Dagur - 22.09.1989, Page 11

Dagur - 22.09.1989, Page 11
r Föstudagur 22. september 1989 - DAGUR - 11 íþrótfir Knattspyrna: Hver verður valinn? - uppskeruhátíð knattspyrnumanna í kvöld KA, sem íslandsmeistari, mátti tilnefna heiöursgest á hátíðina og fyrir valinu varð Ragnar Sig- tryggsson sem var fyrsti landsliðs- maður KA í knattspyrnu. Hann lék landsleik gegn Belgum árið 1957 í Reykjavík en Belgía vann þann leik 5:2. í fyrra var Sigurjón Kristjáns- son úr Val valinn besti leikmaður íslandsmótsins og þá var Framar- inn Arnljótur Davíðsson kosinn efniíegasti leikmaðurinn. Það vekur athygli að báðir þessir leik- menn hafa ekki verið fastamenn í liðum sínum á þessu íslandsmóti. Arnljótur hefur reyndar átt við meiðsli að stríða en Sigurjón hef- ur ekki leikið síðustu leiki liðsins, eða síðan Guðmundur Þor- björnsson tók við Valsliðinu af Herði Helgasyni. Þetta á vonandi ekki eftir að liggja fyrir þeim leikmönnum sem nú verða | valdir. Örlygsson sterklega til greina en einnig má gera ráð fyrir því að fyrirliðinn lErlingur Kristjánsson fái nokkur stig. Helsti keppinaut- ur þeirra verður að öllum líkind- um Rúnar Kristinsson úr KR sem leikið hefur mjög vel með liði sínu á þessu keppnistímabili. Aðrir leikmenn sem koma til greina eru Pétur Ormslev úr Fram, KR-ingurinn Pétur Péturs- son, Ólafur Jóhannesson þjálf- ari og leikmaður FH, Hörður Magnússon úr FH sem varð markahæsti maður íslandsmóts- ins 1989 og Bjarni Sigurðsson landsliðsmarkvörður úr Val. Ólafur Gottskálksson mark- vörður úr ÍA á mesta möguleika á því að verða valinn efnilegasti leikmaður þessa íslandsmóts. Aðrir sem koma til greina eru t.d. Einar Páll Tómasson úr Val, Baldur Bjarnason úr Fylki og Jóhann Lapas úr KR. Sund: Bikarkeppnin á Akureyri Uppskeruhátíð félags 1. deild- arleikmanna fer fram á Hótel íslandi í kvöld. Þar verður m.a. tilkynnt um kjör besta leikmanns 1. deildar, efnileg- asta leikmannsins í deildinni og einnig verður valinn besti dómarinn. Sigurjón Kristjánsson Val var valinn besti leikmaðurinn í fyrra og Arnljótur Davíðsson Fram sá efnilegasti. Athyglisvert er að hvorugur þeirra var síðan fastamaður í sínu liði í sumar. Þessi hátíð hefur vaxið og dafnað á undanförnum árum og er nú orðinn glæsilegur loka- punktur á knattspyrnuvertíðinni. KA-menn bíða spenntir eftir hátíðinni enda er líklegt að þeir eigi góða möguleika á því að eiga besta mann íslandsmótsins árið 1989. Þar kemur Þorvaldur - í 3. deild um helgina - Óðinn og KS keppa Bikarkeppni Sundsambands íslands í 3. deild fer fram í Sundlaug Akureyrar um helg- ina. Keppni hefst í kvöld, föstudag, og v^rður synt fram á sunnudag. Tvö lið frá Norðurlandi, Óðinn frá Akur- eyri og KS frá Siglufirði, taka þátt í mótinu. Keppt verður í tuttugu ein- staklingsgreinum og fjórum boðsundsgreinum. Hvert félag fær stig samkvæmt alþjóðlegri stigatöflu. Óðinskrakkarnir eru staðráðnir í því að standa sig vel en félagið féll úr 2. deild í síðustu keppni og stefna Akureyringar að endurheimta sæti sitt í þeirri deild. Þau lið sem taka þátt í 3. deild- inni, auk Óðins og KS, eru UÍA, Bolungarvík, Vestri ísafirði og HSK. éiL.. j ** %' / " Sundfólkið úr Óðni, m.a. Birna Sigurjónsdóttir sem sést á þessari mynd, verða á fullu um helgina. Handknattleikur: Æfingar hafnar Handknattleikur: Arnar með Völsung - í handboltanum Þórsarar eru komnir með fasta æfingatíma í handboltanum í öllum flokkum. Það skal þó tekið fram að þessi æfingatafla gildir frá og með mánudegin- um 25. september, þ.e. næsta mánudegi. Meistaraflokkur karla æfir á mánudögum og þriðjudögum kl. 19.00 og á miðvikudögum og fimmtudögum kl. 20. 30. Æfing- arnar eru í Skemmunni á mánu- dögum og miðvikudögum og í Höllinni á þriðjudögum og fimmtudögum. Þriðji flokkur karla æfir á íþróttir helgariraiar Sund: Bikarkeppni SSÍ í Akureyrarlauginni alla hclgina Golf: Laugardagur: Firmakeppni hjá GA kl. 10.00 Sunnudagur: Gullsmiðabikarinn kl. 10.00 - í handboltanum mánudögum og miðvikudögum kl. 17.00 í Skemmunni og á sunnudögum kl. 16.00 í Höllinni. Fjórði flokkur karla æfir kl. 17.00 á mánudögum í Glerár- skóla, kl. 19.00 á fimmtudögum í sama skóla og svo á sunnudögum kl. 15.00 í Höllinni. Fimmti flokkur karla æfir þrisvar í viku í Glerárskóla. Á þriðjudögum kl. 19.00, á fimmtu- dögum kl. 20.00 og á sunnudög- um kl. 10.30. Sjötti flokkur æfir tvisvar í hjá Þór viku í Glerárskóla. Á þriðjudög- um kl. 18.00 og á sunnudögum kl. 15.45. Meistaraflokkur kvenna æfir á mánudögum kl. 20.30 í Skemm- ,unni, kl. 18.00 á miðvikudögum á sama stað og svo í Höllinni á fimmtudögum kl. 22.00 Þriðji flokkur kvenna æfir í Glerárskóla á þriðjudögum kl. 20.00 og á sunnudögum kl. 15.00 í Skemmunni. Fjórði flokkur kvenna æfir í Glerárskóla á miðvikudögum kl. 17.00 og á sunnudögum kl. 9.30. íþróttagarpurinn góðkunni Arnar Guðlaugsson mun þjálfa handknattleikslið Völsunga í vetur. Húsvíkingarnir leika í 3. deildinni og hcfst íslandsmótið í þcirri deild helgina 5.-7. októ- ber. Þá leika Völsungar gegn UBK-b, Ármanni-b og Reyni Sandgerði fyrir sunnan. Arnar sagði í samtali við blaðið að hópurinn væri stór og áhuga- samur en leikmennirnir væru flestir ungir að árum og því mætti ekki búast við neinum stórár- angri í vetur. „Liðinu tókst ekki að vinna leik í fyrra þannig að við getum ekki farið nema upp á við í vetur. Strákarnir eru tíestir á aldrinum 17-19 ára og eiga fram- tíðina fyrir sér,“ sagði Arnar. FH-b og Valur-b fóru upp í 2. dcild í fyrra en annars eru sömu lið áfram í 3. deildinni. Völsung- ur er eina liðið af Noröurlandi sem leikur í þeirri deild. Arnar Guð|augsson þjálfar Völs- unga í vetur. Páll Gíslason og aðrir Þórsarar æfa nú á fuilu fyrir íslandsmótið. Mynd: tlv 1X21X21X21X21X21X21X21X21X2 Faðir gegn syni Gylfi Baldvinsson útgerðarmaður virðist illsigranlegur og svil- kona hans, Fjóla Jóhannsdóttir, fékk að kenna á getspeki Gylfa í síðustu viku. Gylfi var með 7 rétta, sem er mjög góður árang- ur, en Fjóla var með 5 rétta. Gylfi segir að fjölskyldan iði í skinninu að leggja hann að velli og hefur Gylfi því skorað á son sinn, Jóhann B. Gylfason. Enska knattspyrnan er nú komin á fullt og athygli beinist mest að leik nágrannanna, Liverpool og Everton, en bæði þessi lið eru á toppi ensku deildarinnar. íslensku liöin eru farin að fá pening af getraunum og, eins og í fyrra, eru Fylkir og Fram duglegust viö söluna. Fram seldi 8.945 raðir í síðustu viku, Fylkir seldi 6.510 raöir. KA er söluhæst á Norðurlandi með 3.759 raðir og er í 5. sæti yfir landið. Þór í 10. sæti meö 3.039 seldar raðir. En snúum okkur þá að spá feðganna fyrir þessa 38. leikviku. Gylfi: Arsenal-Charlton 1 Aston Villa-QPR 1 Chelsea-Coventry x C.Palace-Nott.For. 1 Derby-Southampton 1 Everton-Liverpool 2 Luton-Wimbledon 1 Man.City-Man.Utd. 2 Norwich-Tottenham 1 Bournemouth-Blackburn x Oxford-lpswich 1 West Ham-Watford x Jóhann Arsenal-Charlton 1 Aston Villa-QPR x Chelsea-Coventry 1 C.Palace-Nott.For. 2 Derby-Southampton 1 Everton-Liverpool x Luton-Wimbledon 1 Man.City-Man.Utd. x Norwich-Tottenham 1 Bournemouth-Blackburn 1 Oxford-lpswich 2 West Ham-Watford x 1X2 1X2 1X21X2 1X2 1X21X2 1X2 1X2

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.