Dagur - 22.11.1989, Blaðsíða 5

Dagur - 22.11.1989, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 22. nóvember 1989 - DAGUR - 5 Sjómaðurinn ungi, Ómar Örn Jónsson. Útivinnandi unglingar - Hvar vinnur þú? „Hjá Útgerðarfélagi Akureyringa.“ - Hve lengi ert þú búinn að vinna þar? „í einn og hálfan mánuð.“ - Af hverju fórst þú út á sjó? „Af því það er svo rosalega gaman.“ - Var erfitt að kom- ast á sjóinn? „Já, það var frekar erfitt en gekk þó.“ - Hvernig er að vera unglingur á sjó? „Það getur verið mjög erfitt þegar fiskast mikið.“ - Hvað segja vinir þínir um þetta starf? „Þeir eru mjög á móti þessu.“ - Hvað segja foreldr- ar þínir um þetta starf? „Þeir eru mjög hlynntir því.“ - Hvað ætlarðu að gera í framtíðinni? „Ég stefni af því að verða stýrimaður.“ SoIIa og Berglind . . . nú eða setjast niður á teríu og spjalia saman . . . Það vantar fleiri stelpur - viðtal við Andreu Ásgrímsdóttur - Hvað ertu búin að spila golf lengi? „Svona 5 ár.“ - Hvað var það sem fékk þig til að byrja? „Það var nú ekkert sérstakt, ég fór bara upp- eftir einu sinni og fannst það svo gaman að ég fór bara að fara oftar.“ - En á veturna, er nokkuð hægt að spila golf þá? „Já, já, það er inni- aðstaða þar sem allir geta æft sig.“ - Er jafnmikið af stelp- um og strákum í golfi? „Nei, það eru eiginlega bara strákar og það vantar fleiri stelpur því þetta er ekkert frekar fyrir stráka.“ - Er erfitt að vera í golfi? „Það getur verið erfitt, en það fer allt eftir hvað þetta er mikið stundað.“ - Æfirðu einhverjar aðrar íþróttir? „Já, ég hef verið í hand- bolta hjá KA.“ - Eru margar stelpur sem æfa handbolta? „Nei, við erum eiginlega allt of fáar.“ - Er nóg framboð af íþróttum fyrir unglinga hér? „Já, mér finnst það, enda eru aðstæður hér mjög góðar.“ bœkur Sonnettur Shakespeares - í þýðingu Daníels Á. Daníelssonar læknis á Dalvík Bókaútgáfa Menningarsjóðs hef- ur gefið út eitt af öndvegisritum heimsbókmenntanna, Sonnettur breska stórskáldsins Williams Shakespeares í þýðingu Daníels Á. Daníelssonar, læknis á Dal- vík. Hann ritar einnig ítarlegan formála og eftirmála, þar sem fjallað er um tilefni Sonnettanna og sögu þessarar skáldskapar- greinar. Sonnetturnar eru 154 talsins og skiptast í tvo bálka: Lofkvæðin Lávarðarijóð og man- söngvana Hrafnhödduljóð. Útgefandi kynnir bókina, höf- und og þýðanda svofelldum orð- um á kápu: William Shakespeare (1564- 1616) kallast jöfurinn í hópi leikritaskálda veraldar, en sagt hefur verið um Sonnettur hans, að þær einar hefðu nægt „svanin- um frá Avon“ til heimsfrægðar. Margir bragsnillingar hafa þýtt leikrit hans og kvæði á íslenska tungu. Nú bætast Sonnetturnar í heild sinni við það ríkulega $afn. Pær orti Shakespeare á árunum 1592-95. Daníel Á. Daníelsson, læknir á Dalvík (f. 1902), hefur unnið að þýðingu Sonnettanna og rann- sókn á þeim og baksviði þeirra um langt áraskeið, en lætur þær nú frá sér fara í hinum íslenska búningi sínum með ítarlegri greinargerð um tilefni þeirra og sögu. \ V V V V VV V V/ V V <fcí v V V V V *S V V V V V V V « t> §6 mi c e a i> e t> c c t> tn> e ö ot; oo e « o t e t; t> t> e e o o t> t> e« o o t> e t; <> t>«t> t> e t> e e t. s> t>*> e t> oo t> #t> t> i> o t> m o <> oo t> e« t> o ot t>«t> o e o o t> o t> e o o t; <■> o ©eeee e eeeer é ó 0 é 0 0 0 é é 0 é 0 é 0 é é 0 0 0 0 é é é é é é 1 0 0 c> 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 ( 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 { 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 i 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 i 0 0000 0 000 0000 0 0 0 0 0 0 00 00 00 0 i 0000 00 00 000 00 00 0 0 0 0 0 00000i Á fallaskiptum Bókaútgáfan Forlagið hefur sent frá sér ljóðabókina Á fallaskipt- um eftir Birgi Svan Símonarson. Hún hefur að geyma úrval ljóða úr átta ljóðabókum skáldsins sem út komu á árunum 1975-1988. Ljóðaunnendum mun þykja fengur að þessu nýja safni en Birgir Svan hefur fyrir löngu skipað sér í fremstu röð ljóð- skálda sinnar kynslóðar fyrir skorinorð og listfeng ljóð sín - allt frá því hann vakti fyrst athygli þegar hann tók þátt í starfi Listaskáldanna vondu sem héldu margfrægar bókmennta- kynningar á sínunt tíma. í kynningu Forlagsins segir m.a.: „Birgir Svan yrkir um veru- leika hvunndagsins án þess þó að kveða sig í sátt við hann. Ljóð hans eru ögrun við hið blinda brauðstrit, tilfinningasnauð sam- skipti, ástleysi og lífsdoða. Hann bregður á leik með vanabundið orðfæri, ögrar merkingarleysum málsins á ærslafullan hátt og höfðar jöfnum höndum til tilfinn- inga og vitsmuna lesandans.“ Bændur! Eigum til sláttuþyrlur og heyþyrlur á vetrarveröi. Véladeild Oseyri 2 • Símar 21400 og 22997. MIKIL EFTIRSPURN EFTIR SKULDABRÉFUM Mikil eftirspurn er nú eftir góðum skuldabréfum bæði bankabréfum og verðtryggðum og óverðtryggðum veðskuldabréfum. Vegna þessa hefur ávöxtun, t.d. á verðtryggðum veðskuldabréfum, lækkað úr 14-15% niður í 12-13%. Þar af leiðandi færðu meira fyrir þessi bréf nú ef þú lætur Kaupþing annast sölu þeirra. Ef veðsetningar- hlutfallið er um og undir 50% af brunabótamati eða sölumati tekur slíkra bréfa 1-2 daga. Sölugengi verðbréfa þann 22. nóv Einingabréf 1 4.42£ Einingabréf 2 2.44G Einingabréf 3 2.90S Lífeyrisbréf ............. 2.227 Skammtímabréf ............ 1,516 . NORÐURLANDS HF Ráðhústorgi 1 • Akureyri • Sími 96-24700 FROÐLEIKSMOLAR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.