Dagur - 26.08.1989, Blaðsíða 3
fréttir
Laugardagur 26. ágúst 1989 - DAGUR - 3
Ný stefna í samskiptum byggðarlaga:
Vinabyggdainót á Kópaskeri
Fyrsta vinabyggðamótið sem
vitaö er um á íslandi var haldið
á Kópaskeri síðastliðinn laug-
ardag. Þá komu hreppsnefnd-
armenn frá Kirkjubæjarklaustri
í heimsókn en Presthólahrepp-
ur og Kirkjubæjarhreppur hafa
myndað með sér vinabyggða-
tengsl, sem eru að nokkru leyti
hliðstæð samskiptum vinabæja
á Norðurlöndunum.
Ingunn St. Svavarsdóttir,
oddviti Presthólahrepps, sagði að
forseti íslands, frú Vigdís Finn-
bogadóttir, hefði varpað fram
hugmynd um vinatengsl byggðar-
laga á íslandi fyrir um ári síðan
og fljótlega eftir það hófust við-
ræður oddvita Presthólahrepps
og Kirkjubæjarhrepps. En hvers
vegna Kirkjubæjarklaustur?
„Okkur fannst tilhlýðilegt að
leita þangað því þetta er svipaður
hreppur að stærð. Fyrir tveimur
árum voru 284 íbúar hér í Prest-
hólahreppi og 281 í Kirkjubæjar-
hreppi. Þá standa blandaðar
byggðir að báðum hreppunum og
þetta eru þéttbýliskjarnar sem
standa stutt frá náttúruperlum.
Við höfum Jökulsárgljúfur.
Dettifoss, Hljóðakletta og
Asbyrgi og Kirkjubæjarhreppur
hefur Skaftafell og öræfin. Báðir
hrepparnir hafa þurft að berjast
við sandfok og síðan eiga hrepp-
arnir það sameiginlegt að oddvit-
ar þeirra beggja eru konur,“
sagði Ingunn St. Svavarsdóttir.
Hún sagði að hreppsnefnd
Presthólahrepps hefði boðið
hreppsnefndarmönnum frá
Kirkjubæjarhreppi í bátsferð og
sýnt þeim lundabyggð og seli.
Einnig var farið í skoðunarferð í
fyrirtæki og söfn í hreppnum.
Um kvöldið var kvöldvaka í
skólanum. Par var kvöldverður
fyrir alla hreppsbúa og síðan stutt
kynning á hreppnum. Pá var boð-
ið upp á leiklist, tónlist og Ijóða-
lestur og hrepparnir skiptust á
gjöfum.
„Petta var afskaplega ánægju-
legt og vel heppnað í alla staði.
Veðrið var líka gott, glampandi
sólskin og logn,“ sagði Ingunn.
SS
—
Akureyri 127 ára
nk. þriðjudag:
Lúðrasveit
og fall-
byssuskot
Akureyringum ber að vera í
hátíöarskapi nk. þriðjudag
29. ágúst því þann dag fagn-
ar bærinn 127 ára afmæli.
í tilefni dagsins tekur
Blásarasveit Tónlistarskólans
nokkrar léttar sveiflur í göngu-
götunni frá kl. 17-18 og að leik
hennar loknunt berst leikurinn
á flötina austan Aðalstrætis,
gegnt Minjasafninu. Hleypt
verður skotum úr fallbyssu
Minjasafnsins kl. 18.30 en
kúluskotum hefur ekki verið
hleypt af fallbyssunni á þessari
öld. Á þjóðhátíðardaginn 17.
júní sl. var byssan vígð með
púðurskoti. óþh
Hríseyingar öflugir í trjáræktinni:
Plantað 34 tijáplöntum
á hvem Ma í sumar
„Jú, við plöntuðum 5000 trjá-
plöntum um síðustu helgi og
höfðum fyrr í sumar plantað
3500 plöntum. Eftir er að
planta 1000 plöntum til viðbót-
ar í sumar þannig að á sumrinu
verður plantað 34 plöntum á
hvern íbúa í hreppnum,“ sagði
Guðjón Björnsson, sveitar-
stjóri í Hrísey, aðspurður um
gróðursetningarátak í Hrísey.
Hríseyjarhreppur fékk 200.000
í svokallaðan „plastpokastyrk" í
sumar og renna þessir peningar
til kaupa á trjáplöntunum. Guð-
jón segir að plantað hafi verið í
breiðum beltum við ræktuð tún
sem umvefja þorpið í Hrísey.
„Gróðursetning á vegum
hreppsins hófst árið 1984 og síð-
an er búið að gróðursetja 22.000
plöntur. Auðvitað sést lítið af
yngstu plöntunum enn en elstu
plönturnar eru komnar á annan
metra og þær sjást auðvitað vel.
Hingað til hefur verið plantað í
kringum þorpið en mér finnst að
þegar búið verður að planta í
næsta nágrenni þá verðum við að
snúa okkur að plöntun innan
þorpsins. Það er ánægjulegt hve
góðar undirtektir þetta fær hér og
enginn hörgull á mannskap til
gróðursetningarinnar. Hér var
mikil vinna síðastliðinn laugar-
dag en samt komu nægilega
margir í gróðursetninguna. Og
þegar þetta er byrjað á annað
borð þá er líklegt að framhald
verði á á næstu árum," sagði
Guðjón Björnsson. JOH
ViÖskiptavinir
athugiÖ!
Erum fluttir úr Norðurgötu 50 í Strandgötu 39.
Tek að mér bólstrun og viðgerðir.
Áklæði og leðurlíki í miklu úrvali.
Látið fagmann vinna verkið.
K.B. bólstrun
Strandgötu 39, sími 21768.
o
Nýtt, hrœrt skyr.
Hin aldagamla mjólkurafurð hefur verið
aðlöguð nútíma neysluvenjum og fœst
tilbúin til neyslu í 200 gr. dósum.
Þú bragðbœtir skyrið eftir eigin smekk
og borðar það með bestu lyst.
Nœringarrík, holl og góð nýjung byggð
ó þjóðlegum grunni.
SKEMMTILEG NfJHRG
FVIII
KVIGAMA
MJÓLKURSAMLAG