Dagur - 22.11.1989, Blaðsíða 3

Dagur - 22.11.1989, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 22. nóvember 1989 - DAGUR - 3 fréttir Aflamark í stað sóknarmarks - spjallað við Sverri Leósson Aðalfundur Lándssambands íslenskra útvegsmanna var haldinn um sl. helgi. Fundurinn samþykkti að venju margar ályktanir um stjórnun fisk- veiða, veiðiheimildir og önnur atriði sem snerta hagsmuni sjómanna, útgerðamanna og íiskvinnslunnar í heild. Meðal merkustu nýmælanna voru ályktanir um breytingu á kvóta- árinu, gildistíma Iaga um stjórnun fiskveiða og aflamark í stað sóknarmarks. Aðalfundur L.Í.Ú. samþykkti að leggja skyldi áherslu á að lögin um stjórnun fiskveiða verði ótímabundin. Lagt er til að kvótaárið hefjist 1. september og ljúki 31. ágúst, veiðiheimdildir fiskiskipa verði bundnar við afla- mark eingöngu og að heimilt verði að færa allt að 20% af út- hlutuðum afla einstakra tegunda til næsta árs. Sverrir Leósson, formaður Útvegsmannafélags Norður- lands, var fundarstjóri á ný- afstöðnum aðalfundi L.Í.Ú. Hann var spurður um aðalfund- inn og þau mál sem þar voru efst á baugi. „Umræður þingsins báru keim af þeim samdrætti sem verður í veiðum á þorski, karfa og grálúðu á næsta ári. Þá urðu miklar umræður um frumvarpsdrög að fiskveiðistefnunni. Aðalfundurinn lýsti sig sam- þykkan því að veiðiheimildir allra fiskiskipa verði bundnar við aflamark, þannig að sóknarmark verður lagt niður. Eftir er að marka viðmiðunar- reglur fyrir þá sem hafa verið á sóknarmarki, en líkur eru á að reynt verði að finna viðunandi lausn á þeim málum. Sóknar- markið hefur „skekkst“ dálítið og því var talin ástæða til að ræða af alvöru þann möguleika að hafa aðeins eina viðmiðun; aflamarkið á öll fiskiskip. Tilfærsla verði gerð á kvótaár- inu, og meirihlutinn telur nýja fyrirkomulagið að mörgu leyti betra, að miða upphaf kvótaárs- ins við 1. september. Um þetta voru þó nokkuð skiptar skoðanir, en færa má rök fyrir því að sumarið sé endir kvótaársins, og menn geti skoðað stöðuna í því sambandi. Varðandi gámaútflutning hef- ur komið fram að sá afli sem fluttur er út í gánium og með fiskiskipum verði skertur um 15%. Hugmyndir hafa komið fram um að þessi skerðing verði Framsóknarfélögin á Akureyri: Aöalfundur Mtrúaráðs Aðalfundur fulltrúaráðs fram- sóknarfélaganna á Akureyri var haldinn á mánudagskvöíd- ið. Á dagskrá voru venjuleg aðal- fundarstörf, kjörin var ný stjórn fulltrúaráðsins og rætt um undir- búning bæjarstjórnarkosning- anna. Miklar breytingar urðu á stjórn fulltrúaráðsins. Páll H. Jónsson var kjörinn formaður, Einar Hjartarson varaformaður, og meðstjórnendur Gísli Kr. Lórenz- son, Sigfríður Þorsteinsdóttir og Egill H. Bragason. Varamenn stjórnar eru Björn Snæbjörnsson, Einar Sveinn Ólafsson, Sigfús Karlsson, Ásgeir Arngrímsson og Dórothea Bergs. 25%, en á þinginu voru menn alveg á móti meiri skerðingu en 15%. Staðreyndin er sú varðandi þennan útflutning að yfir 80% af fiskiskipaflotanum er í eigu fisk- vinnslunnar, og fuiltrúar vinnsl- unnar eru sammála um að óeðli- legt sé að hún sjálf standi að útflutningi á fiski í gámum, en benda um leið á að vinnslan hafi mjög sterka stýringu á þess- um málum og geti dregið stórlega úr útflutningi á gámafiski ef á þarf að halda. Þeir sem eru eingöngu með eigin skip reyna að nýta aflann eins vel og unnt er á þessum þrengingatímum, þeir miða auð- vitað við aukið verðmæti fyrir þann fisk sem fer ferskur á erlenda markaði, en jafnframt krefjast markaðirnir að boðið sé upp á ferskan fisk. Tillögur hafa komið fram um aukinn aflasamdrátt á næsta ári, og að miðað verði við 300 þúsund tonna þorskafla. Umræður urðu um þetta, en engar sérstakar ályktanir voru gerðar af þessu tilefni. Sterkur beygur er í mönn- um vegna þessa samdráttar þriðja árið í röð, en á liðnu hausti töldu ýmsir að botninum væri náð. Svo virðist ekki vera, en staðan er mjög þröng þegar svo er komið að heildarafli þorsks verður ekki nema 300 þúsund tonn,“ segir Sverrir Leósson. EHB Akra aftur á Akureyri - afköst Smjörlíkisgerðar KEA tvöfaldast Mikiö er um að vera hjá Smjörlíkisgerð KEA á Akur- eyri, sem framleiðir bæði Flóru og Akra smjörlíkisvörur, eftir að KEA festi kaup á Akra í haust. Undanfarið hefur verið unnið að uppsetningu tveggja véla frá Akra í verksmiðjuhúsi Smjörlíkis- gerðarinnar í Kaupvangsstræti 25. Ferdinand Jónsson, verk- smiðjustjóri, segir að framleiðsl- an gangi vel, til dæmis voru fram- leidd milli 25 og 30 tonn af smjör- líki frá fimmtudegi í síðustu viku þar til í gær. Afköst verksmiðj- unnar tvöfaldast a.m.k. frá því sem áður var. Á næsta ári verður þriðja vélin sem keypt var með Akra sett upp. Ferdinand segir nokkuð ljóst að fjölga verði starfsfólki, en eftirspurn eftir fram- leiðsluvörunum hefur aukist. Auk vörumerkjanna Flóru og Gula bandsins verða framleiddar eftirtaldar vörur undir vörumerk- inu Akra: Akra borðsmjörlíki, bökunarsmjörlíki, Akra blómi, djúpsteikingarfeiti, harðfeiti, bök- unarfeiti fyrir kex og „shorten- ing.“ í gær var verið að framleiða Akra smjörlíki í jólaumbúðum, en mikil sala er ætíð á smjörlíki og öðrum bökunarvörum fyrir jól og áramót, eins og gefur að skilja. áþökumrw Stór- TiíBoðið stendur tilióla á

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.