Dagur - 21.09.1989, Side 7

Dagur - 21.09.1989, Side 7
öllu því g kynntist ara um ævi og störf uppbyggingu og skipulagningu í þessum málaflokki. Þörfin var brýn þegar starfið hófst. Á Sel- fossi höfðu nokkrir foreldrar sem áttu fötluð börn keypt „Viðlaga- sjóðshús,“ sem byggt var í Vest- mannaeyjagosinu, og hafið þar rekstur í þágu barnanna. Þetta var þá eina þjónustan sem fötluð- um var þá veitt á Suðurlandi. Strax árið 1980 var hús keypt á almennum markaði og þar stofn- að sambýli. Þetta er fallegt hús sem stendur á bökkum Ölfusár. Þar eru nú sex íbúar. Eins og ég gat um áður var keypt hús gegnt barnaskólanum á vegum Svæðis- stjórnar til að hýsa sérkennsluna, og er starfsemi þar stöðugt að aukast. En það er ekki nóg að kaupa hús fyrir sambýli, fólk þarf líka að hafa eitthvað að gera. Þ.ví var það tekið til bragðs að taka á leigu iðnaðarhúsnæði, þar sem rekinn er verndaður vinnustaður. Hefur reksturinn gengið framar öllum vonum og starfsemin er að sprengja húsnæðið utan af sér. Öll uppbygging á vegum Svæðisstjórna markast af því fé sem þeim er úthlutað úr Fram- kvæmdasjóði fatlaðra, en eins og alþjóð veit hefur stjórnvöldum ekki ennþá auðnast að leggja þeim sjóði til það fjármagn sem lög mæla fyrir um. Uppbyggingin hefur því gengið hægt, miklu hægar en þörfin segir til um. Á Selfossi var tekið í notkun nýtt sambýli árið 1987 og á sl. vetri lauk byggingu 5 leiguíbúða fyrir fatlaða. Sú bygging var fjár- mögnuð af Öryrkjabandalagi íslands úr þeim sjóði sem orðið hefur til vegna Lottósins. Það má því segja að við höfum unnið veglegan vinning í Lottói þarna fyrir sunnan. En eins og víðar á landinu er svo sannarlega þörf fyrir fleiri slíka vinninga. Á skrifstofu Svæðisstjórnar er langur biðlisti yfir fatlaða, sem óska eftir því að komast á sam- býli. Og ekki má gleyma Með- ferðarheimilinu Lambshaga, en það er í Viðlagasjóðshúsinu sem foreldrar fatlaðra barna og Þroskahjálp keyptu forðum. Þar fá börn og unglingar allt til átján ára aldurs margskonar þjónustu. Þar er dagvistun, skammtíma- vistun og helgarvistun; þar fer fram þjálfun og ráðgjöf til foreldra og náið samstarf er við starfsfólk sérdeildar, því að oft er um sömu börn að ræða. Starfsfólk þessara stofnana, sem losar trúlega þrjá tugi, hefur unnið mikið og gott brautryðjendastarf. Það er okkar mikla lán hversu gott fólk hefur verið valið þarna til starfa. Umönnunarstörf eru alltaf vandasöm, auk þess sem þau reyna svo sannarlega á kraftana, þegar um mikið fatlað fólk er að ræða. Breytingarnar eru örar Annars eru breytingarnar í þess- Fimmtudagur 21. september 1989 - DAGUR - 7 ---------------- — --------'CjtfVviiÁiVó'Vife—- Það hefur oft komið í minn hlut að hjálpa þeim sem hafa átt erfitt - og fyrir það er ég þakklát. Mynd: ehb um málaflokki svo örar að maður má hafa sig allan við til að fylgj- ast með. Þegar Sjálfsbjargarhús- ið var byggt kom ekki annað til greina en að byggja stórt hús þar sem mætti hrúga saman fjölda fatlaðra. Síðan varð sambýli lausnarorðið en nú er verið að uppgötva að sennilega sé óhætt að fatlaðir búi meðal almennings. Þeir þurfi ekki sérstök hús eða sérstakar stofnanir. Þeir geti oft á tíðum auðveldlega bjargað sér með smávægilegri hjálp - og það sem betra er; slík ráðstöfun er miklu ódýrari fyrir þjóðfélagið, og einstaklingarnir miklu ham- ingjusamari. Þarna er ég að tala um heimahjúkrun og heimilis- hjálp. Sjálfstæði fatlaðra, einkum hreyfihamlaðra, veltur á því að þeir fái slíka þjónustu. Sjálfsagt væri endalaust hægt að ræða málefni fatlaðra. Ég hefi lítið fundið til eigin fötlunar nema þá helst á íþróttasviðinu. Það var tilviljun að ég fór að vinna með Sjálfsbjörgu hér áður fyrr vestur á ísafirði, en þátttaka mín í þessu starfi hefur verið mikil í skólunum, þótt ég segi sjálf frá. Ég hefi kynnst mörgum hetjum meðal fatlaðra, eignast svo marga góða vini og átt svo margar góðar stundir með þessu fólki. Fyrir þetta er ég að reyna að þakka með þátttöku minni í Sjalfsbjargarstarfinu, Svæðis- stjórnarmálum og fræðslumálum. Við rekum okkur svo víða á það í þjóðfélaginu að „allir menn eiga að vera jafnir, en sumir eru jafn- ari en aðrir.“ Og þannig hefur það víst alltaf verið, þótt reyna megi að breyta því.“ EHB „Úr vöndu að ráða“. Pétur Guðjónsson og Hörður Blöndal velta vöngum yfir einhverju vandamáli í úrspili. Fjær má sjá Hermann Huijbens, álíka íbygginn á SVÍp. Myndir: FF. gesti, ýmist til að spila við ellegar sjálfstæð pör. Dagskrá fram að áramótum fullmótuð Dagskrá B.A. fram að áramótum er því sem næst fullmótuð. Dag- ana 3. og 10. október n.k. fer fram hið árlega Bautamót, sem er tvímenningsmót. 17. október verður Landstvímenningur á dagskrá, en eins og nafnið gefur til kynna eru sömu spil spiluð samtímis hjá öllum briddsfélög- um á landinu. Næstu sjö þriðju- daga þar á eftir fer fram Akur- eyrarmót í sveitakeppni. Að því loknu verður haldið eins kvölds mót en dagskránni á þessu ári lýkur með jólatvímenningi 19. desember, þar sem öll áhersla verður lögð á léttleikann. Öll þessi mót fara fram í Félagsborg á Akureyri og hefst spilamennska kl. 19.30 á þriðjudögum. Borð- gjald er nú 350 kr. á hvern spilara en 200 kr. fyrir skólafólk og elli- lífeyrisþega. Fjölmörg helgarmót Auk þeirra móta sem að ofan hafa verið talin verða haldin fjöl- mörg helgarmót á Norðurlandi fram til áramóta. Þar má m.a. nefna að dagana 30. september til 1. október fer fram árleg bæjakeppni rnilli Akureyrar og Siglufjarðar og fer hún fram á Akureyri að þessu sinni. Þá mun Bridgefélag Akureyrar efna til Stórmóts á Akureyri 7.-8. októ- ber og má búast við mikilli þátt- töku en verðlaun sérlega glæsi- leg, m.a. vegleg peningaverðlaun fyrir efstu sætin. Bikarkeppni Norðurlands hefst síðan í nóvember. Önnur helgarmót sem þegar hafa verið ákveðin eru: Norðurlandsmót í tvímenningi á Hvammstanga 14. október; Kristjánsmót á Sauðárkróki 21. október; Guðmundarmót á Hvammstanga 4. nóvember; Stórmót í sveitakeppni á Húsavík 3.-5. nóvember og sveitakeppni Norðurlands vestra á Sauðár- króki 18.-19. nóvember. Af þessu sést að briddsspilarar á Norðurlandi hafa í mörg horn að líta í vetur og geta farið að hugsa sér til hreyfings. Það spila- fólk á Akureyri og nágrenni, sem ekki hefur stundað keppnisbridds til þessa, ætti að gera sér ferð á kynningarkvöld B.A. næsta þriðjudagskvöld í Félagsborg og kynnast starfseminni sem þar fer fram að eigin raun. Forráðamenn B.A. vilja sérstaklega taka það fram að félagið er opið öllu spila- fólki á Eyjafjarðarsvæðinu. Þórainn B. Jónsson og Páll Pálsson ræða málin, meðan sigurvegarar Startmótsins, nafnarnir Haukur Harðarson og Jónsson, færa inn á skorblaðið.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.