Dagur


Dagur - 18.11.1989, Qupperneq 4

Dagur - 18.11.1989, Qupperneq 4
4 - DAGUR - Laugardagur 18. nóvember 1989 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (Iþróttir), KARL JÓNSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Uppbygging stóriðju og rirkjanaröð Æ fleiri eru að átta sig á því hvaða afleiðingar það hefði fyrir landsbyggðina í heild ef nýtt álver yrði reist á suðvesturhorni landsins. Þá kæmi t.d. hug- myndin um byggingu álvers á Eyjafjarðarsvæðinu örugglega ekki til framkvæmda fyrr en í fyrsta lagi eftir fjölmörg ár eða áratugi. í annan stað yrði þá örugglega farið eftir þeirri virkjanaröð sem Lands- virkjun hefur sett fram og kynnt var fyrir skemmstu. Samkvæmt henni á ekki að ráðast í eina einustu virkunarframkvæmd á Norðurlandi né Austurlandi á næstu árum; öll uppbyggingin miðast við þarfir suðvesturhornsins. Um leið og forsendur fyrir stækkun álversins í Straumsvík voru brostnar, var ljóst að baráttan stæði um það hvar nýtt álver kæmi til með að rísa. Sú ákvörðun kemur til með að ráða virkjanaröðinni. Jóhannes Geir Sigurgeirsson, þingmaður Fram- sóknarflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra, lét svo ummælt á kjördæmisþingi framsóknarmanna um síðustu helgi, að þetta mál væri ef til vill stærsta byggðamálið sem þjóðin stæði frammi fyrir á næstu árum. „Ég horfi til þess með hryllingi ef svo færi að álver af stærðinni 130-180 þúsund tonn yrði byggt á suðvesturhorni landsins. Það myndi auka enn á þann viðsnúning sem er hjá okkur í byggðamálum í dag," sagði Jóhannes Geir við það tækifæri. Vafalaust getur flest landsbyggðarfólk tekið undir þau orð. Á það hefur verið bent að Eyjafjörður er eina landsvæðið utan Reykjavíkur og nágrennis sem getur tekið við svo stóru fyrir- tæki sem álver er. En það er langt í frá hags- munamál Eyfirðinga einna að nýtt álver rísi þar. Það skiptir aðra íbúa Norðurlands verulega miklu máli og ekki síður eiga íbúar Austurlands mikilla hagsmuna að gæta, því staðsetning nýs álvers ræður sem fyrr segir mestu um virkjanaröðina. Sú ákvörðun mun í raun skipta alla landsmenn máli, því með henni verða þáttaskil í byggðaþróuninni, á annan hvorn veginn. Norðlendingar eins og aðrir gera sér auðvitað grein fyrir því að endanleg ákvörðun í málinu verð- ur tekin af þeim aðilum sem ætla að byggja nýtt álver á íslandi. Hins vegar verða Norðlendingar að vera í viðbragðsstöðu ætli þeir Eyjafirði að koma til álita þegar endanleg ákvörðun verður tekin. Þess vegna er ánægjulegt að skynja hve samstaðan um þetta mikla byggðamál hefur vaxið meðal Norð- lendinga. Dagur skýrði frá því í gær að Héraðsnefnd Eyja- fjarðar, í samráði við bæjarstjóra á Eyjafjarðar- svæðinu, hyggðist hefja viðræður við stjórnvöld vegna breyttra forsendna í stóriðjumálum á ís- landi. Slíkar viðræður nú eru nauðsynlegar og eðli- leg afleiðing þeirra þáttaskila sem orðið hafa í mál- inu. BB. úr hugskotinu Minn maöur á Blönduósi Pað vakti óneitanlega talsverða athygli nú um daginn, þegar einn frómur og framsækinn Vestfirðingur vakti á því athygli í kjaftaklúbbnum við Austur- völl, að einn af rukkurum ríkis- sjóðs, staðsettur í Húnaþingi hefði trassað að gjalda keisara sínum, það er að segja honum Óla Gríms það sem honum bæri, hefði látið undir höfuð leggjast að gjaida þjóðinni, það er að segja Reykjavík það sem henni bæri að fá til síðari tíma útdeil- ingar. Elliheimili og fataskápar Okkar maður á Blönduósi, sem reyndar er löngu landsþekktur, ekki síst fyrir hið sérstaka vin- fengi sitt við Stuðmenn (það er annað én með suma kollega hans), viðurkenndi fúslega að líklega hefði hann farið nokkuð frjálslega með þennann skatt sem greiðast ætti keisaranum syðra. Pað hefði bara vantað peninga í elliheimilið á Skaga- strönd og ýmis önnur þarfleg verk heima í héraðinu. Framlög frá þartilgerðum sjóðum syðra hefðu barasta ekki borist, og því hefði verið gripið til þessa ráðs. Nú þykir það varla nein stórfrétt, þegar það spyrst að einhver sem aðstöðu hafi til skuli fara frjálslega með almannafé, og er nýjasta dæmið fréttin um lánið sem blessunin hún Guðrún þingforseti fékk, að hennar eigin sögn, meðal annars til þess að hressa upp á eigin fataskáp. En það sem vek- ur athygli í sambandi við mál sýslumannsins í Húnaþingi, er einmitt það, að hann notar pen- ingana sem hann fer svo frjáls- lega með ekki í eigin þágu, heldur til hinna þörfustu og óumdeilanlegustu verka. Hann er þarna ekki að reisa sér dýran embættisbústað, redda laxeldis- fyrirtæki fjölskyldunnar eða að láta smíða eitt stykki frystitog- ara handa fjölskylduútgerðinni, hvað þá að birgja upp eigin fataskáp og verða allt að því virtur maður fyrir eins og dæm- Reynir Antonsson skrifar in hér að framan sanna. Heldur var honum, ja, gott ef ekki hót- að brottrekstri úr embætti, og gott ef ekki ærumissi. Afstæð eign Annars kemur það manni eilítið spánskt (ef til vill þar sem mað- ur er nýlega kominn frá Spáni) fyrir sjónir, að sá flötur skuli hvergi hafa komið upp í allri umræðunni um mál sýslu- mannsins á Blönduósi, hvort þessu héraði bæri ekki í raun- inni siðferðilegur réttur til ráð- stöfunar á þessum peningum, þar sem þarna væri þeirra aflað og þarna væru þeir greiddir. Það var fyrir nokkrum árum nokkur umræða einmitt um það að landshlutarnir fengju sjálfir að verulegu leyti ráðstöfunar- rétt á þeim gjaldeyri sem þeir öfluðu, en því miður hefur sú umræða algerlega þokað fyrir heimskulegri umræðu um það hvaða verð Seðlabankinn eigi að skrá á gjaldeyri, eða hvort hann eigi yfirhöfuð að vera að skrá eitthvert slíkt verð. Þetta kemur að sjálfsögðu ráðstöfun- arrétti á gjaldeyrinum nákvæm- lega ekkert við, fremur en það kemur kvótakerfinu við hvort Nonni selur Óla eða Bjarna kvótann sinn á okurverði. Kjarni málsins er spurningin hverjir eigi að hafa réttinn til þess að ráðstafa tekjum, gjald- eyrinum sem þjóðin aflar. Og þessi spurning kann að vera svolítið afstæð. Það er auðvitað margtuggin staðreynd, að landsbyggðin hef- ur í tímans rás verið hrikalega arðrænd, og sem atvikið í Húnaþingi er bara lítð tákn um. Hins vegar verður því ekki neit- að að það eru ýmsir hlutir sem þjóðin verður að leggja sameig- inlega í kostnað til að viðhalda, og alltof mikið af þessum hlut- um er því miður staðsett í Reykjavík. Mörgum þessara hluta hefði mátt dreifa um landið. Tökum dæmi. í stað hinnar dýru og óhagkvæmu Þjóðarbókhlöðu hefði mátt reisa fjögur eða fimm látlaus en vel búin Amtsbókasöfn sem hvert um sig hefði getað staðið að varðveislu sagnfræði- og menningarverðmæta eigin héraðs. Að afla og eyða Það er ekki svo lítið inni í umræðunni líka þessa dagana, að þeir sem afli gjaldeyrisins skuli selja þeim sem honum eyða á einhverju verði sem ráð- ist af framboði og eftirspurn. Enginn hefur þó fjallað um það hvernig verðlagi til þeirra sem bæði afla hans og eyða skuli háttað. Þá vefst það nú örugg- lega fyrir mörgum, að skilgreina það svo vel fari hverjir það eru sem afli gjaldeyris í þjóðfélag- inu. Vitanlega sjómenn og fisk- vinnslufólk er sagt, en það er víst ekki fólkið sem strákpjakk- ar á borð við Vilhjálm Egilsson (mikið væri gaman að fara í framboð gegn drengnum til að loka á honum túlanum fyrst fjölmiðlar gera það ekki), bera fyrir brjósti, en hvað þá um sjómannskonurnar til dæmis eða fóstrurnar sem stuðla að því í sjávarplássunum að halda þessu gangandi svo að sjó- mennirnir geti fiskað og kon- urnar unnið í frystihúsinu. Afla þær ekki óbeint gjaldeyris líka? Við skulum í þessu sambandi láta hér liggja á milli hluta sið- ferðilegar spurningar á borð við það hvort allir þeir sem afla gjaldeyris eigi endilega að geta gengið í hann og eytt að vild, eða á hinn bóginn hvort þau til- felli séu ekki til þar sem þeir sem eyða gjaldeyri þjóðarinnar, eða stuðla að eyðslu hans séu ekki á stundum bæði vanmetnir og vanlaunaðir. Þjóðareign í lögum um stjórn fiskveiða, hinum alræmdu kvótalögum, er ansi merkilegt ákvæði sem segir, að fiskistofnar landsins séu þjóðareign. Og ætli afrakst- urinn, það er að segja gjaldeyrir sá sem veiddur kvóti gefur af sér, hljóti þá ekki að teljast þjóðareign líka. í Ijósi þessa verður gjörningur okkar manns á Blönduósi að teljast órétt- lætanlegur, en hann er engu að síður afsakanlegur í ljósi arðráns, og ekki síst þess mis- skilnings sem bæði kom fram hjá vestfirska þingmanninum, og sólbrúna fararstjóranum (góður fararstjóri í sólarlöndum er aldrei sólbrúnn), að þjóðin, hún sé sama og Reykjavík. Það er misskilningur hjá Hemma að Erró hafi gefið þjóðinni málverk. Hann gaf þau Reyk- víkingum. Og það er misskiln- ingur hjá hinum bjórfjandsam- lega Vestfjarðaþingmanni að allir aurar sem þjóðin aflar þurfi að fara um reykvíska sjóði og kassa.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.