Dagur


Dagur - 18.11.1989, Qupperneq 9

Dagur - 18.11.1989, Qupperneq 9
8 - DAGUR - Laugardagur 18. nóvember 1989 Jýpískuf Skagfirdingur - Haukur Steina í helgarviðtali Maður er nefndur Haukur Þorsteinsson á Sauðárkróki. Hann hefur í fjölda ára verið ein aðal driffjöður Leik- félags Sauðárkróks og formaður þess á tímabili. Einnig hefur hann skemmt Skagfirðingum í ýmsum hljómsveit- um þar sem hann lék á saxafón „eins og engill“, eins og gamall vinur hans segir. Haukur er ekki alveg dauður úr öllum æðum. Undanfarin ár hefur hann leikið við annan mann á öldurhúsum bæjarins, en nú er hann að fara að skemmta einn síns liðs á orgel á Hótel Mælifelli einhverj- ar helgar í vetur. Haukur tók vel í það að verða næsta viðfangsefni undirritaðs í helgarviðtali. - Hvar og hvenær ertu fæddur Haukur? „Ég er fæddur hér á Sauðárkróki 14. jan. þrjátíu og tvö.“ - Hverjir voru foreldrar þínir og hvað gerðu þau? „Þau voru Þorsteinn Sigurðsson og Ingi- björg Konráðsdóttir. Pabbi var sjómaður en síðan vann hann hjá gömlu rafveitunni og var trillukarl og allt þar í kring.“ - Var þetta stór fjölskylda sem þú ólst upp í? „Já, já. Við vorum fimm systkinin sem komumst upp. Við erum tvö hérna á Krókn- um og svo er eitt í Borgarnesi, eitt á Akra- nesi og eitt í Danmörku. Þessu er svona skynsamlega dreift yfir Norðurhvelið.“ Við Ninni vorum eins og samlokur - Hvernig voru uppvaxtarárin? „Þau voru alveg dásamleg. Það var alveg rosalega gaman. Fjaran og tengslin við sveitina og alltaf nóg að brasa.“ - Hvernig var bæjarlífið á þessum árum? „Þegar ég man fyrst eftir mér var fólkið í bænum langt innan við 1000 manns. Auðvit- að fannst manni þetta alit ágætt. Ég held að hérna hafi verið mjög kröftugt félagslíf, alla vega vantaði ekki félögin.“ - Hverjir voru þínir bestu vinir á þessum árum? „Það var náttúrlega Jónas Þór, síðar mál- ari. Við vorum svona samlokur og brölluð- um mikið saman. Við höfum verið félagar síðan, með hvíldum þó, eins og gengur og gerist." - Þú hefur gengið í skóla hérna? „Já ég byrjaði í barnaskólanum og stðan þetta hefðbundna, en ég fór á sjóinn fljót- lega eftir fermingu." - Við hvað hefurðu starfað hér á Króknum? „Það er ný ekki ýkjamargt. Ég hef nú ver- ið lengst af á sjónum eða hérna á vélaverk- stæðinu hjá Kaupfélaginu, síðan gerði ég út vörubíl í tvö til þrjú ár og núna er ég á öðru ári í að kenna við Fjölbrautaskólann. Þar er ég á Iðnbrautum við suðukennslu og vél- fræði og þetta dót. Og svo hef ég verið svo- lítið í framsagnarkennslu.“ Ólst upp við leiklistina - En ef við snúum okkur að leiklistinni. Hvenær fékkstu fyrst áhuga á leiklist? „Hann kom svo snemma að ég man ekk- ert eftir því. Pabbi var í þessu þannig að þetta bara kom af sjálfu sér og ég fór að sniglast í kring um þetta snemma.“ - Hvenær fórstu fyrst að taka þátt í störf- um leikfélagsins? „Það var 1949, þá lék ég mitt fyrsta hlut- verk í leikriti um ráðskonu Bakkabræðra, ég man nú ekkert hvað gaurinn hét.“ - Og hefurðu verið í þessu nær óslitið síðan? „Ja svona með hvíldum annað slagið.“ - Hvenær kviknaði áhugi þinn á tónlist, þ.e. að spila sjálfur? „Það hefur verið svona um fermingu. Ég byrjaði fljótlega að spila á böllum á harmoniku í hljómsveit sem Hörður Guð- mundsson stjórnaði. Auk okkar voru í þessu Ninni málari og Sigurður Jónasson sem var rakari hérna. Það var nóg að gera hjá okkur, sérstaklega á veturna. Við spil- uðum í Bifröst og gamla Gúttó á tímabili." - Voru þessi böll vel sótt? „Já, þau voru það. Við spiluðum ein- göngu á laugardögum því þá voru þessi föstudagsböll alveg óþekkt.“ - Hefurðu ekki leikið f fleiri hljómsveit- um? „Það voru allskonar útgáfur af þessu hérna á Króknum. Þetta voru mikið til sömu strákarnir þó að inn í þetta slæddust nýir menn. Menn voru að koma og fara. Þannig var það svona fram undir 1970, þeg- ar Geiri byrjaði með okkur, svo smám sam- an yfirtók hann þetta þannig að við rúlluð- um út þessir gömlu skarfar. Hann var með okkur í eitt ár. Þá hét hljómsveitin Hljóm- sveit Hauks Þorsteinssonar." - En svo við snúum okkur að þínu persónulega lífi. Hvar kynntistu eiginkonu þinni Helgu Hannesdóttur? „Það var í kring um þetta leikvesen um 1950. Hún var á fullu í því líka og við höfum verið það oftast síðan.“ - Þið eigið einhvern hóp af börnum er það ekki? „Jú við eigum fimm stykki. Eitt þeirra er hérna í bænum en hin fyrir sunnan." Glápi mikið á sjónvarp - En hvað með önnur áhugamál. Er ein- hver tími fyrir þau? „Það er enginn tími fyrir neitt annað. Það fer allt í þetta. Jú, jú, ég hef gaman af kvik- myndum, ég glápi á sjónvarp. Maður er ekkert að velta sér upp úr þessu rusli sem stundum er sýnt á Stöð 2. Ég nota takkann alveg miskunnarlaust. Maður nennir ekki að vaka fram á nætur eftir einhverju rugli. Ég horfi mikið á þær myndir sem sýndar eru í Fjalakettinum. Þær eru margar þrælgóðar þar. Það mætti vera meira af svona gömlum myndum. Manni finnst eins og þessar gömlu myndir séu bara týndar, þessar sem manni fannst góðar fyrir svona tuttugu til þrjátíu árum. Það mætti sýna þær frekar en margt ruglið sem sést.“ - Hefur þér alltaf líkað vel á Króknum? „Já það er gott að vera hérna.“ - Það hefur aldrei hvarflað að þér að fiytja? „Jú það var andskoti nærri manni á árun- um milli 1960 og ’70, þá var slæmt ástand hérna, en sem betur fer varð ekkert úr því. Það rættist úr þessu.“ - Hvernig líkar þér bæjarbragurinn eins og hann er í dag? „Hann er ágætur. Bara orðinn of stór fyr- ir minn smekk. Ég er svona smáþorpari í mér. Maður er farinn að mæta heilu hópun- um af fólki sem maður þekkir ekki og þá líður manni eins og aðkomumanni." - En aftur að leiklistinni. Hvernig finnst þér búið að henni hérna í bænum? Bifröst háir leikstarfseminni „Ég held að við þurfum nú ekki að kvarta, ekki út af aðsókn eða skilningsleysi yfir- valda. Bærinn hefur alltaf sinnt okkur vel með það sem við höfum leitað eftir. En náttúrlega bitnar þetta húsnæðisleysi á ökk- ur eins og öðrum. Samkomuhúsið okkar er Hljómsveit Hauks Þorsteinssonar um 1970. F.v. Geirmundur Valtýsson, Haukur, Jónas Þór Pálsson, Þorsteinn Hannesson og Sigurgeir Angantýsson. Laugardagur 18. nóvember 1989 - DAGUR - 9 Úr Lénharði fógeta 1970. Haukur ósamt Kristjáni Skarphéðinssyni í söngleiknum Deleríum Bubonis 1984. Haukur í hlutverki sínu í Leynimel 13 sem sett var upp 1968. auðvitað ekki boðlegt, hvorki okkur né öðr- um og það er ekki vafi á því að það hefur háð starfseminni." - En hver er framtíðin í leiklistinni hér á Króknum? „Svona eftir öllum sólarmerkjum að dæma þá er framtíðin nokkuð björt, yngra fólkinu finnst þetta spennandi og við erum með fullt af ungu fólki og það er ekki að sjá annað en að það sé áhugi fyrir þessu.“ - Hefurðu hugsað þér að vera áfram í þessu um ókomin ár? „Nei, nei, nei. Maður er hættur að elta hvert einasta hlutverk uppi sem í boði er. Það er aldrei að vita nema maður skjótist í þetta endrum og eins ef það er eitthvað spennandi í boði, það er önnur saga. En eins og þetta var, þá lék maður í báðum uppfærslunum á hverju ári þannig að þetta gat orðið strembið. Það fer alveg gífurlegur tími í þetta.“ - Þú hefur komið eitthvað nálægt kvik- myndum er það ekki. T.d. Land og synir? Ekkert voðalega spennandi að leika í kvikmynd „Jú svona smávegis. Það er gaman að sjá hvernig þetta verður til. Mér fannst það fyr- ir mína parta ekkert voðalega spennandi vinna. Leiksviðið hefur nú vinninginn þar en maður hefur gott af því að sjá hvernig þetta verður til.“ - En hefur þig aldrei langað til þess að gerast atvinnuleikari og leggja þetta fyrir Þig? „Jú ég er nú hræddur um það. Það bara voru ekki aðstæður til þess þegar ég hafði aldur til og svo seinna kom ýmislegt í veg fyrir það. Maður var að stofna heimili og var á sífelldum þeytingi út og suður í leit að atvinnu." - Er eitthvert stykki eða hlutverk sem er þér minnistæðara en önnur? „Ég veit það nú ekki en leikrit eru náttúr- lega mis minnistæð og þá ekki endilega fyrir það að eitt sé öðru betra, sumar uppfærslur voru umfangsmeiri og erfiðari og svona meira gaman að sigrast á eins og íslands- klukkan 1976 sem var rosalegt átak á svona litlu sviði. Svo hafði ég mikið gaman af því þegar við fórum nokkrir fram í Varmahlíð og lékum í Uppreisninni með Leikfélagi Skagafjarðar. Þá fékk maður að leika á almennilegu sviði og þá fann maður sárt fyr- ir því hvað við erum aftarlega á merinni hvað það varðar.“ Vorum í allra fremstu röð - Hvar heldurðu að Leikfélagið standi mið- að við önnur leikfélög? „Ég veit það ekki, ég er ekki svo kunnug- ur því. Ástandið í þessum málum virðist vera orðið nokkuð gott víðast hvar á land- inu. En fyrir svona tuttugu til þrjátíu árum var Leikfélagið hérna í allra fremstu röð með leikara og leikritaval o.þ.h. en það hef- ur nú svona eins og gengur þynnst út dálítið og andinn líka. Nú er leikið meira fyrir kassann, fyrir peninga og það hefur áhrif á leikritavalið til dæmis. Það er frekar valið það sem fólkið vill sjá og það sem gefur svo- lítið í kassann. Það er allt orðið svona nú til dags.“ - Hefurðu einhverja tölu á því hvað þú hefur leikið mörg hlutverk um ævina? „Ég var nú með tölu á því fyrir einhverjum árum, þá voru hlutverkin orðin yfir 40, en ég veit ekki hvað það er komið í núna, sjálf- sagt um 50, annars er ég hættur að telja.“ - Lifir þú eftir einhverju ákveðnu „lífs- mottói“ eins og margir gera? „Nei, nei. Ég er eins og ekta Skagfirðing- ur hvað það varðar, lifi bara fram á næsta dag og sé til hvað hann ber í skauti sér.“ - Hugurinn er hérna á Króknum um ókomna tíð er það ekki? „Jú, jú það er ekki spuming.“ - En hvernig líkar þér að kenna? „Mér líkar það alveg sérstaklega vel, ég er óskaplega ánægður með það. Ég komst nú eiginlega í þetta fyrir algera tilviljun. Ég lenti þarna í hjartaaðgerð og varð að hætta í þeirri vinnu sem hafði nú verið ævistarfið að mestu. Þá kom þetta eins og himnasend- ing og ég vona að ég geti stundað þessa vinnu um ókomin ár. Það er ekkert sem bendir til þess að það verði ekki aðsókn að þessum skóla.“ Gaman að starfa með ungu fólki - Hefur þú ekki alltaf haft gaman af því að starfa með ungu fólki? „Jú mér hefur alltaf fundist það fínt og jafnaldrar rnínir, svo ég tali nú ekki um eldra fólk hafa alltaf farið svolítið í taugarn- ar á mér.“ - En hvernig finnst þér ungdómurinn vera nú til dags? „Alveg prýðilegur ef hægt er að tala um hann sem einn hóp. Þetta er alveg hörku- duglegt fólk, minnsta kosti þeir sem ég hef afskipti af. Þessir krakkar eru hispurslaus og opin og þau eru ekkert fyrir það að láta troða á sér. Mér finnst það góðs viti. Það er enginn kotungsbragur á þessum krökkum, þau bera höfuðið hátt.“ - Ertu með einhver sérstök framtíðar- áform? „Nei, bara að ná sér upp úr þessum veik- indum. Það er nú ekki nema eitt og hálft ár síðan ég lenti í þessu áfalli og nú er bara að rífa sig upp úr því og það gengur vel.“ Krókurinn er ört vaxandi bær - Hvernig sérðu Sauðárkrók fyrir þér í framtíðinni? „Það verður að skapast næði til þess að klára það sem við erum byrjuð á t.d. með Fjölbrautaskólann. Og ég vil að lífið við höfnina þróist eins og við ætlum, útgerðin og þetta allt og ef það tekst þá þurfum við engu að kvíða. Ég sé Krókinn fyrir mér sem ört vaxandi bæ áfram ef stjórnvöld eru okk- ur ekkert voðalega óvinsamleg.“ Við látum þetta verða lokaorðin í þessu viðtali sem hefði sjálfsagt getað orðið miklu lengra því Haukur hefur frá mörgu skemmtilegu að segja. kj

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.