Dagur - 23.09.1989, Blaðsíða 2

Dagur - 23.09.1989, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 23. september 1989 Hvað táknar þessi draumur? Hallfreður Örgumleiðason: Góðan daginn, vinir mínir allir. íslendingar eru þjóða hrifnastir af draumum og dul- rænum fyrirbærum og ég verð að játa að ég er dálítið spennt- ur fyrir hinu óþekkta líka. Hvorki hef ég rekist á aftur- göngur né náð greinilegu sambandi við framliðna, enda raunsær og jarðbundinn maður með afbrigðum. Þeir eiginleik- ar ná þó ekki til drauma minna sem oft eru hinir furðulegustu og langt fyrir ofan allt raunsæi. Sem betur fer gleymi ég þeim yfirleitt skömmu eftir að ég vakna og læt engan heyra hví- lík ósköp hafa gengið á í sálar- tetri mínu um nóttina. Fólk gæti misst allt álit á mér! Einn draum get ég þó ekki losnað við. Hann hefur angrað mig undanfarna mánuði, hald- ið fyrir mér vöku og valdið mér slíkum heilabrotum að ég er kominn í þrot. Hvað táknar þessi draumur eiginlega? Kannski geta draumspakir menn hjálpað mér, en það óvenjulegasta við þennan draum er aragrúi mannsnafna sem þar bar á góma. Mig dreymirgjarnan einhverja sem ég þekki, kunnugleg andlit, stundum liti, stundum hljóð, en stundum bölvað rugl, sam- hengislaust með öllu. Órsjald- an dreymir mig nöfn eða spak- legar setningar, þetta eru frek- ar stuttar og myndrænar sögur eða kvikmyndir. En ég ætla að segja ykkur aðeins frá þessum draumi í von um að geta losað um streituna sem hann veldur mér. Umhverfið var framandi, fólkið bæði hvítt og svart og loftslagið heitara en ég á að venjast. Ég gekk rennandi sveittur um í mannmergðinni en af og til sótti að mér skjálfti eigi alllítill. Skyndilega vék ungur negri sér að mér og kynnti sig: Ég er Guðmundur Þorsteinsson, Jónssonar, Klængssonar, Skjálgssonar frá Skeggjastaðakoti, kominn af Sigmundi frá Saurum í móð- urætt. Negrinn hvarf sjónum mér og næst birtist hvítur öld- ungur sem mælti á ensku: How do you do, I’m Simmi the shit, how do you do, I’m Simmi the shit, alveg eins og rispuð plata. Síðan hvarf hann sjónum mér. Ég þurfti hins vegar að kasta UPP °g gerði það ótæpilega en það var eins og enginn tæki eft- ir mér. Ég var ekki til. Meðan ég kúgaðist glumdu manna- nöfn í eyrum mér: Rutherford, Freydís, Cousins, Þorbjörg, Wolstenholme, Gróa; ég man ekki fleiri. Eins og hendi væri veifað var ég allt í einu orðinn nakinn. Ég leit niður og sá þá að ég var svartur. Mér leið skelfilega en sem fyrr tók eng- inn eftir mér. Óp braust úr barka mínum en þetta var ekki mín eigin rödd. I sömu andrá kúrði ég í kuldalegum klefa og það var minn eigin líkami sem skalf. Samt fann ég brennandi augnaráð hvíla á mér. Ég sá augu sem horfðu biðjandi á mig í gegnum þykk gleraugu. Ég sá ekkert meira en reis á fætur til að leita að eiganda þessara augna en þá gekk ég á vegg og vaknaði. í Ijós kom að ég hafði gengið á vegg í svefnherberginu og því ekki furða að ég skyldi vakna. En ég get ómögulega skilið þennan draum, þetta er allt svo framandi. Pess vegna bið ég lesendur um hjálp. Ég vil endilega fá skýringar á öllu. Það er rétt að taka það fram að þetta er ekkert grín. Ég get verið alvörugefinn ef svo ber undir. Ég vil því biðja ykkur um að skrifa niður ráðningu ykkar á þessum draumi, setja í umslag merkt „Hallfreður“ og senda það í höfuðstöðvar Dags við Strandgötu. Ég get lofað ykkur því að bestu drauma- ráðningarnar að mínu mati verða verðlaunaðar með bókargjöf. Munið því eftir að skrifa nafn og heimilisfang ykkar á ráðningarseðilinn. Fyrir utan þessi heilabrot er allt gott af mér að segja, þótt konan fullyrði að vísu annað. Hún hélt að ég væri endanlega orðinn vitlaus á miðvikudaginn þegar ég stakk upp á því að við tækjum slátur. „Heldurðu að ég kæri mig um að hafa heimilið löðrandi í blóði og gallblöðrum?“ æpti hún og hryllti sig. „Þetta heita vambir,“ skaut ég rólega inn í. „Mér er alveg sama hvað þetta ógeð heitir en það skal ekki koma inn fyrir dyr á þessu heimili. Hér étum við manna- mat og ég er búin að panta naut hjá frænku minni fyrir austan.“ „Hvað verður þá um næstu afborgun af láninu?“ spurði ég háðslega. „Slátur er ódýr herra- mannsmatur, kjörin fæða á disk íbúðarkaupenda." „Þú getur þá farið til ömmu þinnar og étið slátur þar, afdaladurgurinn þinn. Ég ætla að borða mitt naut og drekka rauðvín með,“ sagði hún hvöss og smjattaði. „Möööö,“ baulaði ég hryglukennt og þar með var samræðum lokið þetta kvöld og deilunum frestað til betri tíma. Bless. Ekki vantar Upkilærin! Heilsupósturinn Umsjón: Siguröur Gestsson og Einar Guömann Það þarf ekki unnað en að glugga rétt sem snöggvast í dagblöðin þessa dagana til þess að sjá að það er farið að hausta í hcilbrigð- is- og líkámsræktarmálum. Allir sem hafa upp á eitthvað að bjóða í þeim málum auglýsa nú hver í kapp við annan og básúna það sem boðið er uppá. Haustið er sá tími sem allir byrja aftur að stunda líkamsrækt eftir að hafa slappað vel af eftir sumarið og kannski helst til of mikið ef marka má verðbólgustigið á ýstr- um og lærapokum þessa dagana. Það er eitt og annað sem er í boði. Líkamsræktarstöðvarnar á Akureyri bjóða upp á hinar margvíslegustu æfíngar og æfinga- áætlanir hvort sem þær flokkast undir maga, rass og Íæri, leikfimi og megrun, erobikk, tækjaæfing- ar, jazz og Guð má vita hvað fleira. Allt er þetta nú gott og blessað en það er ekki einungis blómatíð í líkamsræktinni því þetta er einmitt sá tími sem megrunarkúra sölumenn sjá sér leik á borði. Þetta er sá tími sem þér er hættast við að falla í þá gryfju og hella þér út í einhverja megrunarvitleysu þar sem sumar- ið og afslöppunin sem því fylgir er senn að taka enda. í boði cru hinir ýmsu megrunarkúrar sem eiga að virka á örskömmum tíma og leysa vandamál þín að öllu leyti sem snúa að óþyrmilega feit- um maga, lærum, rassi eða hnakkaspiki. En nei takk. Það er kominn tími til þess að átta sig á því að þó að þessir skyndi megr- unarkúrar geti sýnt cinhvern árangur að því er virðist til að byrja með, þá eru þeir ekki sú langtímalausn sem fólk vill að þeir verði. Þess vegna er eins gott að sparka í rassgatið á sjálfum sér og gera sér grein fyrir því að það er líkamsrækt og hollt og næring- arríkt fæði til frambúðar sem ger- ir gæfumuninn. Þá er ekki um að ræða að gera einhverja stórbylt- ingu í mataræði og lifnaðarhátt- um á einum degi. Nei aldeilis ekki. Það eru litlu skrefin sem koma manni á áfangastað í þess- um málum. Byrjaðu til dæmis á að skrifa niður lista yfir alla þá helstu galla sem þú vildir helst venja sjálfan þig af hvort sem það er í mataræðinu eða lifnaðarhátt- um og taktu síðan einn og einn þátt fyrir í einu. Þannig mætti til dæmis númer eitt byrja á því að hætta að borða majones og þær fæðutegundir sem innihalda það. Síðan mætti taka fyrir franskar kartöflur og þannig vinna sig smám saman áfram þar til niður- staðan er orðin nokkuð heil- steypt og hollt fæði. Þetta gera nrenn auðvitað ekki á einum degi, en þetta virkar þó betur en fimm daga banana- eða þurrkex- megrun gerir og hefur nrun betri áhrif á veskið. Já, það er ekki alltaf tekið út með sældinni að ætla sér að halda í heilsuna eða líta vel út. En það er ótrúlegt hve gaman það getur verið að hóa saman nokkrum vin- um og skella sér í einhverja líkamsræktarstöðina eða þó ekki væri nú annað en að skella sér í Ijós með makanum og fara í nuddpott á eftir. Það er það sem kallast að njóta lífsins. Kynnast nýju fólki og púla í einhverju sportinu með vinum eða kunn- ingjum sem halda hvor öðrum við efnið. Þú gætir orðið undr- andi á hve gaman það er að koma innan um nýtt fólk nokkrum sinnum í viku og púla hressilega. Nú er rétti tíminn til þess að hafa sig af stað, ekki vantar tækifærin. Það getur verið gott fyrir hjón að stunda sportið sainan til þess að veita hvort öðru aðhald.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.