Dagur - 26.09.1989, Page 6

Dagur - 26.09.1989, Page 6
6 - DAGUR - Þriðjudagur 26. september 1989 Öng u Isstaðah reppu r Hrossasmölun í Öngulsstaðahreppi fer fram laugardaginn 30. september n.k. Réttað verður í Þverárrétt sunnudaginn 1. október kl. 13. Eigendur utansveitarhrosssa skulu greiða kr. 600 í Fjallskilasjóð Öngulsstaðahrepps fyrir hvert hross. Oddviti. Einbýlishús til sölu! Til sölu er mjög gott einbýlishús við Lerkilund á Akureyri. Húsið er til afhendingar fljótlega. Fasteignasalan = Brekkugötu 4 • Sími 21744 Gunnar Solnes hrl . Jon Kr Solnes hrl og Arni Palsson hdl Sölust. Sævar Jónatansson AKUREYRARB/íR Akureyrarbær auglýsir a) Deiliskipulag iðnaðar- og verslunar- svæðis við Lund. Svæðið afmarkast af Skógarlundi, Þingvalla- stræti, íbúðarhúsalóðum við Furulund og fyrir- hugaðri götu vestan Lundahverfis. Um er að ræða þrjár byggingarlóðir fyrir iðnaðar- og/eða verslunarhús auk bifreiðastæða fyrir stórar bifreiðar. Uppdráttur er sýnir tillögu að deiliskipulagi þessa svæðis liggurframmi almenningi til sýnis á Skipu- lagsdeild Akureyrar, Hafnarstræti 81 b næstu 4 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar þ.e. til mánudagsins 23. október 1989, þannig að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert athugasemdir sbr. grein 4.4. í skipulagsreglu- gerð. b) Breyting á aðalskipulagi Akureyrar 1972-93. Með tilvísun til 17. og 18 gr. laga nr. 19 frá maí 1964 var 19. ágúst síðastliðinn auglýst breyting á staðfestu aðalskipulagi Akureyrar 1972-93 að því er varðar hluta svæðisins milli Krossanesbrautar og Óseyrar (Skálaborgir) þannig að í stað útivist- arsvæðis komi iðnaðarsvæði. Breyting þessi er samþykkt í skipuiaqsnefnd 18. júlí 1989 og í bæjarstjórn 15.8. 1989. Uppdráttur og aðrar upplýsingar liggja frammi almenningi tii sýnis á Skipulagsdeild Akureyrar, Hafnarstræti 81 b. Frestur til að skila athugasemd- um ef einhverjar eru, rennur út þann 13. október 1989 kl. 16.00. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir breyting- unni. Skipulagsstjóri Akureyrar. Stofnfundur samtaka fámennra skóla haldinn að Flúðum 8.-9. september sl. Dagana 8.-9. september komu saman að Flúðum 80 kennarar víðs vegar af landinu og gengu frá stofnun Samtaka fámennra skóla. Fámennir skólar hafa verið til á íslandi frá upphafi skólahalds og algengasta skólaformið í dreifðum byggðum landsins í gegnum tíðina. Fámennir skólar eru skilgreindir sem skólar með 100 nemendur eða færri þar senr tveinrur eða fleiri árgöngum er kcnnt saman. Petta eru rösklega 55% skóla á landsbyggðinni. Með stofnun samtakanna hyggjast kennarar í fámennum skólum efla samstarf og sam- skipti sín á nrilli, stuðla að bættu og fjölbreyttara skólastarfi og standa vörð um hagsmuni skól- anna. Samtökin ætla að fara rólega af stað og mun starfsemin felast í árlegunr fundi þar sem félagar konra saman og ræða sín mál. Á fundinunr var rn.a. rætt um fjármál skóla og kom franr að sveitarfélögin gcra mjög misjafn- lega við sína skóla. Voru menn á einu máli um að þarna yrði að fara fram einhver samræming, ekki síst vegna nýrra laga um breytta verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga sem taka gildi um næstu áramót, á nriðju skóla- ári. Einnig var rætt uin kennara- menntun og þeim tilmælum beint til Kennaraháskólans að í grunn- námi kennara verði meiri áhersla lögð á kennslu og starf fámennra skóla en nú er. Þá var fjallað unr málefni leiðbeinenda en þeir eru margir í þessum skólum. Fundur- inn sanrþykkti að skora á Kenn- araháskójann að hraða uppbygg- ingu og framkvæmd kennara- nánrs í dreifbýli þannig að leið- beinendur geti stundað kennara- nám t.d. með fjarnámi. Fundarmcnn voru sammála um að heimavistarskólar væru til af þörf en ekki illri nauðsyn. Yfirvöld yrðu að búa þeim slík starfsskilyrði að þeir geti þjónað hlutverki sínu með sóma. Þá fagnaði fundurinn auknum áliuga á kennslustarfinu senr lýsir sér í meiri aðsókn að Kennara- háskólanum, flciri umsóknum um lausar kennarastöður og miklunr áhuga á sérkennslunámi út um land. Ný aðalnámskrá kom út í vor og lýstu fundarmenn yfir ánægju sinni með að í henni er lögð áhersla á að hver skóli fái notið sérstöðu sinnar. Jafnframt beina þeir því til stjórnvalda að öllum skólum verði gert kleift að standa að skólastarfinu með reisn. í lok fundarins var valin franr- kvæmdanefnd fyrir næsta ársfund sem verður á Norðurlandi eystra. Forsvarsmaður hennar og jafn- framt samtakanna er Ólafur Arn- grímsson skólastjóri Litlulauga- skóla. Með honum í nefndinni eru: Jenný Karlsdóttir, Grunn- skóla Svalbarðsstrandarhrepps, Jón Stefán Baldursson, Stóru- tjarnaskóla og Sverrir Thor- steinsson, Stórutjarnaskóla. Fundur í Samtökum fámennra skóla beinir því til fræðslustjóra: - Að fjármagni verði veitt til kennslugagnamiðstöðva fræðslu- skrifstofanna, svo að þar geti starfað maður í fullu starfi. - Að starfsmaður kennslu- gagnamiðstöðvarinnar ferðist um umdæmið, heimsæki skóla og kynnist þar aðstæðum og þörfum og stuðli að samvinnu milli skóla. - Að starfsmaður kennslu- gagnamiðstöðvarinnar sé dríf- andi í aðdráttum og útausandi á föngin. (Svona tala þeir í Bárð- ardal!!!) - Aö starfsmaður kcnnslu- gagnamiðstöðvarinnar geti leið- beint kennurum við námsgagna- gerð, þ.e. klippt, límt og klístrað, nr.a. við gerð staðbund- ins námsefnis. - Að starfsmaður nýti sér tölvutækni við miðlun og aðdrætti. - Kennslugagnamiðstöðvarnar eigi til útlána kennslugögn og kennslutæki, sem litlir skólar hafa vart tök á að eignast, svo sem sérhæfð kennslugögn, upp- tökutæki, plastbúka og fleira. Fylgist með nýjungunr og kynni þær. Þá voru eftirfarandi ályktanir samþykktar á stofnfundinum: * Sanrtök fámennra skóla fagna auknum áhuga á kcnnslu- starfinu sem lýsir sér í mciri aðsókn að Kennaraháskóla íslands, fleiri umsóknum um lausar kennarastöður og miklum áhuga á sérkennslunámi út um land. * Samtök fámennra skóla fagna því að ný aðalnámskrá leggur áherslu á að hver skóli fái notið sérstöðu sinnar og hvetja samtökin stjórnvöld til aö gera öllum skólum kleift að standa að skólastarfinu með reisn. * Samtök fámennra skóla mót- mæla ákveðiö, að nær allir út- reikningar vegna skólastarfsins miðast við fjölda nenrenda; stjórnunarstörf, kvótastörf, stundir til viðmiðunar og stundir til ráðstöfunar vegna forskóla. Vegna þess hve þetta fyrirkomu- lag kemur illa niður á fámennum skólum, telja samtökin nauðsyn- legt að leitað verði annarra leiða þar á. * Fundur Samtakra fánrennra skóla, haldinn að Flúðum 8.-9. septenrber 1989, bendir á að við fámenna skóla starfa margir leið- beinendur, sem eru mjög mikil- vægur vinnukraftur fyrir skólana °g byggðarlög þeirra. Fundurinn bendir á að réttur leiðbeinendanna er best tryggður með því að gefa þeim kost á að stunda kennaranám, t.d. með fjarnámi í sinni heimabyggð. Fundurinn skorar því á Kenn- araháskóla íslands, að hraða- uppbyggingu og framkvæmd kennaranáms í dreifbýli, skóla- starfi þar til heilla. * Heimavistarskólar eru til af þörf, en ekki illri nauðsyn. Þeir verða að vera þannig útbúnir að þeir þjóni hlutverki sínu sem best. Þeir eru í dreifbýli og laga sig að atvinnuháttum unrhverfis síns. Nauðsynlegt er að fólk átti sig á nrikilvægi þeirra og yfirvöld búi þeim starfsskilyrði samkvæmt því. Vel reknir heimavistarskólar geta og eiga að vera menning- armiðstöðvar í sínu byggðarlagi. * Samtök fámennra skóla telja nauðsynlegt að sveitarfélögin móti samræmda stefni í fjármál- um skólanna, alveg sérstaklega í Ijósi þeirra breytinga er verða unr næstu áramót. Þar þarf meðal annars að koma fram fyrirkomulag greiðslna vegna ferðakostnaðar starfs- manna á fundi, námskeið og fleira, fæðiskostnaður í slíkurn feröum, risnu vegna heimsókna, fjármagn til áhaldakaupa, félags- málastarfa, gæslu og hvernig ráð- stafa skal sjálfsaflafé, skólanna svo eitthvað sé nefnt. Þá telja samtökin nauðsynlegt að hraðað verði allri vinnu við reglugerðir og nánari útfærslu á lögunum um breytta verkaskipt- ingu, svo að árekstrar verði í lág- marki, sérstaklega í I jósi þess að breytingin kemur inn á miðju skólaári. * Samtök fámennrar skóla skora á skólaráð Kennaraháskóla íslands að beita sér fyrir því að bæta inn í grunnnám kennara uinfjöllun um starf og kennslu fámennra skóla, þar sem þeir eru u.þ.b. 55% af skólum á lands- byggðinni. Þetta er ekki síst mikilvægt þar sem kennara- skorturinn het'ur verið hvað mestur í þessum skólurn. Fundurinn bendir á að einmitt nú er tækifæri á slíku þar senr lenging kennaranámsins stendur fyrir dyrum. * Samtök fámennra skóla skora á endurmenntunardeild Kennaraháskóla íslands að leggja frekari áherslu á að sinna hinum fjölmörgu fámennu sam- kennsluskólum með námskeiða- haldi og fræðslufundum þar senr sérþarfir þeirra eru teknar sér- staklega til umfjöllunar.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.