Dagur - 26.09.1989, Page 1

Dagur - 26.09.1989, Page 1
72. árgangur Akureyri, þriðjudagur 26. september 1989__________183. tölublað Nýjar haustvömr í úrvali HERRADEILD Gránufélagsgötu 4 Akureyri • Sfmi 23599^ Verkamannabústaðir á Akureyri: Hafa fest kaup á 22 íbúðum - af 40 íbúða kvóta á þessu ári Verkamannabústaðir á Akur- eyri hafa nú fest kaup á 22 íbúðum af 40 íbúða kvóta þessa árs. Ibúðirnar sem um ræðir eru í húsinu við Hjalla- lund 20-22, við Múlasíðu, Melasíðu og Litluhlíð, en flest- ar þeirra verða tilbúnar til atliendingar um næstu áramót. Hákon Hákonarson formaður Verkamannabústaða á Akureyri segir að nú sé verið að vinna við úthlutun íbúða sem auglýstar Spáð hlýn- andi veðri voru til umsóknar í vor og býst hann við að því verki verði lokið um miðjan október. „f>á eigum við eftir að kaupa 18 íbúðir til viðbótar og reiknum við með að kaupa einhverjar af verktökum og þá íbúðir sem hægt verður að afhenda um áramótin 1990-1991. Svo höfum við fengið úthlutað lóð við Vestursíðu þar sem stefnt er að því að byggja u.þ.b. 18 íbúðir." í ár var alls úthlutað fé til bygg- ingu 58 íbúða í félagslega kerfinu á Akureyri. Sem fyrr segir voru 40 þeirra til Verkamannabú- staða, 10 leiguíbúðir fyrir Akur- eyrarbæ, 4 kaupleiguíbúðir og 4 Búseta-íbúðir. VG Akureyringar þurftu að skafa af bílum sínuin í gærniorgun ug var frekar vetrarlegt um að litast utan dyra. Hálka og snjór var á fjallvegum í gær, t.d. á Öxnadalsheiði og í Víkurskarði en þar fór t.d. ein bifreið út af veginum í gær- niorgun sakir liálku. Mvnd: Kt. í gærmorgun var snjór og krap á götuin Akureyrar, og koin það flestum á óvart. Eyrin og Innbærinn sluppu þó við snjó- inn að þessu sinni vegna þess hversu lágt þessir bæjarhlutar standa yfir sjávarmáli. Alkunna cr að á íslandi getur snjóað í byggð í öllum mánuð- um, eins og dæmin sanna. Ýms- um varð á orði í gærmorgun að veturinn væri víst kominn, þótt 1. vetrardagur sé ckki fyrr en 21. október, eftir tæpan mánuð. Eins stigs hiti mældist á Akur- eyri klukkan 06.00 í gær. Sam- kvæmt upplýsingunt frá Veður- stofu íslands er gert ráð fyrir norðanátt og kulda í dag, en á morgun snýst hann í vestan. F>á ætti að hlýna eilthvað aftur. EHB 21. þing AN á Illugastöðum: Hvetur til sto&umar eins öflugs lífeyrissjóðs á Norðurlandi breið samstaða um kaupmáttartryggingu í næstu kjarasamningum „Þetta var mjög gott þing og ég er verulega ánægð með ályktanirnar sem samþykktar voru,“ sagði Þóra Hjaltadóttir endurkjörinn formaður Al- þýðusambands Norðurlands að aíloknu 21. þingi þess sem lauk að Illugastöðum á laugar- daginn. Hún segir að mikil samstaða hafi ríkt uin helstu málefni þingsins sem voru atvinnu-, kjara-, og lífeyris- sjóðsmál. í kjaramálaályktun þingsins er gerð krafa um að kaupmáttartap verði að fullu bætt og að næstu kjarasamningar verði ekki undir- ritaðir án kaupmáttartryggingar. „Það virðist vera að skapast breið samstaða fyrir því að barist verði fyrir kaupmáttartryggingu launa í næstu kjarasamningum. Ástæðan er augljós, það er bremsa á vcrö- hækkanir en þ;tð gengur ekki að við skulum þurfa aö sitja undir sícndurteknum hækkunum," sagði Þóra. Lífeyrissjóðsmálin voru mikið rædd á þinginu sem hvetur alla launamenn á Norðurlandi ásamt stjórnum verkalýðsfélaga og líf- eyrissjóða aö vinna aö sameiningu lífeyrissjóðanna á Norðurlandi. 20-30% af Atlantshafsstofninum tekin í úthafsveiðum grannþjóða - niðurstaða skýrslu Tuma Tómassonar hjá Veiðimálastofnun í niöurstööu skýrslu sem Tumi Tómasson, starfsmaður Veiöimálastofnunar á Hólum í Hjaltadal vinnur nú að fyrir Laxárfélagið, kemur fram aö 20-30% af Atlantshafslaxa- stofninum, sem gcngur m.a. í íslenskar ár, er tekinn í úthafsveiðuni. Þetta kemur heint og saman viö niður- stöðu dr. Björns Jóhannes- sonar í grein scnt hann skrifar í nýútkominn Veiðimann. Hann áætlar að heildarveiði Evrópulanda hefði átt að aukast uin 30-33% ef tekið hefði verið fyrir úthafsveiðar á laxi. í Ijósi þessara athugana hyggst Laxárfélagið fara þess á leit við Færeyinga og Grænlend- ingá að þeir láti alfarið af úthafs- veiðum á laxi í citt ár á meðan vcrið er að rannsaka þessi mál í kjölinn. Tii að knýja enn frekar á þetta mál er nú unniö að athugun á möguleika á að kaupa upp laxveiðikvóta þcss- ara þjóða. Eins og kunnugt er hefur Laxárfélagið lengi barist gegn laxvciðum í sjó í nágrenni viö íslenskar laxveiðiár. Orri Vig- fússon, formaður Laxárfélags- ins, telur að félaginu hafi oröið verulega ágengt í þessu verkefni og því verði menn næst að snúa bökum saman til að fá nágranna- þjóðir okkar til að láta af úthaf- sveiðum. Forráðamenn deilda Laxárfélagsins í Reykjavík, Húsavík og á Akurcyri hafa að undanförnu verið að þreifa fyrir sér með fjárstuöning hagsmuna- aðila í N.-Ameríku og Evrópu um kaup á úthafslaxveiöikvóta Grænlendinga og Færeyinga. Til þcssa hafa viöbrögð manna beggja megin Atlantshafsins verið jákvæð, að sögn Orra. Á þessu ári mega Grænlend- ingar og Færeyingar veiöa 1390 tonn af laxi, Færeyingar 550 tonn og Grænlendingar 840 tonn. Þá njóta Færeyingar 15% millifærsluréttar og Grænlend- ingar 10% millifærslurcttar. Orri Vigfússon segir að miðað við markaðsverögildi á laxi í dag sé þessi 1390 tonna kvóti virði u.þ.b. 370 milljóna íslenskra króna. „Markaðsverð- ið er óvenju lágt um þessar mundir og því notum við nú tækifærið og knýjum á þetta mál. Við fáum líklcga aldrei betra tækifæri. Við kaup á þorsk- og loðnukvóta er þumal- puttareglan að grcidd séu ein- ungis 12-20% fyrir hann af afurðaverðmætum. Gangi þetta eftir erunt viö ekki að tala um 370 milljónir heldur cinungis 50-100 milljónir króna fyrir úthafsvciðikvóta Grænlcndinga og Færcyinga," sagöi Orri. Hann sagði það ckkert laun- ungarmál að.Laxárfélagið væri ekki í stakk búið að rciða fram nema brot af þessari fjárhæð. Því væri leitaö til fjársterkra aðila í Evrópu og N-Ameríku og fyrstu viðbrögö þeirra væru mjög jákvæð. „Við viljum auð- vitað kaupa kvótann til fram- búðar cn hugmyndin er aö kaupa hann í eitt til tvö ár til aö byrja með. Enn sem komið cr vitum við ekki hver viðbrögð verða við þessari málaleitan í Færcyjum og Grænlandi. Það er enn vcriö að þrcifa á málinu," sagði Orri Vigfússon. óþh „Sameiningin skal hafa það að markmiði að stofnaður verði einn öflugur lífeyrissjóður, er nái til alls Norðurlands," segir í álykt- uninni. í ályktun um atvinnumál er almcnnt rætt um þær hættur scm eru að skapast í atvinnulífi þjóð- arinnar m.a. vegna samdráttar í sjávarafla og niðurskurðar í framlciðslu landbúnaðarafurða, offjárfestingar í fiskiðnáði, breyt- inga í viðskiptalífi nágranna- þjóða með tilkomu Evrópu- bandalagsins og gjalþrots fyrir- tækja fjölmargra byggðarlaga. Þá voru samþykktar sér ályktanir um atvinnumál þar sem bent var á þá hættu sem felst í stjórnlausri tilfærslu fiskkvóta milli byggðar- laga. Leiði hún til byggða- röskunar og stefni atvinnuöryggi í hættu. Þóra scgir, að í þessu sambandi liafi vcrið samstaöa á þinginu um að takmarka gáma- útflutning og löndun ísfisks er- lendis. Á þinginu var sömuleiðis sam- þykkt ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld að standa við áður gefin loforð um aukið byggða- jafnvægi, að uppbygging þunga- iðnaðar á Stór-Reykjavíkursvæð- inu stuðli aðeins að aukinni byggðaröskun. Því bcri að huga að uppsctningu orkufreks iðnað- ar á Eyjafjarðarsvæðinu. „Við viljum vera á undan stækkun í Straumsvík. Það sér hver maður að ef fyrst veröur farið í svo stór- ar framkvæmdir scm stækkun ál- versins í Straumsvík er, stuðlar það aðeins aö frekari byggða- röskun," sagði Þóra. Sjá nánar ályktanir þingsins á bls. 4 í dag. VG

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.