Dagur - 22.11.1989, Blaðsíða 12

Dagur - 22.11.1989, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - Miðvikudagur 22. nóvember 1989 Þrir kettlingar fást gefins. Uppl. í síma 31140. Óska eftir að taka á leigu her- bergi. Uppl. í síma 25200. Til leigu 4ra til 5 herb. íbúð í Síðuhverfi. Leigutími minnst 1 ár. Tilboð óskast send á afgreiðslu Dags fyrir 28. nóvember merkt „F5“._____________________________ Til leigu 4ra herb. íbúð. íbúðin er á tveimur hæðum. Tilboð óskast send á afgreiðslu Dags fyrir föstudaginn 24. nóvem- ber merkt „G4“. íbúð til sölu! Til sölu rúmgóð 2ja herb. íbúð í fjöl- býlishúsi við Keilusiðu. Laus fljótlega. Uppl. í síma 25421. Til leigu 3ja herb. íbúð í Glerár- hverfi. Leigutími sex mánuðir, til að byrja með. Laus 1. desember. Uppl. í síma 22849. Tvö skrifstofuherbergi til leigu í Gránufélagsgötu 4 (J.M.J. hús- inu). Uppl. gefur Jón M. Jónsson, í sím- um 24453 og 27630. Tek að mér alls konar flutninga. Er með fóður á þriðjudögum i Hrafnagils- og Saurbæjarhreppi. Ingólfur Gestsson, Ytra-Dalsgerði, sími 31276. Tökum að okkur daglegar ræst- ingar fyrir fyrirtæki og stofnanir. Ennfremur allar hreingerningar, teppahreinsun og gluggaþvott. Ný og fullkomin tæki. Securitas, ræstingadeild, símar 26261 og 25603. Hreingerningar - Teppahreinsun. Tökum að okkur teppahreinsun, hreingerningar og húsgagnahreins- un með nýjum fullkomnum tækjum. Gerum föst verðtilboð ef óskað er. Inga Guðmundsdóttir, sími 25296. Gengiö Gengisskráning nr. 223 21. nóvember 1989 Kaup Dollari 62,780 Sterl.p. 98,116 Kan. dollari 53,674 Dönskkr. 8,8360 Norsk kr. 9,1025 Sænskkr. 9,7530 Fi. mark 14,7440 Fr.franki 10,0835 Belg.franki 1,6355 Sv.franki 38,5745 Holl. gyllini 30,4425 V.-þ. mark 34,3567 ít. líra 0,04662 Aust. sch. 4,8761 Port. escudo 0,3980 Spá. peseti 0,5339 Jap.yen 0,43487 Irskt pund 90,827 SDR 21.11. 80,0539 ECU, evr.m. 70,0970 Belg. fr. fin 1,6321 Sala Tollg. 62,940 62,110 98,366 97,898 53,811 52,866 8,6586 8,7050 9,1257 9,0368 9,7778 9,7184 14,7816 14,6590 10,1092 9,9807 1,6397 1,6142 38,6728 38,7461 30,5201 30,0259 34,4443 33,8936 0,04674 0,04614 4,8885 4,8149 0,3990 0,3951 0,5353 0,5336 0,43598 0,43766 91,058 89,997 80,2579 79,4760 70,2757 69,3365 1,6363 1,6112 lúTili ii Irl rnj'.n i nii iti fiiiilffi Hl B pl B KllfillTilill Leíkfelag Akureyrar HÚS BERNÖRÐU ALBA eftir Federico Garcia Lorca. ★ Laugardagur 25. nóvember kl. 20.30. Aukasýning sunnudag kl. 20.30. Síðustu sýningar. ★ Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga kl. 14-18. Sími 96-24073. IGKFÉIAG AKUR6YRAR sími 96-24073 Til sölu: Borðstofuborð og sex stólar. Einnig hillusamstæða. Uppl. í síma 24911. Rauð hryssa á fimmta vetur und- an Feng frá Bringu tii sölu. Uppl. í síma 95-24027 eftir kl. 19.00 á kvöldin. Pípulagnir. Ert þú að byggja eða þarftu að skipta úr rafmagnsofnum í vatns- ofna? Tek að mér allar pípulagnir bæði eir og járn. Einnig allar viðgerðir. Árni Jónsson, pípulagningameistari. Simi 96-25035. Til sölu kerra fyrir snjósleða eða hesta. Kerran er yfirbyggð og er nýsmíðuð. Uppl. í síma 25504. Til sölu tveir nýlegir fataskápar. Stærð 2x1x0.60. Seljast ódýrt. Einnig til sölu Tec hljómflutnings- tæki. Uppl. í síma 22623. Hraðsögun Steinsögun - Kjarnaborun - Múr- brot. Hurðargöt - Gluggagöt. Rásir í gólf. Kjarnaborun fyrir allar lagnir. Ný tæki - Vanur maður. Einnig öll almenn gröfuvinna. Hagstætt verð. Hafið samband. Hraðsögun, símar 96-27445 og 27492. Bílasími 985-27893. Oldsmobil Cutlas '80, VW Golf '80, Lada Lux '84, Toyota Tercel '80, Toyota Corolla '81, Toyota Hyas '80, disel, Ford 250 '70. Mikið úrval af vélum. Sendum um land allt. Kaupum einnig bíla til niðurrifs. Bíiarif Njarðvík, símar 92-13106, 92-15915. Til sölu Renault 4 (úlfaldi), árg. ’81. Góður vinnubill. Uppl. í síma 25819 eftir kl. 19.00. Til sölu Lada Sport árg. ’79. Þarfnast viðgerðar. Tilvalin í varahluti. Uppl. í síma 96-33173. Til sölu Chervolet Pick-up árg. ’78, skemmdur eftir umferðar- óhapp. Með góðri 305 vél og 4ra gíra kassa. Selst í heilu lagi eða pörtum. Uppl. gefur Jón í síma 96-44223. Borgarbíó Alltaf nýjar myndir Símsvari 23500 I.O.O.F. 2 = 171112481/2 E E.T.I. Vembill. □ RÚN 598911227 - 1 ATKV. Messur Glerárkirkja. Fyrirbænastund miðvikudaginn 22. nóvember kl. 18.00. Pétur Þórarinsson. /---------------\ Ferðti stundum á hausínn? Hundruð gangandi manna slasast árlega í hálkuslysum. Á mannbroddom, íaklóm eða nejtdmn akóhlífam ertn „*veflkaldar/köld“. Hetmsjekta skóamlðinnl i bœkur V 11§ Heilræði Litla systir Depils Eric Hill Lífsgleði á tréfæti með byssu og stöng - Endurminningar Stefáns Jónssonar Bókaútgáfan Forlagið hefur sent frá sér bókina Lífsgleði á tréfæti með byssu og stöng eftir Stefán Jónsson rithöfund. Fyrir tveimur árum sendi hann frá sér æsku- minningar sínar, Að breyta fjalli, sem hlaut afbragðs viðtökur enda er Stefán engum líkur. í þessari nýju bók segir hann sögu ástríð- unnar að veiða. Stefán kveðst hafa vitað það allar götur frá barnæsku að honum var ætlað að veiða. Ævilangt hefur hann skoð- að umhverfi sitt augum veiði- manns með öllu kviku og kyrru - í öllu starfi sínu hefur hann athugað viðfangsefnin af sjónar- hóli veiðimannsins og glímt við þau með aðferðum hans. í kynningu Forlagsins segir m.a.: „Bókin Um lífsgleði 'á’tré- fæti er margslungin saga - full af mannviti, hjartahlýju og óborg- anlegum húmor. Öðrum þræði er þetta hálfrar aldar lýsing ástríð- unnar að veiða, sem er réttlæting þess að lifa - þrátt fyrir allt. En utan um þá sögu lykst önnur saga af sálarháska ungíings sem svipti hann lífsgleðinni um árabil, uns hann fann hana aftur." Lífsgleði á tréfæti með byssu og stöng er 208 bls. Árni Elfar myndskreytti bókina en Guðrún Ragnarsdóttir hannaði kápu. Akureyri: Kattarhvarf Þessi 4 ára læða sem heitir Trína er týnd. Síðast sást hún í ná- grenni við heimili sitt í Stekkjar- gerði 13 á Akureyri á miðviku- dagsmorgun í síðustu viku en síð- an hefur ekkert til hennar spurst. Trína er svört með hvíta bringu og hefur um hálsinn bláa og rauða hálsól. Þeir sem eitthvað kunna að vita um afdrif Trínu eru vinsamlegast beðnir að láta vita í síma 24048. Börnin í umferðinni eru börnin okkar. Þar sem þau eru á eða við akbrautir, er nauðsynlegt að sýna sérstaka aðgát. Öll viljum við vernda börnin fyrir hættum í umferðinni. Það gerum við best með þvi að sýna gott for- dæmi. Ilai,* ,[<■ Lítill ísbjöm letvlir í ;ev ítityniti! Lítill ísbjörn lendir í ævmtýmm Örn og Örlygur hafa gefið út bók fyrir yngstu börnin sem nefnist Lítill ísbjörn lendir í ævintýrum. Höfundur er Hans de Beer. Þýð- andi er Helga Einarsdóttir bóka- safnsfræðingur. Saga segir frá Lassa litla ísbirni sem fer enn á ný í óvænt ferða- lag. Þegar hann er að leika sér í sjónum festist hann í neti og er skyndilega hífður um borð í skip ásamt fjölda fiska. Hann losnar brátt úr netinu og kynnist skips- kettinum Nemó sem reynist Lassa mikil hjálparhella og finn- ur ráð til þess að koma Lassa aft- ur heim til foreldra sinna við Norðurpólinn. En áður en það tekst lendir Lassi í ýmsum ævin- týrum og eiganst vini hvar sem hann fer. Litla systir Depils Bókaforlag Odds Björnssonar á Akureyri hefur sent frá sér nýja bók í bókaflokknum um hundinn Depil. Bókin nefnist Litia systir Depiis. I nýjun bókinni hefur Depill eignast systur. Eins og fyrri bækurnar um Depil, þá er þessi bók tilvalin fyrir börn sem byrjuð eru að lesa og ekki síður fyrir for- eldra til að lesa fyrir börnin. Höfundur bókanna um Depil er Eric Hill.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.