Dagur - 23.09.1989, Blaðsíða 13

Dagur - 23.09.1989, Blaðsíða 13
af erlendum vettvangi 68SÍ- lödmaíq&g .£S ku{>b5i6{jue;J - HUÐAQ - £f Laugardagur 23. september 1989 - DAGUR - 13 Fóðrun dúftia er á margan hátt hættuleg dúfumim sjálfum og fleirum Það er hrein grimmd að ala dúfur f borgum, segir dýrafræðingurinn Daniel Haag, sem um langt skeið hefur fylgst með lífi dúfna í borg- inni Basel. Raunar geta dúfurnar haldið lífi með því fóðri, sem þeim er gefið, en í það vantar þó vítamín og steinefni, og þetta veldur því að þær breyta háttum sínum. Þær taka til við að éta jurtir í aldin- görðum og á opnum svæðum, en það er ekki eðlileg fæða fyrir dúf- urnar, sem eru fræætur. Fóðrun- in veldur því líka, að dúfurnar safnast saman í stóra hópa. Afleiðingin verður skortur á hreiðurstæðum og mikill unga- dauði. Það er fyrst á þessari öld, sem dúfurnar hafa tekið að leita inn í stórborgirnar í fæðuleit. En þar hefur fjölgun þeirra orðið feikna- leg, og dúfnamergðin veldur ýmsum umhverfisvandamálum. í Basel einni er talið, að dúfna- skíturinn sé meira en tvö tonn á ári. Hann dreifist yfir mynda- styttur, bekki, skilti, svalir, umferðarljós og götuljós. Og dúfnamergðin er líka heilbrigðis- vandamál. Þær geta borið með sér smitandi sjúkdóma og sníkju- dýr og fleiri skaðvaldar safnast í hreiður þeirra. (III. Videnskab 2/89. - Þ.J.) Áfengisnotkim eykor hættu á krabbameini í bijóstum um 60% Neysla áfengis eykur verulega hættu á krabbameini í brjóstum, en það er algengasta tegund krabbameins hjá konum. Nýlegar rannsóknir hafa leitt í ljós, að jafnvel mjög óveruleg dagleg notkun áfengis eykur hættu á krabbameini í brjóstum um 60 prósent miðað við þær konur, sem aldrei neyta áfengis. Hópur vísindamanna fylgdist með 90 þúsund konum í fjögur ár og á sama tíma rannsakaði annar hópur 7 þúsund konur. í báðum tilfellum kom í ljós greinilegt samband milli áfengisneyslu og brjóstakrabba. Fleiri athuganir benda í sömu átt, svo að með þessa vitneskju í huga sýnist full ástæða til að vara konur við áfengi. Það kátbroslega er, að litlir skammtar áfengis geta verið mjög gagnlegir að ýmsu öðru leyti. Það kemur til af því, að áfengið dregur úr hættu á kölkun í kransæðunum og þar með hætt- unni á að fá bióðtappa í heilann eða hjartað. Kransæðasjúkdóm- arnir eru mannskæðustu sjúk- dómarnir í hinum vestræna heimi. Þá er komið að því að finna milliveginn milli hættunnar á brjóstakrabbameini og verndandi áhrifa á blóðrásarkerfið. Þess vegna ráðleggja læknar fyrst og fremst þeim konum, sem eru í sérstökum áhættuhópum vegna brjóstakrabbameins, að láta öl, vín og vínanda lönd og leið. Þetta á við um konur, sem byrjuðu snemma að hafa blæð- ingar, konur, sem aldrei hafa orðið ófrískar, og konur, sem breytingaskeiðið vitjar seint. Feitlagnar konur og konur, sem eiga móður eða systur, sem hafa fengið sjúkdóminn, ættu einnig að gæta sín. (III. Videnskab 2/88. - Þ.J.) Fóðrun dúfna á torgum og óbyggðum svæðum stórborga getur ekki talist til góðverka nema síður sé. - Vísindamaður, sem kannað hefur málið, segir hegðun þeirra breytast vegna vítamín- og steinefnaskorts í fæðunni. tX umferðarmenning"^]—\ skal jafna gefa í tæka tíð. Langar setur við tölvu- skeraia geta valdið exemi Mikið hefur verið um það rætt og ýmsar rannsóknir farið fram á því, hvort vinna við tölvur gæti verið skaðleg heilsu manna. Hef- ur þá einkum verið haft í huga, að geislun frá skermunum gæti verið skaðleg. Meðal þess, sem tölvurnar hafa verið sakfelidar fyrir eru útbrot á hörundi þeirra, sem við þær vinna að staðaldri. En svo virðist vera, sem það sé ekki geislun frá tölvuskermun- um, sem veldur útbrotunum. Mun meiri líkur eru til að þetta stafi af óeðlilegri vinnuaðstöðu, þegar setið er langtímum saman fyrir framan skerminn. Fólk þreytist og verður stressað, en það er aftur orsök útbrotanna. Þetta er niðurstaða sænsku geislavarnastofnunarinnar eftir að fram hafði farið rannsókn á hörundskvillum 30 manna. Þátt- takendur voru látnir verða fyrir margs konar geislun og nákvæm stjórnun höfð á hita- og rakastigi í tilraunastofunni. Niðurstaða rannsóknarinnar varð sú, að geislarnir ættu enga sök á hörundskvillunum. Það er aftur á móti álit vísindamannanna, að orsökin sé stress, sem komi til af vaxandi álagi, of löngum vinnu- tíma við tölvurnar og of lítilli til- breytni í daglegum störfum. En hinu er ekki neitað, að exem er sjúkdómur, sem gerir í æ meira mæli vart við sig hjá þeim, sem við tölvur vinna. (III. Videnskab. - P.J.) Eitt glas af maurum á dag kemur heilsmmi í lag Fyrir 3.000 árum töldu Kínverjar maura vera slíkt sælgæti, að ein- ungis kóngafólkið gæti leyft sér að hafa þetta lostæti á borðum. Nú hafa kínverskir sérfræðingar leitt rök að því, að mauraætur fortíðarinnar hafi kannski alls ekki verið svo vitlausar: Séu maurar malaðir og gert úr þeim mjöl, þá er það álíka auðugt af eggjahvítuefnum og soyabaunir eða rækjur og gefur fjórfalt magn hitaeininga miðað við nautakjöt. Auk þess er í mauramjölinu að finna 19 mismunandi aminosýrur og mikinn fjölda snefilefna, að því er blaðið China Daily greinir frá. Maurafræðingurinn Wu Zhichang skýrir svo frá, að á lið- inni tíð hafi kínverskum gigtar- sjúklingum verið gefið alls konar maurabrugg að drekka í lækn- ingaskyni. Nú á að framkvæma rannsóknir á því, hvort vera kunni að mauraseyði geti læknað gigt. Það er hreint ekki óhugs- andi, að svo geti verið, segir Wu Zhichang. (Fakta 9/88. - Þ.J.) Fasteigna Glerárgötu 28 2. hœð Sími 21967 Sölustjóri Björn Kristjánssson, heimasími 21776 Lögmaður Ásmundur S Jöhannsson OQ -*■ Félag fasteignasala TUNGUSÍÐA: 237 fm einbýlishús á tveimur hæðum með innbyggðum bíl- skúr. HVANNAVELLIR: 5 herb. e.h. í tvíbýlis- húsi ásamt bílskúr. Góð eign á góðum stað. Bjarmastigur: Einbýlishús á þremur hæöum, 435 fm. Einhoit: 4ra herb. raðhús á einni hæö í skiptum f. einbýlish. af meðalstærð. Rimasíða: 114 fm raðhús á einni hæð. Hvammshlíð: Einbýlishús, 259 fm á tveimur hæðum. Inn- byggður tvöfaldur bílskúr í kjallara. Möguleiki á að innrótta litla ibúð. Heiðarlundur: Raðhús, 150 fm 5 herb. ásamt sambyggð- um bílskúr og geymslum I kjallara. Góð eign á góðum staö. Sólvellir: Efri hæð i tvíbýlishúsi, 137 fm, 5 herb. ásamt 75% eignarh. í bílskúr. Geymsla og þvottahús á hæðinni. Lyngholt: Efri hæð í tvlbýlishúsi 128 fm, 5 herb. ásamt rúmgóðum fokh. bílskúr. Seljahlíð: 3ja herb. raðhúsíbúð ásamt bílskúr. Góð eign. Vegna mikillar sölu vantar á skrá allar stærð- ir og gerðlr húseigna einkum blokkaríbúðir. LITLAHLÍÐ: Raðhús á tveimur hæðum m/bílskúr um 158 fm, skipti á ódýrari eign. BORGARSÍÐA: Einbýlishús, hæð og ris með bílskúr samtals um 172 fm.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.