hljómsveitir eru allt of ragar við að koma út úr bílskúrnum og láta heyra í sér. Það er svona 20 manna hópur sem hefur haldið þessu uppi undan- farin ár. Annars erum við bara ánægðir með að Drykkir Innbyrðis skuli vera að koma úr felum," fannst þeim. Auðvitað spurði ég þá hvaða hljómsveitir ísienskar stæðu fremst- ar í dag og í Ijós kom að þeir voru sammála um Risaeðluna, Langa Sela, Bless, Daisy Hill Puppy Farm og Bubba Morthens. Þetta fannst þeim vera rjóminn. Kiddi nefndi líka Síðan skein sól, en Rögnvaldur var ekki mjög hrifinn af þeim. - Hvað finnst ykkur um erlenda ferðamenn? „Þeir eru fleiri á sumrin en á vet- urna,“ var samdóma álit þeirra kumpána. - Víkjum að öðru. Hvernig og hvenær byrjuðuð þið að fást við tónlist? Röggi: „Ég byrjaði fyrir 7-8 árum í hljómsveitinni Sýkkklunum. Þar voru einnig menn eins og Þráinn Brjánsson, en við erum einmitt að fara að starfa saman aftur núna eins og ég minntist á áðan. Söngv- ari Sýkkklanna var svo Karl Örvars- son. Þessi hljómsveit var mjög góð miðaö við hvað meðlimir hennar kunnu iítið.“ Kiddi: „Ég byrjaði á Viðarstauk, hljómsveitakoppni í M.A. fyrir um tveimur árum.“ - Nú er þetta tiltölulega ung hljómsveit. Eruð þið komnir með einhver lög á lager? „Já, við erum búnir að semja slatta af lögum fyrir tónleikana okkar. Við verðum með a.m.k. 10 frumsamin lög. Þar á meðal eru nokkur sem okkur þykja líkleg til vinsælda, Karl Úlfar, Týndur bíll og Járnbrautarstöð: 2 metrar. - Nú já. Um hvað fjalla svo text- arnir? „Þeir fjalla um Karl Úlfar, týndan bíl og járnbrautarstöð.“ - Ekkert nánar? „Tja, Karl Úlfar er maður sem smíðar höld í strætisvagna. Hann er dáinn núna ásamt Guðbjörgu frænku sinni.“ - Jæja piltar, eitthvað að lokum? „Við viljum bara hvetja fólk til að fylgjast með því hvar tónleikarnir verða haldnir og mæta á staðinn. Við viljum líka skora á fólk að kaupa miða í forsölu til að koma í veg fyrir troðning." - Ætlið þið að borga söluskatt af tónleikunum? „Onei, það ætlum við ekki að gera. Ef fólk fer eitthvað að hreyfa sig, þá verður því umsvifalaust hent út. Hvað ágóðann af tónleikunum varðar, þá ætlum við að hirða hann sjálfir,“ sögðu þeir og glottu. En við- talið varð ekki lengra, (það er að vísu haugalygi, það var mun lengra, en ekki prenthæft nema að hluta) og vil ég þakka þeim félögum kær- lega fyrir spjallið. Þessi mynd ertekin á Viðarstauk 1986. Annar bekkur U er þarna að syngja Iðnaðarbankaauglýsinguna og syngur .Kristján greinilega manna hæst (lengst til hægri). Hann var hins vegar ekki farinn að láta að sór kveða í tóniistinni 'fyrir alvöru á þessum tíma.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.