Dagur - 26.09.1989, Síða 5
Þriðjudagur 26. september 1989 - DAGUR - 5
Vetrarstarf Kirkjukórs
Lögmannshlíðarsóknar hafið
Kirkjukór Lögmannshlíöarsókn-
ar, sem sér um söng við messur
og aðrar kirkjulegar athafnir við
Glerárkirkju á Akureyri, hefur
nú hafið vetrarstarf sitt.
Auk þess að syngja við messur,
á aðventukvöldi og í öðrum
athöfnum í Glerárkirkju, hefur
kórinn haldið sjálfstæða tónleika,
farið í heimsóknir í kirkjur víða
um land og tekið þátt í samsöng
með öðrum kórum. Á síðastliðnu
hausti fór kórinn í ferð til Sauð-
árkróks og söng þar við messu og
hélt síðan tónleika á eftir og í vor
var haldið suður á bóginn og
sungið við messu í Víöistaða-
kirkju í Hafnarfirði. í báðum
ferðunum fékk kórinn höfðing-
legar móttökur hjá heimamönn-
um sem vonandi verður hægt að
endurgjalda fljótt. Pá tók kórinn
ennfremur þátt í kóramóti Kirkju-
kórasambands Eyjafjarðar-
prófastsdæmis í Akureyrarkirkju
í júní sl.
Starfsemin í vetur verður með
svipuðu sniði og síðastliðin ár og
er m.a. raðgert að fara í mcssu-
Heimsókn og tónleikaferð í haust
en auk þess er ýmislegt annað á
prjónunum.
í Kirkjukór Lögmannshlíðar-
sóknar eru nú um 30 manns en
hægt er að bæta við fleirum í allar
raddir, sérstaklega í sópran.
Næstkomandi fimmtudagskvöld
28. september verður haldin
„opin æfing“ í Glerárkirkju kl.
20.00, en það er fastur æfingatími
kórsins. Á þessa opnu æfingu er
þeim boðið sem áhuga hafa á að
syngja í kirkjukór en hafa e.t.v.
ekki lagt í að koma á æfingu og
byrja. Æfingin verður með því
sniði að kirkjukórinn verður með
venjulega æfingu en þeir sem
vilja geta fylgst með æfingunni
eða prófað að syngja með, rætt
við kórfélaga og síðan tekið
ákvörðun um hvort þeir vilja
taka þátt í starfi kórsins.
Þeim sem óska nánari upplýs-
inga um Kirkjukór Lögmanns-
hlíðarsóknar eða æfinguna á
fimmtudagskvöldið er bent á að
hafa samband við sör.gstjórann,
Jóhann Baldvinsson, í síma
27537.
Alútboð
Stjórn verkamannabústaða Ólafsfirði auglýsir
alútboð á byggingu tveggja íbúða skv. reglum
Húsnæðisstofnunar ríkisins um byggingu verka-
mannabústaða.
íbúðunum skal skila fullfrágengnum 15. des. 1990.
Tilboðin verða opnuð á bæjarskrifstofunni Ólafsfirði,
Ólafsvegi 4 og hjá tæknideild Húsnæðisstofnunar
ríkisins, Suðurlandsbraut 24, Reykjavík, þriðjudag-
inn 10. október 1989 kl. 14.00 að viðstöddum þeim
bjóðendum sem þess óska.
Útboðsgögn eru afhent á bæjarskrifstofunni Ólafs-
firði gegn 10.000,- kr. skilatryggingu.
Ólafsfirði 19. september 1989,
Stjórn verkamannabústaða Ólafsfirði.
Menntamálaráðuneytið
Laus staða
Staða sérfræöings víð Orðabók Háskólans er
laus til umsóknar. Gert er ráð fyrir að starfið veröi
veitt frá 1. janúar 1990.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi í
íslenskri málfræði. Jafnframt er æskilegt að þeir
hafi aflað sér sérþekkingar á sviði orðabókar-
fræða. Umsóknir skal senda menntamálaráðu-
neytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 23.
október n.k ásamt rækilegum upplýsingum um
námsferil og fyrri störf og ítarlegri greinargerð
um fræðistörf sem máli geta skipt vegna
starfsins.
Menntamálaráðuneytið,
20. september 1989.
KRYDD í TILVERUNA
Láttu þaðeftirþérað njóta lífsins á glæsilegu hóteli í Reykjavík-um
helgi eða virka daga: Gisting á Hótel Sögu þar sem aðstaðan ertil
fyrirmyndar. LjúffengurmaturíGrillinuogSkrúði. Lífogfjörí
Súlnasalnum á laugardagskvöldum: Skemmtun með Ómari
Ragnarssyni ásamt þríréttuðum kvöldverði og dansleik.
Afslöppun í heilsuræktinni, nuddpottinum oggufunni.
Hárgreiðslu- og snyrtistofa á hótelinu o.m.fl.
Nánari upplýsingar eru veittar á sölu- og bókunardeild Hótels
Sögu í síma 91 -29900.
— lofar góðu!