Dagur - 26.09.1989, Page 7

Dagur - 26.09.1989, Page 7
Þriðjudagíjr 2é.' séptembérAéÓ9 - bÁGUR - 7 Uppskeruhátíð 1. deildarfélaga: ÞorvaJdur valinn sá besti - og Arndis efnilegust hjá stelpunum Spennan var töluverð á Hótel íslandi á föstudagskvöldið þeg- ar Þorgeir Ástvaldsson veislu- stjóri á Uppskeruhátíð félags 1. deildarleikmanna reif upp umslag sem í stóð nafn besta leikmanns á íslandsmótinu árið 1989. Gífurleg fagnaðar- læti brutust út meðal hinna tæplcga 100 KA-manna á staðnum þegar Þorgeir las upp nafn Þorvaldar Örlygssonar. En það var ekki eingöngu Þor- valdur sem hafði ástæðu til að fagna því Arndís Ólafsdóttir var valin efnilegasti leikmaðurinn í 1. deild kvenna. Ólafur Gottskálks- son, ntarkvörður ÍA, var valinn efnilegasti leikmaðurinn á íslandsmótinu og Arna Steinsen besti leikmaðurinn í 1. deild kvenna. En þetta hafði verið annasam- ur dagur fyrir KA-menn. Olíufé- lagið hf., umboðsmaður Esso á Islandi. hélt leikmönnum hóf fyrr um daginn og þar afhenti Bjarni Bjarnason, markaðsstjóri Olíu- félagsins, Stefáni Gunnlaugssyni bónus fyrir að sigra á íslandsmót- inu í knattspyrnu. Venjan er að leikmenn hinna liðanna heimsæki sigurvegarann og sá Olíufélagiö um að taka á móti hinum liðunum með glæsi- brag og voru þá um 500 manns staddir í sal fyrirtækisins. Síðan var haldið út í rútur, merktar hverju félagi, og keyrður smá hringur í lögreglufylgd og þaðan var haldið á Hótel ísland. Eftir að allir höfðu snætt nægju sínu var komið að verðlaunaaf- hendingu. Hörður Magnússon úr FH fékk afhentan gullskóinn frá Adidas, Pétur Pétursson og Guðmundur Steinsson fengu síðan brons- og silfurskóinn. Þá fengu nokkrir leikmenn viðurkenningu fyrir að hafa leikið landsleiki á árinu og Sævar Jónsson fékk gullhring fyr- ir að hafa leikið 50 landsleiki. En sfðan var tilkynnt um val bestu og efnilegustu leikmann- anna og þá var fjör í herbúðum KA-manna, eins og hægt er að sjá á blaðsíðu 14 og 15 í blaðinu í dag. Knattspyrna/ 2. deild: Leiftur lagði Einheija - 2:0 á Vopnafirði Síðasti leikur Islandsmótsins í knattspyrnu fór fram á Vopna- firði á fimmtudaginn. Þar átt- ust við Einherji og Leiftur í 2. deildinni og skipti þessi leikur litlu máli því heimamenn voru nánast fallnir í 3. deild. Leikurinn bar þess glögg merki, áhorfendur voru sárafáir og baráttan lítil í leik- mönnum. Leikar fóru þannig að Leiftur sigraði 2:0. Liðin skiptust á um að sækja í fyrri hálfleik og áttu bæði þokka- lega tækifæri. En það var ekki fyrr en um miðjan hálfleikinn að Hafsteinn Jakobsson braut ísinn er hann skoraði ágætt mark eftir stungusendingu inn fyrir vörn heimamanna. Það var síðan Gústaf Ómars- son sem negldi síðasta naglanna í kistu Einherjamanna er hann skoraði skömmu fyrir leikhlé eft- ir aukaspyrnu á miöjum vallar- helmingnum. Síðari hálfleikur var daufur og greinilegt að bæði lið vildu klára leikinn sem fyrst og þannig ljúka þessu íslandsmóti sem hvorugt liðið var ánægt með. Þar mcð enduðu Einherjamenn í botnsæt- inu en Leiftursmenn skutust upp í 6. sætið í deildinni. Það var sannkölluð KA-steininning á Uppskeruhátið 1. deildarfélaga í knattspyrnu á föstudagskvöldið. Þorvaldur Örlygsson var kosinn besti leikmaður 1. deildar og Arndís Ólafsdöttir var valin efnilegasti leikmaður í 1. deild kvenna. Það er því engin furða að þau séu ánægð á þessari mynd. Mymt-. Jakob Golf: Súlan sigraði - í firmakeppni GA - Jón vann Gullsmíðabikarinn Það var mikið um að vera hjá GA um helgina. Firmakeppn- inni í golfi lauk og til úrslita Sveinn Rafnsson og Arnar Birgisson léku til úrslita í Firmakeppni GA. Sveinn lék fyrir Súluna hf. og Arnar fyrir Heklu hf. Sveinn hafði betur og sést hér ásamt Sverri Leóssvni frá Súlunni hf. Icku Sveinn Rafnsson, sem lék fyrir Súluna hf., og Arnar Birgisson, sem lék fyrir Heklu hf. Sveinn reyndist hlutskarp- ari og það var því Súlan h.f. sem sigraði í Firmakeppni GA árið 1989. Alls tóku 111 fyrir- tæki þátt í keppninni að þessu sinni og kann GA þeim öllum hinar bestu þakkir fyrir stuðn- inginn. Einnig var keppt um Gull- smiðabikarinn og sigraði Jón Friðriksson í I. Uokki, þ.e. flokki kylfinga með forgjöf 0-27. í 2. flokki, kylfinga með forgjöfina 28-42, sigraði Magnús Jónatans- son. Ágætis veöur var um helgina og var það nokkuð sem kom á óvart því veðrið var búið að vera mjög leiðinlegt alla vikuna. En aðfaranótt mánudagsins snjóaði í fyrsta skipti hér á Norðurlandi þannig að kylfingar fara brátt að pakka saman kylfunum og íhuga árangur sinn í sumar. En snúum okkur aftur að þess- um tveimur mótum sem fram fóru að Jaðri um helgina. Sæl- gætisverksmiðjan Linda og Kjarnafæði gáfu sérstök auka- vcrðlaun fyrir þá kylfinga sem vor.u næst holu í höggi. Höröur Steinbergsson var 3,07 m frá hol- unni á 18. braut og 6,70 m frá holunni á 4. braut. Birgir Björns- son var 4,51 m frá holunni á 11. braut og Örn Einarsson var 7,07 m frá holunni á 18. braut. En lítum þá á úrslitin í barátt- unni um Gullsmiðabikarinn: 1. flokkur (0-27 í forgjöO: högg 1. Jón Friðriksson 36 2. Bjarni Jónasson 33 3. Árni K. Friðriksson 33 4. Sverrir Þorvaldsson 33 2. flokkur: (28-42 í forgjöf): högg 1. Magnús Jónatansson 54 2. Rafn Kjartansson 40 3. Örn Einarsson 39

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.