Dagur - 18.11.1989, Síða 5

Dagur - 18.11.1989, Síða 5
Laugardagur 18. nóvember 1989 - DAGUR - 5 fréffir Trillukarlar vilja fulltrúa í stjórn Lífeyrissjóðs sjómanna: Ekki tilhúnir til að moka fjármumun tíl sjóðsins - segir Haraldur Jóhannsson varaformaður Landssambands smábátaeigenda Smábátasjómenn hafa lengi barist fyrir að fá fulltrúa í stjórn Lífeyrissjóðs sjómanna. Þeir telja að hagsmunum þeirra sé ekki borgið í sjóðnum nema fulltrúi Landssambands smábátaeigenda sitji í sjóðsstjórn. Landssambandið hefur beint því til fjármálaráð- herra að hann hlutist til um að trillukarlar fái áunnin lífeyris- réttindi eins og aðrar stéttir sjómanna. Samkvæmt upplýs- ingum sem Dagur hefur aflað sér er þetta mál í athugun í fjármálaráðuneytinu en stjórn Lífeyrissjóðs sjómanna hefur tvívegis hafnað þeirri málaleit- Stillið kaupum á sælgætisdagatölum í hóf: Tannheilsa bamanna er í veði - segja fulltrúar Tannverndarráðs Tannverndarráð hvetur for- markað við eit skipti í viku, t.d. ráðamenn barna til að stilla í svonefnt laugardagssælgæti. Hef- hóf kaupum á sælgætisdagatöl- um sem væntanlega verða á boðstólum verslana fljótlega eins og tíðkast hefur fyrir jólin. Börnin vilja dagatöl til að hjálpa þeim að telja dagana til jóla, en undanfarin ár hefur færst í vöxt að þeim séu gefin þessi sælgætisdagatöl. Heilbrigðisyfirvöld á Norður- löndum hafa barist fyrir því í áraraðir, að sælgætisát verði tak- ur þetta gefið góða raun því þar sem þessi siður hefur komist á, hefur hann hjálpað til við að minnka tannskemmdir. Afleiðingar þess að gefa sælgæt- isdagatöl eru þær, að börnin venjast því að neyta sælgætis minnst einu sinni á dag í heilan mánuð. Tannverndarráð hvetur þá forráðamenn barna sem fá sælgætisdagatöl að reyna a.m.k. að fá börnin til að safna sælgæti vikunnar saman, svo þau neyti Sveitakeppni Bridgefélags Akureyrar: Sveit Hermanns heldur forystunni Nú er lokið 8 umferðum af 18 í sveitakeppni Bridgefélags Akureyrar, Akureyrarmóti. Spiluð er tvöföld umferð, tveir 16 spila leikir hvert spilakvöld. Röð efstu sveita er þessi: stig 1. Hermann Tómasson 165 2. Grettir Frímannsson 152 3. Örn Einarsson 149 4. Dagur 136 5. Gunnar Berg 130 6. Stefán Vilhjálmsson 123 7. Ormarr Snæbjörnsson 101 Næstu tvær umferðir verða spilaðar í Félagsborg n.k. þriðju- dagskvöld kl. 19.30. Þá spila saman meðal annars sveitir Her- manns og Arnar. þess aðeins einu sinni í viku, ekki síst tannanna vegna. Besta lausn- in segja fulltrúar tannverndar- ráðs þá, að kaupa eða útbúa ein- falda ódýra hluti og setja í skóinn eins og margir gera. VG an smábátasjómanna að fá fulltrúa inn í sjóðsstjórnina. „Við smábátaeigendur erum ekki tilbúnir til að moka fjármun- um til sjóðsins án þess að vita neitt hvert þeir fara. Ég hef orð- að það svo að Lífeyrissjóður sjómanna opni smávegis á meðan verið er að moka peningunum inn fyrir þröskuldinn og síðan sé skellt á okkur. Ég hef ekki tölu yfir hvað við erum búnir að borga til sjóðsins frá því í maí 1986 þeg- ar gamla sjóðakerfi sjávarútvegs- ins var aflagt. Óhætt er þó að segja að það er umtalsverð fjárhæð. Ég get nefnt að fyrstu níu mánuði þessa árs greiddum við um 70 milljónir til Lífeyris- sjóðs sjómanna en við teljum lít- ið af þeim fjármunum hafa kom- ið út úr sjóðnum til okkar félaga. Þeir sem fá eitthvað greitt úr sjóðnum eru þeir menn sem hafa komið með lífeyrisréttindi með sér frá því þeir voru á stærri bátum,“ segir Haraldur Jóhanns- son, trillukarl í Grímsey og varaformaður Landssambands smábátaeigenda. Árni Guðmundsson er starfs- maður Lífeyrissjóðs sjómanna og segir hann að sjóðsstjórn hafi í bréfum til smábátaeigenda hafn- að ósk um fulltrúa í stjórnina og jafnframt vísað þeirri staðhæf- ingu alfarið á bug að hagsmunum smábátaeigenda væri ekki borgið með núgildandi fyrirkomulagi. Árni segir að sér vitandi sé málið í athugun í fjármálaráðuneytinu og sjóðsstjórnin muni að sjálf- sögðu hlíta úrskurði löggjafans um breytingu á skipan stjórnar Lífeyrissjóðs sjómanna. óþh Deildarfundir í Kaupfélagi Norður-Þingeyinga: Ákvarðanir teknar um framtíð félagsíns Stjórn Kaupfélags Norður- Þingeyinga mun halda deild- arfundi í öllum félagsdeildum í næstu viku. A fundunum verð- ur framtíð félagsins rædd, en nokkur óvissa ríkir um hana. KNÞ hefur hætt öllum rekstri, og Árni Vilhjálmsson, lögmað- ur kaupfélagsins, segir að örlög þess komi aðallega til með að ráðast af úreldingar- málum sláturhússins á Kópa- skeri. Kaupfélagið fékk greiðslu- stöðvun á sínum tíma. I kjölfar hennar var leitað nauðasámninga sem tókust. Við samningagerðina var gert ráð fyrir að umtalsvert fé fengist vegna úreldingar slátur- hússins. Úreldingarnefnd slátur- húsa gerir þó þær kröfur að ljóst sé að rekstrargrundvöllur verði fyrir félaginu, og er það skilyrði fyrir að úreldingarfé verði greitt. Samkvæmt nauðasamningum gefa lánadrottnar eftir tæpar 60 milljónir króna af skuldum KNÍ>. Fáist 40 milljónir vegna úrelding- ar sláturhússins er að öllum lík- indum hægt að koma fótunum undir kaupfélagið á ný. Að sögn stjórnarformanns KNÞ, Brynjars Halldórssonar á Gilhaga II, er kjarni málsins sá að verði sláturhúsið úrelt vilji flestallir bændur á svæðinu nota sláturhúsið á Húsavík. Því sé út í hött að nota úreldingarféð til uppbyggingar slátrunaraðstöðu á Þórshöfn eða Vopnafirði. Úreld- ingarnefndin tók tillit til þessa sjónarmiðs, en í dag er óljóst hvar Vopnfirðingar og Langnes- ingar ætla að slátra, verði hús þeirra úrelt. Undanfarin tvö ár hafa for- svarsmenn KNÞ bent á að ef leggja ætti niður sláturhúsin á Þórshöfn og Vopnafirði væri eðli- legast að senda fé úr þeim byggð- arlögum til slátrunar á Kópa- skeri. Myndi úreldingarfé hús- anna tveggja þá renna til KNÞ, til uppbyggingar slátrunaraðstöðu og í rekstur félagsins. Um þetta hefur þó engin samstaða náðst. Erfitt mun reynast að koma starfsemi KNÞ af stað á ný án þess að úrelda sláturhúsið. Úreldingarnefndin bauðst í haust til að úrelda húsið, en peningarn- ir myndu þó ekki endilega renna til KNÞ heldur til uppbyggingar slátrunaraðstöðu á einhverjum hinna þriggja staða. Nefndin hef- ur þó breytt afstöðu sinni, eins og áður sagði, þannig að kaupfélag- ið mun eiga möguleika á að fá féð greitt beint, takist kaupfélags- mönnum að sýna fram á rekstrar- grundvöll, en það var einmitt til- gangurinn með úreldingunni. Hugmynd forsvarsmanna KNÞ er að koma upp kjötvinnslu á Kópaskeri, í samvinnu við KÞ, og vísir að þeirri samvinnu er þegar kominn. Sjónarmið úreldingarnefndar- innar kom fram í bréfi sem barst seinna; að þar sem farið hefði verið fram á úreldingu þriggja „samliggjandi“ sláturhúsa hefði þurft að tryggja tilveru eins starf- hæfs húss á svæðinu, og Þórshöfn eða Vopnafjörður hefðu verið taldir líklegustu staðirnir. EHB Akureyri: Reiðhjóli stolið Hvítu kvenreiðhjóli af Montana gerð var stolið frá fjölbýlishúsi við Borgarhlíð á Akureyri á mið- vikudagskvöld. Hjólið sem er nýlegt, er auð- þekkjanlegt á því að á það vantar keðjuhlífina. Þeir sem geta gefið upplýsingar um hvar hjólið er niður komið, eru beðnir að hafa samband í síma 25384. í kvikmyndarýni Umsjón: Jón Hjaltason Banvænar löggur Borgarbíó sýnir: Banvænt vopn 2 (Lethal Weapon II). Leikstjóri: Richard Donner Hölundur handrits: Shane Black og Warren Murphy. Aðalhlutverk: Mel Gibson og Danny Geover. Warner Bros 1989. Nákominn ættingi minn notaði ófögur orð um þessa löggu fram- haldsmynd og klykkti út með þeim orðum; að hingað til hefði hann aðeins vitað einn leikara komast upp með að skýla sér trúverðuglega á bak við þunnan álpappír fyrir vélbyssuskothríð. Sá væri Clint Eastwood en ekki Mel Gibson. Þetta var gert með tilvísun í svakalegt atriði í Banvænu vopni þar sem aðalhetj- an ekki aðeins lifir af hina grimmilegustu loftárás heldur fellir einnig hjálparlaust tölu- verðan hluta óvinaliðsins. Nú vil ég ekki taka jafn djúpt í árinni og þessi ónefndi ættingi. Banvænt vopn er í öllum sínum ótrúleika heldur spennandi og ágætis afþreying. Kraftaverka- atriðin eru vandlega undirbúin Gibson er brjálæðingur sem þolir allt, hann getur jafnvel stjórnað axlarliðum sínum (að minnsta kosti öðrum þeirra) sem á eftir að koma sér vel. Þá er léttur og manneskjulegur húmor yfir myndinni sem gerir hana viðfelldna og dregur úr Ofur- manns-náttúru persónanna. Það er til dæmis erfitt að hugsa sér Ofurmanninn á klósettinu, með allt niðrum sig og sprengju næst leyndarlimnum. Mel Gibson. Annars er Banvænt vopn 2 ekki annað en einn enn löggu- tryllarinn, að vísu betur heppn- aður en sumir á undan, en engan veginn sérstakur um neitt. Gib- son og Glover sinna sínum venju- legu löggustörfum, lenda í ævintýrum og berjast við stór- krimma sem skáka í skjóli erlendra ríkisstjórna. Suður- Afríka blandast í málið og úr verður ágætis brandari þegar Glover heimtar innflytjandaleyfi til Suður-Afríku. En málin verða ákaflega alvöruþrungin þegar Gibson kemst að því að bófarnir, sem hann er á höttum eftir, eiga sök á dauða konu hans og þeir eiga enn eftir að höggva í sama knérunn.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.