Dagur - 21.09.1989, Side 4

Dagur - 21.09.1989, Side 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 21. september 1989 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), KARL JÓNSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDIS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Það eina sem ávallt er tryggt upp í topp Það vaxtaokur sem hér er við lýði er tvímæla- laust mesti bölvaldur íslensks atvinnulífs. Raunvextir hér á landi eru mun hærri en lán- takendur standa undir að greiða. Er þá sama hvort um einstaklinga eða fyrirtæki er að ræða. Vaxtabrjálæðið er ótrúlegt. Árið 1986 vorur raunvextir útlána viðskiptabankanna um 5%. í fyrra voru þeir 10,3% eða rúmlega helmingi hærri. Rauntekja fjármagnsins var með öðrum orðum helmingi meiri í fyrra en árið 1986. Samkvæmt upplýsingum Seðla- banka íslands voru heildarútlán innlends fjár um 220 milljarðar króna árið 1988. 10,3% vextir færðu því fjármagnseigendum rúma 23 milljarða króna í aðra hönd á síðasta ári, eða sem svarar 7-8% af þjóðartekjum! Og það voru einungis raunvextirnir, þ.e. þeir vextir sem fjármagnseigendur fengu, eftir að þeim hafði að fullu verið tryggt raungildi pening- anna, með verðbótaþætti og/eða vísitölu- tryggingu. Fullyrða má að leitun sé að þeim atvinnuvegi sem staðið getur undir að greiða svo háa raunvexti, ef hann þá yfirleitt er til. Stjórnmálamenn og efnahagssérfræðingar hafa lengi talað um að raunvextir á bilinu 4- 5% séu eðlilegir. Samt sem áður er vaxtaokrið látið viðgangast ár eftir ár. Það hlýtur að teljast fullkomlega óeðlilegt að fjármagnseigendur (eða peningamenn eins og sumir kjósa að kalla þá sem fjármagn- ið eiga, til aðgreiningar frá hinum almenna sparifjáreiganda) haldi ævinlega sínu á hverju sem gengur. Fjármagnið er verðtryggt í bak og fyrir, auk þess sem það ber himinháa raunvexti. Fjármagnskostnaður lántakenda rýkur þar með upp úr öllu valdi. Framleiðslu- fyrirtækin, eins og allur atvinnurekstur í land- inu, er að kikna undan fjármagnskostnaðin- um. Hann hækkar tilkostnaðinn við fram- leiðsluna og útflutningsfyrirtækin heimta gengisfellingu. Þau fá hana ekki. Það virðist talið óþarft að bæta þeim skaðann. Kaup- máttur launa rýrnar. Hann er ekki heldur bættur. Það eina sem ávallt er tryggt upp í topp, á hverju sem gengur, er fjármagnið. Sú meinloka að unnt sé að tryggja peninga en annað ekki, fær engan veginn staðist. Hve- nær ætlar sú staðreynd að verða stjórnendum íslenskra efnahagsmála ljós? Munu menn bíða eftir því að atvinnulífið í landinu verði ein rjúkandi rúst áður en látið verður til skar- ar skríða gegn vaxtaokrinu? Svo mikið er víst að bæði nafnvextir og raunvextir eru enn tals- vert ofan við það sem raunhæft, sanngjarnt og eðlilegt getur talist. BB. Ný bók: Þegar hiinimmm blakknar - minningarþættir Porbjarnar Kristinssonar Út er komin bókin Pegar himinn- inn blakknar, minningarþættir Porbjarnar Kristinssonar, fyrr- verandi kennara við Glerárskóla. Hér er um að ræða beint fram- hald af bókinni Undir brúar- sporðinum sem kom út árið 1986 og er uppseld. Áður hafði Þor- björn sent frá sér ljóðabókina Á valdi minninganna -75% ástar- Ijóð, en hún er enn fáanleg hjá höfundi. í þessari bók fjallar Þorbjörn opinskátt um líf sitt; einnig er að finna ýmsan fróðieik um líf alþýðunnar fyrr á öldinni. Hann segir gjarnan skoplega frá, t.d. samskiptum nemenda og kenn- ara, svo og er hann segir frá því er hann eignaðist sinn fyrsta og eina bíl á efri árum. Annars gengur ástin eins og rauður þráð- ur gegnum bókina, enda höfund- ur lcngi litinn hýru auga af kven- fólki. Þorbjörn Kristinsson. Bókin Pegar himinninn blakkn- ar skiptist í 19 þætti og vettvang- ur hennar er Skagafjörður, Laug- ar, Mývatnsöræfi, Reykjavík, Akureyri, Reykjalundur, Krist- nes og Vaðlaheiði. Hún endar á kaflanum í grennd við Gullna hliðið, þar sem höfundur fjallar um líf sitt í dag og hugleiðir ókomna daga. Þorbjörn er Parkinsonsjúkling- ur og hefur haft sér til aðstoðar við þetta verk stúlkur sem skrifað hafa upp eftir honum. í þættinum Klórað í bakkann segir hann frá fyrstu kynnum sínum af sjúk- dómnum og þeim breytingum sem honum fylgja. Bókin er offsetprentuð í POB, 176 blaðsíður með myndum, inn- bundin og í kápu, eins og segir í tilkynningu frá síðasta ritara hennar, Ingibjörgu Stefánsdótt- ur. SS íshind tók nú þátt í „Bok och Biblioteksmássen“ í Gautaborg í fyrsta sinn. Bak viö afgreiðsluborðið í íslenska kynn- ingarbásnum eru þær Anna Einarsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Þórdís Þorvaldsdóttir og Guðrún Magnúsdótt- „Bok och Bibliotek“ í Svíþjóð: ísland verður aðal- viðfangseMð árið 1990 - stærsta bóka- og bókmenntakynning sem haldin er á Norðurlöndunum ár hvert Nú hefur verið ákveðið að Island vcrður aðal viðfangsefnið á „Bok och Bibliotek“, bóka- og menn- ingarþinginu í Gautaborg árið 1990. Síðastliðinn sunnudag lauk menningarhátíðinni sem haldin var í ár og komu 60.000 manns þá fjóra daga sem hún stóð yfir. Það voru 850 aðilar sem sýndu og var ísland með eigin sýningarbás í fyrsta skipti. Bókasamband íslands kynnti íslenskar bækur og íslenska höfunda og Norræna húsið veitti upplýsingar um íslenska menningu og þjóðfélag. íslenska deildin vakti mikla athygli. Meðal gesta voru sænski forsætisráðherrann, Ingvar Carls- son og Svavar Gestsson, mennta- málaráöherra, en hann var sér- stakur gestur hátíðarinnar. Menntamálaráðherra kynnti norræna bókmenntadagskrá „Nyskrivet í Norden“, þar sem rithöfundarnir Einar Kárason frá íslandi, Dag Solstad frá Noregi, Kristina Lugn frá Svíþjóð, Rosa Liksom frá Finnlandi og Dea Tri- er Mörch frá Danmörku lásu úr verkum sínum. „Bok och Bibliotek“-þingið var nú haldið fimmta árið í röð. Auk rithöfunda og bókaútgef- enda frá Norðurlöndum voru rit- höfundarnir Friedrich Dúrren- matt, Nawal El-Saadawi, Nadine Gordimer, Peter O’Donnell, Yasar Kemal, Jackie Collins, Tahar Ben Jelloun og Maurice Sendack gestir hátíðarinnar. Eitt Norðurlandanna hefur verið kynnt sérstaklega á hverju ári. í ár var það Danmörk og næsta ár verður það ísland eins og fyrr segir. Bókaþingið verður haldið dagana 13. til 16. sept- ember 1990. Með þátttöku íslands gefst einstakt tækifæri til að kynna bókmenntir og menningu lands- ins fyrir fjölda áhugasamra gesta, segja Anna Einarsdóttir hjá Bókasambandi íslands og Lars- Áke Engblom, forstjóri Norræna hússins, en þau undirbjuggu þátt- töku íslands í ár. Skipuleggjendurnir hafa mik- inn hug á að hlutur íslands verði sem veglegastur og efli um leið hinn norræna svip bóka- og menningarhátíðarinnar.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.