Dagur


Dagur - 26.09.1989, Qupperneq 4

Dagur - 26.09.1989, Qupperneq 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 26. september 1989 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), KARL JÓNSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASÓN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRIMANN FRlMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Sparaaðarhugmyndir heilbrigdisrádherra Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráðherra hefur lagt fram í ríkisstjórninni hugmyndir um hvernig ná megi fram verulegum sparnaði í heilbrigðiskerfinu. Mikil umræða hefur farið fram að undanförnu um sparnað og hagræðingu í ríkisrekstri, enda ljóst að þjóðin stendur ekki lengur undir því velferðarkerfi sem hér er rekið. Útgjöld aukast ár frá ári og halli ríkissjóðs eftir því. Á þessu vandamáli verður að taka og tillögur Guðmundar Bjarnasonar eru framlag heilbrigðisráð- herra til hagræðingar innan þess viðamikla málaflokks sem hann veitir forstöðu og fela í sér allt að 1,5 millj- arða króna sparnað, verði eftir þeim farið. Tillögur Guðmundar Bjarnasonar heilbrigðisráð- herra eru að verulegu leyti byggðar á því nefndastarfi sem fram hefur farið á vegum ráðuneytisins í hinum ýmsu málaflokkum. Helstu liðirnir í tillögunum eru tekjutrygging elli- og örorkulífeyris, sem talin er spara 200 til 650 milljónir króna á ári, eftir því hvaða leið er farin. Sameining eða samvinna sjúkrahúsa er talin spara 400 milljónir króna, lyfjakostnaður er talinn geta lækkað um 300 milljónir króna og loks er talið að hægt sé að lækka sérfræðikostnað um 150 milljónir króna. Á þessari stundu er ekki ljóst hvaða viðtökur þessar hugmyndir fá innan ríkisstjórnarinnar. Almenn sam- staða er um að stefna beri að sparnaði í ríkisrekstri, en vafalaust mun rísa ágreiningur um hvaða leiðir skuli fara til að ná því markmiði. Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráðherra er fyrsti ráðherrann í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar sem leggur fram svo ítarlegar hugmyndir um sparnað í ríkisrekstrinum. Hugmyndir hans eru allrar athygli verðar, þótt ljóst sé að mikil vinna sé framundan áður en þær geta orðið að veruleika. Jafnframt má búast við að við ramman reip verði að draga, því ýmsir hags- munaaðilar innan heilbrigðiskerfisins hafa þegar mót- mælt sparnaðarhugmyndunum kröftuglega. Það er sama gamla sagan: Allir eru sammála um nauðsyn þess að draga úr útgjöldum ríkisins en þegar niður- skurðarhnífurinn beinist að þeim sjálfum kveinka þeir sér ógurlega. Ólafur Ólafsson landlæknir orðaði þetta svo á aðalfundi Læknafélags íslands, sem haldinn var í síðustu viku: „Mér er ofboðið. Um leið og minnst er á að gera ein- hverjar breytingar í heilbrigðiskerfinu rjúka menn upp til handa og fóta og tala um skemmdarverk og niður- rifsstarfsemi. Hér hafa komið sex eða sjö ræðumenn, sem allir eru sérfræðingar á einhverjum stofum úti í bæ og eru í bullandi hagsmunagæslu. Geta menn aldrei rætt þetta á faglegum grunni? Málið snýst ein- faldlega um hvernig á að veita bestu þjónustu með sem minnstum kostnaði. “ Dagur gerir þessi orð Ólafs Ólafssonar landlæknis að sínum. Það frumkvæði sem Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráðherra hefur sýnt innan ríkisstjórnarinnar hvað varðar hugsanlegan sparnað í ríkisrekstri er til mikillar fyrirmyndar. BB. Ályktanir frá 21. þingi Alþýðusambands Norðurlands Ályktun um kjaramál 21. þing Alþýðusambands Norður- lands er haldið við óvenjulegar aðstæður í þjóðfélaginu miðað við það sem verið liefur um nokkurt skeið. Stöðnun einkennir flestar atvinnugreinar og atvinnuleysi hefur aukist. Þröngt er fyrir dyrum á fjöl- mörgum alþýðuheimilum í landinu. Orsakir þessa eru margar og marg- víslegar. Helstar eru efnahagsleg óstjórn, offjárfesting og hár fjár- magnskostnaður, Við aðstæöur sem þessar er erfið- ara en ella að ná samkomulagi um skiptingu þjóðarteknanna og á hverj- um samdrátturinn skuli bitna. Við gerum þó þá ófrávíkjanlegu kröfu að það velferðar- og samneyslukerfi sem við höfum byggt upp með langri baráttu verði ekki skert. Til kjara- jöfnunar krefst þingið meðal annars samfellds skóladags og dagvistunar fyrir öll börn. Þingið leggur áherslu á að staðið veröi við gcrða samninga varðandi almenna og fclagslcga húsnæðiskerf- ið. Við gerum líka þá kröfu að það kaupmáttartap sem við höfum orðið fyrir verði að fullu bætt. Kaupmátt- urinn hcfur fallið um 17% frá fjórða ársfjórðungi 1987 til þriðja ársfjórð- ungs 1989 og mun halda áfram að falla það sem eftir er af þessu ári. Þingiö krefst þess að næstu kjara- samningar verði ekki undirritaðir án kaupniáttartryggingar. Leggja verður áhcrslu á að tryggja öllum lífvænlega afkomu. Það er hægt ef þjóðartekjum verður réttlát- lega skipt. í næstu kjarasamningum verður að leggja höfuðáherslu á jöfnun lífs- kjara og kaupmáttartryggingu. Jafnhliða verði samið uni aukningu kaupmáttar almennra launa í þrepum. í öðru lagi verður að ná samkomu- lagi við stjórnvöld um réttlátara skattakerfi, meðal annars verulega hækkun skattleysismarka vegna al- mennra launatekna, með neikvæðum tekjuskatti og með hækkun barna- og húsnæðisbóta. í þriðja lagi verður að gera þá kröfu að allir þeir sem hafa starfsorku gcti fengið vinnu viö sitt hæfi. Atburðir síðustu missera sýna okkur svo ekki verður um villst að verkalýðshreyfingin verður að víkka út starfssvið sitt. Það verður að huga að stjórnmála- legri uppbyggingu og stefnumörkun hreyfingarinnar. 21. þing A.N. heitir á sambands- félögin og verkalýðshreyfinguna í heild að vinna einhuga að því að þessuni markmiðum verði náð og að við látum af varnarbaráttu síðustu ára og undirbúum verulega sókn til breytinga á þjóðfélaginu. Ályktun um atvinnumál 21. þing Alþýðusambands Norður- lands bendir á þær hættur sem eru að skapast í atvinnulífi þjóðarinnar. Atvinnuleysi virðist ætla að vera viðvarandi í flestum atvinnugreinum landsmanna. Hefðbundnar atvinnu- greinar eiga við verulegan vanda að etja vegna samdráttar í sjávarafla og niðurskurðar í framleiðslu landbún- aðarvara. Þjónustugreinar hafa beð- ið verulega hnekki vegna minnkandi tekna og rýrnandi kaupmáttar. Offjárfesting í fiskiðnaði og sjáv- arútvegi miðað við afrakstursgetu fiskistofna hafa valdiö vaxandi erfið- leikum í þessum atvinnugreinum, og er ásamt fjármagnsokri langt komin með að leggja þessar undirstöðuat- vinnugreinar í rúst. Aðgerðir stjórn- valda til að móta raunhæfa stefnu í atvinnu- og peningamálum, sem fyrst og fremst taki mið af þörfuni fram- leiðslunnar, hafa verið of seinvirkar og ekki er enn Ijóst hvort þær ná þeim árangri, sem stefnt var að. Ljóst er að störfum í hefðbundn- um atvinnugreinum hefur fækkað og miðað við að engar breytingar eigi sér stað í framleiðslu mun þeim fækka enn frekar. Nauðsynlegt er að huga að frekari þróun í vinnslu sjáv- arafla og markaðssetningu sjávar- afurða. Skoða þarf hvort þau sölu- samtök, sem nú selja meginhluta útflutningsframleiðslunnar, eru í takt við markaðsaðstæður í dag. Huga þarf að því hvort ekki geti verið hag- kvæmt að efla sjálfstæði fyrirtækja í vöruþróun og markaðssetningu af- urða sinna. Miklar breytingar 'nafa átt sér stað í viðskiptalífi heimsins og okkar helstu viðskiptalanda. Evrópubanda- lagið stefnir að virkari samvinnu' á flestum sviðum. Ríki seni utan standa eiga sífellt erfiðara með að brjótast í gegnum tollmúra sameigin- legs markaðar þessara ríkja. Islend- ingar þurfa að leggja þunga áherslu á að tryggja viðskiptahagsmuni sína innan þessa markaðar. í þessum efn- um er mikilvægt að efla tengsl ís- lenskrar verkalýðshreyfingar við verkalýðshreyfingar landa Evrópu- bandalagsins og Norðurlanda. Nýting orkulinda okkar er mikil- vægur þáttur í afkomu þjóðarinnar. Sala á þessari orku til orkufreks iðn- aðar er einn af þeim kostum, sem við hljótum að vega og meta á hverjum tíma. Undirstöðu fyrirtæki í atvinnulífi fjölmargra byggðarlaga hafa orðið gjaldþrota á síðustu misserum og verkafólk þar hefur verið skilið eftir í fullkominni óvissu um afkomu sína. Við þessu þarf að bregðast með skjótum hætti og skapa þessu fólki niöguleika til eðlilegrar lífsafkomu. Ályktun um málefni lífeyrissjóðanna 21. þing A.N. haldið á Illugastöðum í Fnjóskadal 22. og 23. september 1989, hvetur alla launamenn á Norðurlandi, ásamt stjórnum verka- lýðsfélaga og lífeyrissjóða til að vinna ötullega að sameiningu lífeyr- issjóðanna á Norðurlandi. Sameiningin skal hafa það að markmiði að stofnaður verði einn öflugur lífeyrissjóður, er nái til alls Norðurlands og taki til a.m.k. allra þeirra launamanna á Norðurlandi er starfa á samningssviði Alþýðusam- bands íslands. Þingið beinir því til miðstjórnar A.N. að stofnuð verði nefnd strax að þinginu loknu. Nefndin fái það verk- efni að afla ítarlegra og traustra upp- lýsinga um stöðu lífeyrissjóðanna á Norðurlandi og gera tillögur um framtíðarskipan þessara mála í fjórð- ungnum. Stefnt skal að því að nefndin skili áliti árið 1990, sem fylgt verði eftir með því að boða til aukaþings á veg- um A.N. haustið 1990, er taki álit nefndarinnar til umræðu og af- greiðslu. Vegna kostnaðar, sem verða kann af starfi nefndarinnar skal miðstjórn A.N. heimilt að inn- heimta hann hlutfallslega í samræmi við félagatölu. Jafnframt hvetur þingið til þess að A.N. og lffeyrissjóðirnir á Norður- landi standi fyrir kynningarátaki um starfsemi og hlutverk lífeyrissjóð- anna. Átakið hafi það að markmiði að upplýsa launamenn á Norðurlandi um þau mikilvægu réttindamál, sem lífeyrismálin eru. Ályktun um byggðamál Eitt af megin markniiðum íslenskrar verkalýðshreyfingar er barátta fyrir efnahagslegu, félagslegu og menn- ingarlegu jafnrétti, án tillits til búsetu og þjóðfélagsstöðu. Þessum markmiðum verður ekki náð svo vel sé, nema fólki sé unnt að velja sér búsetu, við eðlileg atvinnu- leg skilyrði í hinum dreifðu byggðum landsins. Stefna stjórnvalda á hverjum tíma hlýtur að ráða mestu um skipulag og þróun byggðamála. Fram til þessa hafa þau ekki mótað heildstæða stefnu um skipan þessara máia. Stór- felld byggðaröskun hefur orðið undanfarna áratugi og flest bendir til að enn mciri byggðaröskun sé fram- undan, ef ekki verður brugðist við með markvissum hætti. Sú nauðsynlega stýring, seni sett hefur verið á tvo aðalatvinnuvegi okkar, bitnar fyrst og fremst á atvinnulífi landsbyggðarinnar. Samhliða slíkri stýringu og takmörk- un á veiðum og landbúnaðarfram- leiðslu var nauðsynlegt að móta atvinnu- og uppbyggingarstefnu fyrir landið til að vega upp þá röskun sem þetta hefur valdiö. Það er höfuðnauðsyn að ekki verði dregið lengur að móta stefnu í þess- urn efnum. Sú stefnumótun verður að fela í sér endurskoðun á þeim þáttum sem mestu ráða um afkoniu byggðar í drcifbýli og þeim þéttbýlis- kjörnum sem eru undirstaða þeirrar verðmætasköpunar sem þjóðin lifir á. Þessi stefnumótun skal byggja á eftirfarandi meginatriðum. 1. Að auðlindir til lands og sjávar séu ævarandi sameign þjóðarinnar. 2. Að engir eigi arfborinn eða sjálf- tekinn rétt til þessara auðlinda. 3. Að það sé hluti af sjálfstæðis- stefnu þjóðarinnar að sem mest af landinu sé í byggð. 4. Að uppbygging atvinnulífs sé í þágu þeirra markniiða að viðhalda og treysta atvinnulíf hinna dreifðu byggða. Ályktun 21. þing A.N. mótmælir harðlega öll- uni hugmyndum um breytingar á al- mannatryggingalögunum, sem fela í sér hækkun aldurstakmarka til töku ellilífeyris. Réttur til ellilífeyris er mannréttindamál sem verkalýðs- hreyfingin hlýtur að standa vörð um. Krafa hennar er að taka lífeyris geti hafist við 65 ára aldur, ef launþegi óskar þess. Stefnt skal að því að lífeyrisaldur verði lækkaður í áföngum. Tekju- tenging lífeyris getur aftur á nióti átt rétt á sér. ef þess er gætt að tekjuvið- miðun sé réttlát.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.