Dagur - 18.11.1989, Blaðsíða 16
á. lanclsbycjcjðinni
96-24222
Akureyri, laugardagur 18. nóvember 1989
Sauðárkrókur
95-35960
Húsavík
96-41585
Hraðfrystihúsið hf. á Hofsósi:
Flæðilínan hefur skilað
aJlt að 50% launahækkun
„Ég myndi ætla að þeir karl-
menn sem unnu á föstum bón-
us við flökun og á tækjum hafí
hækkað í launum um allt að
50%. Lykillinn að þessari miklu
hækkun er duglegt starfsfólk
og mikil og góð samheldni,“
segir Pétur Sævarsson, verk-
stjóri hjá Hraðfrystihúsinu hf.
á Hofsósi, þegar hann var innt-
Tímaritið Frjáls verslun:
Stærstu fyrirtækin á
Norðurlandi vestra
- KS stærst en Skagstrendingur borgar best
Sfldarverk-
Kaupfélag Skagfirðinga og
Fiskiðja Sauðárkróks eru
nefnd sameiginlega sem
stærsta fyrirtæki á Norðurlandi
vestra árið 1988 í lista Frjálsrar
verslunar. Fyrirtækin veltu
rúmum 2 milljörðum á síðasta
Fiskifélag íslands:
Októberaflinn
rýr vegna
loðnuleysis
- uppsveifla í þorski og
rækju á Norðurlandi
Heildarafli landsmanna í októ-
bermánuði var 66.800 tonn en
var í sama mánuði í fyrra
114.500 tonn. Þetta er 71%
minni októberafli og munar
langmestu um að loðnuaflinn
var aðeins um 300 tonn í mán-
uðinum en í október 1988 var
loðnuaflinn 45.500 tonn. Botn-
fískaflinn var 41.100 tonn í
október á móti 43.500 tonnum
í fyrra, en hins vegar veiddist
ívið meira af rækju og hörpu-
skel nú.
Þegar litið er á einstaka
landshluta kemur í ljós að loðnu-
leysið hefur afgerandi áhrif á
aflatölur á Norður- og Austur-
landi. Októberaflinn á Norður-
landi nú var 9.879 tonn nú á móti
28.317 tonnum í fyrra sem er
hvorki meira né minna en 186%
samdráttur.
Athygli vekur þó að meira
barst á land af þorski og rækju á
Norðurlandi í október sl. miðað
við sama mánuð í fyrra. Lítum
nú á einstakar tegundur, svigatöl-
ur standa fyrir október 1988:
Þorskur 5.618 (4.513), ýsa 570
(752), ufsi 1.057 (1.453), karfi
511 (742), steinbítur 94 (166),
grálúða 44 (48), skarkoli 222
(254), annar botnfiskur 93 (80),
loðna 298 (19.928) og rækja
1.361 (381).
Þorskaflinn er þannig yfir
1.000 tonnum meiri í október sl.
miðað við í fyrra en á landsvísu
dróst hann saman um þúsund
tonn. Þessi aukning er einungis
hjá togurunum, ekki bátum eða
smábátum. Rækjuaflinn á
Norðurlandi var einnig um 1.000
tonnum meiri en í fyrra og sú
staðreynd gerir það að verkum
að á landsvísu komu um 400
tonnum meira af rækju að landi.
SS
ári. Næst koma
smiðjur rfldsins á Siglufírði
með yfír 1,6 milljarða í veltu
og þriðja sætið skipa Kaupfé-
Iag Húnvetninga og Sölufélag
Austur-Húnvetninga á Blöndu-
ósi með 1,3 milljarða í veltu.
Næstu fyrirtæki á þessum lista
eru Kaupfélag Vestur-Húnvetn-
inga á Hvammstanga, Þormóður
rammi á Siglufirði, Skagstrend-
ingur á Skagaströnd, Útgerðar-
félag Skagfirðinga á Sauðár-
króki, Hólanes á Skagaströnd,
Rafveita Siglufjarðar, Steinullar-
verksmiðjan á Sauðárkróki,
Skjöldur á Sauðárkróki, Rækju-
vinnslan á Skagaströnd, Rafveita
Sauðárkróks, Sparisjóður Siglu-
fjarðar og Sparisjóður Vestur-
Húnavatnssýslu á Hvammstanga.
Þessi fyrirtæki veltu 107-737
milljónum króna á síðasta ári.
Kaupfélag Skagfirðinga og
Fiskiðja Sauðárkróks eru með
flesta starfsmenn, eða 299 að
meðaltali, Þormóður rammi 169,
Kaupfélag Húnvetninga 140 og
Síldarverksmiðjur ríkisins 130.
Hæstu meðallaunin er að finna
hjá Skagstrendingi, rúmar 3,6
milljónir. Starfsmenn Siglfirðings
koma næstir með 3,3 milljónir,
þá Útgerðarfélag Skagfirðinga
með rúmar 2 milljónir, Rafveita
Siglufjarðar með 1,6, Ok hf. með
1,5 og Rafveita Sauðárkróks með
tæplega 1,5 milljónir í meðallaun
á starfsmann. Lægstu meðallaun
á þessum lista eru hins vegar hjá
Rækjuvinnslunni á Skagaströnd
og Dögun á Sauðárkróki, innan
við 700 þúsund kr. SS
ur eftir reynslu af svokölluðu
flæðilínukerfí sem verið hefur í
um það bil ár í húsinu.
Pétur sagði að sem verkstjóri
gæti hann óhikað fullyrt að mun
auðveldara væri að stjórna
vinnslunni í flæðilínukerfinu
samanborið við gamla bónuskerf-
ið. Starfsfólk hefði meiri ábyrgð-
artilfinningu og meira fengist út
úr hverjum starfsmanni en áður.
Agnes Gamalíelsdóttir, for-
maður Verkalýðsfélags Hofsóss
og starfsmaður í Hraðfrystihús-
inu, segir reynsluna af flæðilín-
unni góða og hún hafi hækkað
laun starfsfólks umtalsvert. Agnes
vísar til yfirlits sem hún tók sam-
an fyrir fyrstu 39 vikurnar í flæði-
línukerfi. Þar kemur fram að
meðalbónus hefur hækkað um
nálægt 20 krónur á tímann.
„Starfsfólk er sammála um að
þetta kerfi sé að flestu eða öllu
leyti betra og það skilar meiri
framleiðni. Ég get sagt fyrir mig
að eftir því sem ég vinn lengur
við þetta kerfi hverfa þeir gallar
sem mér fannst vera við það til að
byrja með,“ segir Agnes. óþh
Skotveiðimenn eru nú farnir að huga að svartfugli og var þessi mynd tekin
í fyrradag þegar veiðimenn fóru með bátnum Búa frá Dalvík út í mynni
Eyjafjarðar. Hér háfar Gunnar Arason upp einn fuglinn en samtals náðust
106 fuglar í túrnum. Mynd: jóh
Bæjarráð Akureyrar skorar á Alþingi og ríkisstjórn:
SjávarútvegsdeM HA verði
að veruleika á næsta ári
vill úthluta Háskólanum óbyggðu svæði í nágrenni
íans til uppbyggingar
Bæjarráð Akureyrar ræddi
m.a. málefni sjávarútvegsdeildar
Háskólans á Akureyri á fundi
sínum sl. fimmtudag. í samþykkt
fundarins, sem bæjarstjórn
Akureyrar mun að öllu óbreyttu
staðfesta á fundi nk. þriðjudag,
er skorað á Alþingi og ríkisstjórn
að tryggja að sjávarútvegsdeild
við Háskólann á Akureyri verði
að veruleika á næsta ári. Tekið er
fram að áætlað sé að deildin taki
til starfa um áramót og tryggja
verði nauðsynlegt húsnæði og
búnað fyrir deildina haustið
Forsvarsmenn Háskólans á
Akureyri eiga fund meö fjár-
veitinganefnd Alþingis nk.
mánudag þar sem rætt verður
um húsnæðismál sjávarútvegs-
deildar skólans, en eins og
Dagur hefur greint frá liggur
ekki fyrir ákvörðun fjárveit-
ingavaldsins um hvernig
standa beri að uppbyggingu
rannsóknaraðstöðu fyrir sjáv-
arútvegsdeildina, sem er fors-
enda þess að henni verði
hleypt af stokkunum við
Háskólann á Akureyri.
1990. Ennfremur er tekið fram í
samþykkt bæjarráðs að stofnun
Háskólans á Akureyri og ekki
síst sjávarútvegsdeildar sé ein
stærsta og raunhæfasta aðgerð í
byggðamálum á síðari árum. í
lok samþykktar bæjarráðs lýsir
bæjarstjórn „sig reiðubúna til
þess að úthluta Háskólanum á
Akureyri svæði því sem óbyggt er
og afmarkast af Þingvallastræti,
Byggðavegi, Þórunnarstræti og
Hrafnagilsstræti til áframhald-
andi uppbyggingar Háskólans á
þessum stað.“ óþh
Flutningur á aflakvóta mifli útgerðarstaða frá ársbyrjun 1988:
Norðurland vestra hefiir misst 2000 tonn
en evstra svæði fendð um 4000 tonn
- Skagaströnd og Akureyri hafa bætt við sig samtals 6600 tonnum
Samkvæmt upplýsingum um
flutning á aflakvóta milli
útgerðarstaða frá ársbyrjun
1988 til 9. nóvember sl. hefur
Norðurland vestra misst sem
svarar ríflega 2000 tonnum
þorskígilda á sama tíma og
Norðurland vestra hefur feng-
ið um 4400 tonn í þorskígild-
um. Innan þessara svæða hefur
þróunin verið mjög misjöfn
milli staða en tveir staðir á öllu
þessu svæði skera sig nokkuð
úr hvað varðar aukningu á
kvóta, þ.e. Akureyri og Skaga-
strönd.
Til Skagastrandar hefur farið
um 2600 tonna kvóti á fyrr-
greindu tímabili og er hér enn
miðað við þorskígildi. Þetta er
eini útgerðarstaðurinn á Norður-
Iandi vestra sem bætt hefur við
sig kvóta á tímabilinu, allir aðrir
hafa tapað aflakvóta, alls um
4600 tonnum.
Sé litið á Norðurland eystra
kemur í ljós að til Akureyrar hef-
ur flust á tímabilinu aflakvóti
sem nemur um 4000 tonnum
þorskígilda. Aflakvóti hefur líka
færst til annarra staða á Norður-
landi því Ólafsfirðingar bættu við
sig 1400 tonna kvóta á tímabil-
inu, Dalvíkingar 830 tonnum,
Grenvíkingar 110 tonnum og
Raufarhöfn 5 tonnum. Á hinn
bóginn hafa Hríseyingar tapað
um 800 tonna aflakvóta,
Árskógssandur 510 tonnum,
Hauganes 270 tonnum, Húsavík
280 tonum og Þórshöfn 160
tonnum.
Athygli vekur í þessu yfirliti að
Húsvíkingar bættu við aflakvóta
sinn sem nemur um 11 tonnum á
árinu 1988 en í ár hefur sú þróun
heldur betur snúist við því bær-
inn hefur tapað það sem af er ári
tæpum 290 tonnum af aflakvóta,
miðað við þorskígildi. JÓH