Dagur - 18.11.1989, Blaðsíða 2

Dagur - 18.11.1989, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 18. nóvember 1989 Hjónabandið og Kæru vinir, ég býð ykkur góð- an dag. í ljósi umræðunnar að undanförnu varðandi stofnun hagsmunasamtaka varðandi hönnun skipulagsins sem nú er í fullum gangi og fjölmargir aðilar hafa sýnt áhuga að sam- einast um er ljóst að vöntun er á vilja til að framkvæma þá vinnu sem aðilar telja nauð- synlega svo málið megi fá hljómgrunn meðal ráðamanna og stofnana sem málið varðar og hljóta farsæla lausn en mis- brestur hefur verið á því í gegnum tíðina vegna vöntunar á fullnægjandi skilningi og samvinnu þeirra sem með mál- ið hafa haft að gera og er alfar- þeirra sök svo ekki sé Hjónabandið er horngrýti þjóðfélagsins, hæsta stig mannlegra fjötra, en engu að síður hollt fyrir sálartetrið. minnst á framkvæmd aðgerða til bjargar iðnaðinum í land- inu. Látið ykkur ekki bregða, lesendur góðir. Þetta er aðeins gróft dæmi um íslenskt stofn- anamál, kryddað með stíl- brögðum fjölmiðlanna. Auð- vitað skilur enginn hverju ég var að reyna að koma á fram- færi, enda veit ég það ekki sjálfur, en svona er hægt að misþyrma íslenskunni. Við töl- um fjálglega um að ungling- arnir séu að eyðileggja tungu vora, gólum grátklökkir á mannamótum að íslenskt mál verði að vernda og viljum af öllu hjarta beina öðrum frá villu vegar í frumskógi móður- málsins. Ég tek mark á mörg- um íslenskumanninum en þeg- ar kerfiskarlar, sem ekki geta komið óbrenglaðri setningu út úr sér, fara að sífra um tung- una þá er mér nóg boðið. En hvað um það, eins og málfarsníðingar útvarpsstöðv- anna segja gjarnan, ég ætlaði ekki að arga, garga, góla, veina, gala og sarga um gott mál eða vont. Reyndar hafði ég fullan hug á því að segja ykkur örlitla sögu um reynslu mína af Rósu Ingólfsdóttur frá Reykjavíkurárum mínum en þar sem ég veit að þið hafið ekki áhuga á þeirri sögu þá læt ég málið niður falla. Vendi ég nú kvæði mínu í kross og ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Hjónabandið, þessi virta stofn- un sem öfugt við göfugt vín versnar með árunum, hefur verið í brennidepli að undan- förnu. Á kirkjuþingi ræddu klerkar í fúlustu alvöru að ýmsir ytri þættir væru beinlínis andsnúnir þessu horngrýti þjóðfélagsins. Nefnd voru dæmi sem sýndu að það borg- Nálastungur og orkuflæði Peir sem hafa aðeins kynnt sér austurlenska heimspeki hafa vafalaust rekið sig á að alltaf er verið að tala um orkuflæði, orku- punkta, jin og jang og það að ef ójafnvægi sé í orku mannslíkam- ans bjóði það sjúkdómum heim. En það er sama hversu mikið er talað um allt þetta. Alltaf finnst fólki sem lítið hefur kynnt sér málið að þetta sé ekkert annað en hjátrú eða dulspeki sem varla nokkur maður getur skilið. En því ekki að líta á þetta út frá vestrænu sjónarmiði? Auðvit- að eru ekki til sömu hugtök yfir allt þetta í okkar hugsanaheimi og hinum austurlenska, en við skulum reyna að líta á þetta aðeins með kínverskum augum. Allt í sköpuninni á að eiga sér tvo póla. Þessir pólar eru jin og jang og allt snýst um samspil og jafnvægi þeirra. Jang er jákvætt, bjart og skapandi afl en jin er hið neikvæða, myrka og kvenlega afl. Til þess að geta læknað sjúk- dóma verður að nást jafnvægi á milli þessara tveggja póla. Þeir sem eru ekki í samræmi við nátt- úruna koma á ójafnvægi á milli þessara afla og uppskera því sjúkdóma sem vitanlega eru af misjöfnum toga. Rétt eins og það eru tveir pólar á segli eru jin og jang í líkaman- um. Austurlenskur hugsanahátt- ur flokkar orkuna niður á tvenn- an veg. „Iei“ er orka sem fæst í gegnum fæðuna og berst með blóðinu og „chi“ sem er aðal orkan, eða réttara sagt alheims- orkan. Rásirnar sem þessi „chi“ orka flæðir eftir hafa oftast verið kallaðar orkurásir (Meridians). Þessar rásir eru um allan lík- amann. í þeim er litlaus frumu- laus vökvi sem að hluta verður fyrir áhrifum frá hjartanu. Þessar rásir hafa verið kortlagðar og mældar með vísindalegum aðferðum. Með æfingu er einnig hægt að finna fyrir þeim. Það eru sérstakir punktar á rásunum sem oft kallast nálastungupunktar. Þessir punktar eru rafmagnaðir og eru úr litlum egglaga frumum sem kallast bonham blóðkorn og eru í kringum þræði í húð, vefj- Heilsupósturinn Umsjón: Siguröur Gestsson og Einar Guömann sálartetrið aði sig ekki, veraldlega séð, fyrir ungt par að ganga í hjóna- band, sérstaklega ekki ef einn eða fleiri krógar væru í spilinu. í»að ku vera hægt að fá mun meiri veraldlega fyrirgreiðslu ef konan skráir sig sem arma og einstæða móður og karlinn segist vera vesæll leigjandi hennar utan af landi. Gott og vel. Ég þekki sjálfur dæmi um par sem fór til Reykjavíkur í nám með ungan son í farteskinu. Konan sór af sér karlinn í opinberum plöggum, fékk námslán og aðra fyrirgreiðslu sem einstæð móðir með lögheimili í Reykjavík. Karlinn þóttist heldur ekkert hafa með kon- una að gera, var með lög- heimili sitt úti á landi og fékk fyrirgreiðslu sem fátækur námsmaður af landsbyggðinni. Hefðu hjúin látið pússa sig saman væru þau ekki hámenntuð í dag og ekki í eins góðum holdum og raun ber vitni. Þau hefðu soltið heilu hungri og hrökklast aftur norð- ur í sveitir. Hjónaband borgar sig ekki. Þetta eru dökku hliðarnar. Þær lúta aðeins að veraldleg- um hlutum á borð við húsnæði, peninga, mat og annan hégóma. Hvað eru klerkar að fást um slíkt? Auðvitað skiptir andlega hliðin meira máli, ekki síst á efsta degi. Samviskan verður að vera hrein sem hvít- voðungur á gæruskinni. Það stangast á við lög og reglur að ljúga til um stöðu sína í þjóð- félaginu og ef maður er að dandalast með einhverri kvensu á annað borð er eins gott að ganga alla leið og láta hana játast sér. Ég held að það sé bara hollt fyrir sálartetrið að kynnast þeirri þrekraun sem hjónaband ungra elskenda á íslandi er, baslinu, sultinum og hörmungunum. Álagshjónabönd af þessu tagi verða annað hvort gríðar- lega sterk eða leysast upp í frumeindir sínar; karl og konu. Fyrri kosturinn er dæmi um ofurvald mannlegra fjötra en seinna dæmið, tja, eru ekki all- ir að skilja hvort eð er? Nei, lesendur góðir, ég ætla mér ekki lengra út á hálan ís hnappheldunnar. Hitt er suss- um rétt hjá klerkunum, að það er vafasamt að láta þjóðfélagið ýta undir lauslæti og brenglað sambúðarform með veraldleg- um mútum. En karl og kona sem eru farin að deila salerni og sæng verða sum sé líka að hugsa um eigin sálarheill og því er ráðlegast fyrir þau að ganga til altaris þótt jrað kosti þau gjaldþrot. Takk fyrir. Hallfreður Örgumleiðason: Vafalaust mun þróunin vcrða sú að samstarf á milli lækna og nuddara mun aukast þegar menn gera sér grein fyrir þeim möguleikum sem ýmsar þessara aðferða bjóða uppá. um og líffærum um allan líkam- ann. Punktarnir sem mest eru notaðir af nálastungulæknum eru um 500, og ef ákveðnir punktar eru örvaðir annað hvort með nuddi, þrýstingi, eða nálum má laga eða breyta orkuflæðinu sem fer um þá. Það tekur langan tíma og mikla æfingu að geta fundið fyrir orku þessara punkta með höndunum en þegar því er náð er hægt að finna í hvernig ástandi punktarnir eru og þar með sagt til um ástand ákveðinna líffæra eða líkamshluta þar sem hver og einn punktur samsvarar ákveðnu líf- færi eða líkamshluta. Oft er um að ræða orkustíflur sem hægt er að losa um með nuddi á punkt- ana og þá kemur lækningargildið í ljós. Mönnum hefur iðulega þótt skrýtið að það skuli vera hægt að hafa áhrif á hálsinn eða herðarnar með því einu að nudda iljarnar. En það er hægt þar sem þessar orkurásir liggja niður í fæturna og góðir nuddarar geta gert kraftaverk með góðu nuddi. Nú þegar læknavísindin fara loksins að fá vísindalegar sannan- ir fyrir því að þetta náttúrulega orkukerfi líkamans er virkilega til, er ekki vafi á því að nála- stungulæknar, svæðanuddarar og aðrir sem stunda ýmsar aðferðir til þess að laga orku líkamans svo hann lækni sig sjálfur, fá upp- reisn æru þar sem borið hefur á því að menn hafi ekki haft trú á þeim. Vafalaust mun þróunin verða sú að samstarf á milli lækna og nuddara mun aukast þegar fram í sækir og þegar menn gera sér grein fyrir möguleikunum sem ýmsar þessara aðferða bjóða uppá. Sérstaklega þar sem þessar aðferðir hafa verulegt fyrirbyggj- andi gildi hvað sjúkdóma varðar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.