Dagur


Dagur - 26.09.1989, Qupperneq 9

Dagur - 26.09.1989, Qupperneq 9
Þriðjudagur 26. september 1989 - DAGUR - 9 Enska knattspyrnan: Burst í Manchester - er City lagðiUtd. 5:1 - Liverpool á toppinn eftir 3:1 sigur á Everton „Derby“ leikir settu mestan svip á leiki helgarinnar. Alls voru þeir 7. Þrír í London og einn í eftirfarandi borgum: Stoke, Bristol, Manchester og Liverpool. Ahorfendur fylltu leikvellina á þessum völlum; voru yfir 20 þús. á leiknum í Stoke og uppseit var á leikina í Liverpool, 42.453 áhorfendur, og á Maine Road í Manchester fóru um 2.000 áhorfendur út á völlinn sökum plássleysis í áhorfendastúkunum og taföist leikurinn því um 10 mín. Aðalleikurinn var leikur Liverpool og Everton, þar sem fjórir leikmenn spiluðu sinn fyrsta „Derby" leik, þeir Norman Whiteside, Mike Newell sem einu sinni var á samningi sem unglingur hjá Liverpool og Sví- arnir Stefan Rehn hjá Everton og Glynn Hysen fyrir Liverpool. Everton tók forystuna á 17. mín. með rnarki Mike Newell. Liver- pool jafnaði um miðjan fyrri hálf- leik er Peter Beardsley óð upp hægri kantinn, þvældi 3 leikmenn Everton og gaf boltann fyrir mark Everton á John Barnes, sem skallaði hann í mark Ever- ton svo söng í marknetinu. Beardsley var aftur á ferðinni er Liverpool náði forystunni er hann sendi boltann fyrir mark Everton, þar sem Rush kom aðvífandi og sendi boltann eina ferðina enn í mark Everton. Hann skoraði síðan annað mark 5 mín. síðar eftir sendingu frá Barnes. Þetta var 23. mark Rush Staðan 1. deild Liverpool 7 4-3-0 19: 3 15 Chelsea 7 4-2-1 13: 6 14 Millwall 7 4-2-114:11 14 Arsenal 6 4-1-111: 5 13 Everton 7 4-1-2 11: 9 13 Coventry 7 4-0-3 7: 8 12 Norwich 7 2-5-0 11: 7 11 Southampton 7 3-2-2 11:12 11 Q.P.R. 7 2-3-2 5: 3 9 Luton 7 2-3-2 5: 4 9 Derby 7 2-2-3 5: 7 8 Crystal Palacc 7 2-2-3 5:14 8 Man. City 7 2-1412:10 7 Man. Utd. 7 2-1-4 13:15 7 VVimbledon 7 1-4-2 5: 7 7 Charlton 7 1-3-3 6: 6 6 Aston Villa 71-3-3 7:10 6 Nott. Forest 7 1-3-3 7: 9 6 Tottenham 61-2-3 7:12 5 Sheff. Wcd. 7 1-1-5 2:16 4 2. deild Sheff. Utd. 7 4-3-0 15: 7 15 Blackburn 7 3-4-0 10: 6 13 Brighton 7 4-0-3 15:10 12 Sunderland 7 3-3-1 12: 7 12 Leeds Utd. 7 3-3-1 12: 9 12 West Ham 7 3-3-1 9: 8 12 Newcastle 7 3-2-2 12: 9 11 Oldham 7 3-2-2 11:10 11 Barnsley 7 3-2-? 9: 8 11 Watford 7 3-2-2 7:8 11 Middlesbrough 7 2-2-3 13:1411 Plymouth 7 3-1-3 11: 8 10 Ipswich 7 2-3-212:12 9 Oxford 7 2-3-211:12 9 Bournemouth 7 2-2-313:15 8 W.B.A. 7 2-2-311:12 8 Wolves 7 2-2-3 10:13 8 Port Vale 7 1-4-2 6: 8 7 Bradford 7 1-3-3 9: 8 6 Portsmouth 7 1-3-3 6: 9 6 Swindon 71-3-3 6:12 6 Hull 7 0-5-2 9:11 5 Stoke 7 0-5-2 6: 8 5 Leicester 7 1-2-4 6:12 5 fyrir Liverpool gegn Everton. Everton var óheppið að fá ekki vítaspyrnu er Sharp var haldið innan vítateigs. Liverpool lék án þeirra Ray Hougton og Gary Gillespie sem eru meiddir. Ever- ton missti Neil Point útaf snemrna í leiknum og Whiteside fór útaf seint í seinni hálfleik og Rehn kom inná í hans stað. Fyrri hálfleikur í leik Chelsea og Coventry þótti mjög skemmti- legur og áttu leikmenn Chclsea stórleik á miðjunni. Coventry lék án fyrirliða síns Brian Kilcline og Cyrille Regis. Kevin McDonald spilaði því sem miðvörður og þrumaði boltanum eins langt fram á völl og hann gat í hvert skipti sem hann fékk boltann í von um að Gary Bannister eða Dave Smith næðu honum. David Beasant og Steve Ogrizovic vörðu báðir rnjög vel, en sá síðar- nefndi réði þó ekki við skot Kev- ins Wilson hjá Chelsea. Trevor Francis vakli sjálfan sig í byrjunarlið O.P.R. gegn Villa og reyndist það mjög gáfuleg ákvörðun. Það var þó Villa sem náði forystunni með marki David Platt eftir sendingu frá Ian Oln- ey. Francis jafnaði síðan á 15. mín. með langskoti frá vítateig og skoraði síðan aftur með skalla, sem er mjög óvenjulegt þegar Francis á í hlut. Hartn skoraði síðan þriðja markið á annarri mín. seinni hálfleiks með þrumuskoti framhjá Nigel Spink markverði Villa efst í markhorn- ið. Francis var maður leiksins. Millwall var betra liðið gegn Sheff. Wed. en leikmenn liðsins náðu þó ekki að skora fyrr en í síðari hálfleik. Jimmy Carter skoraði fyrra markið. Leikmenn Sheff. Wed. eiga í vandræðum með að skora mörk og mega búast við löngum og köldurn vetri. Leikmenn Man. Utd. virtust eiga í erfiðleikum tneð að ná sér eftir innrás áhorfenda á völlinn og nýttu leikmcnn City sér það út í ystu æsar. Hinir heimaöldnu leikmcnn City, sem aðeins höfðu skoraði sex mörk fyrir leikinti, fóru illa nieð milljónamenn Unit- ed, sem varla þckkja hver annan, þar sem þeir konta úr öllum átt- um og hafa lítið spilað santan. David Oldfield gerði tvö mörk og þeir Tony Morley, Ian Bishop og Andy Hinchcliff sitt markið hver en Mark Hughes svaraði fyrir United með glæsilegri hjólhesta- spyrnu. Paul Lake átti góðan leik meö City og átti þátt í öllurn mörkum liðsins. Arsenal hefði átt að gera útum leikinn viö Charlton í fyrri liálf- leik því nóg tækifæri fengu leik- menn Arsenal en Bob Bolder, markvörður Charlton, átti stór- leik og sannaöi að hið ógjörlega er hægt er hann varði í tvígang skot frá Lee Dixon og Alan Smith en hann réði þó ekki við vítaspyrnu Brian Marwood. Paul Gascoigne var í aðalhlut- vcrki í leik Norwich og Spurs. Hann náði forystunni fyrir Spurs eftir að Gary Lineker hafði átt skot í slá Norwich-marksins og voru leikmenn Norwich-liðsins heldur seinir á sér og létu Gas- coigne stela af sér boltanum. Hann tók síðan hornspyrnu frá vinstri gaf út á Pat Van Den Hauwe sem gaf fyrir markið á Gary Lineker sem afgreiddi bolt- ann í netið. Leikmenn Norwich fóru því í teið sitt í hálfleik með tvö mörk á bakinu. Þeir komu tvíefldir til baka og spiluðu frá- bæran bolta fyrstu 20 tnín. síðari hálfleiks og gerðu tvö mörk, sem þeir David Phillips og Mark Bowen gerðu. Enn eitt jafntefli Norwich á heimavelli var stað- reynd. Pólverjinn Zbignew Kruszyn- sky skoraði fyrir Wimbledon á 28. mín í leik Luton og Wimble- don. Tveimur mín. áður hafði McDonald fellt Terry Gibson inn í vítateig en Luton slapp með skrekkinn. Terry Gibson lagði síðan upp mark Kruszynsky. Roy Wegrele jafnaði síðan fyrir Luton úr vítaspyrnu á 34. mín. 2. deild • Port Vale var betra liðið í fyrri hálfleik en Stoke í þeirn síðari. Robbie Earle náði forystunni fyr- ir Port Vale á 50. mín. og viö það fór liö Stoke í gang. Palin átti skot á mark Port Vale, sem virtist ætla að fara langt framhjá marki Port Vale er boltinn fór í Sirnon Mills leikmann Port Vale og það- an í markið. lan Cranson skallaði í stöng Port Vale og Ron Fucther skallaði í þverslá á marki Stoke- liðsins fyrir opnu marki er mark- vörður Stoke var í skógarferð. Jafntefli voru því sanngjörn úr- slit. • Bournemouth tapaði heima fyrir Blackburn. Gavin Peacock skoraði annað ntark Bourne- mouth, en þeir Nicky Reid, Andy Kennedy og Frank Stapel- ton svöruðu fyrir Blackburn. • Steve Agnew og Darrcn Fore- man skoruðu fyrir Barnsley gegn Bradford. • Leeds rúllaði Swindon upp. Gordon Strachan gerði þrennu, þaö fyrsta úr vítaspyrnu. • Leicester vann Brighton 1:0 með marki Lec Glover 3 mín. fyrir leikslok. • Andy Ritchie gcrði bæði mörk Oldharn gegn W.B.A. • Danny Penn leikmaður Ox- ford náöi forystu fyrir Oxford snemma í fyrri hálfleik cn gerði svo sjálfsmark rétt fyrir leikslok. • Mark Chamberlain og Martin Kuhl voru meðal markaskorara Portsmouth gegn Middlesbrough. • Julian Dicks skoraði sigur- mark West Ham gegn Watford á 16. mín. úr vítaspyrnu. • Ulfarnir unnu Plymouth með marki John Paskin. • Miðvikudagskvöldið í síðustu viku verður sjálfsagt lengi í minn- um haft hjá Wallace-fjölskyld- unni. Elsti sonurinn Danny spil- aði sinn fyrsta leik fyrir Man. Utd. og skoraði 1 marka liðsins í 3:2 sigri United á Portsmouth og tvíburabræður hans voru í sviðs- Ijósinu í leik Southampton og York. Rod skoraði sigurmark Southampton en Ron var rekinn af leikvelli. • Fyrst Wallace-bræður eru til umræðu er sjálfsagt að segja frá skemmtilegum misskilningi ensku landsliðsnefndarinnar er hún var að velja enska U21 liðið fyrir skömmu er þeir rugluðu saman nöfnum þeirra Rod og Ron og völdu Rod en ætluðu að velja Ron. • Derby vill kaupa Gary Ablett frá Liverpool. • Man. City og Aston Villa hafa að undanförnu fylgst mað marka- skorara Sheff. Utd. Brian Deane. • Ipswich og Man. Utd. keppa um að fá Liam Coyle frá Derry á írlandi en hann er metinn á um 150.000 pund. • Upplausn er hjá Southampton og margir leikmenn sem vilja fara. Russell Osman er líklega á leið til Crystal Palace og New- castle vill fá markvörðinn John Burridge. Á.H.K. Loksins skoraði Lineker fyrir Tott- enhani en þaA dugði liðinu ekki til sigurs gegn Norwich. Úrslit 1. deild Arsenal-Charlton 1:0 Aston Villa-Q.P.R. 1:3 Chelsea-Coventry 1:1) Crystal Palace-Nott. Forest 1:0 Derbv-Southainpton 0:1 Evcrton-Liverpool 1:3 Luton-Wimbledon 1:1 Man. City-Man. Utd. 5:1 Millwall-ShelT. Wed. 2:0 Norwich-Tottenham 2:2 2. deild Bourncinmith-Blackburn 2:4 Barnsley-llradford 2:0 Leeds-Swindon 4:0 Leicester-Brightmi 1:0 Oldham-W.B.A. 2:1 Oxford-Ipswich 2:2 Porlsmoulh-Middlesbrough 3:1 Port Vale-Stoke 1:1 Sheff. Utd. Hull 0:0 Sundcrland-Newcastle 0:0 West Ham-Watford 1:0 Wolves-Plymouth 1:0 3. deild Bolton-Leyton Orient 2:1 Brentford-Birmingham 0:1 Bristol C.-Bristol R. 0:0 Crewe-Northampton 2:1 Mansfield-Blackpool 0:3 Notts County-Rotherham 2:0 Prcston-Chester 5:0 Shrewsbury-Bury 3:1 Swansea-Reading 1:6 Walsall-Fulhain 0:0 Wigan-Cardiff 1:1 4. deild Aldershot-Stockport 2:1 Burnley-Hereford 3:1 Carlisle-Gíllingham 3:0 Colchester-Scarborough 0:0 Hartlepool-Peterborough 2:2 Maidstone-Chesterfield 0:1 Scunthorpe-Exeter 5:4 Torquay-Rochdale 1:0 Wrexhain-Lincoln 0:2 York-Grimsby 0:1 Ian Rush skoraði tvö mörk gegn Everton.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.