Dagur - 22.11.1989, Blaðsíða 13

Dagur - 22.11.1989, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 22. nóvember 1989 - DAGUR - 13 Gunnar Guðbjartsson: Lægst verð á íslandi á kindakjöti og nautakjöti Hmn 25. október sl. sendi Verð- lagsstofnun út fréttatilkynningu um verðsamanburð á matvælum samkvæmt niðurstöðum könnun- ar, sem hún gerði í sumar. í fréttatilkynningunni eru fjög- ur atriði undirstrikuð með því að prenta þau með svörtu letri. Þau eru: - Verð á landbúnaðarvörum var almennt hæst í Reykjavík en lægst í Þórshöfn í Færeyjum. - Söluverð í Reykjavík, á öðrum innlendum matvörum og inn- fluttum matvörum var ekki óhagstætt í samanburði við sams konar vörur erlendis. - Vcrslunarálagning var að jafn- aði Iægri í Reykjavík en í öðr- um borgum sem samanburður var gerður við. - Söluskattur var hæstur í Reykjavík. í fyrstu setningunni er fullyrt að landbúnaðarvörur séu al- mennt hæstar í verði í Reykja- vík. Þá er gengið fram hjá því að tvær þýðingarmestu kjöttegundir í neyslu íslendinga, kindakjöt og nautakjöt eru skv. könnuninni verulega lægri í verði hér á ís- landi heldur en er í flestum þeirra landa, sem samanburðurinn nær til, sbr. súlurit sem fylgja hér með. Þetta er niðurstaðan þrátt fyrir miklu hærri söluskatt hér heldur en er í samanburðarlöndunum. Frásögn Verðlagsstofnunar hvað þetta varðar getur ekki talist hlutlaus frásögn og er furða að ekki skuli hafa verið vakin athygli á þessum ágalla í fjölmiðl- um. Athyglisvert er hve kjötverð er hátt í London. Framleiðslustyrk- ir eru miklir í Bretlandi. Auk þess flytja Bretar inn kjöt frá Nýja-Sjálandi, en þar er kjöt tal- ið ódýrast í heiminum. Niðurgreidslur á landbúnaðarvörum I tilkynningunni er tafla, sem sýnir óniðurgreitt heildsöluverð tíu landbúnaðarvara í fjórum borgum. Þá er Osló, Kaup- mannahöfn og London sleppt úr samanburðinum. Þá kemur í ljós að Þórshöfn í Færeyjum er með hæst verð í þeim tveimur vöru- flokkum þegar Færeyingar fram- leiða vörurnar sjálfir, þ.e. mjólk og jógúrt. Hinar vörurnar kaupa þeir niðurgreiddar frá öðrum löndum og eru þá oftast með lægst verð. Þetta kemur engum á óvart. Vafasamt er talið að þetta lága verð í Færeyjum geti haldist. Vegna erfiðleika í ríkisfjármál- um Færeyinga eru þar uppi há- værar kröfur um álagningu vöru- gjalds og söluskatts á innfluttar matvörur. Framleiðslustyrkir I töflunni er einungis tekið tillit til niðurgreiðslna á heildsölu- og smásölustigi. Hins vegar er vitað að í öllum EB löndum eru niður- greiðslurnar nær allar á fram- leiðslustigi. Veittir eru fram- leiðslustyrkir, sem eru metnir að meðaltali til 50% af framleiðslu- kostnaði búvaranna. Það er land- búnaðarpólitík EB að lækka verð þessara þýðingarmiklu vara, landbúnaðarvaranna, með þeim hætti og um leið heldur EB niðri kaupgjaldi til að iðnaðarvörur þess verði betur samkeppnishæf- ar á svokölluðum heimsmarkaði. Þessir framleiðslustyrkir eru með ýmsum hætti. Sumt af þeim er bundið magni framleiðslu eða stærð lands eða bús. Annað er mismunandi eftir byggðarlögum eða löndum, svokallaðir byggða- styrkir. Veittir eru styrkir til vinnslufyrirtækja, birgðir af umframframleiðslu eru keyptar af sjóðum EB og greiddar út- flutningsbætur. Sams konar styrkir eru í Nor- egi og eitthvað er um þá bæði í Svíþjóð og Finnlandi. Byggða- styrkir eru miklir í Noregi. Verð- lagsstofnun nefnir ekki í sinni verðkönnun þessa styrki eða nið- urgreiðslur á framleiðslustigi. Vinnunni við verðkönnunina er því mjög áfátt. Niðurgreiðslur framleiðslukostnaðar eru í nær öllum Evrópulöndum, megin- hluti niðurgreiðslanna. Pví er sú ályktun röng hjá Verðlagsstofn- un að niðurgreiðslur séu miklu meiri á íslandi en í samanburðar- löndunum. Væru þessir fram- leiðslustyrkir ekki fyrir hendi myndi búvöruverð þessara landa vera miklu hærra en nú er og í flestum tilfellum miklu hærra en á íslandi. Söluskattur og virðisaukaskattur Söluskattur er mjög hár á íslandi. í öllum samanburðarlöndunum er virðisaukaskattur sem er lægra hlutfall en söluskatturinn á sölu- stigi er hér. Enginn söluskattur er í Þórshöfn og enginn virðisauka- skattur er í London. Söluskatturinn er svo hár á ís- landi að hann ásamt aðfanga- skatti étur upp allar niðurgreiðsl- urnar sem eru á landbúnaðarvör- um sbr. meðfylgjandi súlurit og meira til. Það er einnig rangt sem haft var eftir Sighvati Björgvinssyni í Morgunblaðinu í síðustu viku að bændur á íslandi fengju 1,5 millj- ón króna hver í rekstrarstyrki frá ríkinu. Niðurgreiðslurnar hér á landi eru allar greiddar til lækkunar á verði til neytenda. Söluskattur- inn er næstum jafnmikill og allar niðurgreiðslurnar og gerir allan samanburð í þessu efni rangan. Söluskatturinn hefur spillt og spillir samkeppnisstöðu íslenskr- ar búvöru, ekki síst í verðsam- anburði við niðurgreiddar er- lendar vörur. En spyrja má hvort svona verðsamanburður sé marktækur, þegar niðurgreiðslur og fram- leiðslustyrkir eru með mismun- andi hætti, skattlagning er afar mismunandi og gengi gjaldmiðla er rangt skráð. Hitt er fagnaðarefni hversu hagstætt verð er á íslensku kjöti í samanburði við flest Evrópulönd skv. þessari könnun Verðlags- stofnunar. Kjöt smásöluverð og söluskattur Söluskattur Smásöluverð án söluskatts Fundarboð! Almennir stjórnmálafundir verða haldnir á eftirtöldum stöðum: Blómaskálanum Vín Eyjafirði miðvikud. 22. nóv. kl. 21.00. Frummælendur: Guðmundur Ágústsson, alþingismaður. Sveinbjörn Jónsson, oddviti Suðureyri. Stefán Valgeirsson, alþingismaður. Þórshöfn fimmtud. 23. nóv. kl. 21.00. Raufarhöfn föstud. 24. nóv. kl. 21.00. Lundi í Öxarfirði laugard. 25. nóv. kl. 2 e.h. ídölum, Aðaldal sunnudaginn 26. nóvember kl. 2 e.h. Frummælendur á fundinum í Norður-Þingeyjarsýslu verða Guðmundur Ágústsson alþingismaður og Stefán Valgeirs- son alþingismaður. Rætt verður um stjórnmálaviðhorfið, efnahagsástandið og fjölmiðlafárið. Munið fundinn í Blómaskálanum Vln í kvöld 22. nóvember kl. 21.00. Samtök jafnréttis og félagshyggju - Borgaraflokkurinn Atvinnurekendur Akureyri Karlmaður um þrítugt óskar eftir starfi á sviði bókhalds og/eða fjármálastjórnunar. 12 ára starfsreynsla í bæði, en engin menntun. Mjög góð meðmæli. Áhugasamir aðilar komi nafni og símanúmeri til afgreiðslu Dags merkt „Akureyri ’89“. Starfsmaður óskast í vöruafgreiðslu okkar. Skriflegar umsóknir skulu berast í pósthólf 225 fyrir 24.11/89. Upplýsingar ekki veittar í síma. Umferðarmiðstöðin Hafnarstræti 82. Nautahakk Verð án söluskatts Hlutfallstölur Lambalæri Kótelettur Nautahakk Kaupmannahöfn 49 58 57 Þórshöfn 53 66 47 Stokkhólmur 77 82 83 London 78 114 64 Reykjavík 80 80 80 Osló 83 122 138 Helsinki 126 124 105 Elskuleg eiginkona mín, AÐALHEIÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, frá Arnarnesi, er látin. Fyrir hönd barna okkar og annarra aðstandenda, Guðmundur Árnason.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.