Dagur - 21.09.1989, Page 1
Heilsárs knattspymu-
æfingasvæði á Akurevri
nauðsynlegt sem fyrst
- tölur um rekstrarkostnað óraunhæfar?
Þórarinn Krisljánsson lijá Gúmmívinnslunni hf'. á Akureyri afhcnti í gær Páli Sigurðssyni vöruhílsfjóra 10 þúsund-
asta sólaða vörubílahjólharðann sem fyrirtækið framlciddi. Mikið er að gera hjá Gúnunívinnslunni og vaxandi eftir-
spurn eftir framleiðsluvörunum. Myn,| K1
Endurskoðun Qárhagsáætlunar Akureyrarbæjar:
36 milljóna króna halla-
rekstur dvalarheinula
- Sigurður Jóhannesson bæjarfulltrúi:
„Vandanum sópað undir teppið“
Glæsilegur árangur meistara-
flokks KA í knattspyrnu í sum-
ar hefur hleypt miklum krafti í
uinræður um heilsárs aðstöðu
til knattspyrnuiðkunar á Akur-
eyri. Horfa menn þá helst til
gervigrasvallar og þessa dag-
ana fara fram forathuganir hjá
íþróttafulltrúa Akureyrar
varðandi byggingu slíks vallar.
Hermann Sigtryggsson íþrótta-
fulltrúi segir þessar athuganir
skammt á veg komnar, eri’aðal-
lega sé verið að kanna verð, teg-
undir efnis og lítillega staðsetn-
ingu. „Það eru menn að athuga
þetta fyrir okkur í Reykjavík, en
aðstceð' - okkar eru svo gjörólík-
ar þeirra vegna rekstrarkostnað-
ar. En við viljum vera tilbúnir
með nauðsynlegar upplýsingar ef
eitthvað verðui ákveðið í þessu
máli,“ sagði Hermann.
í hófi sem bæjarstjórn Akur-
eyrar hélt KA í tilefni íslands-
meistaratitilsins bar gervigras á
Forráðamenn KA og Þórs vilja betri
æfíngaaðstöðu.
Dalvíkurtogarinn Björgúlfur
EA-312 seldi í gær 180 tonna
afla á markaði í Bremerhaven í
V.-Þýskalandi fyrir 10,3 millj-
ónir króna, Meðalverð á kíló
var um 57 krónur sem telja
verður heldur dapurt verð.
Vilhjálmur Vilhjálntsson hjá
LÍÚ sagðist í gær ekki vera búinn
að fá endanlegar tölur um sölu
Björgúlfs en samkvæmt hans
upplýsingum hafi um 20 tonn af
aflanum, sem var að stærstum
hluta karfi, farið í gúanó. Sú
staðreynd skýrði lágt meðalverð
aflans.
Til marks um lágt söluverð á
afla Björgúlfs í gær má nefna að
Stálvík frá Siglufirði seldi 95 tonn
af karfa í Brernerhaven í liðinni
viku og fékk 74,50 króna meðal-
verð.
Ólafsfjarðartogarinn Ólafur
Bekkur selur í dag og á morgun
góma í ræðum sem fluttar voru.
Bæjarstjóri sagði þá að í raun
væri bygging vallarins sjálfs ekki
óyfirstíganlegur þröskuldur, en
reksturinn yrði áhyggjuefni
vegna mikils kostnaðar. Nefndi
hann 20 milljónir á ári í því
sambandi. Knattspyrnuvöllur af
fullri stærð er unt 7.500 fermetrar
og til samanburðar má geta að
göngugatan á Akureyri sem hituð
er upp með vatni er um 2.450 fer-
metrar að flatarmáli. Að sögn
Guðmundar Guðlaugssonar yfir-
verkfræðings hjá Akureyrarbæ er
áætlað að kostnaður við hitun
götunnar og viðhalds kerfisins á
þessu ári verði um 1,6 milljónir
króna. Ef leikið er með tölur og
gengið út frá því að kostnaður
við rekstur gervigrasvallar sé
álíka og við göngugötuna, ætti
kostnaður við hitun og viðhald
grasvallarins að vera þrisvar sinn-
um meiri en við göngugötuna ef
miðað er viö stærð og nema um 5
milljónum 'kiona á ári.
Mikill áhugi er hjá forráða-
mönnunt KA og Þórs að koma
upp heilsárs knattspyrnuæfinga-
svæði á Akureyri. Það er Ijóst að
mikill aðstöðumunur varðandi
æfingar er á liðunum hér og í
Reykjavík þar sem gervigrasvöll-
ur er til staðar og nú mun ætlunin
að byggja einn í viðbót í Garða-
bæ í haust. Því telja KA-menn og
Þórsarar það brýnt að eitthvað
verði gert í þessum málum sem
allra fyrst. VG
unt lóOtonn í Bremerhaven.
Krossanesdeilan svokallaða
var rædd á fundi bæjarstjórnar
í vikunni eins og komið hefur
fram í Degi og á fundinum
sagði Sigfús Jónsson bæjar-
stjóri m.a. að sér hefði þótt
óeðlilegt að Eining skipaði son
vcrksmiðjustjórans sem trún-
aðarmann á vinnustaðnum á
sínuin tíma.
Björn Snæbjörnsson varafor-
maður Einingar sagði aðspurður
í samtali við Dag í gær, að trún-
Endurskoðuð fjárhagsáætlun
Bæjarsjóðs Akureyrar var tek-
in fyrir á fundi bæjarstjórnar á
þriðjudag. I ljós hefur komið
að stefnir í 36 milljóna króna
hallarekstur dvalarheimilanna
Hlíðar og Skjaldarvíkur.
Umtalsverð hækkun er á
mörgum öðrum gjaldaliðum
bæjarfélagsins. Tekjur hafa
hækkað á móti, en samt minna
en gjaldaliðir.
Eftir endurskoðun hækka tekju-
liðir fjárhagsáætlunar um 25
milljónir króna, þar af eru
útsvarstekjur 20 milljónum kr.
aðarmcnn á vinnustað væru
skipaðir eftir kosningu á vinnu-
stað. „Við gerum ekki athuga-
semdir við þann sem starfsmenn
á vinnustað hafa ákveðið að
kjósa. Félagið sem slíkt blandar
sér því ekki í það hverjir kosnir
eru trúnaðarmenn og hverjir
ekki, því starfsmcnn velja auðvit-
að þá menn sem þeir treysta best
fyrir sínum málum. Þá stóð
umræddur trúnaðarmaður sig
fádæma vel og passaði með kjafti
og klóm að ekki væri brotið á sín-
hærri en ráð var fyrir gert og
vaxtatekjur 5 milljónum kr.
hærri. Stærstu útgjaldaliðir eru í
félagsmálageiranum, 11,1 milljón
kr. hækkun til Hlíðar og 2,9
milljónir til Skjaldarvíkur. 1,5
milljón eru vegna sundlaugar
Glcrárskóla, 8 milljónir vegna
snjómoksturs og sandburðar.
Vaxtagjöld vegna yfirdráttar
lækka úr 7 í 3. milljónir. Óviss
útgjöld hækka um 3,3 milljónir,
2,5 milljónir eru vegna nýrrar
barna- og byrjendaskíðalyftu í
Hlíðarfjalli. Nauðsynlegt var að
endurnýja lyftuna vegna slysa-
um starfsfélögum og á þeim tíma
sem hann starfaði sem trúnaðar-
maður þurfti hann oft að taka á
málum gagnvart framkvæmda-
stjóra fyrirtækisins. Hvort þetta
hefur haft áhrif á að hann var ekki
endurráðinn veit ég ekki, en það
mætti ætla það,“ sagði Björn.
Hann sagði jafnframt að maður-
inn hefði unnið hjá fyrirtækinu í
12 ár og því enn óeðlilegra að láta
hann fara með svo langan starfs-
aldur að baki.
VG
hættu í þeirri gömlu.
A áætlun um eignabreytingar
kemur fram að ný Ián hækka um
36 milljónir króna frá fyrri áætl-
un, en sú lántaka er vegna kaupa
á jörðinni Glerá, samkvæmt
ákvörðun bæjarstjórnar.
Sigurður Jóhannesson, bæjar-
fulltrúi, benti á aö nú hefði það
komið á daginn sem bæjarfull-
trúar Framsóknarfíokksins hefðu
sagt við gerö fjárhagsáætlunar,
að tekjur yrðu rneiri en ráð var
fyrir gert, og því óþarfi að hækka
útsvarsprósentuna eins mikið og
gert var.
„Flestar þær breýtingar sem
koma fram eru eðlilegar af hálfu
bæjarins. Hitt er öllu alvarlegra,
sem ekki kemur fram í þessari
endurskoðuðu fjárhagsáætlun,
en það eru vandamálin sem sóp-
að er undir teppið. Hér er ég
m.a. að tala urn hallarekstur
dvalarheimilanna, sem var fyrir-
sjáanlegur, en ekkert fé var ætlað
til að greiða þann halla í upp-
haflegri fjárhagsáætlun, og ekki
heldur nú. Þetta var eitt af töfra-
brögðunum scm notuð voru til að
fá fallegri áferð á fjárhagsáætlun-
ina. Ég er ekki heldur farinn að
sjá að sú áætlun meirihlutans
muni standast að útistandandi
bæjargjöld verði að krónutölu
sama upphæð og á fyrra ári. Þá er
beiðni Verkmenntaskólans um
meira framkvæmdafé látin bíða,
þrátt fyrir þann metnað sem við
leggjum í þá stofnun,“ sagði
Sigurður Jóhannesson. EHB
Heldur léleg sala Björgúlfs í Bremerhaven:
Tuttugu tonn af afl-
anum fóru í gúanó
- Ólafur Bekkur selur í dag og á morgun
Krossanesdeilan:
Starfsmenn kjósa sér
trúnaðarmenn sjálflr