Dagur - 22.11.1989, Blaðsíða 6

Dagur - 22.11.1989, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 22. nóvember 1989 Eitt samræmt aflamarkskerfi og afnám sérreglna og undanþága - Ræða Halldórs Ásgrímssonar, sjávarútvegsráðherra, á aðalfundi Landssambands íslenskra útvegsmanna fimmtudaginn 16. nóv. sl. Afkoma sjávarútvegsins Að undanförnu hafa almenn rekstrarskilyrði sjávarútvegsins verið að batna. Það sem af er árinu hefur gengi krónunnar fall- ið um tæp 22% miðað við við- skiptavog. Þessar gengisbreyting- ar hafa skilað sér í bættri afkomu sjávarútvegsins vegna þess jafn- vægis sem hefur verið að myndast í efnahagsmálum á síðustu misserum. Seðlabankinn áætlar að raungengi á mælikvarða verð- lags hafi lækkað um 8% frá síð- asta ársfjórðungi ársins 1988 til sama tíma í ár. Gert er ráð fyrir að raungengi á síðasta ársfjórð- ungi þessa árs verði svipað og það var í byrjun ársins 1987. Þá áætlar Seðlabankinn að sam- keppnisaðstaða sjávarútvegsins hafi batnað um liðlega 9% frá síðasta ári þegar borin er saman þróun kostnaðar í greininni og afurðaverðmæti sjávarafurða. Þessi batamerki sjást vel þegar borin er saman vöruskiptajöfn- uður þessa árs og tveggja fyrri ára. Aætlað er að vöruskipta- jöfnuðurinn verði hagstæður um tæpa 5 milljarða á þessu ári en bæði árin 1987 og 1988 var hann óhagstæður þrátt fyrir meiri afla. Þróunin sýnir einfaldlega að dregið hefur verulega úr þeirri umframeyðslu sem einkennt hef- ur hagkerfið á undanförnum árum. Hagstæður vöruskipta- jöfnuður er nauðsynleg forsenda fyrir því að okkur takist að lækka erlendar skuldir þjóðarbúsins. Áætlað er að um 19% af útflutn- ingstekjum þessa árs renni til greiðslu afborgana og vaxta af erlendum lánum. Þó að flestir stjórnendur fyrir- tækja í sjávarútvegi séu farnir að merkja bata á rekstri fyrirtækja sinna þýðir það engan veginn að rekstrarerfiðleikarnir séu að baki. Skuldasöfnun undanfarinna ára, sem stafar bæði af slæmri afkomu og eins af því að sum fyrirtæki réðust í miklar fjárfest- ingar, valda því að greiðslubyrði lána verður mikil á næstu árum. Nauðsynlegt er því að nýta það svigrúm sem kann að skapast til að greiða niður skuldir fyrirtækj- anna og fara ekki út í fjárfesting- ar nema tryggt sé fyrirfram að þær muni bæta rekstrarstöðuna í framtíðinni. Stöðugt þarf að gæta aðhalds í rekstri og huga að leið- um til að auka hagkvæmni. Engu að síður kemur það til með að taka sjávarútveginn mörg ár að vinna sig út úr erfiðleikunum. Síðari hluti Með stofnun Atvinnutrygging- arsjóðs og tímabundinni verð- jöfnun á frystar afurðir tókst að verjast mestu áföllunum, sem sjávarútvegurinn stóð frammi fyrir á síðasta hausti. Þrátt fyrir ákafa gagnrýni og vantrú margra hefur sannast að hér var rétt á málum haldið. Öllum er ljóst að þessar aðgerðir voru einungis biðleikur í þeirri slæmu stöðu sem við vorum í. Þær þjóna eng- um tilgangi nema sjávarútvegin- um takist að verja þau rekstrar- skilyrði sem nú eru að nást. Þetta hefur verið sagt áður, en nú má það ekki bregðast því enginn get- ur borið ábyrgð á nýjum koll- steypum. Lykillinn að því að þetta takist er að hægt verði að skapa frið innan sjávarútvegsins um mismunandi hagsmuni þeirra sem þar starfa. Takist það ekki minnka líkurnar á því að sjávar- útvegurinn geti haldið stöðu sinni og greinin fái tækifæri til að auka eigið fé á næstu árum. Allir hljóta að sjá að hótanir um vinnustöðvun yfir hábjargræðis- tímann og óhófleg sala á óunnum fiski úr landi þjóna ekki heildar- hagsmunum. Nú er brýnt að menn auki samstöðu sína og sam- vinnu og skapi næði til að byggja upp grundvöll fyrir nauðsynleg- um en raunhæfum kjarabótum. Á næsta ári verðum við þriðja árið í röð að skerða veiðiheimild- ir í þorski. Sá samdráttur mun að óbreyttu leiða til 6-7% lækkunar á aflaverðmæti. Þetta mun að öllu jöfnu koma frarri í verri afkomu útgerðarinnar. Þjóðhags- stofnun áætlar að fiskveiðarnar séu um þessar mundir reknar með um 3Vi% tapi. Það er verri afkoma en varð á öllu síðasta ári en skýrist að öllu leyti af versnandi afkomu bátaflotans sem að mati stofnunarinnar er nú rekin með 13% tapi í stað 8% á síðasta ári. Togaraflotinn er hins vegar rekinn með um 4% hagn- aði um þessar mundir sem er svipuð niðurstaða og á síðasta ári. Á þessari stundu er ekki fyrirsjáanlegt að hægt verði að bæta hag útgerðarinnar með auknum afla eða hækkun fiskverðs. Það verður að gera með öðrum raunhæfum aðgerð- um. Að mínu mati verður það ekki gert nema til komi talsverð fækkun fiskiskipa. Á grundvelli núgildandi laga um stjórn fisk- veiða er heimilt að sameina veiði- heimildir. Þessi ákvæði hafa nú þegar leitt til þess að fækkað hef- ur í flotanum um rúmlega 30 skip á þeim tæpu tveim árum sem lög- in hafa gilt. Það er mikilvægur árangur, ekki síst í ljósi þess að núgildandi lög eru aðeins til þriggja ára. Verði lög um stjórn fiskveiða í framtíðinni í líkingu við þau drög að frumvarpi sem hér eru til kynningar þá má búast við verulegri fækkun fiskiskipa á næstu árum. Þá má jafnframt gera ráð fyrir að allar ákvarðanir um fjárfestingar í nýjum skipum verði byggðar á traustari grunni þar sem hver einstakur útgerðar- maður getur tekið ákvarðanir út frá fyrirfram ákveðnum veiði- heimildum. Fjárfestingaráform verða fremur byggð á raunhæfu mati en ekki á væntingum um að afkastameiri skip geti aukið hlut- deild sína sem alltaf hlýtur að verða á kostnað annarra skipa í flotanum. Það hefur margoft sýnt sig að nauðsynleg forsenda fyrir bætt- um Iífskjörum á íslandi er heil- brigður og vel rekin sjávarútveg- ur. Okkur hefur ekki tekist, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, að byggja upp útflutningsfram- leiðslu á öðrum sviðum svo neinu nemur. Nægir þar að minna á þau vandamál sem komið hafa upp í rekstri nýrra útflutningsgreina á síðustu misserum og mánuðum. Sjávarútvegurinn er og verður burðarás í okkar atvinnuupp- byggingu í framtíðinni. Hlutverk stjórnvalda er að setja þær almennu leikreglur sem stuðla að hagkvæmri nýtingu fiskveiðiauð- lindarinnar á hverjum tíma og vinna að því að sjávarútvegurinn búi við sambærileg skilyrði og erlendir keppinautar. Skynsam- leg stjórn fiskveiða er forsenda þess að vel takist til. Á næstu mánuðum og árum skiptir einnig miklu hvernig til tekst í samning- um um óhindraðan aðgang fyrir íslenskar sjávarafurðir á markað í Evrópu. Evrópubandalagið Evrópubandalagið er nú í sviðs- ljósinu. Aðildarríki þess eru að auka samstarf sitt og því verða aðrar þjóðir Vestur-Evrópu að taka samskipti sín við bandalagið til gagngerrar endurskoðunar. Nauðsynlegt er fyrir forsvars- menn í íslenskum sjávarútvegi, að skoða rækilega niðurstöður könnunarviðræðna Evrópu- bandalagsins og EFTA og íhuga þá möguleika sem felast í þeim hugmyndum sem nú eru til umræðu. Eins og ykkur er kunn- ugt er megininntak þeirra, að hið svokallaða fjórþætt frelsi nái til allrar Vestur-Evrópu. Verði það niðurstaða samninganna mun á næstu árum verða til geysiöflugt evrópskt efnahagssvæði, sem öll 18 aðildarríki EFTA og EB standa að. Segja má, að EFTA ríkin standi frammi fyrir þremur kost- um í samskiptum við Evrópu- bandalagið. Sá fyrsti er að halda að sér höndum og gera ekki neitt. Annar er að sækja um inngöngu í Evrópubandalagið með þeim réttindum og skyldum sem því fylgir. Þriðji kosturinn er ein- hvers konar millileið, þar sem leitað er samninga og samræm- ingar á réttindum og skyldum. Aðild að Evrópubandalaginu kemur ekki til álita m.a. vegna sjávarútvegsstefnu þess. Ein af grundvallarreglum fiskveiði- stefnu bandalagsins er frjáls aðgangur allra aðildarríkja að öllum fiskimiðum þess. Evrópu- bandalagið kemur fram fyrir hönd aðildarríkjanna í öllum málum er varða fiskveiðar. Ýms- ar aðrar ákvarðanir eru teknar fyrir þeirra hönd á vettvangi bandalagsins sem ekki eru geð- þekkar. Eitt meginmarkmið sam- eiginlegrar sjávarútvegsstefnu Evrópubandalagsins er að tryggja hagsmuni þeirra sem stunda útgerð og fiskvinnslu. Til að ná þessum markmiðum beitir bandalagið tollum og innflutn- ingskvótum miskunnarlaust, sé ekki sérstaklega samið um undanþágu. Evrópubandalagið hefur gert ýmis konar samning við margar þjóðir og tryggt þann- ig veiðiheimildir fyrir Áota sinn. Nefna má: 1. Samninga um gagnkvæmar veiðiheimildir. Samningar af þessu tagi hafa verið gerðir við Norðmenn, Svía og Færeyinga. 2. Samningur um heimildir til að veiða úr vannýttum stofnum sem heimamenn fullnýta ekki. 3. Samningar um veiðiheimildir gegn tollfríðindum. Norðmenn og Kanadamenn hafa samið á þennan hátt við bandalagið. 4. Samningar um veiðiheimildir gegn þróunarstyrkjum eða hag- stæðum lánum. 5. Samningar um veiðiheimildir gegn greiðslum og markaðsíviln- unum. Dæmi um samning eins og þennan er samningur bandalags- ins við Grænlendinga. Innan Evrópubandalagsins er rekið umfangsmikið styrkjakerfi til sjávarútvegsins og er varið til þess miklu fé. Er því m.a. ætlað að standa undir 10 ára áætlun um endurskipulagningu í sjávar- útvegi, sem hefur verið skipt í tvö fimm ára tímabil. Á fyrra tíma- bilinu sem líkur 1991 hyggst bandalagið verja um 800 milljón- um ecu, sem samsvarar um 55 milljörðum íslenskra króna, til þessa verkefnis. Fyrirtæki í sjáv- arútvegi fá ríflega fjárfestingar- styrki frá Brussel og heimalandi sínu. Staðfest dæmi eru um að aðilar fái styrki frá Evrópubanda- laginu sem nemi 25% af fjárfest- Smásagnasamheppni Dags cg MEI10R MenningarsamtöK Morðlendinga og dagbiaðið Dagur hafa áKveðið að efna til samKeppni um bestu frum- 5ömdu smá5öguna. ★ Veitt verða 60 þúsund Króna verðlaun fyrir þá 5ögu sem dómnefnd telur besta. AuK þess verður veitt 20 þúsund Króna viðurKenning fyrir þá sögu sem næstbest þyKir. Verðlaunasagan mun birtast í jólablaði Dags en frétta- bréf ÍÍEMOR ásKilur sér einnig rétt til birtlngar. Einnig er ásKiiinn hliðstæður réttur til birtingar á þeirri sögu, sem viðurKenningu hlýtur. ★ 5ögur í Keppninni mega að hámarKi vera 6-7 síður í A-4 stærð, vélritaðar í aðra hverja línu. ir 5ögurnar sKal senda undir dulnefni, en með sKal fylgja rétt nafn, heimilisfang og símanúmer í loKuðu umslagi, auðKenndu dulnefninu. ★ SKilafrestur handrita er til 24. nóvember nk.# sem er sTðasti póstlagningardagur. Utanáskriftin er: Menningarsamtök Morðlendinga b/t Hauks Ágústssonar Qilsbakkavegi 13, 600 Akureyri Menningaisamtöh Morðlendinga - Dagur

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.